Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is GLUGGA- TJÖLD alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum Svíþjóð AIK – Sundsvall ....................................... 2:1  Kolbeinn Sigþórsson var í liði AIK fram á 82. mínútu og skoraði mark. Örebro – Malmö....................................... 0:5  Arnór Ingvi Traustason var í liði Malmö fram á 75. mínútu og skoraði mark. Hammarby – Häcken .............................. 4:1  Aron Jóhannsson var á varamannabekk Hammarby. Norrköping – Djurgården...................... 2:2  Guðmundur Þórarinsson var í liði Norr- köping en fékk rautt spjald á 73. mínútu. Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki með. Helsingborg – Elfsborg .......................... 1:2  Daníel Hafsteinsson var á varamanna- bekk Helsingborgar.  Lokastaða efstu liða: Djurgården 66, Malmö 65, Hammarby 65, AIK 62. Danmörk FC Köbenhavn – SönderjyskE............... 3:0  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik- inn fyrir SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson var á bekknum. Nordsjælland – AGF ............................... 0:1  Jón Dagur Þorsteinsson var í liði AGF fram á 78. mínútu. AaB – Midtjylland.................................... 0:1  Mikael Anderson lék allan leikinn fyrir Midtjylland. Bröndby – BSF......................................... 7:2  Kristrún Rut Antonsdóttir lék allan leik- inn fyrir BSF. B-deild: Vejle – Fremad Amager ......................... 4:0  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn fyrir Vejle og skoraði mark. Noregur Bodö/Glimt – Haugesund....................... 2:2  Oliver Sigurjónsson var á varamanna- bekk Bodö/Glimt. Vålerenga – Brann.................................. 1:0  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Vålerenga. Viking – Lilleström ................................. 3:0  Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik- inn fyrir Viking. Axel ÓskarAndrésson er frá keppni vegna meiðsla.  Arnór Smára- son lék seinni hálfleik fyrir Lilleström. Grikkland Larissa – OFI Krít ................................... 3:2  Ögmundur Kristinsson varði mark Lar- issa. PAOK – Panathinaikos........................... 2:2  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK. Belgía St. Truiden – Oostende ........................... 1:0  Ari Freyr Skúlason lék fyrir Oostende. Pólland Jagiellonia – LKZ Lodz .......................... 2:0  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyr- ir Jagiellonia. Portúgal SL Benfica – Cadima............................. 10:0  Cloé Lacasse gerði þrennu fyrir Benfica. KNATTSPYRNA SVÍÞJÓÐ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason átti fínt tímabil með sænska liðinu Malmö, sem var hárs- breidd frá því að verða sænskur meist- ari í fótbolta um helgina. Malmö þurfti hins vegar að sætta sig við annað sæti á eftir Djurgården eftir æsispennandi lokaumferð á laugardag. Djurgården varð meistari með 66 stig og Malmö hafnaði í öðru sæti með 65 stig. Fyrir lokaumferðina þurfti Malmö að vinna Örebro og treysta á að Djur- ården myndi tapa á útivelli fyrir Norr- köping. Malmö gerði sitt og vann 5:0- stórsigur, en Djurgården tókst að knýja fram jafntefli, eftir að hafa lent 2:0 undir. „Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við vorum staðráðnir í því að vinna leikinn og setja nokkur mörk. Á vell- inum var stigatafla og ef maður horfði upp gat maður séð hvað var að gerast í hinum leikjunum og svo heyrði maður vel í stuðningsmönnunum. Það var gríðarlega svekkjandi að vera með 4:0- forystu og sjá svo að staðan í Norrköp- ing var orðin 2:2 eftir að Norrköping komst í 2:0,“ sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur Þór- arinsson leikur með Norrköping, en í stað þess að skora og gera Arnóri og félögum greiða fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt í seinni hálfleik. Bað Guðmund um greiða „Ég talaði aðeins við hann fyrir leik- inn og bað hann og liðið að gera allt sem þeir gætu. Hann lofaði mér því, en því miður gekk það ekki upp. Svona er fótboltinn, hann getur verið svo skemmtilegur en líka ótrúlega leið- inlegur.