Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Allt í þessu verkefni hefur gengið á afturfótunum og dagsetningar hafa aldrei staðist,“ segir Ásmundur Helgason, veitingamaður á veitinga- staðnum Gráa kettinum á Hverfis- götu 16a í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Kurr er meðal þeirra sem eiga og reka fyrirtæki við neð- anverða götuna, það er milli Ing- ólfsstrætis og Smiðjustígs, vegna mikilla tafa á framkvæmdum. Ásmundur hyggst nú gera kröfu á Reykja- víkurborg og krefjast bóta vegna þeirra búsifja sem seina- gangurinn hafi valdið sér. Hann hef- ur falið lögfræðingi að undirbúa kröf- una. Framkvæmdir á Hverfisgötunni felast í að grafa og fylla í götu, útbúa gangstéttar og hjólastíg, endurnýja lagnir í jörðu, setja niður snjó- bræðslurör, malbika, leggja kanta og hellur og útbúa gróðursvæði. Efasemdir um að dagsetningar standist „Þetta er mjög þarft verk en seina- gangurinn óþolandi,“ segir Ásmund- ur. „Hafist var handa um 20. maí og okkur sagt að öllu yrði lokið fyrir Menningarnótt, sem var síðustu helgina í ágúst. Ekkert af því hefur staðist, en núna fáum við þau svör að verkinu eigi að ljúka um 15. nóvem- ber. Vonandi stenst sú dagsetning en eðlilega hef ég efasemdir,“ segir Ás- mundur. Vegna framkvæmda hefur Hverfisgatan verið sundurgrafin og víða tálmanir svo að fólk hefur illa komist inn á verslanir og veitinga- staði við götuna. „Veltan í Gráa kett- inum það sem af er þessu ári er fjórð- ungi minni en í fyrra og munurinn í október er 40%,“ segir Ásmundur og bætir við að borgarfulltrúar meiri- hlutans hafi daufheyrst við umkvört- unum sínum og ekki svarað skila- boðum. Í síðustu viku hafi Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, svo mætt við ann- an mann og farið yfir stöðuna. Skýringar sem gefnar eru á töf- unum eru sagðar vera að illa hafi gengið að brjóta niður grjótklöpp í götunni, verktakinn hafi á stundum átt erfitt með að halda í mannskap og þá hafi aðföng til verksins, svo sem lagnaefni, ekki borist á réttum tíma. Þetta segir Ásmundur að geti allt í sjálfu sér verið rétt, en þetta geti þó ekki útskýrt þriggja mánaða töf. Seinagangur þessi hafi raskað miklu í rekstri Gráa kattarins svo ekki sé annað í stöðunni en að krefjast bóta af borginni. Tímaramminn sé raunhæfur „Þessar miklu tafir á framkvæmd- um á Hverfisgötunni getur Reykja- víkurborg ekki afsakað. Á það dreg ég enga dul,“ segir Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, formaður borgarráðs. Mál þetta segir hún kalla á endur- skoðun vinnubragða, svo sem að tímaramminn sem framkvæmdum sé gefinn verði raunhæfur svo áætlanir geti staðist. Einnig þurfi að bæta upplýsingagjöf og samskipti. „Í þessu máli á Hverfigötunni núna blæðir heiðarlegu fólki í at- vinnurekstri fyrir mistök og tafir. Sjálf þekki ég úr atvinnurekstri er- lendis hversu slæmar afleiðingar dráttur á svona verkefnum getur haft og skil því óánægju fólks afar vel,“ segir hún enn fremur. Endurtekin mistök „Þessi seinagangur við fram- kvæmdir á Hverfisgötunni er klúður af hálfu borgarinnar,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, sem er í minnihluta borg- arstjórnar. Hann segir nokkra sem staðið hafa að rekstri við Hverfis- götuna, svo sem verslana og veit- ingastaða, hafa hætt starfsemi að undanförnu, enda hafi hinar miklu tafir á framkvæmdum í raun kippt fótunum undan starfsemi þeirra. „Mér finnst umhugsunarvert að svo virðist sem enginn einn aðili hjá borginni fylgist með svona fram- kvæmd og tryggi að allt gangi greitt fyrir sig. Samtal við fólkið er nauð- synlegt en svo virðist sem þeir sem nú ráða borginni hafi ekki þá teng- ingu við almenning sem þarf,“ segir Eyþór, sem minnir á að fleiri fram- kvæmdir á vegum Reykjavíkur að undanförnu hafi tafist óhóflega. Þar megi nefna verkefni við Bústaðaveg, Vonarstræti, Sæbraut og Hofsvalla- götu. Sígilt sé af hálfu fulltrúa núver- andi meirihluta að svara því til í mál- um eins og þessum að lærdómur verði dreginn af mistökunum. Slíkt telur Eyþór þó léttvæga skýringu þegar sagan endurtaki sig aftur og aftur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Völundarhús Það getur verið erfitt fyrir gangandi að rata um Hverfisgötu. Seinagangur- inn er óþolandi  Vill bætur vegna búsifja  Heiðar- legu fólki blæðir, segir Þórdís Lóa Ásmundur Helgason Eyþór Arnalds Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Víða um land hafa fuglaáhugamenn rekið augun í lit- skrúðugan fugl, svokallaða silkitoppu eða Bombycilla garrulus á fræðimáli. Fugl þessi er grábleikur að lit með topp á höfði, en líkt og hjá mörgum tegundum er karlfuglinn litskrúðugari en kvenfuglinn. Þessi ung- fugl sem hér sést á mynd var á Siglufirði á laugardag. Búsvæði silkitoppa eru barrskógar og eru þær miklar berjaætur þótt aðallega nærist þær á skordýr- um yfir varptímann. Silkitoppur verpa í norðanverðri Skandinavíu og fylgja þaðan barrskógabeltinu austur um Rússland og í Norður-Ameríku. Þegar fæðufram- boðið minnkar leggjast þær í flakk og sjást þá í vestan- verðri Evrópu, meðal annars hér á landi. Silkitoppa sást á Siglufirði Ljósmynd/Mikael Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.