Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Fyrstu viðbrögð frá heilbrigðis- ráðherra hafa verið jákvæð,“ segir Kristján Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjúkrunarheimilisins Sunnu- hlíðar í Kópavogi, um stuðning rík- isins við áform stofnunarinnar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Kársnesi. Kópavogsbær hefur gefið Sunnuhlíð vilyrði fyrir lóð við Kópa- vogsbraut, skammt frá núverandi heimili. Gengið er út frá því að ríkið greiði 85% stofnkostnaðar en Kópavogs- bær hefur tekið vel í að greiða sinn hluta, 15%, eins og venja er með ný hjúkrunarheimili. Hluti af lóð Kópavogshælis Ríkið á hluta lóðarinnar sem ætl- uð er nýbyggingunni, tæplega sjö þúsund fermetra af alls 14.800 fer- metrum. Það er lóð Kópavogshæl- isins og þar stendur hús fyrir sam- býli og Arnarskóla. Gamla kvenna- fangelsið er á þeim hluta lóðarinnar sem tilheyrir Kópavogsbæ auk íbúð- arhúss sem bærinn á. Kristján segir að nú þegar samþykkt Kópavogs- bæjar liggi fyrir sé næsta skrefið að ræða við ríkið um að fá afnot af þeirra hluta lóðarinnar. Kristján er ánægður með stað- setninguna og segir að hún henti áformum Sunnuhlíðar vel. Hjúkr- unarheimilið er í eigu ríkisins en rekið af félagi ríkisins sem heitir Vigdísarholt og rekur einnig hjúkr- unarheimilið Seltjörn á Seltjarnar- nesi. Ástæðan fyrir því að Sunnuhlíð vill byggja nýtt 80-100 manna hjúkr- unarheimili er að núverandi húsnæði er úr sér gengið og ráðast þarf í mik- inn kostnað við að koma því í það horf sem fullnægir þörfum fólks í dag. Hugað að rekstrarhagkvæmni „Við ætlum að byggja nýja heim- ilið upp á öðrum forsendum. Lögð verði vinna og fjármunir í það strax í upphafi að hanna heimilið með rekstrarhagkvæmni í huga og að það verði skipulagt þannig að gönguleið- ir starfsfólks verði stuttar og hver eining með heimilisbrag,“ segir Kristján. Hugmyndin er að hjúkr- unaríbúðir verði áfastar hjúkrunar- heimilinu með stigagangi á milli þannig að hægt verði að þjóna íbú- um frá hverri hæð heimilisins. Þetta er nýjung í uppbyggingu hjúkr- unarheimila hér á landi. Spurður hvað gert verði við þær byggingar sem Sunnuhlíð hefur til afnota nú segir Kristján að þær séu í eigu ríkisins og það sé þess að ákveða hvað um þær verði. Staðsetningin hentar áformum vel  Ný Sunnuhlíð verður á landi Kópavogsbæjar og ríkisins  Eftir er að fá svör ríkisins um afnot lóðar þess  Ráðherra hefur tekið vel í áformin  Nýjar aðferðir við hönnun hjúkrunarheimilisins Morgunblaðið/Hjörtur J. Guðmundsson Kópavogsbraut Væntanleg lóð Sunnuhlíðar liggur frá Kvennafangelsinu og að götunni Kópavogstúni þar sem blokkirnar sjást. Hús Kvennafangelsisins, sem hér sést í forgrunni, íbúðarhúsið og gamla vistheimilið eru á lóðinni. MargfaldaðuúrvaliðáNetflixmeðeinföldumog þægilegum hætti og opnaðu á aðgang að Hulu, einni vinsælustu streymisveitu Bandaríkjanna. Viltu meira? Fákafeni 9, 108 Reykjavík • S: 551 5100 • Satis.is Satis .is - tækniþjónusta - Við komum þér í samband Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ekki virðist vera beint samband milli tíðni sjálfsvíga og sveiflna í efnahagslífi á Íslandi miðað við nið- urstöður rannsóknar sem Högni Óskarsson læknir stýrði. Þetta segir Högni í samtali við Morgunblaðið en fræðigrein með niðurstöðum rann- sóknarinnar birtist í Læknablaðinu í fyrradag. Í rannsókninni var stuðst við sjálfsvígstölur frá 1911 til 2017 og möguleg áhrif sex efnahagskreppa