Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 53
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 51 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER í reglum og lögum annars vegar og raunveruleikanum hins vegar, kalla á að viðfangsefnið sé skoðað gaumgæfilega. Mikilvægt er að greina hvernig tryggja megi örugga og skilvirka þjónustu við sjúklinga þegar kemur að lyfjameðferð. Læknar eru eina heilbrigðisstéttin á Íslandi sem hefur leyfi til að ávísa lyfjum en tannlæknar og dýralæknar hafa takmarkað leyfi (Lyfjalög nr. 93/1994; Reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja nr. 111/2001). Í öðrum löndum fellur lyfjaávísun annarra en lækna undir mismunandi skilgreiningar og heiti eftir því hvaða heimild þeir hafa og hversu sjálfstæðir þeir eru. Víða erlendis tíðkast lyfjaávísun annarra en lækna (e. non-medical prescribing) en það eru heilbrigðisstarfsmenn sem ekki eru læknisfræðimenntaðir, svo sem hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og lyfjafræðingar, sem hafa heimild til að ávísa lyfjum (Bhanbhro o.fl., 2011). Þeir sem geta ávísað lyfjum sjálfstætt (e. independent prescribers) eru fagaðilar sem meta ástand og heilsufar skjólstæðinga, greina vandamál, ákveða lyfjameðferð og bera ábyrgð á ferlinu án þátttöku lækna eða annarra (Bhanbhro o.fl., 2011; Courtenay o.fl., 2007; Hall, 2005; Kroezen o.fl., 2012). Að vera öðrum háður um lyfjaávísun (e. supplementary prescriber) felur í sér samvinnu læknis (e. independer) og hjúkrunarfræðings eða lyfjafræðings (e. depender) um meðferðaráætlun (e. clinical managment plan) (Kroezen o.fl., 2012; Latter o.fl., 2007). Læknir sjúkdómsgreinir þá sjúkling og veitir hjúkrunarfræðingi eða lyfjafræðingi heimild til að ávísa lyfjum til sjúklings í samræmi við heilsufarsgreiningu og lyfjalista (Hall, 2005; Kroezen o.fl., 2012). Lyfjaávísun hjúkrunarfræðings (e. nurse prescribing) er skilgreind sem fyrirmæli hjúkrunarfræðings um lyf eða tæki sem hann hefur umboð til að ávísa samkvæmt lögum í starfi sínu (Kaplan o.fl., 2011). Á nokkrum deildum Landspítala hefur viðgengist það verklag að hjúkrunarfræðingar gefa lyf án fyrirmæla lækna þar sem samþykktur lyfjalisti er til staðar (Landspítali, 2009) en deildarstjórar og yfirlæknar útbúa slíka lyfjalista fyrir sína deild (Landspítali, 2002). Hjúkrunarfræðingar geta þá gefið ákveðin lyf í ákveðnu magni. Lyfjalistinn er undirritaður af viðkomandi yfirlæknum og lyfjagjöfin er sameiginlega á ábyrgð viðkomandi hjúkrunarfræðings, sem ávísar lyfi og gefur, og þeirra lækna sem eru skráðir fyrir lyfjalistanum sem er vistaður í gæðahandbók spítalans (Landspítali, 2009). Heimildin fellur þá undir það að vera öðrum háður við lyfjaávísun (Kroezen o.fl., 2012; Latter o.fl., 2007). Þó er þessu ekki þannig háttað lagalega séð því engin reglugerð heimilar það nema reglur þær sem Landspítali hefur sett sér um lyfjafyrirmæli og lyfjagjöf (Landspítali, 2002). Þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar á Íslandi hafi ekki lagalegan rétt til að ávísa lyfjum er nokkur hluti lyfjaumsýslu og eftirlits í höndum þeirra (Helga Bragadóttir o.fl., 2010). Stór hluti vinnutíma hjúkrunarfræðinga fer í lyfjatiltekt og lyfjagjöf (Sigrún Gunnarsdóttir og Helga Bragadóttir, 2012) og er þá ótalin vinna þeirra við eftirlit með verkun lyfja og samráð við lækna um allt er lýtur að lyfjameðferð sjúklinga. Samkvæmt reglum Landspítala ber hjúkrunarfræðingur ábyrgð á gjöf lyfja samkvæmt fyrirmælum læknis og sá sem