Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Sturle Dagsland er tónlistardúó frá Noregi sem samanstendur af bræðr- unum Sturle og Sjur Dagsland. Dúóið kemur fram á Iceland Airwaves hátíð- inni í nóvember og spilar í Hressing- arskálanum föstudaginn 8. nóvember auk annarra viðburða. „Við leikum á alls kyns ólík hljóð- færi sem koma hvaðanæva úr heim- inum. Við spilum á hörpu, mismun- andi ásláttarhljóðfæri, flautur og trompet og blöndum því saman við raftónlist,“ segir Sturle Dagsland, söngvari og titilmeðlimur dúósins. „Ég nota margar ólíkar raddbeit- ingar, barkasöng og joik, ásamt því að nota popptónlist og rapp. Þetta er mjög áhrifaríkur og kraftmikill hljóm- ur.“ Líf Sturle hefur snúist um tónlist síðan hann kláraði menntaskóla en hann og bróðir hans hafa spilað sam- an í um það bil átta ár. Fengið hráka í andlitið „Fjölskyldan mín er samísk og því komin af frumbyggjum í Noregi. Joik hefur því fylgt mér í langan tíma og ég vildi nota þann hluta af mér,“ segir Sturle, en joik kemur frá Sömum og má líkja við söng frumbyggja í Am- eríku. „Barkasöngurinn kom sem náttúrulegt framhald af því og af því að ég vil uppgötva alls kyns ólíkar teg- undir af tónlist frumbyggja; reyna að kanna alls kyns ólíkar leiðir til að tjá mig í gegnum tónlist. Ég reyni alltaf að finna nýjar leiðir til að nálgast tón- list og þróa á nútímalegan hátt.“ Sturle segir aðra tónlistarmenn nýta sér joik og barkasöng til að gera popptónlist en enginn á sama hátt og þeir bræður. „Tónlist okkar fer yfir mjög breitt svið. Það er sjaldan eitt- hvað eitt í gangi í hverju lagi heldur flökkum við oft á milli ólíkra tilfinn- inga í miðju lagi. Vel getur verið að við förum úr gleði og svo skyndilega yfir í villt öskur, barkasöng og dansa og svo yfir í eitthvað annað. Svo þetta er mjög framsækin leið til að nálgast tónlist.“ Sturle segist tjá ýmsar tilfinningar með tónlist sinni. „Það er mikilvægt fyrir mér að tjá ekki aðeins eitt atriði svo að þetta snýst ekki um einhver ákveðin skilaboð því þetta er svo vítt svið hljóða og hljóðheima. Fyrir mitt leyti er undir hlustandanum komið að túlka tónlistina,“ segir Sturle, en þeir bræður fá alla flóru viðbragða frá fólki á tónleikum þeirra. „Fólk grætur, öskrar, brosir og hlær. Það hefur meira að segja gerst að fólk hrækir í andlitið á mér og kall- ar mig „fagga“ því tónlistin reitir það svo til reiði. Oftast er umhverfið þó jákvætt en tónlistin okkar kallar fram mjög sterkar tilfinningar hjá fólki.“ Ísland eins og að vera heima Þegar dúóið kemur fram fer eftir aðstæðum hvort þeir bræður eru tveir á sviði eða fleiri með þeim. „Á Íslandi verðum við tveir og þannig komum við vanalega fram. Ég ein- beiti mér aðallega að söngnum en spila einnig á fjölda hljóðfæra; hand- trommur, flautur og þar fram eftir götunum. Bróðir minn notar ýmis rafhljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og trompet. Þetta er mjög villt og skemmtileg blanda af mismunandi hlutum,“ segir Sturle. „Við reynum að nota það sem við getum borið og komið í flugvélina á leiðinni til lands- ins.