Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 55
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 53 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Mynd 1 sýnir fjölda stakra lyfjagjafa á mánuði. Þegar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga eru skoðaðar með tilliti til vikudags sést að dreifingin er nokkuð jöfn. Mynd 2 sýnir stakar lyfjagjafir eftir vikudögum. Stakar lyfjagjafir voru flestar frá þriðjudegi til föstudags og fæstar á sunnudögum og mánudögum árið 2010. Árið 2011 varð aukning milli ára á stökum lyfjagjöfum alla vikudagana fyrir utan þriðjudaga þar sem varð fækkun. Mest var um stakar lyfjagjafir á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum árið 2011. Þegar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga eru skoðaðar með tilliti til tíma sólarhrings sjást sveiflur eftir tíma en sama mynstur sést í dreifingu frá 2010 til 2011. Stakar lyfjagjafir náðu hámarki kl. 22 þar sem er áberandi toppur bæði árin og aukning frá 2010 til 2011. Mynd 3 sýnir dreifingu stakra lyfjagjafa á tíma sólarhrings. Lyfjaflokkar og lyf Flestar stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga komu úr lyfjaflokki N, sem inniheldur meðal annars verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf, eða 65,34% árið 2010 og 65,03% árið 2011. Næstflestar stakar lyfjagjafir voru úr lyfjaflokki A, sem inniheldur meðal annars ógleðistillandi lyf og sýrubindandi lyf, eða 15,70% árið 2010 og jókst á milli ára, í 16,78% árið 2011. Þriðji algengasti flokkur stakra lyfjagjafa var M­flokkur með 6,23% árið 2010 og 5,38% árið 2011. M­flokkur inniheldur meðal annars bólgueyðandi gigtarlyf. Stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga úr öðrum flokkum voru fátíðari. Tafla 2 sýnir fjölda stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga eftir lyfjaflokkum og algengustu lyfin í hverjum flokki. Þegar skoðað var nánar hvaða lyfjum var helst ávísað af hjúkrunarfræðingum innan algengustu flokkanna kom í ljós að 165 lyfjategundum var ávísað úr N­flokki tauga­ og geðlyfja. Þetta voru lyf eins og svefnlyf og róandi lyf, svo sem Imovane og Sobril, verkjalyf, svo sem Panodil og Parkodin, og eftirritunarskyld Tafla 1. Fjöldi stakra lyfjagjafa án fyrirmæla lækna eftir klínískum sviðum árin 2010 og 2011. Klínísk svið Fjöldi Breyting milli ára 2010 2011 % Skurðlækningasvið 26.024 29.997 15,27 Lyflækningasvið 23.163 25.359 9,48 Kvenna­ og barnasvið 8.818 8.049 ­8,72 Geðsvið 5.449 5.727 5,10 SAMTALS 63.454 69.132 8,95* * χ2 (1, N=159586) = 243,46, p<0,001 Mynd 1. Fjöldi stakra lyfjagjafa án fyrirmæla lækna eftir mánuðum árin 2010 og 2011. 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Ja nú ar Fe br úa r Ma rs Ap ríl Jú lí Nó ve mb erMa í Se pte mb er Jú ní Ok tób er Ág ús t De se mb er 2010 2011 Má nu da gu r Fö stu da gu r Mi ðv iku da gu r Su nn ud ag ur Þr iðj ud ag ur La ug ard ag ur Fim mt ud ag ur Mynd 2. Fjöldi stakra lyfjagjafa án fyrirmæla lækna eftir vikudögum árin 2010 og 2011. 2010 2011 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Mynd 3. Fjöldi stakra lyfjagjafa án fyrirmæla lækna eftir tímum sólarhrings árin 2010 og 2011. 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Fj öl d i l yf ja gj af a 2010 2011

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.