Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 19
fannst alltaf ef þú heyrðir af nýj- um tækjum að þau væru mun auð- veldari í notkun en eldri tækin þín. Og ef þú mundir ekki hvernig átti að nota eitthvað af þeim tækj- um fannst þér að það yrði bara að kaupa nýtt. Við munum sérstak- lega eftir símanum. Já, síminn. Þú komst heim einn daginn alveg viss um að nýr snjallsími væri það sem þú þyrftir og væri lausn á öllum þínum vandamálum. Svo voru settar upp í honum stillingar fyrir blinda og næstu mánuðir fóru í að við reyndum að læra á hann og þú pantaðir þér kennslu á hann en ekkert dugði. Þó náðir þú yfirleitt á endanum að bjarga þér. Svo voru það tónlistarspilararnir, raf- magnsrúmið og fleira sem þú keyptir og sagðir alltaf þegar þetta kom heim: „Hvað ætli Maggi eða Ágústa segi núna við þessu?“ En auðvitað réðst þú þessu sjálfur. Þú fylgdist vel með heilsu þinni og jafnvel var manni ofboðið þeg- ar þú varst að panta þér tíma hjá tannlækni með nokkurra vikna fyrirvara eða fara á bráðamóttöku af því að þú hafðir óvart borðað pasta. En karlinn minn, takk fyrir góða viðkynningu og leiðinlegt að þú náðir ekki að klára ýmislegt sem þig langaði að gera, eins og fara og heimsækja Bandaríkin aftur og klára nokkra áfanga í fjölbraut. Að lokum Doddi, einn brandari sem við sögðum daglega: „Það er stranglega bannað að rúlla niður stigann.“ Kveðjur, liðið í Þorláksgeisla 70, Magnús Helgi Björgvinsson. Nú hefur Þórður vinur minn yfirgefið þetta líf. Ég kynntist Þórði þegar hann flutti á sambýlið að Drekavogi 16 í maí 1983. Hann kom með strætó og var með sígar- ettukarton undir hendinni sem hann bað mig að passa fyrir sig og það gerði ég og aðrir starfsmenn næstu tíu til tólf árin. Eftir það hætti Þórður að reykja, sem var gæfuspor fyrir hann því þá gat hann hætt að taka astmalyfin sín um langan tíma. Þórður var góður félagi á sam- býlinu og bar umhyggju fyrir þeim sem þar bjuggu. Minnis- stætt er þegar við fórum hring- ferð um landið og stoppuðum meðal annars í Skaftafelli og þar var gengið upp að Svartafossi. Ein af stúlkunum sem var mjög hjartveik átti erfitt með að ganga upp brekkurnar. Þá tók Þórður hana á bakið og bar hana upp. Þar áttum við svo mjög góða stund við fossinn í yndislegu veðri þar sem Þórður fékk sér verðskuldaðan blund. Fyrirkomulagið var þannig á sambýlinu að heimilisfólkið eldaði til skiptis með aðstoð starfs- manns. Það var gaman að elda með Þórði, hann hafði verið í kokkaskóla fyrir sjónskerta í Bandaríkjunum og lært ýmis handtök þar sem ég lærði aftur af Þórði og nota enn í dag. Þórður fór í starfsþjálfun fatlaðra í Há- túni, nám sem nýttist honum vel. Þar lærði hann meðal annars að nota tölvu. Í framhaldinu stundaði hann nám í mörg ár hjá Náms- flokkum Reykjavíkur. Þórður hlustaði mikið á útvarp og fylgdist vel með því sem var að gerast bæði hérlendis og erlendis og hafði skoðun á ýmsum málum. Í sambýlinu í Drekavogi bjuggu lengst af fjórar konur og tveir karlar; það myndaðist mikil og góð vinátta milli þeirra sem haldist hefur fram á þennan dag. Einkum voru þeir mjög góðir vin- ir Þórður og Haraldur Ólafsson. Þeir áttu það til að bralla ýmislegt saman sem þeir gættu vel að við starfsfólkið vissum sem minnst um. Ég er viss um að það hefur verið vel tekið á móti honum Þórði mínum í Sumarlandinu. Ég votta aðstandendum og vin- um samúð mína. Blessuð sé minning hans. Katrín Guðmundsdóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 ✝ Hulda Krist-jánsdóttir fæddist í Heimabæ á Hvallátrum í Rauðasandshreppi 24. desember 1926. