Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Kólumbíska myndlistarkonan Doris Salcedo hlaut fyrir helgi Nomura-myndlistarverðlaunin, en þeim fylgir ein milljón doll- ara í verðlaunafé, jafnvirði um 126 milljóna króna. Er það hæsta verðlaunaupphæð sem veitt er fyrir myndlist í heim- inum. Í verkum sínum hefur Sal- cedo fjallað um afleiðingar átaka milli ríkisstjórnar og uppreisnarmanna í heimalandi sínu og er hún einn þekktasti og virtasti listamaður Kólumb- íu. Í verki sínu „Fragmentos“ tók hún þátt í afvopnunarferli Farc-skæruliðasamtakanna í Kólumbíu árið 2016 þegar samið var um vopnahlé eftir fimm áratuga langa borgara- styrjöld. Vopnin sem skæru- liðarnir afhentu lét Salcedo bræða niður, bjó til flísar úr þeim sem voru svo lagðar í sýningarrými í borginni Bogotá. Salcedo hlaut Nomura-verðlaunin AFP Virt Doris Salcedo nýtur mikillar virð- ingar innan myndlistarheimsins. Bókaforlagið Sæmundur gefur út talsvert af nýjum bókum fyrir jólin í bland við endurútgefur og höfund- arnir eru líka úr ýmsum áttum. Meðal útgáfubókanna eru tvær sem kalla mætti íslenska klassík. Þar er annars vegar Ævisaga Sig- urðar Ingjaldssonar frá Balaskarði (1845-1933), vesturfara sem lýsir ævintýralegu lífshlaupi sínu af bernsku og lítillæti. Hin bókin er Draumadagbók Sæmundar Hólm. Már Jónsson prófessor ritstýrði bókinni og ritar um höfundinn, sem var 18. aldar prestur og myndlistar- maður. Aðfaraorð eru eftir Sjón. Magnús Þór Jónsson, Megas, leitar svo að söguefni aftur í aldir í bókinni Björn og Sveinn, sem gefin er út að nýju, en hún kom út í takmörkuðu upplagi 1994. Í Helga sögu rekur Auður Styrk- ársdóttir ævi og ættarsögu bróður síns sem frá unga aldri hefur liðið fyrir geðræna erfiðleika. Sólstafir í suðurhlíðum heitir minningabók Sváfnis Sveinbjarn- arsonar, bónda og prests á Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Í bókinni lýsir Sváfnir lífi íslenskra sveitamanna á 20. öld. Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú heitir bók sem hefur að geyma samtöl Hildar Há- konardóttur, rithöfundar og lista- konu, við biskupsfrúvur Skálholts- staðar allt frá siðbreytingu til loka 17. aldar. Af nýjum íslenskum skáldverkum má fyrst nefna sögulega skáldsögu Skúla Thoroddsen sem hann nefnir Ínu og snýst meðal annars um slysið í Öskju sumarið 1907. Arngrímur Vídalín sendir frá sér bókina Grá- skinnu og Þórdís Þúfa Björnsdóttir bókina Sólmund- ur. Veikinda- dagar eftir Hlyn Grímsson lækni er tilvistarsaga þar sem fléttað er saman bundnu og óbundnu máli. Sakamálasagan Þögla barnið eftir Guðmund S. Brynjólfsson djákna er nýkomin út og skammt er einnig síðan skáldsag- an Nikki kúr eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson kom út. Undanfarin ár hefur Sæmundur gefið út bækur Kims Leine og nú kemur út skáldsagan Rauður mað- ur, svartur maður þar sem sögusvið- ið er Grænland á tímum norska prestsins Hans Egede. Önnur þýdd skáldsaga er Bjargfæri eftir argent- ínska höfundinn Samönthy Schwe- blin. Jón Hallur Stefánsson þýddi báðar bækurnar. Til viðbótar við ofangreindar endurútgáfur Sæmundar má nefna að Maríumynd Guðmundar Steinssonar kem- ur út, einnig Svo skal dansa eftir Bjarna Harðar- son, Galdra- Manga eftir Tap- io Koivukari, Konan í dalnum og dæturnar sjö eftir Guðmund G. Hagalín og lestrarkennslubókin Gagn og gaman II. Dyr opnast heitir nýjasta bók Hermanns Stefánssonar sem út kom í sumar og hefur að geyma smásögur og prósa. Í nýrri bók Þóru Jónsdóttur skáldkonu sem heitir Sólardans- inn eru á ferðinni 60 örsögur. Þá hafa örsögur Guðjóns Ragnars Jónassonar frá 2018 um líf sam- kynhneigðra í Reykjavík nú verið endurútgefnar á ensku undir heitinu Little Gay Reykjavík. Sæmundur gefur að þessu sinni út níu ljóðabækur og hafa þær aldr- ei verið fleiri hjá útgáfunni á einu útgáfuári. Danska verðlaunaskáld- konan Pia Tafdrup birtist íslenskum lesendum í bókinni Úrval ljóða 1982- 2012 sem Sigríður Helga Sverris- dóttir þýðir. Sigurður Ingólfsson ljóðskáld sendir frá sér sína níundu bók, sem heitir Í orðamó. Ljóðabók- in Edda eftir Hörpu Rún Kristjáns- dóttur í Hólum á Rangárvöllum fjallar um fortíð, framtíð og allt þar á milli í lífferli manneskjunnar. Fugl-blubl eftir Steinunni A. Stefánsdóttur, ljóðskáld og selló- leikara, er önnur bók höfundar. Það- an er enginn er eftir Hrafn Andrés Harðarson, bókavörð og ljóðskáld. Tásurnar er ljóðabók eftir samnefndan ljóðahóp en hann skipa ljóðskáldin Ágúst Ásgeirs- son, Jóhann G. Thorarensen og Jóna Guðbjörg Torfadóttir. Í