Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. www.firmavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Neysluvenjur Íslendinga breytast hratt,“ segir Friðrik Björnsson viðskiptastjóri hjá Gallup á Íslandi. Á morgun, þriðjudag, standa Mat- vælalandið Ísland og Landbúnað- arklasinn standa fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu um neyslubreytingar og áhrif þeirra á matvælafram- leiðslu. Fyrirlesarar koma úr ýms- um áttum en nálgunin í máli þeirra allra er sú að landsmenn velja talsvert annað á diskinn nú en var fyrir til dæmis fimm árum. Þeim veruleika þurfa framleiðendur, heildverslanir, smásölufyrirtæki og fleiri að bregðast við í krafti upplýsinga sem fyrir liggja. Færri borða brauð „Þróunin liggur í róttækri breytingu neysluvenja meðal 18-24 ára og þá sérstaklega kvenna,“ segir Friðrik. „Hlutfall Íslendinga sem borðuðu aldrei svínakjöt 2016- 2018 var um 6% og 14% ungra kvenna sleppa slíku kjöti alfarið. Við sjáum svipaða þróun í lamba- kjöti, nauti og kjúklingi og þar er eftirtektarvert að æ fleiri ungar konur sleppa kjöti. Þá fór hlutfall Íslendinga sem borða brauð fimm sinnum í viku eða oftar úr 63% árið 2009 í 38% nú í ár.“ Vegan er lífsstíll sem er áber- andi í umræðunni í dag. Að neyta engra dýraafurða er sterkt inn- grip í hefðbundnar matarvenjur Íslendinga, að sögn Friðriks. Hann bætir við að margir kjósi líka að draga úr kjötneyslu, án þess að hætta henni alfarið, oft til að minnka umhverfisáhrif. Minni neysla á kjöti á Íslandi sé þó ekki einsdæmi. Margar erlendar rann- sóknar hafa gefið svipaðar upplýs- ingar. Gallup mælir neysluhefðir með ýmsum leiðum og á mat- vörumarkaði er stuðst við tvo stóra gagnastrauma. Annað eru svonefndar Nielsen-mælingar, upplýsingar sem Markaðs- greining, systurfyrirtæki Gallup, safnar en þar er stuðst við gögn úr strikamerkja- og tölvukerfum matvöruverslana. Hitt eru almenn- ar neyslukannanir. „Nielsen-tölurnar sýna raun- verulega kauphegðun, en kann- anir gefa okkur skilning á viðhorfi og ástæðum fyrir kaupum, hvað einkennir fólk sem kaupir eina tegund matvöru umfram aðra. Gögn um þetta hjálpa fyrirtækjum að aðlaga vöruframboð að þörfum og eftirspurn, leggja réttar áherslur í kynningarstarfi og beina markaðssamskiptum að rétt- um hópum“ segir Friðrik. Í Morg- unblaðinu í sumar sagði frá því að frá 2016 til dagsins í dag hefur notkun Ölgerðarinnar á sykri til gosdrykkjaframleiðslu dregist saman um fjórðung, þrátt fyrir að salan hafi aukist um nær tvær milljónir lítra. Eru sykurlausir drykkir nú orðnir um 60% af heild- arsölu Ölgerðarinnar á gosi og fer hlutfallið hækkandi. Er vöruþróun fyrirtækisins því í vaxandi mæli beint að þessum hollu valkostum. Neytendur vilja hollari vörur „Matvælafyrirtæki og versl- anir hafa að sjálfsögðu brugðist við breytingum í neysluvenjum, svo sem minni sykurneyslu,“ segir Friðrik og bætir við að lokum: „Vörur eru almennt hollari og um- búðir umhverfisvænar. Einnig eru að koma á markað nýjar lausnir sem spara neytendum tíma við matargerð. Þá er verið að fjölga vörum sem svara eftirspurn ákveðinna hópa, eins og þeirra sem hafa hætt eða minnkað neyslu sína á dýraafurðum. Í því er lykil- atriði að skilja val neytenda og vita hver markhópurinn er.