Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 17
prýðilegan kerfiskarl. Ekki varð af því, en hæfileikinn til að hafa til- tækar í röð og reglu þær stað- reyndir sem eru nauðsynleg við- spyrna ef stefnt er að háleitum markmiðum eða leitað að nýjum skilningi reyndist Gunnari nota- drjúgur og átti vafalaust sinn þátt í miklum afköstum hans við rit- störf. Gunnar var alla tíð vinnuþjark- ur, en hann kvartaði aldrei þótt hann væri tafinn með félagsmála- stússi eða samtölum um sameig- inleg áhugamál, hvort sem þau voru af sviði þjóðmála, fræða eða lista. Á ótalmörgu hafði hann áhuga, sannarlega enginn fagid- jót. Marga ferð átti ég yfir gang- inn á fjórðu hæð í Árnagarði til að tefja fyrir Gunnari og rökræða við hann um áhugamál okkar. Her- bergið hans skar sig reyndar dálít- ið úr vinnustöðvum okkar hinna karlanna, þar voru bæði blóm í krukkum og barnslegar myndir á veggjum. Þar birtist hlið á honum sem ekki blasti við þeim sem ekki þekktu hann af öðru en opinberum umræðum, þar sem hann var æv- inlega rökfastur og rökfimur og sú gamansemi sem hann brá fyrir sig heldur þurr. Í einkalífi og samtöl- um við kunningja sína var hann hið mesta ljúfmenni. Ekki þarf að fjölyrða um afköst Gunnars í fræðistörfum og ágæti ritsmíða hans, en þær einkenndust af næmri tilfinningu fyrir því að allt hangir saman í samfélagi og menningu, allt er hvað öðru háð. Þannig gafst honum tækifæri til að láta áhuga sinn á bókmenntum og næman skilning auðga rit um aðra þætti sögunnar. Vil ég þar sérstaklega nefna grundvallarrit hans um Goðamenningu og bókina um Ástarsögu Íslendinga að fornu. Ekki er hægt að kveðja Gunnar án þess að minnast á Silju. Harla ólík virtust þau í tilhugalífi á náms- árunum, hlédrægur sveitamaður og kát og fjörug Reykjavíkurmær. En að einmitt þau skyldu veljast saman var gæfa beggja. Einhvern tíma fyrir löngu töl- uðum við Gunnar saman um Hall- grím Pétursson og vorum sam- mála um snilld fyrstu vísunnar í andlátssálmi skáldsins um blómstrið eina, sem „ ... á snöggu augabragði/ afskorið verður fljótt,/ lit og blöð niður lagði/ líf mannlegt endar skjótt.“ Þar er hnitmiðuð og svöl mynd af því sem bíður okkar allra, öldungis laus við tilfinninga- semi. Ég trúi því að minn góði vinur hafi verið sáttur við að enda lífið svo skjótt sem raun bar vitni, þótt hans nánustu og okkur ótal mörg- um öðrum hafi þótt það vera alltof fljótt. Við Unnur sendum Silju og allri fjölskyldunni einlægar samúðar- kveðjur. Vésteinn Ólason. Látinn er í Reykjavík Gunnar Karlsson, fyrrverandi prófessor í sagnfræði. Kynni okkar hófust haustið 1962 þegar við settumst báðir í deild íslenskra fræða við Háskóla Íslands, og við urðum samstiga í gegnum deildina í átta ár, til prófloka 1970. Gunnar var stúdent frá Laugarvatni, og í deildinni með okkur voru fleiri snjallir menn úr þeim skóla, má þar nefna Kristin Kristmundsson (látinn), Véstein Ólason og Svavar Sigmundsson. Í deildinni um þetta leyti var allsterkur hópur annarra manna og kvenna, með mér að norðan komu t.d. Einar G. Péturs- son, Hjörtur Pálsson og Brynjúlf- ur Sæmundsson, frá Reykjavík voru þarna t.d. Böðvar Guð- mundsson, Þorleifur Hauksson, Helga Kress, Guðrún Kvaran, Ólafur Oddsson (látinn), Kristín Arnalds og Jónas Finnbogason (látinn). Árum