Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Í Legóbúðinni í Smáralind stendur nú til sýnis glæsilegt líkan af sjúkra- húsi úr legókubbum. Sjúkrahúsið smíðaði Arnar Freyr Arnarsson, 10 ára gamall drengur, sem segist hafa mikinn áhuga á sjúkrahúsum og legókubbum. Í samtali við Morgun- blaðið segist Arnar Freyr vera afar stoltur af sjúkrahúsinu sínu og bros- ir breitt á meðan hann útskýrir hvern krók og kima líkansins fyrir blaðamanni, en hvert smáatriði gegnir ákveðnu hlutverki og er vel úthugsað. Arnar Freyr segist ekki vita hvað hann hafi notað marga kubba til verksins en þeir hafi verið margir, bæði gamlir og nýir. Alls konar legókallar Í legósjúkrahúsinu má sjá fjöl- marga legókalla af öllum stærðum og gerðum og gegna þeir hlutverki sjúklinga og starfsfólks sjúkrahúss- ins. Að sögn móður Arnars Freys, Ásgerðar Ingu Stefánsdóttur, fannst þeim mæðginum skemmtilegt að hafa legókallana fjölbreytta enda sé fólk í raunveruleikanum fjölbreytt og hver og einn um leið einstakur. Það sé Arnar Freyr einnig, en hann er greindur með ódæmigerða ein- hverfu. Í legósjúkrahúsinu má sjá ýmis mismunandi sjúkrahúsrými, meðal annars móttöku sjúkrahússins, rann- sóknarstofu, stofu með sneiðmynda- tæki, lungnaröntgentæki og hlaupa- bretti fyrir lungnaþolspróf. Arnar Freyr þekkir flestar stof- urnar og tækin sem sjá má í sjúkra- húsinu af eigin raun, en hann þarf reglulega að fara í rannsóknir vegna fæðingargalla sem hann er greindur með. Er um að ræða Poland- heilkenni og lýsir það sér í vanþrosk- uðum brjóstvöðvum. Að sögn móður Arnars Freys hef- ur hann þurft að fara í fjölmargar rannsóknir vegna fæðingargallans og lýsa öll rými sjúkrahússins að- stæðum sem hann hefur þurft að ganga í gegnum. Gaman að fara í blóðprufur Þrátt fyrir að mörg börn væru lík- leg til að tengja spítalaheimsóknir af þessu tagi við neikvæða upplifun segir Arnar Freyr að sér þyki mjög gaman á spítalanum. Hann kveðst ekki vera hræddur við sprautur, ólíkt einum legókallinum sem sjá má í legósjúkrahúsinu, sem er að sögn Arnars Freys að fara að fá sprautu og virðist skelfingu lostinn. Arnar Freyr stefnir á að starfa í heilbrigðisgeiranum í framtíðinni, en hann langar að verða sjúkraflutn- ingamaður þegar hann verður eldri. Hann segist þó eiga erfitt með að svara því hvers vegna hann hafi svona mikinn áhuga á sjúkrahúsum. „Þetta er erfið spurning. Þetta er örugglega bara áhuginn minn. Það er svo gaman að fara í blóðtöku,“ segir Arnar Freyr. „Ég er bara svo oft á sjúkrahúsinu,“ bætir hann brosandi við. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Legósmiður Arnar Freyr byggði sjúkrahús frá grunni úr legókubbum sem nú er til sýnis í Legóbúðinni í Smáralind. Byggði legósjúkrahús út frá eigin reynslu  Arnari Frey, 10 ára, finnst gaman í spítalarannsóknum Legósjúkrahús Allir legókallarnir í sjúkrahúsinu gegna ákveðnu hlutverki. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Alls eyðast um fjögur bíldekk upp á sólarhring í Hvalfjarðargöngunum. Samsvarar það um 12 lítrum af dekkjagúmmísliti, eða um 13.800 grömmum. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Gísla Guðmundssonar, jarðfræðings hjá Nýsköpunarmið- stöð Íslands, á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var síð- astliðinn föstudag. Þar kynnti Gísli niðurstöður rann- sóknar á svifryki sem safnað var úr Hvalfjarðargöngum frá 17. janúar 2017 til 13. júní 2018. Uppruna svifryksins má að mestu rekja til fylliefna í malbiki en Gísli segir augljóst að nagladekk eigi stór- an þátt í magni svifryks í Hvalfjarð- argöngunum enda mun meira svif- ryk í göngunum að vetrarlagi en sumarlagi. Hlutur dekkjaslits í uppruna svif- ryks er verulegur, að mati Gísla. Magn svifryksins kemur Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi hjá Veðurvaktinni, á óvart. „Þetta er áhugavert vegna þess að það er ekkert í þessu nema frá um- ferðinni. Svifrykið á höfuðborgar- svæðinu getur að hluta til verið jarð- vegsfok austan úr sveitum eða jafnvel selta af hafinu og svo fram- vegis en þarna kemur þetta bara frá bílum,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Í rykinu finnast ýmis vafasöm efni frá dekkjum og bremsuborðum auk steinefna og kolefnis. „Þetta eru svona þungmálmar eins og baríum og kopar og eitthvað fleira. Þetta er auðvitað allt einhvers konar eitur í mismiklu magni.“ Einar bendir á að meðalstyrkur svifryks (PM10) í göngunum hafi verið 186 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu fjóra mánuði ársins 2017, sem allir eru á nagladekkjatímabilinu. Styrkurinn var svipaður á sama tímabili árið 2016. „Til samanburðar var ársmeðal- talið í Nýju Delí 223 míkrógrömm fyrir PM10 og í Peking „ekki nema“ 99 míkrógrömm að jafnaði, árið 2016,“ segir Einar í færslu á face- booksíðu sinni. Einar spyr jafnframt hvort rétt sé að „setja upp rykgrímuna þegar keyrt er undir fjörðinn?“ Meira svifryk en í Peking  Svifryksmagn í göngunum gríðarlegt Líkamsskreytingar í formi húðflúrs njóta vaxandi vinsælda hér á landi og um helgina var haldin hátíð, Icelandic Tattoo Expo, á Laugardalsvelli í Reykjavík. Var þar margt um manninn og skörtuðu margir flúruðum lík- ama og bauðst gestum hátíðarinnar jafnframt að láta hina og þessa flúrara skreyta líkama sinn. Ungi maðurinn á myndinni er í hópi þeirra en eins og sjá má er listamaðurinn ansi skrautlegur á að líta. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Húðflúraðir fjölmenntu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.