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 7. október 2019. Foreldrar henn- ar voru Kristján Hjálmar Sigmunds- son, f. 6.9. 1889, d. 4.11. 1976, og Sigríður Egg- ertsdóttir, f. 12.10. 1900, d. 17.11. 1981. Hulda var fimmta í röðinni af 10 systkinum. Systk- ini Huldu eru: Ragnheiður, f. 20.7. 1917, d. 22.4. 1982; Gísli, f. 21.4. 1921, d. 1.10. 2011; Ingibjörg Kristín, f. 18.5. 1923, d. 12.9. 2005; Eggert Halldór, f. 7.12. 1925; Sigurður Ágúst, f. 1.8. 1929, d. 26.2. 2011; Arndís Guðrún, f. 14.4. 1931; Kristín Hrefna, f. 27.12. 1932, d. 3.9. 2017; Einar Sigmundur, f. 4.10. 1936, d. 8.2. 2017; Jóna Mar- grét, f. 29.11. 1941. Hulda giftist Knúti Gísla Friðriki Kristjánssyni 19. nóv- ember 1948. Börn Huldu og Knúts eru: 1) Guðrún Jóna hársnyrtir, f. 31.8. 1946, gift Rúnari Sig- ursteinssyni, húsasmið, f. 14.6. 1946. Börn þeirra eru tvö: Knútur, f. 20.12. 1966, giftur Ragnhildi Lindu Wessmann, f. 23.7. 1966, og eiga þau eina dóttur, Söru Liang Wessmann, f. 25.2. 2006; Aðalsteinn, f. 13.7. 1984. Börn þeirra eru Sigrún Vala, f. 10.2. 2015, Kar- en Jana, f. 24.8. 2016, og Krist- ín Lára, f. 24.8. 2016, d. 24.8. 2016; Andri, f. 27.6. 1986, sam- býliskona hans er Birna Dís Birgisdóttir, f. 21.11. 1986. Börn þeirra eru Alexander Jan, f. 21.5. 2011, og Brynjar Daði, f. 9.7. 2015. Árið 1941, þegar Hulda var á fimmtánda ári, fór hún fyrst að heiman og var ráðin í vist á Patreksfirði. Árið 1942 sótti hún nám í Sauðlauksdal hjá séra Þorsteini Kristjánssyni. Fyrri hluta árs 1945 fluttist Hulda í Mosfellssveit og hóf vinnu í ullarverksmiðjunni á Álafossi. Þar kynntist hún Sig- urrós Kristjánsdóttur. Í gegn- um vináttu þeirra kynntist Hulda bróður hennar Knúti, sem seinna varð eiginmaður hennar. Fluttist hún til Hafn- arfjarðar til Knúts þar sem hann bjó ásamt foreldrum sín- um en Knútur hafði flust til Hafnarfjarðar lýðveldisárið 1944 ásamt foreldrum sínum. Hulda og Knútur giftu sig árið 1948 og bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Hús- mæðrastarfið skipaði stærstan sess í lífi Huldu. . Hún sinnti einnig tengdaforeldrum sínum en þau bjuggu á heimili hennar og Knúts. Útför Huldu fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 4. nóvember 2019, klukk- an 13. 27.4. 1981, sam- býliskona hans er Bettina Björg Hougaard, f. 10.8. 1980. Börn þeirra eru Alma Rún, f. 26.1. 2017, og Elín Ylfa, f. 18.2. 2019. Dætur Bettinu eru Telma Ósk Sig- urgeirsdóttir, f. 10.6. 2005, og Milla Kristín Sigurgeirs- dóttir, f. 21.6. 2009. 2) Ágúst byggingatæknifræðingur, f. 16.12. 1947. 3) Kristján bygg- ingatæknifræðingur, f. 6.1. 1954, giftur Grétu Benedikts- dóttur tækniteiknara, f. 2.12. 1958. Börn þeirra eru fimm; Benedikt Bjarni, f. 6.4. 1982, giftur Sóleyju Zachariasen Sjúrðadóttur, f. 15.3. 1990. Börn þeirra eru Sjúrður Krist- ján, f. 20.7. 2017, og Gréta Gurli, f. 2.4. 2019; Knútur, f. 30.3. 1984; Marteinn, f. 7.12. 1987; Kristján Tómas, f. 28.6. 1989; Hjörtur Ágúst, f. 15.2. 1993. 4) Sigrún Edda, tækni- teiknari og framhaldsskóla- kennari, f. 24.9. 1955, gift Jan- usi Friðriki Guðlaugssyni, PhD-íþrótta- og heilsufræðingi, f. 7.10. 1955. Börn þeirra eru þrjú; Lára, f. 3.7. 1974, gift Haraldi Guðjónssyni, f. 19.5. 1974. Börn Láru og Haraldar eru Helena Ingibjörg, f. 17.6. 2004, og Aron Knútur, f. 13.7. 2008; Daði, f. 20.11. 