Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 32
Fimmti hádegisfyrirlestur Sagn- fræðingafélags Íslands verður í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, þriðjudag, kl. 12.05. Þar fjallar Þorsteinn Helgason, fyrrver- andi dósent í sagnfræði og sögu- kennslu við Menntavísindasvið Há- skóla Íslands, um Tyrkjaránið 1627 og hvort það hafi verið trúarlegur atburður. Aðgangur er ókeypis. Var Tyrkjaránið 1627 trúarlegur atburður? MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Grétar Ari Guðjónsson sá til þess að Haukar ynnu 24:23-sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær- kvöld, í toppslag Olísdeildarinnar í handbolta. Grétar varði skot Guð- mundar Árna Ólafssonar í blálokin og þar með eru Haukar komnir aft- ur á topp deildarinnar, tveimur stig- um á undan Aftureldingu og þrem- ur á undan FH-ingum. »27 Haukar efstir eftir dramatískan toppslag ÍÞRÓTTIR MENNING „Ég á tvö ár eftir hjá Malmö. Ég er ekki að ýta á eftir því að líta í kring- um mig. Ég leyfi þessu að koma til mín. Ef eitthvað skemmtilegt kemur upp mun ég skoða það, en mér og minni fjölskyldu líður rosalega vel í Malmö og mér líður virki- lega vel hjá félaginu,“ segir Arnór Ingvi Traustason, lands- liðsmaður í fót- bolta og leik- maður Malmö í Svíþjóð. Malmö var aðeins stigi frá sænska meistara- titlinum eftir drama- tíska lokaumferð um helgina. »24 Arnór stigi frá titlinum og líður vel í Malmö Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bridgesamband Íslands (BSÍ) var stofnað 1948 og Jafet Ólafsson er að hefja tíunda starfsár sitt sem forseti þess. „Starfsemin er í miklum blóma, fólk á öllum aldri spilar brids og undirbúningur er í fullum gangi fyrir bridshátíðina „Reykjavík Bridgefestival“, sem hefst í Hörpu í lok janúar á næsta ári,“ segir hann. Deildakeppnin í brids stendur nú yfir og verður spilað til úrslita um miðjan mánuðinn. Daglega er mikið um að vera í húsnæði sambandsins í Síðumúla. Eldri borgarar koma þar saman og spila brids þrjá daga í viku. „Þar ríkir mikil ánægja og yf- irleitt mæta 80 til 90 manns hverju sinni,“ segir Jafet. Klúbbfélagar koma þar saman og spila, um 60 til 100 manns á hverju kvöldi, að sögn forsetans. Bridgeskólinn stendur fyrir kennslu með aðstoð BSÍ og Guðmundur Páll Arnarson, heims- meistari 1991, heldur þar reglulega námskeið. Í fyrra voru yfir 400 nem- endur á aldrinum 14 til 85 ára og nú eru um 340 innritaðir, en BSÍ býður öllum 25 ára og yngri á frítt átta tíma bridsnámskeið. Sambandið hefur gefið út bækl- ing, sem hefur verið dreift í marga skóla landsins, auk þess sem brids- félög halda úti móta- og námskeiða- haldi. „Uppselt er á byrjenda- námskeiðin okkar og við kvörtum ekki yfir áhuga á íþróttinni, en vissu- lega vildum við fá fleiri í yngri ald- ursflokkunum,“ segir Jafet. Útlendingar ánægðir Um árabil hefur sambandið sent forgefin spil til klúbba hvar á landi sem er og hefur það fyrirkomulag mælst vel fyrir, að sögn Jafets. Keypt hafa verið tölvuforrit erlendis og í pakkanum eru gjafir, sem reynt hefur á í keppni. Spilarar segja sínar sagnir og í lokin er niðurstaðan borin saman við fyrri niðurstöður og stig gefin fyrir frammistöðuna með hlið- sjón af fyrri árangri. „Við fáum síðan kassana aftur og látum tölvuna út- búa nýjar gjafir,“ segir hann. Gert er ráð fyrir um 430 þátttak- endum á bridshátíðina í Hörpu, þar af um 150 erlendum bridsspilurum. Mótið fer nú fram í 39. sinn. Lengst af var það haldið á Hótel Loftleiðum, nú Reykjavík Natura, en tvö undan- farin ár í Hörpu. „Við búum svo vel að erlendir bridsspilarar sækjast eftir því að koma til Íslands,“ segir Jafet og vís- ar til eins reglulegs þátttakanda. „Hann segist hvergi skemmta sér betur en á Íslandi og hann hafi hvergi fengið betri fisk en á veit- ingastaðnum Þremur frökkum.“ Hjördís Eyþórsdóttir, fremsta bridskona Íslands og heimsmeistari með Bandaríkjunum, er fastagestur á hátíðinni. Hún býr í Bandaríkj- unum og spilar oft í sveit Bills Gates. Jafet segir að honum og Warren Buffett, einum ríkasta manni heims, hafi nokkrum sinnum verið boðið á hátíðina en þeir hafi ekki enn komið. Í nýlegu svari frá Buffett hafi komið fram að hann gæti ekki komið, þar sem hann væri orðinn gamall og ferðalögum hefði fækkað til muna. Gates hafi ekki svarað en unnið sé að því að hann komi 2021. „Við fáum marga góða gesti, meðal annars er nánast öruggt að Zia Mahmood verði á meðal keppenda, en aðalatriðið er að brids gerir lífið skemmtilegra.“ Norðurlandameistarar 2019 Frá vinstri: Aðalsteinn Jörgensen, Gunnlaugur Sævarsson, Bjarni Hólmar Einarsson, Sigurbjörn Haraldsson, Jón Baldursson, Kristján Már Gunnarsson og Jafet S. Ólafsson fyrirliði. Brids í miklum blóma  Gert ráð fyrir um 430 spilurum á árlega bridshátíð í Hörpu  Jafet Ólafsson að hefja tíunda árið sem forseti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.