Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 HÁDEGISTILBOÐ Fiskur dagsins Ferskur af markaðnum - spy rjið þjóninn kr. 1.990,- Vínarsnitzel Franskar, sveppasósa, hrása lat, sítróna kr. 1.790,- Pasta dagsins Pasta að hætti kokksins - sp yrjið þjóninn kr. 1.690,- Ceasar Salat Kjúklingur, romain salat, bei kon, brauðteningar, parmesan, dressing kr. 1.590,- Súpa dagsins Súpa að hætti kokksins - sp yrjið þjóninn kr. 990,- Vorrúllur Súrsæt sósa og hrísgrjón kr. 1.290,- Brunch Beikon, egg, ristað brauð og amerískar pönnukökur kr. 1.790,- Mánudaga-föstudaga kl. 11.00-14.30 Borðapantanir í síma 562 3232 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, útilokar að fram fari at- kvæðagreiðsla um hvort Skotar skuli öðlast sjálfstæði frá breska konungdæminu meðan hann er við stjórnvölinn. Johnson segir að spurningin um sjálfstæði hafi verið til lykta leidd í þjóðaratkvæði árið 2014 í löglega bindandi atkvæðagreiðslu. Þá hafi það sjónarmið orðið ofan á að kosn- ing af þessu tagi færi í mesta lagi fram á heillar kynslóðar fresti. Nicola Sturgeon, formaður skosku heimastjórnarinnar og leið- togi Skoska þjóðernisflokksins (SNP), segir afstöðu Johnsons ótæka. Ætlar hún að krefjast þess að virkjuð verði sérstök lagaákvæði er gera myndu kosningar í Skot- landi kleifar. Kveðst hún álíta að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins, veiti henni viðkom- andi heimild flytjist hann í Down- ing-stræti 10 eftir þingkosningarnar 12. desember. Í samtali á Sky-stöðinni í gær sagði Johnson alveg ljóst að hann vildi ekki að Skotar fengju annað tækifæri til að kjósa um aðild sína að breska konungdæminu. Heimastjórnin hefur hafið und- irbúning að nýju þjóðaratkvæði sem hún stefnir að eftir um ár. Til þess að kjörið verði lagalega bindandi þarf samþykki bresku stjórnarinnar í London að koma til, en því verður ekki fyrir að fara í stjórnartíð John- sons. Breska yfirkjörstjórnin hefur og sagst þurfa að meta spurninguna sem lögð yrði fyrir kjósendur, jafn- vel þótt hún yrði eins og 2014. „Það vita allir Skotar að kosið verður aft- ur um sjálfstæði. Og vinni SNP þingkosningarnar verða það skýr skilaboð um að við viljum fá að ráða okkur sjálf í stað þess að vera undir Boris Johnson seld,“ sagði Stur- geon. Í orði kveðnu er Verkamanna- flokkurinn andvígur sjálfstæði Skot- lands og hið sama er að segja um Frjálslynda lýðræðisflokkinn. agas@mbl.is Útilokar kosningar um Skotland  Sturgeon segir afstöðu forsætisráðherra Bretlands ótæka Aukinn fjöldi hjólreiðamanna sem bíður bana í umferðinni í New York hefur knúið á um verulegar endur- bætur og uppstokkun í samgöngu- kerfi borgarinnar. Hefur samgönguráði borg- arinnar verið falið að draga upp nýtt umferðarskipulag fyrir árslok 2021 og þar í verði kveðið á um gerð 400 kílómetra af afmörkuðum reiðhjólastígum í borginni fyrir árslok 2026. Að sögn New York Times er þar um 1,7 milljarða doll- ara fjárfestingu að ræða, jafnvirði 210 milljarða króna. Var tillaga um þessar betrum- bætur samþykkt með 37 atkvæðum gegn níu og hjásetu tveggja borgarráðsmanna. Fyrsta ár áætlunarinnar verða 50 km af hjólreiðastígum lagðir og 80 km á ári þau næstu. agas@mbl.is MANHATTAN AFP Bandaríkin Hjólreiðamenn sjást hér í þungri umferð ökutækja á Manhattan. New York henti betur reiðhjólum Fyrsta haustlægðin hrelldi Frakka um helgina er risa- stórar glymjandi hrannir gengu á land. Lömdu þær klettóttar strandir og hávaðarok reif upp tré og sleit raf- línur með þeim afleiðingum að rafmagn fór af heimilum 140.000 manna. Við Atlantshafsströndina mældist vind- hraðinn