Enn af kerskni og heimsósóma eftir Helga Ing- ólfsson rithöfund er skopast að dæg- urmálum en alvarlegri tónn sleginn inn á milli. Bók Gunnars Straumland myndlistarmanns Höfuðstaf prýða myndlistarverk höfundar, en þetta er fyrsta bók Gunnars. Síðust í röð ljóða- bóka Sæmunda er svo Jósefínu- bók eftir læðuna Jósefínu Meulengracht Dietrich sem býr á Akra- nesi. Sæmundur gefur einnig út barnabækur. Val- ur eignast systk- ini er bók um þær spurningar sem vakna hjá smá- fólkinu þegar barn með skarð í vör fæðist. Höf- undur er Helga Sigfúsdóttir en myndir eru eftir Jóhönnu Þorleifs- dóttur. Róta rótlausa er barnabók fyrir yngstu kynslóðina um rótlausa moldvörpu sem leitar að friði og hamingju. Höfundur er Ólöf Vala Ingvarsdóttir. Sólskin með van- illubragði eftir Guðríði Baldvins- dóttur bónda í Kelduhverfinu segir svo frá ellefu ára stelpuskotti sem býr hjá ömmu sinni í sveitinni. Tvær bækur fjalla um búfén- að. Fyrir stuttu kom út bókin Kindasögur eftir þá Guðjón Ragn- ar Jónasson og Aðalstein Ey- þórsson og væntanleg er Auðhumla eftir Þórð Tómasson í Skógum, sem hefur að geyma heildstæða sam- antekt um siði og sögu naut- griparæktar á Íslandi. arnim@mbl.is Fjölbreytt útgáfa Sæmundar  Fjörutíu og tvær bækur koma út á árinu sem er metútgáfa hjá forlaginu Magnús Þór Jónsson Hrafn Andrés Harðarson Hermann Stefánsson Harpa Rún Kristjánsdóttir JósefínaM. Dietrich Steinunn A. Stefánsdóttir Þórður Tómasson Hildur Hákonardóttir Guðrún Eva hefur í gegnumtíðina hlotið mikið lof bæðisem skáldsagna- og smá-sagnahöfundur, en í nýj- asta verki sínu, Aðferðum til að lifa af, blandar hún saman smá- og skáldsagnastíl með góðum árangri. Í skáldsögunni segir af fjórum manneskjum sem eiga það eitt sameiginlegt að lífið hefur leitt þær á Laugarvatn. Þar kynnist lesandinn fyrst hinni sextán ára gömlu Hönnu, sem nauðug viljug býr í sumarbú- stað vinafólks móður sinnar skammt frá Laugarvatni, að því er virðist vegna enn eins misheppnaðs ást- arsambands móðurinnar. Hanna glímir við átröskun ofan á hefðbund- in unglingavandamál en reynir að gera gott úr þessum vonandi tíma- bundnu aðstæðum sínum. Á göngu um sumarbústaðahverfið eitt kvöld- ið rekst hún á þrekvaxinn mann með hund. Í næsta kafla komast lesendur að því að þarna er um að ræða Árna, ungan mann sem ákvað að drýgja örorkulífeyrinn með því að flytja frá höfuðborginni og kaupa sér hús á Laugarvatni, já og hund til þess að draga hann út að ganga og teygja þannig vonandi á lífi hans, sem er ógnað af lífsstílssjúkdómi. Árni fær gefins hjól frá nærgöngulum ná- granna og þegar hann er að huga að því úti á stétt kemur forvitinn ellefu ára drengur, sem Árni sér strax að á bágt og býður þúsundkall fyrir að pumpa lofti í dekkin. Þegar kemur í ljós að drengurinn kann ekki að hjóla einsetur Árni sér að kenna honum það og gefur honum loks hjólið, þótt það sé aðeins of stórt. Aron er himin- lifandi yfir nýja hjólinu og nýjum hæfileika sínum og steingleymir sér á fljúgandi ferð í grenjandi rigningu allt þar til hann flýgur á hausinn ofan í skurð. Þar kemur húsfreyja á bóndabæ til aðstoðar, en hún baðar Aron og gef- ur honum hrein föt áður en hún keyrir hann heim til móður hans, sem á í fullu fangi með að hugsa um sjálfa sig. Ekkjunni Borghildi, sem rekur gistiheimili á bóndabænum sínum utan við Laugarvatn, verður þannig strax umhugað um velferð Arons og á raunar eftir að spila mun stærra hlutverk í lífi hans en hún gerir sér grein fyrir á þessari stundu. Guðrún Eva hefur góða innsýn í mannlegt eðli og mannleg samskipti og hversu margslungin þau geta verið og kemur því fagmannlega frá sér á prenti. Eftir nokkurra ára hlé gaf hún út smásagnasafnið Ástin, Texas á síðasta ári og hlaut mikið lof fyrir og er ekki ólíklegt að Aðferðir til að lifa af muni njóta svipaðra vin- sælda. Í Aðferðum til að lifa af fá les- endur innsýn í margslungið líf manneskjanna, sem hver og ein hef- ur tileinkað sér sína aðferð til að lifa af, en hikar ekki við að rétta öðrum hjálparhönd, þó þær eigi fullt í fangi í sínum eigin innri baráttum. En þannig eru þær fyrir suma, aðferð- irnar til að lifa af: að hjálpa öðrum til þess að hjálpa sér sjálfum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Innsýn Guðrún Eva hefur góða innsýn í mannlegt eðli, að mati rýnis. Að hjálpa öðrum til að hjálpa sér sjálfum Skáldsaga Aðferðir til að lifa af bbbbn Eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Bjartur, 2019. 166 bls. Innbundin. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.