Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skatt skalgreiða í rík-issjóð af „eldsneyti sem inniheldur kolefni af jarðefnaupp- runa og notað er á fljótandi eða í loftkenndu formi eða í iðnaðarferlum þannig að sú notkun leiði til losunar koltvísýrings í and- rúmsloftið,“ eins og það er svo lipurlega orðað í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta. Þessi skattur er kallaður kol- efnisgjald og er lagður á það sem almennt er kallað bensín, dísilolía og sambærilegt elds- neyti. Yfirlýstur tilgangur með þessum skatti er að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda. Hvergi er sagt eða viðurkennt að tilgangur skattsins sé að auka almennt á skattbyrði hér á landi, en þó bendir ýmislegt til þess að það sé í það minnsta hluti af til- gangi skattsins. Skatturinn var lögfestur undir árslok 2009, í þeirri hrinu skatta- hækkana sem vinstristjórnin alræmda stóð fyrir, og vekur það eitt efasemdir um að til- gangurinn hafi eingöngu verið göfugur. Það sem svo styður við slík- ar efasemdir er linnulítil hækkun skattsins allar götur síðan, eins og sjá má á línuriti í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, við frum- varp nokkurra þingmanna um frádrátt frá tekjuskatti vegna kolefnisjöfnunar. Línuritið sýnir að í janúar næstkomandi mun kolefnisskatturinn hafa nær fjórfaldast frá því að hann var fyrst lagður á, en 10% hækkun hans er yfirvofandi um áramót. Þetta er úr öllu samræmi við verðlagsþróun, því á sama tíma hefur verðlag hækkað um þriðjung. Þetta er líka úr samræmi við aðra þró- un í skattheimtu, því ef að kol- efnisskatturinn hefði verið lagður á í þeim tilgangi einum að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda hefðu aðrir skattar vitaskuld verið lækk- aðir til samræmis. Því fer fjarri að það hafi verið gert. Annað umhugsunarvert í at- hugasemdum SFS er að fyrir- tæki í sjávarútvegi hafa frá því að kolefnisskatturinn var lagð- ur á greitt til ríkisins ríflega tíu milljarða króna á grund- velli þessa skatts, sem er langt umfram hlutdeild sjávar- útvegsins í olíunotkun hér á landi. Í umsögn SFS er einnig bent á að olíunotkun í sjávarútvegi hafi á síðustu þremur áratug- um nær helmingast, sem er gríðarlegur árangur og stafar að verulegu leyti af fjárfest- ingum í nýjum skipum og nýrri tækni. En eins og SFS benda á dreg- ur kolefnisgjaldið og önnur gjöld úr möguleikum fyrir- tækja til fjárfestinga og „hef- ur þveröfug áhrif á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki því þau hækka kostnað þeirra umfram það sem erlendir samkeppnis- aðilar búa við. Það dregur með beinum hætti úr samkeppnis- hæfni, sér í lagi þegar litið er til þess að 98% og ríflega það af íslensku sjávarfangi er selt á alþjóðlegum markaði. Á þeim markaði geta íslensk fyrirtæki, sökum smæðar, ekki fært kostnaðarhækkanir heima fyrir út í verð afurða.“ Þetta skiptir miklu fyrir þessa atvinnugrein og er ann- að dæmi – hitt dæmið er sér- skattur sem ber nafnið veiði- leyfagjald – um sérstakar álögur sem íslenskur sjávar- útvegur þarf að þola og draga úr samkeppnishæfni hans á al- þjóðlegum mörkuðum. Þegar alþjóðaflug er annars vegar er tekið tillit til þeirrar staðreyndar að þar er keppt á alþjóðlegum markaði og er millilandaflug utan við kol- efnisbókhald einstakra ríkja. Væri ekki eðlilegt að einnig væri tekið tillit til annarra at- vinnugreina sem eiga í al- þjóðlegri samkeppni? Í athugasemdum SFS eru gerðar tvær tillögur um úr- bætur. Önnur snýr að þeirri 10% hækkun kolefnisgjaldsins sem vofir yfir um áramótin og lagt er til að hún verði endur- skoðuð. Full ástæða er til þess, enda hefur hækkunin verið úr öllu hófi á liðnum árum. Hin tillagan er að „sjávarútvegur, ásamt öðrum útflutnings- greinum, verði undanþeginn greiðslu kolefnisgjalds og stjórnvöld gangi til viðræðna við fyrirtæki