Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið 4. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.64 124.24 123.94 Sterlingspund 160.1 160.88 160.49 Kanadadalur 93.88 94.42 94.15 Dönsk króna 18.431 18.539 18.485 Norsk króna 13.506 13.586 13.546 Sænsk króna 12.832 12.908 12.87 Svissn. franki 125.19 125.89 125.54 Japanskt jen 1.1438 1.1504 1.1471 SDR 170.45 171.47 170.96 Evra 137.71 138.49 138.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.3241 Hrávöruverð Gull 1506.4 ($/únsa) Ál 1746.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.57 ($/fatið) Brent ● Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur sett af stað rannsókn á kín- verska myndskeiða-forritinu TikTok. Að sögn FT er rannsóknin gerð með vísan til þjóðaröryggis og kemur til vegna þrýstings frá Bandaríkjaþingi. Nánar tiltekið vill ráðuneytið skoða tveggja ára gömul kaup kínverska tæknifyrirtækisins ByteDance, móður- félags TikTok, á samfélagsmiðlinum Musical.ly, sem síðar varð grunnurinn að TikTok. ByteDance leitaði ekki álits bandarískra stjórnvalda á kaupunum á sínum tíma, enda bæði félögin kín- versk. Bandaríska fjármálaráðuneytið gæti þó látið sig málið varða á þeim grundvelli að Musical.ly heldur úti starfsemi í Los Angeles og reynir einkum að höfða til táninga í Banda- ríkjunum og Evrópu. Fyrr á árinu náði TikTok þeim áfanga að hafa verið sótt í meira en einn milljarð skipta, þar af 100 millj- ón sinnum af bandarískum snjallsíma- notendum. Óttast bandarískir þing- menn að TikTok og önnur forrit af svipuðum toga geti sent rafræn gögn bandarískra borgara til Kína, þar sem þau myndu vera aðgengileg þarlend- um stjórnvöldum. ai@mbl.is Hefja rannsókn á TikTok Vá Bandarískir stjórnmálamenn eru óró- legir vegna vinsælda kínverskra forrita. AFP STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það vekur iðulega furðu þegar fjöl- miðlar segja frá árlegri samantekt Orkustofnunar um uppruna raforku á Íslandi. Nú síðast greindi stofnun- in frá því að árið 2018 hefðu 55% raf- orku í landinu orðið til við bruna jarðefnaeldsneytis og 34% í kjarn- orkuverum, en að aðeins 11% raf- magnsins kæmu frá endurnýjanleg- um orkugjöfum. Raunin er, vitaskuld, að nær öll raforka á Íslandi verður til hjá vatns- og jarðvarma- virkjunum og koma tölur Orku- stofnunar til af því að íslenskir rafmagnsfram- leiðendur hafa selt græn skír- teini á evrópska raforkumarkað- inum. Sala og kaup þessara grænu skírteina eru flestum Íslendingum framandi en Samorka efnir til fræðslufundar á Hótel Natura í dag þar sem farið verður í saumana á þessu kerfi. Meðal frummælenda er Alexandra Münzer, framkvæmda- stjóri ráðgjafar- og markaðsrann- sóknafyrirtækisins Greenfact í Ósló. Neytendur ráði ferðinni Hún segir grænu skírteinin (e. guarantee of origin) hafa komið til um síðustu aldamót sem leið til að gefa fólki og fyrirtækjum eitthvert val um hvers konar raforku þau not- uðu. „Grænu skírteinin eru ekki beinlínis hugsuð sem stuðningskerfi fyrir framleiðslu raforku með endur- nýjanlegum orkugjöfum, en kaup og sala þessara skírteina hefur þó haft þau óbeinu áhrif að geta haft hvetj- andi áhrif og vegið þungt í viðskipta- áætlunum orkuframleiðanda sem t.d. hefði í hyggju að reisa vindorku- ver.“ Samkvæmt reglum ESB gefa raf- orkuframleiðendur út nokkurs konar skírteini sem vottar uppruna hverr- ar kílóvattstundar. Skírteinið gildir í eitt ár og geta raforkusalar skipst á skírteinum sín á milli. Íslenskir framleiðendur eru hluti af þessum markaði, þó að dreifikerfi landsins sé ekki tengt Evrópu, og er þar komin skýringin á því franskt kjarnorku- rafmagn eða pólskt kolarafmagn er hluti af orkubókhaldi Íslands. Framleiðandi sem býr til rafmagn með bruna á kolum en vill koma til móts við neytendur sem vilja nota græna orku getur gert það með því að skiptast á upprunaskírteinum við annan framleiðanda og greiða fyrir. Münzer bendir á að þetta breyti engu um það eðli raforku að leita stystu leiðar frá framleiðanda til not- anda, og en hafi þó áhrif á markaðs- umhverfi raforkuframleiðenda. „Þannig hafa t.d. sumir þýskir raf- orkusalar markað sér þá stefnu að verða græn orkufyrirtæki, jafnvel þótt allstór hluti af raforkunni sem þeir selja verði til við bruna jarðefna- eldsneyta. Er þetta svar við óskum neytenda, enda setja grænu skírtein- in kaupendur orkunnar í ökumanns- sætið.