Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt HANDBOLTI Olísdeild karla Fram – KA ............................................ 25:27 Valur – ÍR.............................................. 23:20 FH – HK ............................................... 29:27 ÍBV – Fjölnir ........................................ 29:30 Afturelding – Haukar .......................... 23:24 Staðan: Haukar 8 6 2 0 207:193 14 Afturelding 8 6 0 2 212:200 12 FH 8 5 1 2 221:212 11 ÍR 8 5 0 3 235:217 10 Selfoss 7 4 1 2 213:212 9 ÍBV 8 4 1 3 216:206 9 Valur 8 3 1 4 197:186 7 KA 8 3 1 4 225:224 7 Fram 8 3 0 5 197:197 6 Fjölnir 8 2 1 5 205:230 5 Stjarnan 7 1 2 4 170:188 4 HK 8 0 0 8 193:226 0 Olísdeild kvenna Stjarnan – HK ...................................... 22:22 Fram – Haukar..................................... 29:15 ÍBV – Valur........................................... 14:33 Afturelding – KA/Þór .......................... 21:30 Staðan: Valur 7 6 1 0 200:139 13 Fram 7 6 0 1 214:148 12 Stjarnan 7 4 2 1 174:152 10 KA/Þór 7 4 0 3 177:183 8 HK 7 2 2 3 178:194 6 Haukar 7 2 0 5 143:176 4 ÍBV 7 1 1 5 128:173 3 Afturelding 7 0 0 7 123:172 0 Meistaradeild karla París SG – Aalborg.............................. 27:24  Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á með- al markaskorara PSG.  Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla. Pick Szeged – Celje Lasko ................. 31:24  Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki í leikmannahópi Pick Szeged. Elverum – Zagreb ............................... 30:30  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Elverum. Zaporozhye – Kiel ............................... 27:30  Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki á meðal markaskorara Kiel. Sävehof – Bidasoa ................................24:33  Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot í marki Sävehof. Medvedi – Kristianstad....................... 37:26  Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð- mundsson ekkert. Þýskaland Füchse Berlín – RN Löwen ................ 23:22  Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyr- ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið. Göppingen – Lemgo............................ 34:27  Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir Lemgo. Minden – Balingen .............................. 30:30  Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir Balingen. Leipzig – Magdeburg.......................... 25:26  Viggó Kristjánsson skoraði 1 mark fyrir Leipzig. voru markahæstar í Valsliðinu, Sandra gerði átta mörk og Díana fimm. Vigdís Birna Þorsteinsdóttir skoraði einnig fimm mörk en hún hefur komið skemmtilega inn í Vals- liðið á þessari leiktíð eftir að hafa lítið sem ekkert spilað í fyrra. Lovísa Thompson lék einnig frá- bærlega en hún fór einstaklega vel með boltann, átti níu stoðsendingar ofan á sín þrjú mörk og tapaði knettinum einungis einu sinni. Himinn og haf er á milli þessara liða á öllum sviðum handboltans og hefur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, miklar áhyggjur af því að tvö lið séu sér á báti í öllum helstu íþróttagreinum landsins kvenna- megin. Þar nefndi hann baráttu Vals við Blika í fótbolta, KR í körfu- bolta og Fram í handbolta.  KA/Þór treysti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með örugg- um sigri á nýliðum Aftureldingar, 30:21, á Varmá. Lið KA/Þórs hafði yfirburði í leiknum frá upphafi til enda og var með níu marka forskot í hálfleik, 19:10. Afturelding er því enn án stiga en KA/Þór með tveggja stiga forskot á HK í 4. sæti.  Stjarnan missti af stigi í topp- baráttunni með 22:22-jafntefli við HK á heimavelli á laugardag. HK var yfir nánast allan leikinn en þeg- ar skammt var eftir komst Stjarnan yfir, 20:19. HK tókst hins vegar að jafna á ný og skiptu liðin stigunum með sér. Eftir fjóra sigra í röð í upphafi móts hefur Stjarnan leikið þrjá án sigurs. Tveir þeirra voru gegn Fram og Val, en jafnteflið gegn HK svíður væntanlega. Stjarnan er í þriðja sæti með 10 stig og HK í fimmta sæti með sex stig.  Fram átti ekki í neinum vand- ræðum með að leggja Hauka að velli, 29:15. Fram var með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda og munaði sjö mörkum í hálf- leik, 17:10. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram og Steinunn Björnsdóttir gerði fimm. Berta Rut Harðardóttir skoraði fjögur fyrir Hauka. Eyjakonur frá- bærar gegn ÍBV  Valur vann risasigur í Eyjum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reyndar Kristín Guðmundsdóttir og Hanna G. Stefánsdóttir takast á. Í EYJUM Guðmundur T. Sigfússon sport@mbl.is Valskonur sóttu tvö stig til Vest- mannaeyja á nokkuð auðveldan hátt þegar liðið kafsigldi Eyjakonur, með þrjár slíkar innan sinna raða. Leiknum lauk með 19 marka sigri Vals, 33:14, og voru tvær uppaldar úr Eyjum markahæstar í Valsliðinu auk þess sem sú þriðja úr Eyjum varði virkilega vel í markinu undir lokin. Það var kunnuglegt stef í Valslið- inu þegar Íris Björk Símonardóttir varði flest sem á markið kom og hirti upp leifarnar eftir stórgóðan varnarleik Valskvenna. Íris varði tólf skot og var þ.a.l. með rúmlega 50% markvörslu en Andrea Gunn- laugsdóttir fékk langþráðan séns í Valsliðinu undir lokin. Henni tókst að verja sex skot af þeim níu sem hún fékk á sig og tvöfaldaði því vörslufjölda sinn úr fyrstu sex leikj- unum. Eyjakonurnar Díana Dögg Magn- úsdóttir og Sandra Erlingsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðs- fyrirliði í fótbolta, hefur byrjað leik- tíðina afar vel með Wolfsburg í Þýskalandi. Sara skoraði fimmta mark sitt í áttunda deildarleiknum í gær, þegar Wolfsburg vann 8:0- risasigur gegn Freiburg. Hún hafði áður mest skorað 4 mörk á heilu tímabili í Þýskalandi. Sara er þriðja markahæst í liði Wolfsburg en hin danska Pernille Harder er markahæst í deildinni með 12 mörk eftir þrennu í gær. Wolfs- burg hefur unnið alla níu leiki sína og er 3 stigum á undan Hoffenheim. Sara komin með fimm mörk Ljósmynd/@vfl.wolfsburg.frauen Öflug Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fagnað mörkum í vetur. Alfreð Finnbogason skoraði sitt annað mark á tímabilinu fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni í fót- bolta í gær. Alfreð fiskaði víti þeg- ar spyrna hans fór í hönd leik- manns Schalke, og úr spyrnunni kom hann liði sínu í 2:1. Schalke vann hins vegar 3:2 og er Augsburg á fallsvæðinu með aðeins sjö stig eftir 10 leiki. Þýsku meistararnir í Bayern München leita nú að nýjum þjálfara eftir að Niko Kovac var rekinn í kjölfar 5:1-taps gegn Frankfurt – stærsta taps Bayern í tíu ár. Alfreð skoraði en Kovac rekinn Ljósmynd/@FCA_World Skoraði Mark Alfreðs Finn- bogasonar dugði ekki til. Sandefjord, lið Viðars Ara Jónssonar og Emils Páls- sonar, vann sér um helgina sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Viðar og Emil voru báðir í liðinu þegar það vann Jerv 1:0 í næstsíðustu umferð og tryggði sér um leið 2. sæti 1. deildar. Start, lið Arons Sigurðarsonar og þjálfarans Jóhannesar Harðarsonar, þarf hins vegar að fara í umspil um að komast upp úr 1. deildinni. Viðar hefur átt fast sæti í liði Sandefjord á leiktíðinni og Emil spilað sex leiki eftir að hann jafnaði sig af há- sinarslitum sem kölluðu á níu mánaða endurhæfingu. Samningur Viðars við félagið er til 2021, en hann kom til þess í byrjun árs frá Brann. Núgildandi samningur Em- ils rennur út um áramót, en hann kom frá FH fyrir tveimur árum. Íslendingaliðið Aalesund hefur tryggt sér sigur í norsku 1. deildinni og sett nýtt stigamet. Í næstefstu deild Svíþjóðar náðu Bjarni Mark Antonsson og félagar í Brage með dramatískum hætti 3. sæti, og fara þeir því í umspil við Kalmar, þriðja neðsta lið úrvalsdeildar, um sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Viðar og Emil í efstu deild Viðar Ari Jónsson Lewis Hamilton hjá Mercedes vann í gær heimsmeist- aratitil ökumanna í Formúlu 1 með því að koma í öðru sæti í mark í bandaríska kappakstrinum í Austin í Texas. Er þetta sjötti titill Hamiltons og hefur aðeins Michael Schumacher unnið fleiri, eða níu. Liðsfélagi Hamiltons, Valtteri Bottas, vann kappaksturinn eftir mikla stöðubaráttu þeirra tveggja síðustu 10-15 hringina. Þriðji varð svo Max Verstappen á Red Bull og dró hann á Hamilton undir lokin en gul flögg björguðu heimsmeistaranum. Enn eru þrír kappakstrar eftir á keppnistímabilinu en Hamilton er þegar kominn með 381 stig og er 67 stigum á undan Bottas, sem var fyrir keppni helgarinnar sá eini sem enn gat fræðilega séð náð titlinum af Hamilton. Hamilton hefur nú orðið heimsmeistari þrjú ár í röð og fimm sinnum á síðustu sex árum, en fyrsta titilinn vann hann árið 2008. Heimsmeistari í sjötta sinn Lewis Hamilton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.