í sjávarútvegi um hvernig kolefnisjafna megi ís- lenskan sjávarútveg í heild, án þess að draga úr samkeppnis- hæfni atvinnugreinarinnar“. Miklu skiptir að stjórnvöld hlusti á ábendingar frá at- vinnulífinu þegar kemur að skattheimtu, ekki síst þegar um er að ræða fyrirtæki í al- þjóðlegri samkeppni sem sæta óhóflegri skattheimtu hér á landi sem skaðar þau á erlend- um mörkuðum. Þó að Ísland sé eyja í Norður-Atlantshafi er það ekki eyland í alþjóðlegum viðskiptum og í alþjóðlegri samkeppni. Þar nýtur Ísland ekki forskots vegna smæðar eða fjarlægðar og íslenskt at- vinnulíf má ekki við því að ís- lensk stjórnvöld skattleggi það sérstaklega, hvorki í nafni umhverfisverndar eða annars. Stjórnvöld mega ekki spilla fyrir Íslandi á alþjóð- legum mörkuðum} Skaðleg skattlagning É g flutti opnunarávarp á Kirkjuþingi um liðna helgi. Mesta athygli hefur vakið að ég beindi sjónum mínum að baráttu hinsegin fólks og hvernig kirkjan náði þar ekki að fylgja sam- tímanum. Frá aldamótum hafði meirihluti landsmanna snúist á sveif með réttindabar- áttu samkynhneigðra en þjóðkirkjan stóð þar á móti. Íslenska þjóðkirkjan hefur lengi vel sinnt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi; hún hefur verið griðastaður þeirra sem hafa átt erfitt um vik, en ekki síður staður þar sem fólk kemur saman til að fagna gleði- stundunum í lífi sínu. Þegar séra Magnús Guðmundsson afi minn prédikaði við vígslu Grundarfjarðar- kirkju árið 1966 sagði hann orðrétt: „Vér höfum lagt oss fram um að vanda gerð kirkjunnar allt frá því grundvöllur hennar var lagður hér á þessum stað. Vér höfum líka kappkostað að gera búnað hennar allan sem bestan. Og þó er enn margt eftir. En ég segi í dag eins og einn af biskupum kirkju vorrar sagði þegar minnst var á að nýreista kirkju skorti enn ýmislegt. Hann sagði: „Kirkjur eru alltaf í smíðum.“ Þessi síðustu orð geta vel átt við um þjóðkirkjuna í heild sinni, þó svo að krafan um jafnræði milli ólíkra trú- félaga og lífsskoðunarfélaga verði sífellt meira áberandi. Sjálfstæð kirkja óháð ríkisvaldinu samrýmist betur trú- frelsi og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan hef- ur notið í íslenskri stjórnskipan. Fleiri og fleiri aðhyllast þá skoðun að það sé ekki hlutverk ríkisins að fjármagna trúfélög. Í mínum huga er ekki spurning um það að kirkjan getur vel sinnt öllum verkefnum sínum og þar á meðal sáluhjálp og margvíslegri fé- lagslegri þjónustu óháð ríkinu. Ég er einnig þeirrar skoðunar að margir muni fylgja kirkj- unni að málum þótt fullkominn aðskilnaður verði á endanum á milli hennar og ríkisvaldsins. Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breyt- ingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum að- skilnaði. Þangað til og þrátt fyrir samkomulagið mun þjóðkirkjan áfram njóta stuðnings og verndar íslenska ríkisins á grundvelli ákvæðis stjórnarskrárinnar. Kirkjan er eins og afi sagði alltaf í smíðum. Hún verð- ur að finna boðskap sínum réttan farveg og vera í góðum tengslum við þjóðina. Ef vel tekst til mun henni vegna vel. Ef kirkjan miðlar boðskap sem hefur vægi og þýð- ingu í aðstæðum hversdagsins og gagnvart álitamálum framtíðarinnar; ef fólkið ber traust til kirkjunnar og leit- ar til hennar í betri tíð og verri – þá verður kirkjan áfram þjóðkirkja hver svo sem laga- og stjórnskipunarleg staða hennar verður í framtíðinni. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Kirkja í smíðum Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Við leggum mikla áherslu áað fá tilkynningar um al-varlegar aukaverkanirlyfja. Við viljum brýna bæði almenning og heilbrigðisstarfs- fólk til að senda þær til okkar,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, for- stjóri Lyfjastofnunar. Hún sagði að alvarlegar aukaverkanir gætu leitt til sjúkrahússvistar eða lengt hana. Eins gæti fólk mögulega orðið óvinnufært vegna alvarlegra auka- verkana. Áhrifin geta farið stigvax- andi og mögulega leitt til fötlunar, fæðingargalla, lífshættulegs ástands eða jafnvel dauða. Vægari aukaverk- anir eru til dæmis ógleði, hósti eða hjartsláttaróregla. Tilkynningar um aukaverkanir lyfja berast gjarnan frá læknum. Til- kynningar frá þeim voru 55 fyrstu níu mánuði ársins en voru 80 allt ár- ið 2018 og 143 árið 2017. Lyfjafræð- ingar sendu 46 tilkynningar um aukaverkanir fyrstu níu mánuði þessa árs, 45 allt árið í fyrra og 41 árið 2017. Nokkuð er um að almenn- ingur tilkynni um aukaverkanir lyfja. Það sem af er þessu ári hafa borist 44 tilkynningar frá notendum eða aðstandendum. Þær voru 42 árið 2018 og 51 árið 2017. Rúna sagði að Lyfjastofnun legði sérstaka áherslu á að fá til- kynningar um alvarlegar aukaverk- anir. Þær geta mögulega leitt til breytinga á fylgiseðli lyfsins sem um ræðir. Margir taka lyf, bæði lyf- seðilsskyld og eða lausasölulyf sem einnig geta haft aukaverkanir. Allir, jafnt leikir sem lærðir, geta tilkynnt Lyfjastofnun um þær. Rúna sagði Íslendinga hafa verið eftirbáta ann- arra Norðurlandaþjóða í að tilkynna aukaverkanir. Hlutfallslega færri notendur lyfja hér tilkynna um aukaverkanir og eins eru færri al- varlegar aukaverkanir tilkynntar hér en annars staðar. Gefa mikilvægar upplýsingar „Aukaverkanatilkynningar geta gefið afar mikilvægar upplýsingar sem nýtast við að endurmeta öryggi tiltekins lyfs. Áður en lyf kemur á markað hefur það verið prófað í hóp- um af takmarkaðri stærð og því hafa ekki allar aukaverkanir komið fram. Stærri notendahópur veitir betri upplýsingar um hvernig lyf verkar, og aukaverkanatilkynningar hafa því mikið vægi við að kortleggja áhættu þegar lyf er komið í almenna notkun. Þetta á við um aukaverkanir almennt, en sérstaklega þær sem teljast sjaldgæfar, því stóran not- endahóp þarf til að uppgötva slíkar aukaverkanir og þessar tilkynningar því sérstaklega mikilvægar,“ segir á vef Lyfjastofnunar. Á lyfjastofnun.is eru eyðublöð vegna aukaverkanatilkynninga sem hægt er að fylla út á vefnum. Þeir sem geta ekki stuðst við eyðublöðin geta hringt eða sent tölvupóst til aukaverkun@lyfjastofnun.is. Allar tilkynningar um aukaverkanir lyfja eru skráðar hjá Lyfjastofnun og fara inn í evrópska gagnagrunninn Eudravigilance. Þar sést ef er fjölg- un á tilkynningum um aukaverkanir eða breytingar sem gefur ástæðu til nánari skoðunar. Rúna segir að lyf sem merkt eru með svörtum þríhyrningi hafi oft verið prófuð í tiltölulega litlum hópi áður en þau eru markaðssett. Brýnt er að auka- verkanir vegna notkunar slíkra lyfja séu tilkynntar. Þegar lyf kom- ast í notkun meðal almennings er þýðið oft annað en í klínískum rann- sóknum og því getur ýmislegt komið í ljós sem mikilvægt er að skrá. Lyf geta haft alvar- legar aukaverkanir Lyfjastofnun bárust 155 til- kynningar um aukaverkanir lyfja fyrstu níu mánuði þessa árs. Þar af voru sextán alvar- legs eðlis. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Lyfjastofn- unar (lyfjastofnun.is). Í fyrra bárust 179 tilkynn- ingar um aukaverkanir og voru 25 þeirra alvarlegar. Árið 2017 voru tilkynningarnar 252 og af þeim voru 30 alvarlegar. Lyfjastofnun telur að fjöldinn geti orðið svipaður eða heldur meiri í ár en hann var í fyrra. Enn fremur er bent á að markaðsleyfishafar tilkynna aukaverkanir til Eu- dravigilance, mið- lægs gagnagrunns hjá Lyfjastofnun Evrópu. Þær eru því ekki inni í þessum tölum. Allir geta til- kynnt aukaverkun lyfs til Lyfja- stofnunar. Tilkynnt um aukaverkanir LYFJASTOFNUN Rúna Hauksdóttir Hvannberg Morgunblaðið/Friðrik Lyf Þau geta haft alvarlegar eða vægar aukaverkanir. Lyfjastofnun vill fá tilkynningar um aukaverkanirnar. Myndin er úr myndasafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.