saman sat þetta fólk saman í tímum hjá prófess- orum eins og Þórhalli Vilmundar- syni, Steingrími J. Þorsteinssyni og Hreini Benediktssyni. Þessi hópur þótti standa þétt saman og Gunnar var í forystu vegna yfirburða gáfna og andlegs atgervis. Hann var með pottþétt minni og sérlega ritfær. Um hann gekk e.k. goðsögn, á þá leið að hann hefði bjargað heilum bekk á Laugarvatni í gegnum próf, lík- lega í stærðfræði, reyndar átti að hafa verið um vægt svindl að ræða en ráð Gunnars dugðu svo vel að ekkert komst upp. Hann þótti vit- ur sem Njáll. Hópurinn í íslenskum fræðum sem um ræðir, var talsvert póli- tískt þenkjandi, og flestir á vinstri vængnum, m.a. Gunnar. Við hin vildum setja hann til forystu og þá í Stúdentaráð, en þegar til kom hafnaði hann því, vildi fremur sinna náminu af fullum þunga, sem hann gerði vissulega. Náms- dvalir hans erlendis báru þessu vitni. Báðir sóttum við um skeið nám í bókasafnsfræðum hjá Birni Sigfússyni háskólabókaverði, og var við lok þess farið í minnis- stæða ferð austur í Biskupstung- ur, sem var heimasveit Gunnars og Páls Skúlasonar lögfræðings sem með var í för. Einkunnir Gunnars voru ætíð þær hæstu sem þekktust, ekki þýddi að reyna að keppa við hann, hann var nánast jafnvígur á málfræði, bókmennta- sögu og sögu Íslands, en valdi síð- astnefnda efnið sem aðalgrein sína. Við Gunnar bjuggum báðir á stúdentagörðunum æðilengi og vorum um tíma í mötuneyti saman úti í bæ. Hann var ætíð hinn besti félagi og gott til hans að leita. Hann var að mörgu leyti alvöru- gefinn en leit aldrei stórt á sig. Doktorsritgerð hans fjallaði um þingeyskt efni og var undirritaður svo heppinn að geta liðsinnt hon- um lítillega við staðfræðina þar. Ritgerðin hlaut einróma lof á sín- um tíma, 1978, og tveimur árum síðar varð Gunnar prófessor í sagnfræði við HÍ. Ritaskrá hans er mjög löng, líklega fannst hon- um fátt skemmtilegra en stunda ritstörfin. Síðast kom ég ásamt konu minni óvænt í heimsókn til Gunn- ars og Silju á gamlaárskvöld 1993, og voru móttökur hinar bestu. Fyrir það og alla hina góðu vináttu þakka ég nú. Silju og afkomendum þeirra Gunnars eru sendar inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gunnars Karlssonar. Björn Teitsson. Vínrauð skyrta, vinfesti og mjúkt faðmlag. Það var hann. Gunnar Karlsson. Ósköp venju- legt nafn sosum. En enginn venju- legur maður. Hávaxinn, gnæfði yf- ir. Fluggáfaður, gnæfði yfir þar líka. Lét samt ekkert mikið yfir sér, hló engum hrossahlátrum. Frekar að það kumraði svona í honum þegar honum þótti eitthvað fyndið. Og svo blikið í augunum sem leiftraði svo mjög þegar hon- um þótti eitthvað verulega fyndið, að maður fann beinlínis fyrir því frekar en sá. Alltaf þetta hlýja bros. Fullt af væntumþykju og skilningi. Ætíð boðinn og búinn að gefa af sér, hvort heldur var í starfi eða per- sónulegum samskiptum. Lét þar ekki sitja við orðin tóm heldur færði sögu lands og þjóðar í bún- ing sem hentaði öllum skólastig- um, smitaði áhuga sínum til allra kynslóða með glöggskyggni sinni og hæfni. Sagnfræðingur af lífi og sál. Fyrir margt löngu áttum við skemmtispjall um hvort hann væri „sagnfræðilega vaxinn“ – frasi sem við höfðum bæði séð í nýlegri blaðagrein og þótti fyndinn. Eftir nokkrar vangaveltur urðum við sammála um