Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 ✝ Þórður Pét-ursson fæddist í Keflavík 19. febr- úar 1956. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. októ- ber 2019. Foreldrar hans voru Ragna Stef- anía Finn- bogadóttir, f. 12.1. 1930, d. 10.9. 2003, og Pétur Þórð- arson, f. 29.5. 1932, d. 23.11. 2016. Systkini Þórðar eru Inga Rut Hamson, f. 4.2. 1953, og Júl- íus, f. 14.9. 1962. Systkini sam- mæðra eru Sigrún Moreno, f. 24.12. 1949, og Jón Þór Bald- ursson, f. 2.1. 1966, d. 18.2. 2000. Bróðir samfeðra er Pétur Thor- darson, f. 11.4. 1969. Sambýliskona Þórðar var Þórður var félagsmaður í Blindrafélaginu í yfir fjóra ára- tugi og bjó, í nokkur ár, í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Þá starfaði hann á Blindra- vinnustofunni í tæp 30 ár, eða þar til hann veiktist alvarlega í byrjun september á þessu ári. Hann gekk til liðs við Fjólu, fé- lag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, árið 1994 og sat þar um tíma í varastjórn. Þórður var mjög virkur í fé- lagsstarfi, bæði innan Blindra- félagsins og Fjólu, auk þess sem hann var í Taflfélagi Reykjavík- ur og tefldi mikið. Hann hafði yndi af því að ferðast og naut þess mjög að skoða nýja staði, upplifa og njóta á sinn hátt. Síðasta eina og hálfa árið bjó Þórður á sambýlinu í Þorláks- geisla 70. Útför Þórðar verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 4. nóv- ember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Matthildur Halla Þórarinsdóttir, f. 11.10. 1955, d. 5.9. 2017, en þau slitu samvistum árið 2009. Fyrstu uppvaxt- arár sín bjó Þórður með foreldrum sín- um í Seattle í Bandaríkjunum en við skilnað þeirra 1962 kom hann til Íslands með móður sinni. Ólst hann að mestu leyti upp hjá föð- urforeldrum sínum, þeim Ingu Kristjánsdóttur og Þórði Pét- urssyni. Sem lítið barn lenti Þórður í alvarlegu bílslysi og það hefur eflaust átt sinn þátt í því að hann bjó, nær alla sína ævi, við skerta sjón og heyrn. Elskulegur frændi minn hann Þórður er fallinn frá. Þegar við Þórður vorum krakkar hittumst við oft hjá ömmu okkar og afa, Ingu og Þórði á Aðalgötunni í Keflavík. Þegar við hittumst lék- um við okkur saman, fórum í fót- bolta eða tefldum. Þórður var nokkuð góður skákmaður. Það sem efst er í huga á þessari stundu er hve Þórður hafði létta lund og skemmtilegan húmor. Hann þurfti að glíma við margs konar verkefni á lífsleiðinni sem mótuðu hann sem einstakling en alltaf hélt hann þessum góða húmor. Eftir að Þórður varð full- orðinn kom hann oft í heimsókn til okkar hjóna, borðaði með okkur og spjallaði við fjölskylduna. Síð- ustu árin fórum við saman á tón- leika a.m.k. einu sinni á ári. Þórð- ur hafði mjög gaman af tónlist og naut þess að hlusta á vandaðan tónlistarflutning, bæði klassíska tónlist og popptónlist. Þórður hafði gaman af dýrum og gat setið löngum stundum og spjallað við hundinn okkar og klappað honum. Alltaf spurði hann um hundinn og þegar verið var að sækja Þórð þá spurði hann alltaf hvort hundur- inn kæmi ekki með. Þórður naut þessa að horfa á kúrekamyndir og eftir að hann varð blindur hlustaði hann á þær og hafði mjög gaman af. Leikarinn John Wayne var í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Þórður þráði alltaf að læra meira, hann hafði mikinn áhuga á að lesa og fræðast og hafði innsýn í ótrú- legustu hluti. Hann hafði gaman af að taka þátt í umræðum um ólík málefni, ferðalög, bækur o.fl. Hann naut þess að ferðast, fræð- ast og kynnast nýju fólki. Við