Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin England Everton – Tottenham.............................. 1:1  Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á hjá Everton á 84. mínútu. Sheffield United – Burnley .................... 3:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Bournemouth – Manchester United ...... 1:0 Arsenal – Wolves...................................... 1:1 Aston Villa – Liverpool ............................ 1:2 Brighton – Norwich ................................. 2:0 Manchester City – Southampton............ 2:1 West Ham – Newcastle ........................... 2:3 Watford – Chelsea.................................... 1:2 Crystal Palace – Leicester ...................... 0:2 Staðan: Liverpool 11 10 1 0 25:9 31 Manch.City 11 8 1 2 34:10 25 Leicester 11 7 2 2 27:8 23 Chelsea 11 7 2 2 25:17 23 Arsenal 11 4 5 2 16:15 17 Sheffield Utd 11 4 4 3 12:8 16 Bournemouth 11 4 4 3 14:13 16 Brighton 11 4 3 4 14:14 15 Crystal Palace 11 4 3 4 10:14 15 Manch.Utd 11 3 4 4 13:11 13 Tottenham 11 3 4 4 17:16 13 Wolves 11 2 7 2 14:14 13 West Ham 11 3 4 4 14:17 13 Burnley 11 3 3 5 14:18 12 Newcastle 11 3 3 5 9:17 12 Aston Villa 11 3 2 6 16:18 11 Everton 11 3 2 6 11:17 11 Southampton 11 2 2 7 10:27 8 Norwich 11 2 1 8 11:26 7 Watford 11 0 5 6 6:23 5 B-deild: Reading – Millwall................................... 2:1  Jón Daði Böðvarsson lék seinni hálfleik- inn með Millwall og lagði upp mark. Þýskaland Augsburg – Schalke ................................ 2:3  Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyr- ir Augsburg og skoraði mark úr víti. Freiburg – Wolfsburg ............................. 0:8  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn fyrir Wolfsburg og skoraði mark. Leverkusen – Jena .................................. 2:0  Sandra María Jessen lék allan leikinn fyrir Leverkusen. B-deild: Greuter Fürth – Darmstadt ................... 3:1  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn fyrir Darmstadt og skoraði. Rússland Zenit Pétursborg – CSKA Moskva........ 1:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CSKA en Arnór Sigurðsson var á bekknum. Krasnodar – Rostov................................. 2:2  Jón Guðni Fjóluson var á bekknum hjá Krasnodar.  Ragnar Sigurðsson kom inn á hjá Rostov á 86. mínútu en Björn Bergmann Sigurð- arson var á bekknum allan leikinn. Kasakstan Tobol – Astana ......................................... 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson var á vara- mannabekk Astana eftir meiðsli. KNATTSPYRNA ENGLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á vara- mannabekk Everton fjórða leikinn í röð er liðið gerði 1:1-jafntefli við Tott- enham í ensku úrvalsdeildinni í fót- bolta í gær. Bjuggust margir við að Gylfi yrði í byrjunarliðinu, þar sem hann kom ekkert við sögu í deildabik- arleik við Watford í síðustu viku, en svo var ekki. Því miður spilaði fótbolt- inn aukahlutverk, þrátt fyrir jöfn- unarmark Everton í uppbótartíma. Portúgalinn André Gomes fótbrotn- aði afar illa skömmu fyrir leikslok. Sem betur fer voru sjónvarpsmenn- irnir á Englandi ekki á þeim bux- unum að sýna atvikið oftar en einu sinni, þar sem það var ekki fyrir við- kvæma. Heung-Min Son, sem braut slysalega á Gomes, fór grátandi af velli þegar hann áttaði sig á meiðslum andstæðingsins, svo illa leit atvikið út. Það gæti hins vegar opnað dyrnar í byrjunarliðið fyrir Gylfa á nýjan leik. Everton mætir Southampton á úti- velli næstkomandi laugardag og er mjög líklegt að Gylfi verði kominn aftur á sinn stað í liðinu. Everton þarf á göldrum hans að halda, þar sem lið- ið er aðeins með þremur stigum meira en Southampton, sem er í fall- sæti. Tottenham er í ellefta sæti með þrettán stig. Bæði hafa spilað langt undir væntingum og eru sæti knatt- spyrnustjóranna Mauricio Pochettino og Marco Silva orðið ansi heit. Ekki afskrifa Liverpool Stuðningsmenn Liverpool voru sennilega farnir að óttast fyrsta tapið á