að hann væri að minnsta kosti sagnfræðilega vax- inn innanhöfuðs og vorum harla ánægð með þá niðurstöðu. Skoðanafastur var hann, ein- arður og fylginn sér. Rökræddi samt ekki með hávaða en maður átti aldrei neitt í hann, væri maður á öndverðri skoðun. Silju sinni gaf hann ást sína alla, en átti þó yfrið nóg eftir handa stelpunum sínum þremur, mönn- um þeirra og börnum. Nú er skarð fyrir skildi í fjölskyldunni, skarð sem ekki verður fyllt. Megi minn- ingin um gjöfulan, gáfaðan og gæskuríkan mann vera aðstand- endum Gunnars Karlssonar veg- vísir í sorginni. Ingunn Ásdísardóttir. „Ég er að gefa þjóðinni sögu,“ sagði Gunnar Karlsson í viðtali ár- ið 1989 þegar hann var í óðaönn að semja námsbækur í sögu. Að verkalokum hafði hann skrifað námsbækur fyrir öll skólastig landsins, þ.á m. Sjálfstæði Íslend- inga og Uppruna nútímans sem margir þekkja. Sumum fannst það fyrir neðan virðingu prófessora að skrifa námsbækur fyrir börn og unglinga en Gunnar taldi það sjálf- sagða skyldu sína að rækta áhuga á sögu hjá almenningi og hafa áhrif á söguskoðanir manna. Það var þó ekki aðeins vegna námsbókanna sem Gunnar Karls- son varð einn áhrifamesti sagn- fræðingur samtíðarinnar. Hann var líka áhrifavaldur í sagnfræð- inni í Háskólanum. Þegar ungi maðurinn tók við lektorsstarfi í sagnfræði við Háskóla Íslands 1976 vildi hann umturna kennslu- háttum og hófst þegar handa við að treysta innviði greinarinnar. Gunnari var ofarlega í huga að efla aðferðanámið, heimildafræði, skjalfræði og kennslu í söguheim- speki, og fylgdi því eftir með út- gáfu á handbókum fyrir sagn- fræðinema. En honum var líka annt um að efla færni sagnfræði- menntaðs fólks til að miðla þekk- ingu sinni til almennings. Hann iðkaði það sem hann kenndi og skrifaði sjálfur nokkur yfirlitsrit til að gera þekkingu rannsókna- rita aðgengilega almenningi. Það hefur verið sagt að í hinum „hörðu“ vísindum eins og eðlis- fræði nái menn toppnum í skap- andi vinnu á þrítugs- og fertugs- aldri en í „mjúkum“ vísindum á borð við sagnfræði ekki fyrr en menn eru komnir yfir miðjan ald- ur. Staðhæfingin á vel við ævistarf Gunnars Karlssonar. Það var eins og hann færðist allur í aukana með hækkandi aldri. Um það leyti sem Gunnar nálgaðist eftirlaunaaldur- inn vakti það bæði undrun og að- dáun okkar samstarfsmanna hans að á aðeins þremur árum komu út fjórar bækur eftir hann, Inngang- ur að miðöldum, Lífsbjörg Íslend- inga auk tveggja binda í ritröðinni Saga Íslands. Þar skiptu sköpum agi og skipuleg vinnubrögð sem Gunnar var þekktur fyrir auk fá- dæma starfsorku sem dugði hon- um allt fram undir það síðasta. Gunnar Karlsson var farsæll maður bæði í einkalífi og ævistarfi sínu enda lagði hann jafnmikla rækt við fjölskylduna og fræðin. Þau Silja voru einstaklega vina- rækin og minnumst við margra samverustunda með þeim í boðum og á ferðalögum. Síðast hittum við Gunnar allhressan í dásamlegu áttræðisafmæli hans fyrir rúmum mánuði á Hrísateignum – í veislu eins og þeim hjónum er einum lag- ið að halda. Við kveðjum nú góðan vin og samstarfsmann um áratugaskeið, leiðbeinandann, samkennarann, samstarfsmann í ótal verkefnum og síðast en ekki síst minnisstæð- an vin. Gunnar skilur eftir sig ást- ríka og samheldna fjölskyldu og sendum við henni hugheilar