fjöl- skyldan erum þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með Þórði. Blessuð sé minning hans. Oddgeir, Guðbjörg og fjölskylda. Vinur minn kær hefur nú feng- ið hvíld eftir erfið og langvinn veikindi. Við hittumst fyrir rúmum 30 árum þegar ég bjó í húsi Blindra- félagsins og hann starfaði á Blindravinnustofunni. Okkur varð strax vel til vina og sá vin- skapur styrktist með árunum. Hann þurfti að lúta því hlutskipti að missa sjónina alveg, tapa tals- verðri heyrn og missa ýmsa lík- amlega og andlega færni, sérstak- lega undanfarið rúmt ár. Árið 2015 var svo komið að hann þurfti mun meiri aðstoð en áður í sínu daglega lífi og þá hóf- ust samskipti við kerfið sem hann réð ekki við óstuddur. Þá sýndi hann mér það traust að biðja mig að gerast sinn persónulegi tals- maður. Hlutverk persónulegs talsmanns er vandasamt og fer eftir því hversu mikið viðkomandi vill blanda honum í einkalíf sitt. Þórður sýndi mér, sem talsmanni og vini, fádæma traust. Síðastliðin fimm ár hefur vart liðið sá dagur að hann hafi ekki hringt til að leita ráða og fá aðstoð við ýmsar ákvarðanir, stórar og smáar, eða bara til að spjalla um það sem hæst bar hverju sinni. Hann fylgdist vel með tíðindum dagsins, hlustaði á fréttir og, meðan færn- in entist, fór hann á netið, hlustaði á erlendar útvarpsstöðvar og fylgdist með enska boltanum. Við vorum sammála um að hann fylgdist með boltanum fyrir okkur bæði því ég er vonlaus í þeim efn- um, hef ekkert vit á fótbolta. Dæmigert símtal gat hafist þann- ig: „Þitt lið vann í dag!“ eða „Ég hef nú ekki góðar fréttir …“ Hann orðaði tapið alltaf af mikilli varfærni. Ótalmargar dýrmætar minn- ingar streyma um hugann. Að- fangadagskvöldin með honum, bíltúrarnir, kaffihúsaferðirnar, tónleikarnir og ekki síst hvers- dagslegu innlitin: „Ég er nú bara að koma í kaffi, eru til kleinur?“ Hann var mikill matmaður, gaman að gefa honum að borða því allt var svo gott. Því voru það honum grimm örlög að greinast með sykursýki þegar á leið og geta ekki notið þess að fá sér ís eða bara Prins póló. Afmælin hans eru mér sérstak- lega minnisstæð. Hann var mikill höfðingi heim að sækja ef eitt- hvert tilefni gafst og lagði áherslu á að ættingjar og vinir nytu af- mælisdagsins með sér. Ein dýr- mæt perla í minningasjóðnum er 59 ára afmælið sem hann hélt á heimili mínu. Þá bauð hann ætt- ingjum og vinum og allt varð að vera flottast. Hann treysti mér fyrir matargerð og mestöllum undirbúningi, en mætti þó tíman- lega til að fylgjast með að allt væri í standi. Þegar undirbúningnum var lokið og aðeins beðið eftir gestunum sátum við í stofunni og mér varð að orði: „Þetta er eins og að bíða eftir jólunum nema munurinn er sá að þú færð pakka en ég engan.“ Þá sagði hann þessa ógleyman- legu setningu sem sýndi í hnot- skurn hans stóra og gjöfula hjarta: „Þú mátt opna þá alla. Kannski ekki eiga allt sem úr þeim kemur, en þá færðu alla vega spennuna með mér.“ Síðasta ferðin okkar saman var á Selfoss, í heimsókn til sameig- inlegrar vinkonu, í ágúst sl. Ég er þess fullviss að elsku vin- urinn minn hefur fengið góðar móttökur þegar hann kvaddi þessa jarðvist og nú má hann borða ís og súkkulaði ef það þá er í boði sem ég vona, honum þótti það svo gott. Ágústa Gunnarsdóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson) Ég kynntist Dodda mínum þegar ég kom inn í sumarvinnu í Þorláksgeislanum í sumar þar sem ég var undir handleiðslu pabba (Friðþórs) og Magga vegna aldurs, 17 ára stelpa sem fékk og hef upplifað