Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 1. deild kvenna ÍR – Tindastóll ...................................... 63:64 Hamar – Fjölnir ................................... 62:83 Grindavík b – Keflavík b ...................... 58:74 Staðan: Tindastóll 6 5 1 420:390 10 Keflavík b 5 4 1 371:343 8 Njarðvík 5 3 2 303:290 6 ÍR 5 3 2 319:256 6 Fjölnir 5 2 3 384:347 4 Grindavík b 4 1 3 197:281 2 Hamar 6 0 6 318:405 0 Geysisbikar karla Bikarkeppni KKÍ, 1. umferð: Höttur – Njarðvík ................................ 66:81 Snæfell – Þór Ak................................... 70:92 Skallagrímur – Sindri .......................... 71:80 KR b – Álftanes .................................... 74:97 Reynir S. – ÍA ..................................... 121:82 Þýskaland Alba Berlín – Ulm.............................. 109:89  Martin Hermannsson skoraði 22 stig, tók 1 frákast og átti 4 stoðsendingar á 22 mínútum fyrir Alba Berlín. Spánn San Pablo – Zaragoza......................... 69:78  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig og tók 5 fráköst á 15 mínútum fyrir Zaragoza. B-deild: Leyma Coruna – Oviedo ..................... 78:81  Gunnar Ólafsson skoraði 3 stig, tók 1 frá- kast og átti 1 stoðsendingu fyrir Oviedo. Rússland Khimki Moskva – UNICS Kazan ..... 109:83  Haukur Helgi Pálsson skoraði 10 stig, tók 1 frákast og gaf 2 stoðsendingar á 18 mínútum fyrir UNICS Kazan. Danmörk Bakken Bears – Horsens .................... 80:63  Finnur Freyr Stefánsson þjálfar Hor- sens. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hleðsluhöllin: Selfoss – Stjarnan........ 19.30 Í KVÖLD! Meistaradeild kvenna Rostov-Don – Esbjerg ......................... 34:26  Rut Jónsdóttir var ekki á meðal marka- skorara Esbjerg. Noregur Kolstad – Drammen ............................ 31:21  Óskar Ólafsson skoraði 1 mark fyrir Drammen. Oppsal – Tertnes ................................. 27:30  Thea Imani Sturludóttir skoraði 2 mörk fyrir Oppsal.  Í MOSFELLSBÆ/ Í SAFAMÝRI/Í EYJUM Ívar Benediktsson Guðmundur Tómas Sigfússon Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Hauka, var hetja liðsins þegar hann tryggði liðinu bæði stigin gegn Aft- ureldingu í uppgjöri efstu liða Olís- deildar karla í handknattleik í Mos- fellsbæ í gærkvöldi, 24:23. Hann varði skot úr hægra horni frá Guð- mundi Árna Ólafssyni þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. Nokkr- um andartökum áður hafði boltinn verið dæmdur af Haukum í sókn þegar liðið gat innsiglað sigurinn. Þar með eru Haukar enn ósigraðir á toppnum með 14 stig eftir átta um- ferðir. Leikurinn á Varmá í gær- kvöldi var hnífjafn og spennandi frá upphafi til enda. Sjaldnast munaði nema einu marki á liðunum á annan hvorn veginn. Haukar voru marki yf- ir í hálfleik, 14:13. Leikurinn bar þess nokkur merki að talsvert var undir í honum. Spenn- an skein af leikmönnum liðanna sem gerðu sig á tíðum seka um einföld mistök. Þó tókst hvorugu liði að færa sér þau í nýt. Engu var líkara en leik- menn væru staðráðnir í að haldast nánast í hendur leikinn út. Haukar lentu til að mynda í erfiðleikum eftir ríflega tíu mínútur í síðari hálfleik þegar Adam Haukur Baumruk fékk rautt spjald fyrir leikbrot. Skömmu síðar fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson tvöfaldan brottrekstur. Afturelding- arliðinu tókst ekki að færa sér liðs- muninn í nýt. „Það var vendipunktur fyrir okkur að lifa þennan kafla af. Þegar þessi staða var uppi hefðum við getað misst einbeitinguna og Aft- ureldingarliðið fram úr okkur. En við stóðumst álagið,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Morgunblaðið í leikslok. Vopn slegin úr höndum Fram- ara KA-menn unnu verðskuldað tvö stig úr heimsókn sinni til Framara í Safamýrina á laugardaginn. Þeir börðust frá upphafi til enda leiksins af innlifun og fóru með tveggja marka sigur af hólmi, 27:25, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálf- leik, 14:10. Þar með var endi bundinn á þriggja leikja sigurgöngu Framara þess utan sem KA krækti í sjöunda sæti deildarinnar af Safamýrarliðinu. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku KA-menn frumkvæðið og ekki að sjá að þeir söknuðu stórskyttunnar Tar- iks Kasumovic sem látinn var taka pokann sinn fyrir helgina í sparnað- arskyni. Aðal KA-liðsins í leiknum fyrir utan baráttugleðina var fram- úrskarandi varnarleikur. Framliggj- andi 3/2/1-vörn liðsins sló flest vopn úr höndum Framara. Þegar tíu mín- útur voru til leiksloka var munurinn fimm mörk, 21:16. Framarar léku með sjö manna sóknarlið á lokakafl- anum og síðan maður á mann síðustu mínútuna til þess að freista þess að krækja í a.m.k. annað stigið. Allt kom fyrir ekki. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði flest mörk fyrir Fram, sjö. Áki Eg- ilsnes var markahæstur í KA-liðinu. Hann skoraði einnig sjö sinnum. Jov- an Kukobat varði 13 skot að baki KA-vörninni, þar af mörg mikilvæg úr opnum færum á lokakafla leiksins. Magnaður sigur Fjölnis í Eyjum Fjölnismenn sóttu tvö stig til Vest- mannaeyja með frábærum 30:29- sigri. Fjölnir leiddi lengi vel áður en Eyjamenn tóku forystuna þegar lítið var eftir, en gestirnir úr Grafarvogi áttu frábæran kafla undir lokin þar sem liðið skoraði fimm mörk á móti einungis einu marki gestanna. Það lagði grunninn að sigrinum en tæp- ara mátti það þó ekki standa þar sem Gabríel Martinez skaut í stöngina á lokasekúndu leiksins. Fjölnir vann sér sæti í Olís- deildinni á síðustu leiktíð á mettíma en liðið rúllaði algjörlega yfir Grill 66-deildina. Ákveðið var að fara með sama leikmannahóp inn í Olís- deildina en einn besti leikmaður liðs- ins meiddist og hefur lítið leikið á tímabilinu, Hafsteinn Óli Berg Ram- os Rocha. Sigurinn er stór fyrir Fjölni en Eyjamenn hafa verið eitt sterkasta lið landsins undanfarin sex ár eða allt frá því að liðið vann sér sæti í efstu deild 2013. Margir skemmtilegir leikmenn eru í Fjölnisliðinu en Breki Dagsson hefur oftast stolið fyrirsögnunum, ásamt Bergi Elí Rúnarssyni, en þeir áttu báðir góðan leik gegn ÍBV. Brynjar Óli Kristjánsson átti virki- lega góðan leik en vel gekk að búa til stöðuna einn á móti einum fyrir Brynjar og hann fór oft illa með varnarmenn ÍBV. Hann var einnig mjög góður að finna réttu send- inguna, skapaði níu færi fyrir félaga sína og leysti stöðuna fyrir utan hægra megin vel. Eyjamenn þurfa að líta aðeins í eigin barm og skoða hvernig þeir mættu í leikinn. Fannar Frið- geirsson hafði orð á því í viðtali eftir leik að það væri lélegt af hálfu liðsins hvernig þeir mættu til leiks. Liðið hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð í deildinni eftir að hafa ekki tap- að í 11 mánuði í deildinni, heima, þar á undan.  Valur vann annan sigur sinn í röð þegar liðið lagði ÍR að velli, 23:20, og FH hélt sér við toppinn með 29:27-sigri á HK. Grétar Ari kom Haukum á toppinn á elleftu stundu  Vart mátti á milli sjá í Mosfellsbæ  Ævintýri hjá Fjölni  Mikilvægur sigur KA Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrirliðinn Tjörvi Þorgeirsson lyftir sér upp og undirbýr skot í sigrinum gegn Aftureldingu í gærkvöldi. Varmá, Olísdeild karla í handknatt- leik, sunnudaginn 3. nóvember 2019. Gangur leiksins: 3:1, 5:4, 7:7, 8:10, 11:11, 13:14, 15:15, 17:16, 19:18, 20:20, 22:21, 23:24. Mörk Aftureldingar: Guðmundur Árni Ólafsson 7/3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Júlíus Þórir Stef- ánsson 3, Birkir Benediktsson 3, Karolis Stropus 2, Sveinn José Ri- vera 2, Gunnar Kristinn Þórsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1. Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 8. AFTURELDING – HAUKAR 23:24 Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Hauka: Atli Már Báruson 7, Adam Haukur Baumruk 4, Vignir Svavarsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2/1, Halldór Ingi Jónasson 2, Heimir Óli Heimis- son 2, Einar Pétur Pétursson 2. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 13/1, Andri Sigmarsson Scheving 2/1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Áhorfendur: 580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.