sam- úðarkveðjur. Guðmundur Jónsson og Sæunn Kjartansdóttir. Kynni okkar Gunnars Karls- sonar hófust fyrir rúmum fimmtíu árum í íslenskudeildinni við Há- skóla Íslands. Gunnar skar sig úr námsmannahópnum, í sjón og raun, hávaxinn og grannur, með svart alskegg og frjálslega til fara miðað við þeirra tíma sið. En um þetta leyti, fyrir allar stúdenta- byltingar, var algengt að stúdent- ar mættu prúðbúnir í kennslu- stundir, í jakkafötum og með bindi. Þeir sem helst skáru sig úr voru íslenskunemarnir, sem auk þess voru upp til hópa róttækari en almennt gerðist. Þar var Gunn- ar á heimavelli, en auk þess var hann afburða nemandi og einstak- lega skemmtilegur félagi, hógvær og hlýr og launkíminn á sinn sér- staka sunnlenska hátt. Deildarfélagið Mímir hélt uppi öflugu félagsstarfi með útgáfu tímarits, endurvöktum rannsókn- aræfingum og árvissum ferðalög- um um söguslóðir. Það mun hafa verið í Mímisferð í Dalina undir leiðsögn Árna Björnssonar 1966, að ástin kviknaði milli Gunnars og Silju Aðalsteinsdóttur. Ári seinna, eftir námsdvöl Gunnars í Ósló, var brúðkaupsveislan haldin. Dýr- mætt samband við þau hefur hald- ist óslitið upp frá því og fjarvistir í útlöndum verið bættar upp með tíðum gagnkvæmum bréfaskipt- um. Sérstaklega er mér minnis- stæð heimsókn til þeirra meðan þau dvöldu með dæturnar tvær í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á frumbýlingsárunum 1971-72. Tveimur árum síðar fluttist fjöl- skyldan til Lundúna þar sem Gunnar fékk kennslustarf við Uni- versity College. Þrátt fyrir ómegðina notuðu þau tímann vel til að njóta menningar og auðga andann. Í kennslunni við Háskólann, sem síðan tók við, fór Gunnar að sumu leyti ótroðnar slóðir. Meðal nýjunga sem hann bryddaði upp á var þegar hann tók sig til og fór að skrifa kennslubækur í Íslands- sögu fyrir grunn- og framhalds- skóla. Að baki bjó sú bjargfasta skoðun hans að háskólakennarar bæru samfélagslega ábyrgð á því að gera fræði sín aðgengileg al- menningi. Ekki fer mikið fyrir því að Háskólinn örvi eða umbuni fyr- ir slíka viðleitni. Ég man að Gunn- ar sagði einu sinni frá kollega úr annarri fræðigrein sem hlýddi á rökstuðning hans fyrir útgáfunni, samsinnti þörfinni, en spurði Gunnar síðan hvenær hann héldi að hann gæti farið að skrifa eitt- hvað af viti! En ekki þurfti að spyrja að því. Skrá yfir útgefnar fræðibækur og greinar eftir Gunn- ar er ótrúlega umfangsmikil og fjölbreytt. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á mína uppáhaldsbók, Ástir Íslendinga, sem Gunnar gaf út 2013 og tileinkaði Silju. Það þarf ekki að spyrja hvaðan helsti inn- blástur þeirrar bókar sé kominn, en sama máli gegnir um mörg önnur rit bæði hans og hennar, jafnt fræðiverk sem þýðingar, sem þau hafa lesið saman og rætt og gagnrýnt. Og lesefni yngstu kyn- slóðarinnar hefur líka verið tekið til rækilegrar umræðu! Heimilis- andinn, lifandi áhugi á öllum sköp- uðum hlutum, sífrjó hugsun, lífs- gleði, forvitni, hefur ekki aðeins smitast yfir á dætur þeirra og barnabörn heldur líka alla þeirra fjölmörgu vini. Þeirra missir er mikill. Þorleifur Hauksson. Gunnari Karlssyni á ég svo margt gott upp að inna að ég gæti skrifað um það heila bók, en mig langar að minnast hans fyrir þau djúpstæðu áhrif sem hann hafði á