“ Gallup greinir miklar breytingar á matarkaupum landans Morgunblaðið/Árni Sæberg Greining Skilja val neytenda, segir Friðrik Björnsson í viðtalinu. Kjötneysla minnkar  Friðrik Björnsson fæddist 1990, nam við Háskóla Íslands og útskrifaðist með M.Sc. í við- skiptafræði árið 2014. Friðrik er viðskiptastjóri hjá Gallup og hefur starfað hjá Gallup frá 2017. Sérhæfing Friðriks liggur í rannsóknum á neytenda- hegðun og ímynd vörumerkja. Hver er hann? Birna Margrét Haukdal Jakobs- dóttir, nemi í verkefnastjórnun við Háskólann í Østfold í Noregi, keppist nú við að smíða 15 til 25 metra langa brú yfir vatnið Börte- vann, sem er í skógi milli Fredrik- stad og Sarpsborgar, ásamt sex samnemendum sínum. Hefst verkið í dag en nokkrir aðr- ir hópar vinna að því sama og á verk- inu að vera lokið næstkomandi fimmtudag. Sá hópur vinnur sem er fyrstur til að ljúka verkinu. Enginn menntaður í brúarsmíði Ýmsar hindranir geta staðið í vegi brúarsmiðanna og er þeim gert að fylgja ákveðnum reglum sem hópur- inn fær afhentar í dag. Birna er hóp- stjóri síns hóps og þarf hún því að afla fjármuna, verkfæra og máltíða fyrir hópinn. Leitar hún meðal ann- ars til fyrirtækja í grenndinni vegna þess. „Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að geta þetta,“ segir Birna og hlær við. Allir liðsmenn eru í verk- efnastjórnun en enginn þeirra er menntaður í brúarsmíði. „Þetta er bara hópur af fólki sem veit ekki neitt hvað það er að gera. Ekkert okkar hefur byggt brú eða er að læra að byggja brú,“ segir Birna enn fremur. „Ég var að vinna tvær keppnir bara í þessari viku og ef ég vinn brúarsmíðina finnst mér eins og ég sé smá ósigrandi svo það er rosa pressa,“ segir Birna. ragnhildur@mbl.is Eiga að smíða 15-25 metra brú  „Hópur af fólki sem veit ekki neitt“ Ljósmynd/Aðsend Lið Birna Margrét Jakobsdóttir Haukdal situr hér fremst en fyrir aftan hana standa liðsfélagar hennar, þau Sandra Ryen og Martin Ringstad. „Mikilvægi norrænnar samvinnu hefur sennilega aldrei verið meira og 90% íbúa landanna telja sam- kvæmt könnunum það skipta miklu máli,“ segir Silja Dögg Gunnars- dóttir alþingis- maður sem kjörin var forseti Norð- urlandaráðs á 71. þingi þess í Stokkhólmi í sl. viku. Oddný Harðardóttir verður varafor- seti. Varðstaða um lýðræðið með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum sem grafa undan því verður áhersluverkefni í starfi Norður- landaráðs á næstunni. Einnig að verja líffræðilegan fjölbreytileika sem ógnað er af loftslagsbreyting- um, mengun og fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf, að sögn Silju, að treysta böndin milli Norðurlanda- búa með því að efla tungumálakunn- áttu innan Norðurlanda svo þjóð- irnar sem löndin byggja geti í sameiningu tekist á við verkefnin. „Nú er sótt að ýmsum stoðum lýðræðissamfélags og ríkjandi gild- um. Loftslagsbreytingarnar ógna líffræðilegum fjölbreytileika, sem mun valda ómældum skaða. Nú reynir á ríki þar sem lýðræðishefðin er sterk, virðing fyrir mannréttind- um og réttarríkinu rótgróin og áhuginn á umhverfisvernd mikill,“ segir Silja Dögg ennfremur. „Svo vitum við líka að norræn tungumál eru í hættu þar sem ensk- an er orðin mjög fyrirferðarmikil. Þessi þróun hefur ekki aðeins valdið því að tungumálin okkar eiga í vök að verjast heldur eigum við orðið erfiðara með að skilja hvert annað. Gagnkvæmur skilningur er undir- staða þess að við getum tekist á við verkefni framtíðarinnar í samein- ingu “ sbs@mbl.is Eigum erfitt með að skilja hvert annað  Silja Dögg nýr forseti Norðurlandaráðs Silja Dögg Gunnarsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Norrænt Við Nýhöfnina í Köben.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.