Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 595 1000 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a 129.995 15 APRÍL Í 8 NÆTUR . . MADEIRA NEYSLUBREYTINGAR OG ÁHRIF Á MATVÆLAFRAMLEIÐSLU NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á BONDI.IS Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasinn standa fyrir opinni ráðstefnu áHótel Sögu umneyslubreytingar og áhrif þeirra ámatvælaframleiðslu þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.00-16.00. M AT VÆLALANDIÐ ÍSLAND FJÁRSJÓÐUR FRAMTÍÐAR LANDBÚNAÐAR K L A S I N N LANDBÚNAÐAR K L A S I N N Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Stjórnarformaður Rafbílasambands Íslands (RÍ) telur tímabært að virðisaukaskattsívilnanir á tengil- tvinnbifreiðar verði felldar niður. Hann segir þó rafhlöðustærð eiga að skipta höfuðmáli þegar komi að slík- um aðgerðum. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) telur aftur á móti að of snemmt sé að fella niður áðurnefnd- ar ívilnanir. Drög að frumvarpi til laga sem fela meðal annars í sér að þessar ívilnanir verði felldar niður eftir 31. desember 2020 voru lögð fram í sam- ráðsgátt stjórnvalda í síðustu viku. „Ég tel þetta vera rökrétt enda al- gjörlega undir notanda tengiltvinn- bifreiðar komið hvort hann noti raf- magn eða bensín. Þú getur ekki tryggt það að hann sé keyrður mest á rafmagni,“ segir Jóhann G. Ólafs- son, stjórnarformaður Rafbílasam- bands Íslands, við Morgunblaðið. Hann telur þó að á frumvarpinu séu gallar hvað þetta varðar. „Við teljum að við gefa eigi íviln- anir fyrir rafhlöðustærð og þá skipt- ir engu máli hvort bíllinn er tengil- tvinnbifreið eða ekki.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, telur að eðlilegt sé að halda ívilnununum áfram á meðan unnið sé að orkuskiptum bílaflotans. „Það er svolítið einkennilegt að á sama tíma og menn tala meðal ann- ars um að fara í orkuskipti í sam- göngum til þess að draga úr brennslu á jarðefnaeldsneyti er allt- af verið að tala í sama orðinu um hvað þetta sé samfélaginu dýrt og pólitíkin virðist ekki alveg geta bæði haldið og sleppt,“ segir Runólfur, sem telur eðlilegt að stjórnvöld brúi bilið á meðan tengiltvinnbifreiðar séu dýrari en bifreiðar sem nýti jarð- efnaeldsneyti. Aðspurður segir Runólfur að tengiltvinnbifreiðar séu kjörið fyrsta skref í átt að vistvænni bílaflota eins og staðan er núna, sérstaklega fyrir þá sem aka lengri vegalengdir. Innflutningur á tengiltvinnbifreið- um hefur verið talsverður á undan- förnum árum og telur Runólfur að ef frumvarpið fari í gegn muni sá inn- flutningur minnka mikið. Í frumvarpinu er einnig lagt til að gildistími virðisaukaskattsívilnana fyrir rafmagns- og vetnisbifreiðar verði framlengdur til og með 31. desember 2023. Fjárþak án tilgangs Jóhann hefur aðrar athugasemdir við frumvarpið, en að sögn hans vantar ákvæði um að rafbílar sem séu fluttir á milli markaðssvæða fái ekki ívilnanir. „Í fyrsta lagi vegna þess að þeir eru flestir með rangar tengingar fyr- ir hraðhleðslu og í öðru lagi eru ábyrgðarmál og innkallanamál mis- munandi á milli svæða. Þetta er neytendaverndarmál.“ Jóhann telur einnig að núverandi fjárþak virðisaukaskattsendur- greiðslna þjóni ekki tilgangi sínum fullkomlega. „Á meðan það er enn þak á íviln- unum sem tengjast engu nema verði bílsins óháð aukabúnaði veldur þetta rangri verðmyndun á markaðnum,“ segir hann og bætir við að betra væri ef bílar með sömu rafhlöðustærðina fengju sömu ívilnun. Pólitík geti ekki haldið og sleppt  Formaður RÍ segir fremur eiga að líta til rafhlöðustærðar en gerðar bíls  Framkvæmdastjóri FÍB telur eðlilegt að tengiltvinnbílar fái virðisaukaskattsívilnanir þar til orkuskipti séu komin vel á veg Morgunblaðið/Hari Rafbílar Vistvænni ökutæki hafa sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu. Hafþór Hreiðarsson Húsavík Ágætlega gekk hjá mönnum sem gengu til rjúpna í Þingeyjarsýslum um helgina, en veiði- tímabilið hófst á laugardaginn. Meðalveiði hjá þeim sem fréttaritari hafði tal af var að jafnaði 5-10 fuglar. Ágætt veður var nyrðra um helgina og aðstæður allar hinar bestu. „Ég veiði bara hæfilegan fjölda fugla fyrir mig og fjölskylduna í jólamatinn og það gekk ágætlega þessa daga. Á eftir að fara einhverja daga til viðbótar svo allir fái sínar rjúpur á jóladiskinn,“ sagði Jónas Sævarsson veiðimað- ur sem fór á Reykjaheiði um helgina. Sem kunnugt er fjölgaði umhverfisráðherra rjúpnaveiðidögum í haust, skv. tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands, Fuglaverndar, Skotvíss og Umhverfisstofnunar, úr 15 í fyrra í 22. Veiðitímabilið er allur nóvember og er heimilt að veiða frá og með föstudegi til þriðju- dags, en bannað miðvikudaga og fimmtudaga. Þá var rjúpnaskytta flutt slösuð á sjúkrahús í Reykjavík eftir voðaskot sl. föstudag. Hlaut maðurinn skotsár á fæti, en samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu var hann ekki lífshættulega slasaður. Rjúpnaveiðin fer vel af stað nyrðra Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Veiðimaður Jónas Sævarsson skytta með afla helgarinnar sem hann fékk á rjúpnaslóðum á Reykjaheiði sem er á hálendinu suður af Húsavík. Atvinna Landhelgisgæsla Íslands (LHG) fylgist nú grannt með rannsókn á slysi sem átti sér stað í Suður- Kóreu síðastlið- inn fimmtudag, en þar brotlenti þyrla sömu teg- undar og Gæslan notar. Óttast er að allir sem um borð voru, alls sjö manns, hafi farist í slysinu. Þyrlan er af gerðinni Airbus H-225 Super Puma og hafa þyrluslys verið tíð með þessari tegund. Upplýsingafulltrúi LHG segir að óskað verði eftir upplýsingum frá Airbus vegna slyssins. „Að svo komnu máli hefur ekkert komið fram sem kallar á viðbrögð af hálfu Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi LHG. LHG fylgist grannt með gangi mála Airbus TF-EIR er af sömu gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.