gefur sjúklingi lyf ber ábyrgð á þeirri lyfjagjöf (Landspítali, 2002). Á Vesturlöndum hafa hjúkrunarfræðingar fengið lagalega heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Finnland, Hollandi, Írlandi, Kanada, Nýja­Sjálandi, Spáni og Svíþjóð (Canadian Nurses Association, 2012; Courtenay o.fl., 2007; Government of Canada, 2012; Kroezen o.fl., 2011, 2012, 2014; Romero­Collado o.fl., 2014). Reynslan af því að lögleiða heimild hjúkrunarfræðinga til að ávísa lyfjum er góð og talin bæta þjónustu við sjúklinga, hafa jákvæð áhrif á vinnu hjúkrunarfræðinga og draga úr álagi á lækna og heilbrigðiskerfið í heild (Gielen o.fl., 2014; Kroezen o.fl., 2013, 2014; Romero­Collado o.fl., 2014; Watterson o.fl., 2009). Ýmsar ástæður eru fyrir auknum heimildum hjúkrunarfræðinga til að ávísa lyfjum. Markmiðið með að veita hjúkrunarfræðingum í Bretlandi leyfi til að ávísa lyfjum var að nútímavæða og bæta þjónustuna (Latter o.fl., 2007) og nýta þekkingu og menntun hjúkrunarfræðinga betur og tryggja skilvirkan aðgang að lyfjum án þess að skerða öryggi sjúklinga (Latter og Courtenay, 2004). Í Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Nýja­Sjálandi og Svíþjóð voru helstu hvatar dreifbýlissjónarmið, skortur á læknum, að létta álagi af læknum og að viðurkenna sjálfstæða vinnu hjúkrunarfræðinga (Courtenay o.fl., 2007; Kroezen o.fl., 2011). Í 50 fylkjum Bandaríkjanna hafa sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar með klínískt framhaldsnám (e. nurse practitioner) haft leyfi til að ávísa lyfjum allt frá sjöunda áratug síðustu aldar (Courtenay o.fl., 2007; Kroezen o.fl., 2011). Stofnanir viðurkenna sérfræðiþjónustu þeirra og þörf á störfum þeirra í samfélaginu, meðal annars vegna þess að ódýrara er að leita til þeirra en lækna. Helsti hvati Hollendinga fyrir því að lögleiða lyfjaávísun hjúkrunarfræðinga var sá að hjúkrunarfræðingar hafa ávísað lyfjum án þess að lagaumhverfið leyfði það (Kroezen o.fl., 2013). Mismunandi er eftir löndum hvaða kröfur stjórnvöld gera um menntun hjúkrunarfræðinga til að geta fengið leyfi til að ávísa lyfjum. Í öllum Evrópulöndum, sem leyfa að hjúkrunarfræðingar ávísi lyfjum, er gerð krafa um sérstakt námskeið og próf (Kroezen o.fl., 2011; Romero­Collado o.fl., 2014). Í flestum löndum er gerð krafa um klíníska reynslu áður en hjúkrunarfræðingar geta hafið nám í lyfjaávísun. Í Bandaríkjunum er gerð krafa um nám á meistarastigi þar sem lögð er áhersla á lyfjafræði, líkamsmat og færni í greiningu vandamála (Latter o.fl., 2007). Í Ástralíu, á Nýja­Sjálandi, í Kanada og Hollandi er einnig gerð krafa um meistaragráðu en á Bretlandi og á Írlandi þurfa hjúkrunarfræðingar að taka námskeið á BS­stigi sem veitir heimild til að ávísa lyfjum (Kroezen o.fl., 2011). Á Spáni er kennslan hluti af grunnnámi og framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga (Kroezen o.fl., 2012; Romero­Collado o.fl., 2014). Fáar heimildir fjalla um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga innan sjúkrahúsa. Í kjölfar lagabreytinga í Bretlandi árin 2002 og 2006 var opnað fyrir það að hjúkrunarfræðingar á bráðasjúkrahúsum gætu ávísað lyfjum (Jones o.fl., 2011). Mikil fjölgun varð á þeim lyfjum og aðstæðum sem hjúkrunarfræðingar höfðu leyfi til að ávísa (Black, 2013; Courtenay, 2008). Dæmi um þetta voru lyf eins og Morfín eða Oxycodone í líknandi meðferð, Morfín sem verkjameðferð eftir aðgerð eða mikinn áverka eða hjartaáfall og

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.