“ Fegrar kolefnisbókhaldið Allur gangur er á því hve mikinn áhuga kaupendur hafa á grænni orku og þannig nefnir Alexandra svissneska, hollenska og þýska markaðinn sem dæmi um svæði þar sem almenningi er mjög í mun að nota umhverfisvænt rafmagn. „Og fyrir eitt heimili er viðbótarkostnað- urinn alls ekki mikill, en getur verið töluverður þegar kemur að stórnot- endum á borð við iðnfyrirtæki – hjá þeim gæti ákvörðunin um að gera reksturinn grænni kostað milljónir evra.“ Þar koma síðan til sögunnar hvat- ar fyrir atvinnulífið að lágmarka sót- spor starfseminnar, en hin ýmsu vottunarkerfi leyfa fyrirtækjum að nota upprunavottaða orku til að laga hjá sér tiltekna hluta kolefnisbók- haldsins. „Kostnaðurinn veldur því að sum fyrirtæki velja að stefna frek- ar að því að vera kolefnishlutlaus í orkukaupum, í stað þess að vera græn, og biðja orkuseljendur því um rafmagn með upprunavottorði frá kjarnorkuveri frekar en frá vind- eða vatnsorkuveri.“ Verð grænna skírteina hefur hækkað töluvert á undanförnum ár- um en þó fikrast niður á við undan- farna tólf mánuði, og þegar línuritið er skoðað mætti halda að bóla hefði sprungið. Alexandra segir ýmsa þætti móta markaðinn og þannig hafi heitt sumar í Norður-Evrópu 2018 stóraukið eftirspurnina eftir grænu rafmagni, með tilheyrandi verð- hækkun. „Síðan þá hefur markaður- inn róast og kaupendur skírteina virðast núna bíða átekta því reynslan hefur kennt þeim að töluvert flökt getur verið á verði.“ Grænu skírteinin á uppleið AFP Kerfi Myndin sýnir vind- og kolaorkuver í Þýskalandi. Bæði í Noregi og á Íslandi, þar sem nær öll orkuframleiðsla er græn, hafa viðskipti með upprunavottorð raforku sætt gagnrýni. Vottorðin eiga að gefa raforkukaupendum val.  Verð á upprunaskírteinum fyrir græna orku hefur hækkað hratt undanfarin ár  Ísland aðili að markaðinum þrátt fyrir að dreifikerfið sé ekki tengt við Evrópu Alexandra Münzer Kaupandinn ræður » Verðið á grænum skírteinum rauk upp sumarið 2018 þegar óvenju hlýtt var í Norður- Evrópu. » Breytilegt er eftir löndum hve mikið almenningur og fyrirtæki leggja upp úr því að velja græna raforku. » Kerfið virkar sem óbeinn hvati fyrir seljendur að útvega viðskiptavinum grænna raf- magn. Ríkisolíufélagið Saudi Aramco til- kynnti á sunnudag að undirbún- ingur frumútboðs væri hafinn á ný. Eins og Morgunblaðið fjallaði um var ákveðið í október að bíða með skráningu félagsins hjá kauphöll- inni í Ríad á meðan rekstrartölur þriðja ársfjórðungs væru teknar saman. Var það gert svo sýna mætti fjárfestum að árás sem gerð var á olíuvinnslustöð Aramco í september hefði ekki haft alvarleg áhrif á starfsemina. Að sögn Reut- ers er það núna niðurstaða félags- ins að tjónið sem varð í árásinni muni ekki valda rekstri eða fjár- hag Aramco teljandi skaða. Gangi allt að óskum ætti hluta- fjárútboð Aramco að verða það stærsta í sögunni og gæti skilað ríkissjóði landsins allt að 60 millj- örðum dala í sölutekjur, eftir því hve stór hlutur fer á markað og hve gott verð fæst. Núverandi met var slegið árið 2014 þegar hlutir fyrir 25 milljarða dala ruku út í frumútboði Alibaba í Bandaríkj- unum. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa haldið því fram að Aramco sé 2.000 milljarða dala virði en fjárfestar virðast almennt telja það of hátt mat, og að 1.500 milljarðar séu nær lagi. Jafnvel ef það verður lendingin myndi það gera olíu- félagið að langverðmætasta skráða hlutafélagi heims, með Microsoft og Apple í öðru og þriðja sæti – hvort um sig u.þ.b. 1.000 milljarða dala virði. ai@mbl.is AFP Tilhlökkun Forstjóri Saudi Aramco, Amin Nasser, og stjórnarformaður- inn Yasir al-Rumayyan brattir á blaðamannafundi á laugardag. Saudi Aramco aftur af stað  Styttist í frumbútboð hjá olíurisanum  Ekkert fyrirtæki í heiminum er rekið með meiri hagnaði  Myndi setja met

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.