Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið til afgreiðslu umsókn Seðlabanka Íslands um hækkun hússins á lóð nr. 1 við Kalkofnsveg að hluta til um tvær hæðir, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. Fram kemur í greinargerð Arkþings að sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeft- irlitsins hafi verið samþykkt á Alþingi. Fyr- irhugað sé að sameina starfsemina undir eitt þak í núverandi hús Seðlabankans. Starfsfólki í húsinu muni fjölga um u.þ.b. 40% og sé ljóst að stækka þarf húsið til að rúma starfsemina. Því sé leitað viðbragða skipulagsyfirvalda með fyrirspurn þessari við þeirri hugmynd að hækka hluta hússins um tvær hæðir. Að mati tillöguhöfunda beri húsið vel þessa breytingu sem og nánasta umhverfi. Upprunalegir hönn- uðir hússins, þeir Guðmundur Kr. Guðmunds- son og Ólafur Sigurðsson (stofnendur Ark- þings), hafi upplýst að til hafi staðið húsið yrði tveimur hæðum hærra, en það svo lækkað síð- ar í hönnunarferlinu. Húsið áfram kennileiti í miðbænum „Meðfylgjandi samsettar ljósmyndir sýna að okkar mati að húsið og umhverfið beri þessa breytingu vel og einnig sýnir meðfylgj- andi skuggavarp að skuggaáhrif eru óveruleg. Mikil uppbygging á sér nú stað á hafnarbakk- anum og teljum við að Seðlabankahúsið muni samsvara sér vel eftir breytingu sem þátttak- andi í hinni nýju götumynd og um leið ákveðið kennileiti í bænum,“ segir í greinargerðinni. Hús Seðlabanka Íslands við Arnarhól er eitt af helstu kennileitum í hjarta Reykjavíkur. Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, lagði hornstein að húsi Seðlabankans 6. maí 1986, að því er fram kemur í grein á heimasíðu bank- ans. Seðlabankinn flutti starfsemi sína í húsið árið 1987, en fram til þess tíma var bankinn í sambýli með Landsbankanum í þremur húsum við Austurstræti og Hafnarstræti. Segja megi að byggingin við Arnarhól sé að mestum hluta sérhönnuð með þarfir Seðlabankans og skyldr- ar starfsemi í huga. Gólfflötur hússins er ríf- lega 13 þúsund fermetrar. Byggingin skiptist í aðalhús, fimm hæðir við Arnarhól, en sex við Skúlagötu og Kalkofnsveg, og lágbyggingu sem er tvær til þrjár hæðir. Kjallari er undir allri byggingunni, niðurgrafinn að fullu. Vegna útlits hússins var fljótlega byrjað að kalla það Svörtuloft manna á meðal. „Arkitektar hússins eru þeir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson. Með veggjum sem snúa að Kalkofnsvegi kalla þeir fram ímynd virkis, en fyrst og fremst er litið til þess að byggt sé til langs tíma; um er að ræða trausta og viðhaldslitla nútímabyggingu. Hún er að hluta klædd með áli og er ein fyrsta bygging af því tagi hér á landi. Á útveggjum lágbyggingar og súlum hábyggingar er gabbrósteinn úr Hoffelli í Hornafirði.“ Bygging Seðlabankahússins átti sér langan aðdraganda. Sambúðin með Landsbankanum varði hátt á þriðja áratug. Árið 1978 keypti bankinn lítið hús á stórri lóð við Einholt 4 í Reykjavík til að sameina geymslurými sem var á þremur stöðum í borginni. Þar var byggt þriggja hæða hús sem er um 2.000 fermetrar að stærð. Í þessu húsi er nú mestur hluti af skjala- og bókasafni bankans ásamt gögnum úr Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns, geymslurými og bifreiðageymsla. Eignaðist lóð Sænska frystihússins Árið 1981 komst skriður á byggingarmál bankans með samningi við Reykjavíkurborg um makaskipti á lóð sem bankinn átti við Sölv- hólsgötu og lóð Sænska frystihússins við norð- anverðan Arnarhól. Sænska frystihúsið var fyrsta frystihúsið á Íslandi sem var sér- staklega byggt sem slíkt, og þegar húsið var reist var það stærsta hús á landinu. Húsið tók í fyrsta sinn á móti fiski til frystingar þann 18. febrúar 1930. Þegar best lét unnu þar 150 manns. Nafnið fékk það af því að húsið stóð áð- ur í Gautaborg í Svíþjóð. Það var rifið og við- urinn fluttur til Íslands. Í byrjun árs 1982 samþykkti byggingar- nefnd borgarinnar teikningar nýs bankahúss, og framkvæmdir hófust. Risgjöld voru haldin í júlí 1984, og var þá tekið til við að einangra húsið að utan og klæða. Á byggingartíma efndu Reykjavíkurborg og Seðlabankinn til hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls, borginni til prýði og fyrsta landnámsmanninum til heið- urs, segir í greininni. Reiknistofa bankanna hefur haft aðstöðu í húsinu og enn fremur höfðu Þjóðhagsstofnun og Iðnþróunarsjóður þar aðstöðu um tíma. Fyrir og eftir Kalkofnsvegur 1 fyrir og eftir breytinguna. Í dag er bygging Seðlabankans jafn há Center Hotel Arnarhvoli. Eftir stækkun mun hún standa vel undir viðurnefninu „Svörtuloft“. Tölvumyndir/Arkþing „Svörtuloft“ hækka um tvær hæðir  Seðlabankinn vill byggja ofan á Kalkofnsveg 1  Starfsfólki í húsinu mun fjölga um u.þ.b. 40% með sameiningunni við Fjármálaeftirlitið  Fyrirhugað er að sameina starfsemina undir eitt þak Sænska frystihúsið Hér er unnið að niðurrifi Sænska frystihússins með stórvirkum vélum árið 1981. Hús Seðlabankans reis síðar á lóðinni. Bankinn eignaðist hana í makaskiptum við borgina. Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.