1984, gift- ur Guðríði Steingrímsdóttur, f. Hvallátur í Rauðasands- hreppi, nú í Vesturbyggð, eru vestasta byggða bólið á Íslandi. Þar stóðu býlin og standa enn í einum hnapp nyrst í Látravík, fáeina kílómetra í norðaustur frá Bjargtöngum, þar sem vit- inn stendur við Látrabjarg. Bændabýlin á Látrum á öldinni sem leið voru þrjú, Heimabær, Húsabær og Miðbær. Í Heimabæ, á framangreind- um stað á Vestfjörðum, þann 24. desember 1926, fæddist jólabarnið Hulda Kristjánsdótt- ir. Hulda var fimmta í röðinni af 10 systkinum, fimm stúlkum og fimm piltum. Öll systkinin hafa náð fullorðinsaldri og þrjú systkini Huldu lifa systur sína. Þegar Hulda er á fimmtánda ári, fer hún til Patreksfjarðar þar sem hún er ráðin í vist. Hún sótti nám í Sauðlauksdal hjá séra Þorsteini Kristjáns- syni árið 1942 ásamt öðru ungu fólki, meðal annars æskuvin- konu sinni, Björgu Ólafsdóttur. Fyrri hluta árs 1945 flyst Hulda suður og hefur störf við ullarverksmiðjuna á Álafossi í Mosfellssveit. Þar kynntist hún Sigurrós Kristjánsdóttur en í gegnum vináttu þeirra kynntist Hulda bróður hennar Knúti, sem seinna varð eiginmaður hennar. Árið 1945 flutti Hulda til Knúts í Hafnarfirði. Frá þeim tíma má segja að hún hafi helg- að sig heimilisstörfum og bjó eiginmanni sínum og börnum einstaklega gott og hlýlegt heimili. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Strandgötu 50. Þar fæddist fyrsta barn þeirra, Guðrún Jóna. Þá fluttu þau á Selvogsgötu 26 þar sem yngri systkini Jónu, Ágúst, Kristján og Sigrún Edda fæddust öll. Húsið við Selvogsgötu byggði Knútur ásamt föður sínum á árunum 1946 til 1947. Fjöl- skyldan flutti síðan á Arnar- hraun 23 árið 1959. Það hús byggði Knútur einnig. Hjá þeim Huldu og Knúti bjuggu einnig foreldrar Knúts, Krist- ján Guðmundur Tómasson og Jóna Þuríður Bjarnadóttir, en þau fluttu með syni sínum til Hafnarfjarðar frá Þingeyri árið 1944. Það var einstök gæfa fyrir mig að eiga Huldu og Knút að eftir að hafa kynnst Sigrúnu. Árið 1974 fæddi Sigrún okkar fyrsta barn, Láru. Þá var gott að eiga að tengdamóður sem hljóp í öll foreldrastörf hjá ung- um, óreyndum og uppteknum foreldrum. Árið sem Lára fæddist og næstu tvö ár þar á eftir var ég við íþróttakenn- aranám á Laugarvatni og Sig- rún við nám og vinnu. Það var því mikil öryggistilfinning, sem aldrei verður fullkomlega þökk- uð, að vita til þess að dóttir okkar væri í góðum höndum hjá ömmu sinni og afa. Vil ég nota tækifærið og þakka þá hlýju og umhyggju sem Hulda og Knútur sýndu mér og okkur á þessum árum og öll ár eftir það meðan þau lifðu. Önnur börn okkar, Daði og Andri, sem og börn systkina Sigrúnar, fengu einnig að njóta ríkulegr- ar ástar, umhyggju og hlýju þeirra hjóna. Fæðingarheimili Huldu, Heimabær við Látrabjarg, er í dag griðastaður afkomenda Huldu og Knúts sem og allra annarra afkomenda Kristjáns og Sigríðar. Þar hafa afkom- endur hennar fengið að kynn- ast einstakri náttúru Vestfjarða og þeim heimi sem fylgdi því að alast upp fjarri þéttbýli og munaði í nútímasamfélagi. Hulda og Knútur ferðuðust ekki til útlanda fyrr en þau voru um fimmtugt. Það var því ánægjulegt að geta boðið þeim í heimsókn til Þýskalands, Sviss og Danmerkur meðan við Sigrún bjuggum þar, þó ekki væri nema að gjalda þeim greiðann við einstaka umönnun barna okkar. Vil ég votta aðstandendum Huldu, börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra, sem og eftirlif- andi systkinum, mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning ein- stakrar konu og tengdamóður. Meira: mbl.is/andlat Janus Guðlaugsson. Elsku Hulda amma. Það var sárt að kveðja þig elsku amma, en mér hlýnar um hjartarætur að nú eruð þið Knútur afi loks sameinuð á ný. Þið voruð svo yndisleg saman, svo góð við hvort annað, svo góð við börnin ykkar, tengda- börnin, barnabörnin og barna- barnabörnin. Alltaf til staðar, alltaf tilbúin að hjálpa. Þið gáf- uð mér svo margt en dýrmæt- asta gjöfin voru gildin ykkar, fjölskyldugildin. Fjölskyldan var ávallt í fyrsta sæti. Ég hefði helst viljað stoppa tímann, hafa ykkur áfram á Arnarhrauninu, koma í heim- sókn og njóta samverunnar með ykkur, fá nýbakaðar klein- ur eða góðu rúllutertuna þína amma. En þannig er víst ekki lífið. Það gengur sinn gang og okkur er gefinn mislangur tími á þessari jörð. Ég var ótrúlega lánsöm að hafa fengið góðan tíma með þér. Ég er þakklát fyrir það. Þegar ég hugsa til baka, þá eru svo margar góðar minn- ingar, allar sumarbústaðaferð- irnar í Látrasel, eða á æsku- slóðir þínar vestur að Látrum. Ég minnist einnig með hlýju heimsókn ykkar afa til okkar til Þýskalands, Sviss og Danmerk- ur, þegar við bjuggum þar. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Takk fyrir samverustundirn- ar elsku amma. Þín Lára. Hulda Kristjánsdóttir ✝ Hjörtur Arn-finnsson fæddist í Nes- kaupstað 5. nóv- ember 1936. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 29. október 2019. Hjörtur var sonur hjónanna Arnfinns Ant- oníusarsonar, f. 6.10. 1883, d. 21.6. 1976, og Aldísar Jórunnar Guðnadóttur, f. 25.1. 1900, d. 1.4. 1977. Hjörtur átti sjö systkin. Elstur var Þórður Arnfinnsson, f. 14.4. 1914, d. 13.12. 1966. Þeir voru samfeðra. Alsystkin hans eru Sigurður Anton Arnfinns- son, f. 6.4. 1929, d. 10.3. 2016, Guðrún Kristín Arnfinnsdóttir, f. 18.11. 1930, d. 2.7. 1966, Anton Bjarnar Arnfinnsson, f. 20.4. 1932, Kristrún Bjarnar Arnfinnsdóttir, f. 31.3. 1934, d. 13.11. 2002, Salgerður Arn- finnsdóttir, f. 11.10. 1937 og Hjördís Arnfinnsdóttir, f. 5.3. 1943, d. 2.6. 2014. Hjörtur var gift- ur Guðbjörgu Þórisdóttur, f. 28.8. 1936. Saman eiga þau þrjú börn, þau eru Kristinn, f. 10.10. 1958, giftur Klöru Jónasdóttur, Arn- dís, f. 27.9. 1961, gift Vilhjálmi Skúlasyni, og Sig- þór, f. 14.2. 1968, giftur Heiðlóu Ásvaldsdóttur. Hjörtur og Guðbjörg eiga saman níu barnabörn og tólf barnabarnabörn. Hjörtur var fæddur í Norð- firði, fluttist ungur til Mjóa- fjarðar en kom til baka níu ára gamall. Hann fór snemma á sjóinn og starfaði við sjó- mennsku alla sína starfsævi. Hjörtur og Guðbjörg voru ung þegar þau kynntust og giftu þau sig 24. maí 1958. Þau bjuggu alla sína búskap- artíð í Neskaupstað. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 4. nóvember 2019, klukkan 14. Pabbi fór fjórtán ára gamall að heiman til sjós en sökum mikillar sjóveiki var hann settur í land á Raufarhöfn og vann þar sumarið í síld. Eftir það dvaldi hann eitt ár að Sigurðarstöðum á Melrakka- sléttu. Þrátt fyrir erfiða byrjun á sjó- mennsku starfaði hann alla tíð eft- ir þetta til sjós. Hann sótti sjóinn að heiman framan af sínum sjó- mannsferli eða fram til 1975 en eftir það var hann trillusjómaður og gerði út frá Neskaupstað. Gerði hann út Dröfn NK-31 fram til ársins 1993 en þá sameinuðu hann og Kristinn, sonur hans, út- gerðir sínar og gerðu út Nökkva NK-39 til ársins 2004 en þá hætti hann að vinna vegna veikinda og aldurs. Pabbi var mikill fjölskyldumað- ur og leið aldrei betur en innan um sitt fólk og vildi allt fyrir það gera. Við systkinin og fjölskyldur okkar eigum ótal minningar um skemmtilegar stundir með hon- um. Pabbi sagði að það næsta sem við kæmumst eilífðinni væri að lifa í afkomendum og það mun hann svo sannarlega gera. Á þeim tímamótum sem við stöndum nú á er okkur því þakklæti efst í huga. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Kristinn, Arndís og Sigþór. Við kveðjum elsku afa okkar í hinsta sinn í dag. Með sorg í hjarta og þakklæti fyrir öll okkar ár saman kveðj- umst við í bili en við munum hitt- ast aftur. Það er erfitt að kveðja þá sem skipta mann mestu máli. Afi og amma eru okkar helstu fyrirmyndir en þau hafa deilt 64 góðum árum saman. Milli þeirra hefur alltaf ríkt gagnkvæm ást, virðing og væntumþykja. Þeirra heimili hefur alltaf staðið öllum opið, þar sem mikið er spjallað á meðan amma ber fram pönnukök- ur, kleinur, vínarbrauð og annað góðgæti. Umræðuefnin hafa verið margvísleg í gegnum tíðina, þá sérstaklega þeirra líf saman og af- komendur þeirra. Við erum öll sammála um að okkur langar að eiga það sem þau áttu. Afi hafði þann einstaka hæfi- leika að láta öllum afabörnum líða eins og hvert og eitt væri í sér- stöku uppáhaldi. Hann vildi meina að hvert og eitt okkar væri með eindæmum gott og vel heppnað, enda er minning okkar sú að það var alveg sama hvað við gerðum af okkur, þá var viðkvæði hans alltaf að við værum svo góð börn. Við barnabörnin gátum aldrei gert neitt rangt. Hann hafði alltaf óbilandi trú á okkur í þeim verk- efnum sem við tókum okkur fyrir hendur, sama hversu gáfuleg þau voru. Afi hefur verið okkur einstak- lega góður og hlýr í gegnum árin. Hann var mikill rólyndismaður og skammaði okkur aldrei né hækk- aði róminn. Faðmurinn var alltaf opinn og ekkert var betra en gott knús og klapp frá hans stóru og hlýju hendi. Hann var afinn sem sagði aldr- ei nei við okkur sama hver spurn- ingin var. Hvort sem beðið var um einn krabbapening, snjósleða, skutl í skóla eða bland í poka þá var svarið alltaf já elskan. Á tíma- bili var hann kominn í starf leigu- bílstjóra við að skutla barnabörn- um. Á sama tíma hafði hann óendanlegt vit og visku sem hann var duglegur að deila með okkur – hvort sem við báðum um það eða ekki! Afi sagði alltaf að það næsta sem hægt væri að komast því að vera eilífur væri í gegnum afkom- endurna. Við vitum að afi verður áfram nálægur í kotinu þeirra ömmu og þangað mun okkur áfram þykja best að koma. Trú okkar á að afa líði vel þar sem hann er í dag veitir okkur huggun en það er samt svo sárt að kveðja og fá ekki að hitta hann aftur og vera hjá honum. Takk fyrir allt, elsku afi, við munum alltaf minnast þín með ást og virðingu. Hjörtur, Margrét Ásta, Guðbjörg, Eva Dögg, Skúli, Elísa, Ásvaldur, Freyja Þöll og Arnfinnur. Ljóssins englar Líður þú um loftin blá og leitar heimahögum frá. Þá munu ljóssins englar ávallt fylgja þér. Siglir þú um heimsins höf og hljótir mikla reynslu að gjöf, þá bíða ljóssins englar hvar sem er. Þótt farir þú um fjarlæg lönd og farir langt frá þinni heimaströnd þá munu ljóssins englar ávallt fylgja þér. Í huga þínum ljósin lýsa, landið mun úr hafi rísa. Englarnir þeir eru með þér, þú átt að vita að þeir munu veginn vísa. Ljóssins englar lýsa þér, og leiðin heim svo greiðfær er. Nú munu ljóssins englar alltaf fylgja þér. Já, hvert sem er. (Kristján Hreinsson) Sofðu rótt, elsku langafi. Dagur Þór, Tinna Rut og Almar Gísli. Hjörtur Arnfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.