“ Sturle og Sjur hafa komið hingað til lands áður; þeir léku meðal annars á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni árið 2015 og hafa komið fram á „off- venue“ stöðum Iceland Airwaves en þetta er í fyrsta sinn sem þeir spila á formlegum hluta hátíðarinnar. „Ís- land er frábær staður og í raun mjög svipaður staðnum sem ég bý á, Stav- anger í Noregi. Að ganga um í Reykjavík er eins og að ganga um heima hjá mér, eini munurinn er eld- fjöllin,“ segir Sturle og hlær. Hann segist vera með hugann við tónleikana en ætlar sér að borða ákveðna tegund súkkulaðis með lakkrís þegar hann kemur til lands- ins. Blaðamaður gat þó ómögulega áttað sig á því hvaða tegund af súkk- ulaði Sturle átti við þegar hann lýsti henni fyrir honum. Bannað að „crowd surfa“ Dúóið hefur spilað um allan heim síðustu árin. Þeir fóru um Norður- Ameríku árið 2015 en nú í haust fóru þeir í tónleikaferðalag um Kína, spiluðu meðal annars á stórri tón- leikahátíð í Sjanghæ. „Við vorum í Kína í tvær vikur, sem var í fyrsta skiptið sem við förum þangað,“ segir Sturle. „Það var mjög spennandi og frábrugðið því sem við eigum að venj- ast. Í Sjanghæ gengu tónleikarnir vel en tónleikahaldararnir voru mjög hræddir um að lögreglan myndi koma og loka hátíðinni því áhorf- endur voru með svo mikil læti.“ Sturle er vanur að henda sér út í áhorfendaskarann þegar hann spilar og láta áhorfendur bera sig um; „crowd surfing“ kallast það upp á enskuna. „Ég hafði gert það á tón- leikum snemma á ferðalaginu um Kína og myndband af því fór eins og eldur um sinu um netheima. Svo var umboðsmaðurinn okkar skyndilega kominn með 10 ósvöruð símtöl frá einum tónleikahaldaranum sem sagði að ég ætti alls ekki að gera þetta,“ segir Sturle Dagsland og skellir upp úr. Óvenjulegur Sturle Dagsland fer ótroðnar slóðir i nálgun sinni á tónlistinni og fer yfir breitt svið. Kalla fram sterkar tilfinningar  Dúóið Sturle Dagsland spilar á Iceland Airwaves í ár  Blanda af barkasöng, joiki, raftónlist, alls kyns hljóðfærum, poppi, rappi og jafnvel öskri  Finna nýjar leiðir til að nálgast tónlist Fæðing nútímaskúlptúrsins nefnist umfangsmikil sýning sem opnuð hef- ur verið í Gallerie d’Italie við Scala- torg í Mílanó. Þar getur að líta meira en 150 verk eftir tvo fremstu höggmyndara Evrópu í byrjun 19. aldar sem nefndir hafa verið feður nútímaskúlptúrsins. Þetta eru ítalski listamaðurinn Antonio Canova (1757-1822) og íslensk-danski lista- maðurinn Bertel Thorvaldsen (1770- 1844), sonur Gottskálks Þorvalds- sonar myndskera úr Skagafirði og Karenar Dagnes frá vesturströnd Jótlands. Sýningin stendur til 15. mars 2020, en á næsta ári verða liðin 250 ár frá fæðingu Thorvaldsen. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Egilssyni, fyrrverandi sendiherra Ís- lands í Danmörku, sem staddur var við opnun sýningarinar, eru Thor- valdsenssafnið í Kaupmannahöfn og Hermitage-listasafnið í Skt. Péturs- borg meðal þeirra sem lánað hafa verk til sýningarinnar. Samhliða sýningunni kom út um 400 blaðsíðna sýningarrit með ríku- legu myndefni og greinum um lista- mennina og verk þeirra. Ritstjórar eru listfræðingarnir Stefano Grand- esso og Fernando Mazzocca, sem einnig sáu um uppsetningu sýningarinnar. Í einum hliðarsala er ferill listamannanna rakinn á vegg og sýnd stutt kvikmynd um ólíkt vinnulag þeirra. Kemur þar fram að um 200 höggmyndanemar hafi á því 40 ára skeiði sem Thorvaldsen bjó í Róm unnið og þroskast í listinni und- ir handleiðslu hans. Ljósmynd/Ólafur Egilsson Gyðjur Gyðjurnar þrjár í útfærslu hvors listamanns um sig eru í miðjum salnum, Canova til vinstri og Thorvaldsen til hægri. Lengst til vinstri sést svo Dansmærin eftir Thorvaldsen. Meira en 150 verk eru á sýningunni. Thorvaldsen í Mílanó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.