mikla reynslu í starfi með honum og öðrum á heimilinu í Þorláksgeisla 70. Við Doddi urðum strax góðir vinir og spjallið okkar var mikið og skemmtilegt, sögur fékk ég að heyra af því þegar hann stundaði nám sitt í Danmörku, eins þegar hann bjó í Bandaríkjunum sem ungur maður. Við gerðum margt saman, fór- um ófáar bílferðir þar sem gert var vel við sig, og var það yfirleitt pylsa og ís. Ég minnst eins skiptanna okk- ar, þá er ég að bakka úr stæði og annað dekkið fer upp á kant. Þá heyrist hátt í mínum manni: „Jæja, hvað ætli pabbi þinn segi við þessu?“ og notaði hann óspart að pabbi kæmi og ræddi við mig ef ég gerði eitthvað sem var ekki al- veg í takt við vin minn Dodda. En sagði svo auðvitað „er ég að grín- ast“, enda hlegið mikið og grín var ávallt. Tekinn var dans og sungið af innlifun hjá okkur og mun ég geyma þá minningu vel. Elsku Doddi minn, takk fyrir að kenna mér svo margt og er ég ríkari og sterkari eftir okkar kynni. Ég var heppin að fá að kynnast þér, það eru ekki allir svo heppnir. Hvíldu í friði, við sjáumst svo aftur og munum þá eiga enn meiri tíma saman til að dansa og syngja. Góða ferð, góða ferð í drauma- landið. Þín vinkona Fríða Rún. Hann Þórður P. er farinn í sína hinstu ferð aðeins 63 ára og eftir sitjum við og horfum til baka og minnumst liðins tíma. Hann var mjög ungur þegar hann fer til Bandaríkjanna með foreldrum sínum og býr þar til sjö ára ald- urs. Þá kemur hann heim og elst upp hjá afa sínum og ömmu í Keflavík fram yfir fermingu. Við munum svo vel eftir honum frá þessum tíma því við bjuggum þá í sama húsi. Hann var þéttur stubbur með rosaþykk gleraugu sem hann var duglegur að týna, setjast á eða brjóta, því það var oft fjörugt í húsinu þar sem voru um tíma átta börn frá 0-9 ára sam- ankomin. Það sem hann gat hleg- ið, smitandi, dillandi hlátri, ólík- um öllum öðrum hlátri. Fljótlega kom í ljós að sjón og heyrn hans var það slæm að hann þurfti að fara í Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík. Í þá daga var ekki annað í boði. Hann var á heima- vist þar á virkum dögum en kom heim um helgar. Eftir fermingu hans vildi pabbi hans setja hann í skóla í Seattle sem hann taldi að væri mikið betri en hér heima og hann var þar úti, mest á heima- vist, í nokkur ár. Við erum ekki viss um að það hafi alltaf verið auðveld dvöl. Síðasta árið í Seattle ætlaði hann að læra að verða kokkur og bjó þá einn í herbergi úti í borg. Það er þarna sem and- legir erfiðleikar og ranghug- myndir hefjast og það endar með að hann kemur aftur heim og okk- ur fannst hann svolítið týndur um tíma. Þetta er mögulega afleiðing af slysi sem hann varð fyrir um tveggja ára aldur sem leiddi til heilaskaða, sjón- og heyrnar- skerðingar. Hann bjó á ýmsum sambýlum og leið misvel. Í ein 10 ár bjó hann með unnustu sinni, henni Matthildi, og þeim leið vel saman. Þórður átti það til að hringja að morgni og segja: „Ég kem með rútunni kl. 2. Viltu sækja mig á stoppistöðina“ eða hann kom og gekk í hús og seldi happdrættismiða fyrir Blindra- félagið, stundum með Matthildi með sér. Það er ekki hægt að minnast Þórðar án þess að tala um símann hans. Þetta stórkost- lega tæki sem hann gat helst ekki lagt frá sér. Hann hafði gaman af tækjum! Einnig var hann alltaf að skipuleggja eitthvað, ferðir til Bandaríkjanna, Danmerkur eða bara eitthvað. Hann átti erfitt með að skilja að fólk færi ekki eitthvað í burtu í sumarfríinu, hvað þá að það tæki ekki frí! Hann hætti aldrei að hugsa um að mennta sig betur og þyrsti sífellt í meiri menntun. Hann fór í lýðhá- skóla í Danmörku og varð heill- aður af því landi upp frá því og heimsótti það reglulega. Síðustu árin bjó hann á sambýli í Þorláks- geisla og þar leið honum vel, sem við best merktum á því að símtöl- um fækkaði við flutning hans þangað en þau gátu oft orðið ansi mörg. Greinilegt var að hann var sáttur. Gott er til þess að vita að þessi sterki persónuleiki sem þyrsti í útrás og menntun skuli nú frjáls og óháður fljúga á vit æv- intýranna. „Fly away“ Þórður! Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Sigurjón og Guðfinna. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Elsku vinur minn Þórður Pét- ursson hefur kvatt þetta líf. Já, það er nú þannig að maður er ekki alltaf sáttur við tilganginn og hversu margir fara fljótt af jörð- inni, upp í huga minn kemur sú hugsun hvað tilvera okkar er und- arlegt ferðalag, eins og segir í textanum góða, já, Þórður var 63 ára. Ég kynntist Þórði eða Dodda eins og hann var yfirleitt kallaður þegar hann flutti í Íbúðakjarnann Þorláksgeisla 70. Ég minnist góðra daga í Dan- mörku, þegar við félagarnir og vinkona okkar Pálína Bergey átt- um góða viku í júní 2018 á staðn- um sem honum þótti mikið vænt um og ekki var leiðinlegt að heyra hann tala dönskuna eins og hann hefði verið í Danmörku alla tíð. Þórður stundaði nám í Lýðháskól- anum í Danmörku árið 1995 sem ætlaður var fyrir einstaklinga með fötlun. Þetta voru góðir dagar í Kaup- mannahöfn og lokaorðin á kvöldin þar ytra voru alltaf: Þórður, eitt- hvað plan á morgun? „Já, bara ró- legheit,“ var svarið hjá gamla. En þegar klukkan var að ganga sjö á morgnana þá heyrðist í gamla: Jæja, eru ekki allir að vakna, við þurfum að skoða þetta safn og svo hitt safnið. Og svo mátti ekki gleyma siglingunni skemmtilegu, já, við vorum á mikilli ferð sem var alveg í takt við Þórð, sjaldan stopp, allt átti að skoða og upplifa og hafði hann mikið gaman af. Ég held hreinlega að ég hafi aldrei farið á eins mörg söfn og kastala og í þessari ferð. Ekki má gleyma ferðinni í Tívolíið í Kaupmanna- höfn og fallturninn sem þú vildir gjarnan fara í og við öskruðum af hræðslu öllsömul. Eftir þá ferð fór nú að hægjast um að vilja fara í tæki. Gleymum ekki stoppunum í snæðing þar ytra enda Þórður mikil matmaður og sagði hann mér í einu spjallinu að hann lang- aði sem ungur maður að læra að verða kokkur. Já, og auðvitað var notið vel eins og sönnum manni sæmir, pantað var Chablis-hvítvín sem honum þótti mikið gott með matnum og sagði okkur söguna um vínið í hvert skipti sem hann pantaði sér. Alltaf höfðum við jafn gaman af og hlógum dátt. Já, ferðin verður mér ógleymanleg, mikið hlegið og mikið spjallað og var svo gott að fá að heyra sögur og einnig trún- aðarspjall sem ég geymi, minn kæri. Ég er svo stoltur líka að hafa getað farið með þér á heimaslóðir mínar til Vestmannaeyja í ágúst sl. þar sem við áttum frábæran dag með Sigga vini þínum, Fríðu Rún og Hrund, systur hans Sigga. Já, það var einhvern veginn þann- ig að þú upplifðir svo margt sem mér fannst stundum svo sér- kennilegt vegna blindunnar, en það að koma við og snerta, finna ilm og lykt var mikilvægt og ein- hvern veginn fannstu þína leið í upplifun á hverjum stað og sagðir okkur öllum söguna frá eyjum og Kaupmannahöfn eins og þú hefðir séð allt. Ég trúi því að þú sért sestur í blómabrekkuna þína og vona inni- lega að þú unir þér vel á nýjum stað eftir þetta jarðneska líf. Ég sé þig Doddi minn sitjandi í