Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 49
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 47 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER að hvísla ef maður vildi ... endilega halda einhverju leyndu, sko.“ Þær voru mjög fegnar því að vera kallaðar upp eftir númerum en ekki nöfnum. Það gaf þeim persónulegt skjól. Auk þess var til staðar heilmikill ótti hjá þeim gagnvart því að geta hugsanlega hitt einhvern sem þær þekktu því það gat þýtt að orðrómur kæmist á kreik. Ein sagði: „Ég myndi örugglega fara rosalega hjá mér ef ég myndi hitta einhvern sem ég vildi ekkert hitta og vildi ekkert vita að ég væri þarna.“ Spenna Konurnar greindu frá því hvernig þær spenntust upp bæði áður en þær fóru á móttökuna, meðan þær voru á biðstofunni, þegar þær voru á móttökunni sjálfri og þegar þær fengu niðurstöður. Þeirra eigin hugsun gagnvart því að greinast hugsanlega með kynsjúkdóm og hvað öðrum fyndist um það hafði áhrif á það hvernig þeim leið. Búast við því versta Þær greindu frá því að það væri „bara hræðsla við þetta“, „bara að fara í tékk, þurfa að tala um þetta“, „hvernig verður þetta“, „maður býst við því versta“. Eftir að komið var á staðinn kom spenna þeirra fram í eftirfarandi lýsingum: „... og ég sat þarna frammi í einhverju svitakófi, ég var orðin svo stressuð.“ „Maður stressast náttúrulega rosalega, bara að sitja þarna.“ Þó að þær litu kannski út fyrir að vera afar rólegar á biðstofunni þá kraumaði undir niðri hugsunin um væntanlega móttöku sem olli óróleika, eins og ein sagði: „Þá var ég nervös því ég vissi ekki alveg kannski hverju ég átti von á.“ Það að eiga von á að greinast með kynsjúkdóm skapar óróa því það getur hugsanlega haft afleiðingar í för með sér. „Þetta var svona rosalega óþægilegt, maður fer … þarna inn og maður náttúrulega hugsar, ókei … ég er með einhvern kynsjúkdóm, þá náttúrulega, þú veist, maður fær svolítið sjokk.“ Þær hugleiddu jafnframt hvað öðrum fyndist um þær: „Maður heldur að fólk haldi að maður sé þarna út af, þú veist, einhverju hræðilegu.“ Afstaða þeirra til kynsjúkdóma var sú að „það er ekkert gaman að vera með einhvern kynsjúkdóm“. Þannig var litið á kynsjúkdóma sem skammarlegt fyrirbæri. Biðin eftir niðurstöðum var einnig spennuþrungin. „Maður bara stressar sig alveg geðveikt upp … vill fá að vita strax (um) niðurstöður.“ Því var þeim mikils virði að fá niðurstöður sem fyrst til að stytta þann tíma sem þær voru áhyggjufullar. Svo þegar „jákvæð“ niðurstaða lá fyrir var það „… pínu svona sjokk þegar maður fær þetta til baka“. Það var því greinilegt að „jákvæð“ niðurstaða úr kynsjúkdómaprófi var neikvæð reynsla. Hið vandræðalega og ópersónulega Þær óttuðust að móttakan yrði vandræðaleg. „Það er náttúru­ lega frekar vandræðalegt að koma þarna.“ Það var þeim til dæmis „vandræðalegt að þurfa að fara í skoðun“ og vissar aðstæður gátu verið vandræðalegar, svo sem „ljótur stóll“ eða „gamall karl“. Einnig spilaði feimni inn í: „Þetta er líka svona staður (kvensköp) sem maður vill ekki vera eitthvað að … er bara feiminn við eitthvað ...“ Í sjálfri móttökunni fannst þeim aðstæður stundum vandræðalegar eins og þegar þær voru með þvagprufuna: „Ég kom út (frá fagaðila) alveg geðveikt týnd, hún sagði ekki einu sinni bless.“ „Þú ert bara þarna eins og illa gerður hlutur að bíða fyrir utan klósettið …“ Fram kom í frásögnum þeirra að þjónustan gat reynst ópersónuleg. „Þú veist þetta er ógeðslega mikil svona færi­ banda eitthvað.“ Sú tilfinning kom fram hjá einni konunni að hún væri nánast fyrir og að fagaðili hefði í raun engan tíma til að fara í gegnum hlutina með henni. „Mér fannst ég … alveg svona stoppa hana af og spyrja hana … áður en hún … var bara búin að senda mig burt.“ Í hraðanum fannst konunni meðferðaraðilinn engan veginn eins almennilegur: „Ótrúlega að flýta sér … þú veist, ferð þetta (fram) og búið.“ Ekki var gefið tækifæri til að spyrja: „Mér finnst bara að hún hefði alveg mátt aðeins gefa meiri tíma og vera aðeins svona almennilegri.“ Einnig kom fram þörf fyrir meiri ráðgjöf en hraði þjónustunnar leyfði það ekki: „Náði ekki almennilega … að tala um allt … þetta er náttúrulega svona í flýti … hefði alveg viljað fá meiri … ráðgjöf.“ Þetta sýndi að sumar konurnar höfðu þörf fyrir meiri tíma með fagaðila og að fá tækifæri til að spyrja og ræða málin. Léttir Þegar konurnar mættu í viðtal eða skoðun létti þeim yfirleitt við það að mæta fagfólki sem var alúðlegt í framkomu, skapaði þægilegt andrúmsloft, var formdómalaust og jákvætt. Þessi framkoma fannst þeim að drægi úr spennu og kvíða hjá þeim. Þær höfðu mikla þörf fyrir öryggi og að geta treyst aðstæðum. Þær áttu jafnvel von á því að vera skammaðar á staðnum fyrir að hafa verið óábyrgar í kynlífi. Það reyndist þeim því mikill léttir þegar það var ekki gert. Fram kom þörf fyrir að mynda augnsamband við meðferðaraðila og að hann heilsaði konunni. Það reyndist þeim jafnframt mikils virði að hlustað væri á þær, þær fengju tækifæri til að ræða málin, gætu spurt spurninga og fengið útskýringar. Fagmennska Konurnar uppgötvuðu fljótlega að þjónustuferlið var í raun ekki svo hræðilegt heldur „… bara lítið mál þegar maður er kominn þarna inn“. Almennt séð voru „… allir voðalega jákvæðir“. Dæmigerð lýsing á reynslu þeirra var eftirfarandi: „Hún … róaði mann mjög mikið niður … maður var stressaður, svo róaðist maður.“ Þær höfðu þörf fyrir gott andrúmsloft. Þegar þær höfðu fundið fyrir óöryggi og spennu var það þeim mikilvægt að mæta vingjarnlegu viðmóti. „Rosa mikilvægt, bara eitt bros og það dugar alveg fyrir litlar sálir.“ „Um leið og einhver kemur til manns … og brosir til mín þá er maður bara rosa rólegur.“ „Hún var mjög almennileg, rosalega, ég var mjög ánægð með hana.“ „Hún var meira að pæla í því hvort að þú … hugsir vel um sjálfan þig.“ Það var þeim mikilvægt að fá góðar útskýringar og að þær væru settar fram á kurteisan hátt, „hún var rosalega kurteis ... útskýrði vel fyrir mér, þú veist, að ég gæti alltaf komið í blóðprufu ... sagði mér alveg hvað finnst í þvagprufunni, hvað finnst í blóðprufunni ...“ Þær höfðu þörf fyrir að spyrja spurninga: „Hún gaf manni tækifæri til að segja allt og hún

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.