á tíðni sjálfsvíga hér á landi. Efna- hagskreppurnar sex sem voru skoð- aðar voru frá árunum 1918, 1931, 1948, 1968, 1991 og 2008. Högni segir niðurstöður rann- sóknarinnar hafa komið á óvart, sér- staklega niðurstöður rannsóknar- innar á sjálfsvígstíðni í kringum efnahagskreppuna árið 2008. Í ósamræmi við upplifanir „Það var mikil spenna í samfélag- inu og mjög hraðar breytingar, bæði þjóðfélagslegar og fyrir einstakling- inn. En samkvæmt okkar niðurstöð- um er engin áhrif að sjá þar á tíðni sjálfsvíga,“ segir Högni. Segir hann niðurstöðurnar í ósamræmi við upplifun almennings í landinu eftir að efnahagskreppan skall á. „Það voru allir að tala um fjölgun sjálfsvíga, að þetta væri hræðilegt og að ekkert væri gert í neinu,“ seg- ir Högni. Segir hann að líklega sé það góðum samfélagslegum grunni og stuðningi í kjölfar efnahags- hrunsins hér á landi árið 2008 að þakka að sjálfvígstíðnin hafi ekki aukist. Félagsaðstoð er mikilvæg Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar virðast efnahags- kreppur í ríkjum með vanþróaðri fé- lagsaðstoð líklegri til að hafa áhrif á aukna tíðni sjálfsvíga. Virðist sjálfs- vígstíðnin þá yfirleitt aukast mest meðal karlmanna. Endalok Sovét- ríkjanna 1991 eru dæmi um þetta en í kjölfar þeirra orsakaðist mikið at- vinnuleysi í Rússlandi og Austur- Evrópulöndum og jókst sjálfvígs- tíðnin þar til muna, að því er fram kemur í fræðigrein Læknablaðsins. Sama munstur mátti sjá í kreppunni í Suðaustur-Asíu upp úr miðjum 10. áratug síðustu aldar en í kjölfar hennar jókst tíðni sjálfsvíga meðal karla í Japan, Hong Kong og Suður- Kóreu. „Ríki sem eru með vanþróaðri fé- lagsaðstoð eins og til dæmis Austur- Evrópuríkin og Grikkland komu illa út úr þessu,“ útskýrir Högni. Hann bendir þó á að sjálfsvígs- tíðni hafi aukist hér á landi í kjölfar tveggja þeirra kreppa sem rannsak- aðar voru, árin 1931 og 1948. Segir hann að skoða þurfi betur félagslega þætti á þessum árum til að fá skýr- ingu á aukningunni. „Báðar verða þær þegar mjög mikil þjóðfélagsbreyting er að fara í gang; flutningur fólks yfir í þéttbýli, breyting á atvinnuháttum og svo í seinni kreppunni er það seinni heimsstyrjöldin,“ segir Högni. „Það var mikil uppbygging og svo var fót- unum kippt undan þessu eftir stríð- ið,“ segir hann. Sjálfsvígstíðni ekki hærri í kreppu  Samfélagslegur stuðningur kom líklega í veg fyrir aukningu á sjálfsvígstíðni í kjölfar efnahagshrunsins  Niðurstöður eru í ósamræmi við upplifun almennings Morgunblaðið/Kristinn Spítali Hrunið virðist ekki hafa haft áhrif á tíðni sjálfsvíga hér á landi. 1918 Árið 1911 er sjálfsvígstíðnin 13,2 og hækkar næstu tvö ár. Síð- an dregur úr sjálfsvígum til loka tímabilsins. Tíðni 1919-30 er 9,8. 1931 Meðaltal fyrri 10 ára er 15,3 og fer lækkandi. Nær lágmarki 1931 og er þá 8,2. Skörp hækkun verður næstu 5 árin. Meðaltal krepputímabilsins er 14,1. 1948 Tíðni nær lágmarki 1948 eftir uppsveiflu og er þá 10,4. Aukning verður á næstu 5 árum og fer upp í 16,1. 1968 Tíðni fer úr 18,9 1963 og nær lágmarki 1968 og fór niður í 12,1. 1991 Tíðni mjög há í 10 ára að- draganda og var 18,2 árið 1991. Lækkaði næstu 5 árin en tók að hækka aftur. 2008 Meðaltalið er 15,8 í 10 ára aðdraganda hrunsins. Lítið um sveiflur. 5 ára meðaltal fyrir 2008 var 14,5 og meðaltal 2001-2017 15,3. Íslensku kreppurnar SJÁLFSVÍG Á KREPPUÁRUM MIÐAÐ VIÐ 100.000 ÍBÚA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.