blómabrekkunni umkringdan öllu því góða sem bjó í þér. Vina- og samúðarkveðjur, Friðþór Vestmann og fjölskylda. Stundum er talað um hetjurnar sem gleymast, hversdagshetju- rnar. Þórður Pétursson sem hér er kvaddur er ein þeirra. Aðeins nokkurra ára gamall lenti hann í alvarlegu slysi og þungur skýja- bakki lífsins fylgdi honum ævi- langt. En hann barðist hetjulegri baráttu við andlega og líkamlega fötlun alla tíð. Þegar kalt myrkur grúfði yfir lífi hans barðist hann ótrauður með hjálp frændfólks síns, vina og starfsmanna velferð- ar- og heilbrigðiskerfisins. Þórður var jafnan lífsglaður maður og smitaði oft út frá sér með frumlegum og skemmtileg- um athugasemdum. Gott og já- kvætt hugarfar hans hjálpaði honum í lífsbaráttunni í leit að innra jafnvægi og hugarró. Hann sagði stundum þegar vindur blés hart á móti: „Líf mitt er á hvolfi. Geturðu hjálpað mér?“ Þórður var fróður um margt og fylgdist yfirleitt vel með fréttum. Sérstaklega var honum tíðrætt um samskipti mannanna, hvað við ættum langt í land með að geta rætt saman á vingjarnlegum nót- um og náð árangri. Við áttum því láni að fagna að kynnast Þórði fyrir 40 árum og vináttan hélst óslitið í blíðu og stríðu. Honum var annt um vini sína og spurði því jafnan um líðan þeirra. Eitt sinn þegar hann dvaldist um skeið í lýðháskóla blindra og sjónskertra í Danmörku skrifaði hann okkur kort og sagði m.a.: „Mér líður bærilega. Hvernig líður ykkur? Í gær fór ég í sigl- ingu á seglskútu og var ferðin skemmtileg og spennandi. Ég vildi samt ekki hafa verið víkingur í gamla daga og þvælast á milli landa í báti.“ Þórður var afar næmur á blæ- brigði málsins og spurði oft ein- lægt og opinskátt: „Nú heyri ég að eitthvað er að. Hefur eitthvað komið fyrir í fjölskyldunni?“ Hann var sérstakur einstaklingur sem lenti oft í öngstræti í lífinu og af honum lærðum við margt. Við kveðjum Þórð með söknuði og hlýju í hjarta og þökkum ógleym- anlegar minningar um mætan dreng. Skýjabakkinn er horfinn. Spegilsléttur hafflötur og haust- sólin sígur í sæ. Nýr dagur í vændum. Aðstandendum Þórðar og öll- um vinum hans sendum við hlýjar samúðarkveðjur. Þórir S. Guðbergsson og Rúna Gísladóttir. Í dag kveðjum við þig, Doddi, og þökkum fyrir þessi síðustu misseri sem við áttum með þér. Þú fluttir í Þorláksgeisla 70 vorið 2018. Og þrátt fyrir tímabil veik- inda fengum við að kynnast skemmtilegum manni með mjög ákveðnar skoðanir, þrár og lang- anir. Miklum húmor ásamt mikilli lífsreynslu sem þú sagðir skemmtilega frá. Doddi, við eigum alltaf eftir að muna eftir því hversu tækjaóður og nýjungagjarn þú varst. Þér Þórður Pétursson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN VÍBEKA BJARNADÓTTIR frá Neskaupstað, áður til heimilis á Barðastöðum 79, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 31. október. Útförin fer fram frá Fíladelfíukirkju mánudaginn 11. nóvember klukkan 13. Viðar Norðfjörð Guðbjartsson Kulrapas Kaewin Þorleifur Guðbjartsson Bjarni Geir Guðbjartsson Kristín Ósk Gestsdóttir Elín Guðbjartsdóttir Marten Ingi Løvdahl Guðbjartur Guðbjartsson Kazi Kona Signý Guðbjartsdóttir Sigurður Reynisson barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÚN STURLUDÓTTIR frá Súgandafirði, lést á Hrafnistu hinn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 11.00. Inga Lára Þórhallsdóttir Elvar Bæringsson Sóley Halla Þórhallsdóttir Kristján Pálsson Auður Þórhallsdóttir Siggeir Siggeirsson Steinunn Þórhallsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.