leiktíðinni er liðið var 0:1 undir gegn Aston Villa skömmu fyrir leiks- lok á laugardag. Á sama tíma var Manchester City búið að snúa taflinu við gegn Southampton, eftir að suð- urstrandarliðið komst óvænt yfir í Manchester. City var komið í 2:1 þeg- ar Liverpool var enn undir. Það á hins vegar ekki að afskrifa rauða liðið í Bítlaborginni fyrr en síðasta nóta feitu konunnar deyr út. Sadio Mané byrjaði á því að leggja upp jöfn- unarmark á Andy Robertson áður en hann sá sjálfur um að skora sig- urmarkið á fjórðu mínútu í uppbót- artíma. Liverpool tapaði síðast deildarleik fyrir Manchester City 3. janúar og æ fleiri stuðningsmenn liðsins þora að láta sig dreyma eftir áratuga von- brigði í leit að nítjánda Englands- meistaratitlinum. Liverpool spilaði ekki sérstaklega vel á móti Villa, en vann samt. Þá hefur liðið lent undir í síðustu þremur deildarleikjum en alltaf finna skipstjórinn Jürgen Nor- bert Klopp og lærisveinar hans leið, þótt hún sé ekki alltaf greið. Endurkoma Martial ekki nóg „Ole er við stýrið,“ sungu áhyggju- lausir stuðningsmenn Manchester United þegar Ole Gunnar Solskjær var ráðinn stjóri liðsins á síðasta ári. Fýlupúkinn José Mourinho var horf- inn á brott og framtíðin björt. United vann hvern leikinn á eftir öðrum fyrst um sinn undir stjórn Solskjær en svo fór að halla undan fæti og kannski var Solskjær lítið skárri en Mourinho. Sólin var loksins farin að skína aftur á Old Trafford er liðið vann þrjá leiki í röð, áður en það mætti Bournemouth á laugardag. Það þurfti bara Anthony Martial. Frakkinn spilaði allan leik- inn gegn Bournemouth, en allt kom fyrir ekki á Vitality-vellinum sem tek- ur örlítið fleiri áhorfendur en Laugardalsvöllur. Josh King, sem eitt sinn var í herbúðum Manchester United, skoraði sigurmark Bourne- mouth í fyrri hálfleik. Tímabil United hefur verið afleitt til þessa en stuðn- ingsmenn geta huggað sig við það að vera þó í efri hlutanum, sem er annað en t.d. Tottenham. Opnar skelfilegt fótbrot nýjar dyr fyrir Gylfa?  Liverpool neitar að tapa  Þriggja leikja sigurganga Manchester United á enda AFP Fótbrotinn Son Heung-Min og Serge Aurier voru í áfalli eftir að André Gomes fótbrotnaði, líkt og fleiri. Landsliðshornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson var næstmarkahæstur hjá norska liðinu Elverum þegar það fékk sitt fyrsta stig í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gærkvöld. Elverum gerði þá 30:30-jafntefli við Zagreb frá Króatíu og skoraði Sigvaldi fimm mörk. Elverum og Zagreb eru neðst í A-riðli en aðeins stigi á eftir Celje Lasko sem er í 6. sæti nú þegar sex umferðum er lokið af 14. Liðin í 2.-6. sæti komast í 16-liða úrslit en toppliðið fer beint í 8-liða úrslit. PSG og Barcelona eru jöfn í efstu sætum riðilsins með 10 stig hvort, eftir að PSG vann Aalborg 27:24. PSG hef- ur ekki tapað á heimavelli í 40 síðustu leikjum sínum í Meistaradeildinni og fjögur mörk Janusar Daða Smárasonar breyttu engu þar um. Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara PSG. Ómar Ingi Magnússon var ekki með Aalborg vegna höfuðmeiðsla. Í B-riðli er Kiel efst með 11 stig eftir 30:27-sigur á Zaporozhye í Úkraínu í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson var þó ekki á meðal markaskorara Kiel. Sigvaldi stuðlaði að fyrsta stigi Sigvaldi Björn Guðjónsson Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, vann fyrsta stóra titil sinn í gær þegar Astana varð meistari í Kasakstan. Ein um- ferð er eftir af deildinni en Astana er með fjögurra stiga forskot eftir 1:0-útisigur á Tobol í gær. Liðið hefur orðið meistari sex ár í röð. Rúnar meiddist í landsleik gegn Frökkum í síðasta mánuði en var á varamannabekk Astana í gær. Hann hefur skorað 2 mörk í 11 deildarleikjum eftir komuna frá Grasshopper í Sviss í sumar. Rúnar vann meistaratitil Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Rúnar Már Sigurjónsson virðist vera að ná sér af meiðslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.