mig sem kennari og fyrirmynd. Fyrsta námskeiðið sem ég tók í háskóla var Íslandssaga sem Gunnar kenndi. Þetta var haustið 1986 og þó að Gunnar hefði þá ver- ið búinn að kenna í meira en ára- tug var krafturinn og ferskleikinn eins og hann hefði aldrei áður þurft að horfa framan í syfjaða nemendur. Gunnar hafði sett sam- an nýtt kennsluefni í miðaldasögu og virkjað með sér framhaldsnem- endur sem kenndu með honum. Stemningin var eins og það væri allt mögulegt, og ekki bara mögu- legt heldur væri verkefnið bæði stórskemmtilegt og mjög mikil- vægt. Fyrir mér, sem hafði haft óljósar hugmyndir um að sagan væri spennandi, opnaðist skýr sýn á víðáttur möguleikanna. Það var frábært veganesti sem ég bý enn þá að. Gunnar var hæglátur maður en hann hafði eldmóð sem var smitandi og svo skýra afstöðu hafði hann til viðfangsefnisins að þegar maður var einu sinni búinn að kynnast henni var ekki hjá því komist að hún mótaði manns eig- in. Hann var líka maður með plan. Ekki bara um að ná utan um Ís- landssöguna, ekki bara að skilja hana fyrir sjálfan sig og hina fræðimennina sem deildu áhuga- málum hans, heldur að miðla þessari sögu sem skiljanlegri heild til allra – til grunnskóla- barna, til safngesta, til útlendinga – af því að hann var sannfærður um að sagan væri góð fyrir fólk, að hún gerði samfélagið betra og heiminn betri. Og það sem Gunn- ar glímdi við var að gera þetta vel. Hann vildi miðla sögunni þannig að fólk, hver sem er, gæti skilið og lært og notið, án þess að það þyrfti að slá af kröfum um vísindaleg gæði. Þetta er ekki einfalt mál en þetta er hægt og það krefst bæði vandvirkni og stórhugar. Það er eitthvað alveg magnað við þetta viðhorf Gunnars til söguritunar. Það er í senn markað af auðmýkt fyrir því hve flókið og margslung- ið viðfangsefnið er, hversu mikill- ar þekkingar það krefst og hversu mikinn skilning fræðimaðurinn þarf að hafa á öllum hliðum mann- legrar náttúru og mannlegs sam- félags. Á sama tíma er það grund- vallað á hressilegri tröllatrú á að það sé á okkar færi að skoða út í öll þessi horn og gera grein fyrir heildarmyndinni þannig að hún verði ekki bara skiljanleg heldur líka gagnleg og skemmtileg. Stór- brotið ævistarf Gunnars ber þessu viðhorfi fagurt vitni. Og þetta skiptir máli. Ég er sannfærður um að veigamikil ástæða fyrir því að okkur Íslendingum líður heilt yfir vel í eigin skinni er að við eigum þétt samband við, og höfum greið- an aðgang að, okkar eigin sögu. Gunnar vann sleitulaust að þessu, að skrifa sjálfur og virkja okkur hin til að leggjast á árarnar. Sögu- ritun Gunnars er bæði aðgengileg og traustvekjandi en til viðbótar er hún geðþekk. Hann hafði geð- þekka sýn á mannlífið og gat þess vegna skrifað sögu sem fólk getur tengt við og speglað sig í. Það var mikið lán að fá að kynnast Gunn- ari og læra af honum. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Orri Vésteinsson. Gunnar Karlsson prófessor emeritus hefur lokið þessu jarðlífi sínu. Gunnar var einn allra besti og án efa langafkastamesti sagn- fræðingur landsins. Það var unun að vera í tímum hjá honum í Há- skólanum forðum. Það skrópaði enginn í tímum hjá Gunnari frek- ar en að skrópa í leikhúsinu. Slík var upplifunin. Að öllum öðrum ólöstuðum þá voru tímarnir í sagnfræðinni langskemmtilegast- ir og fróðlegastir hjá þeim Þór Whitehead, Gísla Gunnarssyni og auðvitað hjá Gunnari, sem við kveðjum nú. Ég sagði nýverið við Gunnar þegar ég hringdi í hann fyrir rétt um mánuði síðan að þegar við vor- um hjá honum í tímum á níunda áratug síðustu aldar hefði verið hægt að kveikja á segulbandi í upphafi tímans og nota frásögn hans beint í kennslubók. Slíkur var aginn og mælskan og minnið á efnið sem hann var að miðla til okkar. Ég sagði honum jafnframt að það hefði líka glatt mig hversu ógnarlíkur hann var á að líta Guð- brandi biskupi Þorlákssyni, eins og teikningar eru til af honum. Hárið, skeggið og ásjónan öll. Eft- ir á að hyggja þá fannst mér hon- um hvorug þessara einkunna vera hrós. Gunnar samdi ásamt öðrum langflestar kennslubækur í sagn- fræði á öllum skólastigum lands- ins. Slík voru afköst hans í þessu lífi. Og munu þær lifa hann lengi og vel. Gunnar hafði þetta hárná- kvæma og rétta mat í stuttu máli með ofurskýrri röddu á flestu eða öllu og öllum í sögu vorri. Alltaf allt sett saman í örstutt mál, en samt svo allir skildu. Það er ekki lítil náðargáfa. Gunnar var einn fárra kennara sem alltaf komu í kaffistofuna með okkur sagnfræðinemunum í frí- mínútum. Það var enn eitt ein- kenni hans. Alltaf alþýðlegur að vanda. Alltaf. Sama þægilega við- mótið var er ég hringdi í hann fyrir um mánuði. Önnur dóttir mín sem er í menntaskóla bað mig um að hjálpa sér við nokkuð snúið heima- verkefni í sögu. Gátum við ekki með nokkru móti fundið svar við einni spurningunni. Tók ég þá til bragðs að hringja í höfund bókar- innar, Gunnar sjálfan. Dóttur minni fannst það ekki ná nokkurri átt að hringja í prófessorinn sjálf- an sem samdi bókina klukkan að verða tíu um kvöld til að spyrja hann sjálfan. Þótt upptekinn væri við að undirbúa áttræðisafmæli sitt þá daginn eftir svaraði Gunnar þessari málaleitan minni strax og af ljúfmennsku eins og alltaf. Áður en ég kvaddi hann spurði ég hann eins og svo marga aðra hvort hann héldi að það væri líf eftir dauðann. „Nei, það held ég ekki, Magnús minn.“ Ég sagði honum að yfirgnæfandi líkur bentu hins vegar til þess, og bætti við að ég myndi minna hann á þetta samtal þegar við hittumst báðir í Sumarlandinu góða síðar meir. „Já, þú heldur það“ var hóg- vært svar hans að vanda. Og svo hlógum við góðlátlega að þessu, a.m.k. ég. Ef að líkum lætur þá sefur Gunnar enn í handanheimunum þegar þetta er ritað. En hann mun vakna smám saman næstu dagana og átta sig á því að kannski var þetta rétt eftir allt, sé eitthvert vit í þessum rannsóknum okkar hjá Sálarrannsóknarfélagi Reykjavík- ur. Góða ferð, Gunnar minn. Og takk fyrir mig og stelpuna mína, og fyrir allt og allt. Magnús H. Skarphéðinsson. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN DAGBJÖRT ÞÓRÐARDÓTTIR Njarðarvöllum 2, áður til heimilis að Grundarvegi 13, Njarðvík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Nesvöllum, sunnudaginn 27. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Nesvöllum fyrir góða umönnun og hlýju. Hörður Óskarsson Hildur Kristjánsdóttir Margrét Óskarsdóttir Rúnar R. Woods Guðmundur Óskarsson Hrafnhildur Svavarsdóttir Þórður Óskarsson Natalia Herrera Auður Óskarsdóttir Sverrir Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.