Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „„HELGI,” SAGÐI HÚN, „ÉG VIL GIFTAST ÞÉR VEGNA PENINGANNA ÞINNA!” OG VIÐ HÖFUM VERIÐ HAMINGJUSÖM SÍÐAN.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú getur ekki hætt að hugsa um hann. VÁ! ÞETTA ER GULBOTNA, BRÚNFLEKKÓTTUR DÝFINGUR! EÐA ÞESSI ER ÞAÐ AÐ MINNSTA KOSTI HELDURÐU AÐ VIÐ SÉUM ORÐNIR OF GAMLIR FYRIR ÞETTA VÍKINGABRÖLT? ÉG ÆTLA AÐ FÁ SVESKJUSAFA! FYRIRGEFÐU! HVAÐ SAGÐIRÐU? EKKERT! ÞEIR ERU NÁNAST ÚTDAUÐIR „FRÁBÆRT, ÞÚ ERT ENN HÉR. ÉG HÉLT AÐ VIÐ HEFÐUM MISST SAMBANDIÐ.” 1960, sjúkraliði. Foreldrar hennar voru hjónin Ingólfur Eyrfeld Guð- jónsson, f. 28.6. 1920, d. 22.10. 2012, vélstjóri, og Ingibjörg Hall- dórsdóttir, f. 8.12. 1926, d. 30.10. 2011, húsmóðir og atvinnurekandi, búsett að Eyri við Ingólfsfjörð, síðar í Kópavogi. Börn Guðmundar og Þórhildar eru: 1) Katrín Ósk, f. 2.4. 1978, við- skiptafræðingur, starfar sem flug- freyja, bús. í Kópavogi. Maki: Jón- as Tryggvason rafvirkjameistari og börn þeirra eru Guðný Ósk, Heiðdís Hrönn, Tryggvi Jóhann og Ingibjörg Anna; 2) Jón, f. 12.12. 1987, ljósmyndari, bús. í Kópavogi. Maki: Ragna Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur á fjármálasviði Alvo- tech, og börn þeirra eru tvíbur- arnir Guðmundur Jóel og Sólberg Elí. Systkini Guðmundar eru Guð- björg Rannveig Jónsdóttir, f. 7.5. 1955, ritari, bús. í Kópavogi, og Hulda Bryndís Jónsdóttir, f. 13.12. 1966, húsmóðir í Bandaríkjunum. Foreldrar Guðmundar eru hjón- in Jón Guðmundsson, f. 14.5. 1935, múrarameistari, og Hulda Bryndís Sigurðardóttir, f. 22.11. 1936, hús- móðir. Þau hafa lengst af verið bú- sett í Kópavogi, en á árunum 1991- 2004 bjuggu þau í Seattle. Guðmundur Jóhann Jónsson Hulda Bryndís Sigurðardóttir húsmóðir í Reykjavík Sigurður Finnbjörnsson múrarameistari í Reykjavík Elísabet Guðný Jóelsdóttir húsmóðir á Hesteyri og Ísafi rði, f. í Miklaholti á Mýrum Finnbjörn Hermannsson kaupmaður á Hesteyri og Ísafi rði, f. á Læk í Sléttuhr. Árni Finnbjörnsson framkvæmdastj. Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Hólmfríður Svava Snorradóttir húsmóðir í Vogsósum og Rvík, úr Flóanum Vilhjálmur K. Ásmundsson bóndi í Vogsósum í Selvogi og verkamaður í Rvík, f. á Apavatni í Grímsnesi Vilhelmína H. Vilhjálmsdóttir húsmóðir og verkakona í Rvík Guðríður Vilhjálmsdóttir húsmóðir í Rvík Hólmfríður Kristjánsdóttir húsmóðir í Rvík Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor og fv. landsliðsmaður í fótbolta María Sigurðardóttir leikstjóri Ríkarður Ríkarðsson framkvæmdastj. Landsvirkjunar Power og ólympíufari í sundi Salmanía Jóhanna Jóhannesdóttir húsmóðir í Reykjavík Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins Sigríður G. Auðunsdóttir húsmóðir á Ísafi rði, frá Svarthamri Jóhannes Jónsson sjómaður á Ísafi rði, frá Skálavík Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir húsmóðir í Reykjavík Guðmundur Jóhann Jónsson stýrimaður í Reykjavík Jakobína S. Guðmundsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. á Grjótnesi á Melrakkasléttu Jón Björnsson kaupmaður í Reykjavík, sonur Björns Kristjánssonar kaupmanns og alþm. Úr frændgarði Guðmundar Jóhanns Jónssonar Jón Guðmundsson múrarameistari í Reykjavík Eftir að Helgi R. Einarsson hafðilesið Vísnahorn á fimmtudag varð til limran „Samson og Óli“: Á stúlkuna Dorrit menn stóla er stormar með hvolpinn um hóla, því meðal vor flóna klókt væri’ að klóna kannski líka hann Óla. Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði og kallar „Samson“: Samson mun gelta og góla og galvaskur skoppa um hóla, hvolpurinn sá með hvítt á tá hann líkist alls ekki Óla. Helgi Ingólfsson heldur áfram: Jú, Samson Sámsson er fjári svipaður, hvolpurinn klári. Rassinn er líkur og rómur ei svíkur. Svo bera þeir hærur í hári. Magnús Halldórsson skrifar: „Kosningalög gera ráð fyrir að for- setaframbjóðandi sé minnst 35 ára gamall, þessu þarf að breyta vegna framfara við erfðatækni“: Þjóðin öll mun tipla’á tám, tryggð er framtíð glæst, við afturgenginn sjáum Sám og síðan Ólaf næst. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir svaraði um hæl og segir að þetta sé ekki um Ólaf Ragnar Grímsson en passi vel við klónunar framtakið. Hundurinn fyrst, maðurinn svo, eft- ir því hver fer heim fyrstur. Hún tók fram að vísan er gamall hús- gangur: Góður er sérhver genginn gæti hann legið kyrr. Ólafur, aftur fenginn, ÓLAFUR, verri en fyrr. Indriði á Skjaldfönn leit öðru vísi á málið: Aðdáun ég enga finn né ást til rakkatetra, en ef hún klónar Ólaf sinn er það miklu betra. Magnús Halldórsson segir að við höldum lengi í forskot okkar á aðr- ar þjóðir heimsins: Lapinn dauði lítt úr skel, lifa gömlu kvæðin. Sámsklónunin sannar vel, séríslensku gæðin. Hafsteinn Reykjalin Jóhannesson yrkir um „Norðurljós“ Nú um miðjan nóvember, nýt ég stjörnugeimsins, er norðurljósin leika sér með litagleði heimsins. Útlendingar ætíð hér undur þessi mynda. Allt sem fyrir augu ber, undir brosið kynda. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Klónun og norðurljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.