allt að 163 km/klst. og 121 km/klst. í Bordeaux. Á myndinni brotnar brimaldan á einum af mörgum tign- arlegum vitum undan borginni Porspoder. agas@mbl.is AFP Glymjandi hrannir og stólparok Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Borgaryfirvöld í Dresden í gamla austurhlutanum í Þýskalandi lýstu um helgina yfir svonefndri „nasisma- neyð“ og gáfu þá skýringu að þau ættu í alvarlegum vandamálum vegna hægriöfgamanna. Vöruðu þau við vaxandi stuðningi við hægriöfga- öfl og ofbeldi. Dresden er höfuðstaður Saxlands og hefur löngum verið álitin vígi öfgamanna til hægri. Hún er og fæð- ingarstaður andíslömsku samtak- anna Pegida. Borgin er í hópi borga sem sækjast eftir tignarheitinu Menningarborg Evrópu 2025. Í samþykkt tillögu um svonefnt „Nazinotstand“ vegna vaxandi nas- isma segir að meira þurfi að gera en þar til nú til að kveða nasismann niður. Andstæðingar stjórnarinnar segja hana hins vegar ganga of langt. „„Nazinotstand“ þýðir – eins og á við um loftslagsneyð – að okkur er mikill og alvarlegur vandi á höndum. Borgin á við nasistavanda að glíma. Hinni opnu lýðræðislegu samfélags- gerð er ógnað,“ segir borgarfulltrú- inn Max Aschenbach, sem lagði fram tillöguna um neyðarástand, í samtali við fréttastofuna DPA og BBC. Aschenbach, sem er liðsmaður vinstriflokksins Die Partei, segir nauðsynlegt að taka af skarið og grípa til aðgerða. Hann gagnrýndi stjórnmálamenn fyrir að taka ekki af skarið og stilla sér afdráttarlaust upp gegn hægri öfgaöflunum. „Kraf- an var tilraun til að breyta þessu. Ég vildi líka fá fram með hvers konar fólki ég sit í borgarstjórn Dresden,“ bætti hann við. Tillaga Aschenbachs var sam- þykkt með 39 atkvæðum gegn 29. Meðal þeirra sem henni voru andvíg- ir voru fulltrúar Kristilega demó- krataflokksins (CDU). „Frá okkar sjónarhóli var hér fyrst og fremst um ögrun að ræða,“ segir Jan Don- hauser, leiðtogi CDU í borgarstjórn- inni. „Neyðarástand táknar hrun eða al- varlega ógn við röð og reglu. Og það er ekki gefið að svo sé. Að einblína á hægri öfgamennsku hjálpar okkur ekki að öðlast það sem við þurfum. Við erum varðmenn lýðfrjálslegrar reglu án ofbeldis, alveg sama frá hvorri öfgahliðinni hún kemur,“ sagði Donhauser. Auk CDU lagðist Alternative für Deutschland (AfD) einnig gegn samþykktinni en vinstri- flokkar og frjálslyndir greiddu henni atkvæði. Öfgasjónarmið á uppleið Í samþykktinni segir að gangast verði við því að hægriöfgasjónarmið og -aðgerðir fari vaxandi. Eru borgaryfirvöld hvött til að setja í for- gang aðstoð við fórnarlömb ofbeldis- aðgerða hægriöfgamanna, til að vernda minnihlutahópa, hefja mann- réttindi til vegs og virðingar og styrkja lýðræðið. Eru sagðar áhyggjur af því að vaxandi ólýðræð- isleg hegðun, andstæð fjölhyggju, er gengur út á mismunun og hægriöfgasjónarmið, þar á meðal of- beldisaðgerðir, sé á uppleið í Dres- den. Hvatt er til þess að lýðræðis- menning verði efld í borginni. Í samþykktinni er einnig lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að spyrna fótum við andgyðinglegri háttsemi, kynþáttahatri og hatri á múslimum. Aschenbach segir að samþykkt til- lögu hans staðfesti skuldbindingu borgarstjórnarinnar gagnvart frjálsu og lýðræðislegu samfélagi sem verndi minnihluta og sé af- dráttarlaust andvígt nasisma. Nasískri neyð lýst í Dresden  Borgarstjórnin í Dresden í Þýskalandi segir að gangast verði við því að hún glími í vaxandi mæli við hægriöfgasjónarmið og ofbeldisaðgerðir í borginni AFP Dresden Stuðningsmenn andíslömsku samtakanna Pegida við mótmæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.