“ Hjá Malmö sætta menn sig ekki við annað sæti og leyndu vonbrigðin sér ekki hjá Arnóri. „Við erum alls ekki sáttir. Við vorum með fínt forskot í sumar en svo gloprum við því aulalega niður og endum á því að þurfa að elta, sem er pirrandi. Hefðum við haldið haus og fókus og unnið okkar leiki hefði þetta farið öðruvísi. Við klúðr- uðum sex vítaspyrnum í röð í deild- inni, sem er glórulaust. Það gekk allt á móti okkur á þessum kafla og menn voru vel pirraðir. Við erum hins vegar enn í Evrópu og við ætlum að gera vel þar og komast upp úr þessum riðli,“ sagði Arnór, sem jafnaði sinn besta árangur í markaskorun á einu tímabili síðan hann varð atvinnumaður. Arnór skoraði sjö mörk í deildinni, eins og hann gerði árið 2015, en þá varð hann einmitt sænskur meistari með Norr- köping. „Ég jafnaði það. Ég skoraði sjö með Norrköping 2015, en ég þarf að fara að bæta aðeins í og skora meira,“ sagði Arnór sem er ánægður með sitt tímabil í heild. „Ég byrjaði þetta tímabil frekar vel og mér leið vel. Ég var að gera nokkra punkta sjálfur, en svo lenti ég í meiðslum sem ég þurfti að vinna mig úr. Ég kom sterkur til baka eftir þau og hélt því skriði sem ég var á og átti heilt yfir frekar sterkt tímabil.“ Eins og Arnór kom inn á er Malmö enn í Evrópudeildinni. Þar er liðið í B- riðli með fjögur stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir FC Kaupmannahöfn og Dynamo Kíev. Lugano er í botn- sætinu með eitt stig. Möguleikarnir í Evrópu góðir „Eftir að hafa mætt öllum þessum liðum tel ég okkur eiga góða mögu- leika. Við eigum Lugano á útivelli á fimmtudaginn og ætlum okkur þrjú stig þar. Við sýndum gríðarlega góð- an fyrri hálfleik á heimavelli gegn þeim en svo slökuðum við á og þá sýndu þeir að þeir eru góðir í fótbolta líka. Það væri virkilega sterkt fyrir okkur að ná í þrjú stig á útivelli gegn þeim fyrir leiki gegn Dynamo heima og FC Kaupmannahöfn úti.“ Aðeins eru 43 kílómetrar á milli Malmö og Kaupmannahafnar og því mikill rígur á milli Malmö og FCK. „Það er gríð- arlega mikill rígur þarna og þau þola ekki hvort annað. Það voru rosaleg læti í fyrri leiknum á heimavelli og skemmtilegt að upplifa þennan leik þótt það hafi verið vonbrigði að fá bara eitt stig í leik sem við áttum skil- ið að vinna,“ sagði Arnór en niður- staðan varð 1:1-jafntefli er liðin mættust í Svíþjóð. Arnór er á öðru tímabili sínu hjá Malmö og á tvö ár eftir af samningi sínum. Hann er opinn fyrir öðrum tækifærum, en á sama tíma ánægður hjá Malmö. „Ég á tvö ár eftir hjá Malmö. Ég er ekki að ýta á eftir því að líta í kring- um mig. Ég leyfi þessu að koma til mín. Ef eitthvað skemmtilegt kemur upp mun ég skoða það, en mér og minni fjölskyldu líður rosalega vel í Malmö og mér líður virkilega vel hjá félaginu. Þetta er flottur klúbbur og ekkert að því fyrir mig að ég verði áfram. Það hefur ekki komið neitt ennþá, en ég mun heyra í umboðs- manninum seinna meir.“ Kolbeinn Sigþórsson tók þátt í toppbaráttunni í Svíþjóð með AIK og mættust þeir Arnór og Kolbeinn í mikilvægum leik í næstsíðustu um- ferðinni. Þá vann Malmö 2:0 og gerði út um titilvonir AIK. „Það er mjög gaman að sjá Kolbein byrja að spila aftur. Hann er mjög erfiður viður- eignar. Við mættumst fyrir stuttu og það er gaman að sjá hann spila fót- bolta aftur og njóta þess og vera í því formi sem hann er í,“ sagði Arnór Ingvi um félaga sinn í landsliðinu. Gríðarlega svekkjandi  Arnór Ingvi stigi frá sínum öðrum sænska meistaratitli  Jafnaði eigið met Ljósmynd/@malmoff Hneiging Arnór Ingvi Traustason hneigir sig fyrir framan stuðnings- menn Malmö. Skautafélag Akureyrar bar sigur úr býtum gegn Reykjavík er liðin mættust á Akureyri í Hertz-deild kvenna í íshokkíi á laugardags- kvöld, 9:4. Liðin eru þau einu í deildinni í ár og hefur SA unnið þrjár síðustu viðureignirnar eftir sigur Reykjavíkur í vítakeppni í fyrsta leik tímabilsins. Kolbrún Garðarsdóttir skoraði þrjú fyrir SA og Sarah Smiley tvö. SA er með 10 stig en Reykjavík tvö stig nú þegar fjórum leikjum af tíu á milli liðanna í deildarkeppninni er lokið. Helgin var góð fyrir íshokkí á Akureyri því SA jafnaði Fjölni að stigum á toppi Hertz-deildar karla með 6:3-sigri á heimavelli. Eftir jafnan leik voru Akureyringar sterkari undir lokin og tryggðu sér 3:1-sigur í þriðju og síðustu lotunni. Jóhann Már Leifsson skoraði tvö mörk fyrir SA, eins og Hafþór Sig- rúnarson. SA og Fjölnir eru jöfn á toppnum með tólf stig en SR er stigalaust á botni deildarinnar. SA og Fjölnir hafa leikið fimm leiki og SR sex. Þórir Tryggvason Ís Teresa Snorradóttir úr SA og Sigrún Árnadóttir Reykjavík eigast við. Akureyringar stjórn- uðu ferðinni á ísnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.