Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is ULTRA KATTASANDUR – fyrir dýrin þín ■■■ Sporast lítið ■■■ Lyktarlaus ■■■ Frábær lyktareyðing ■■■ Náttúrulegt hráefni ■■■ 99.9% rykfrír ■■■ Klumpast vel 50 ára Magnús ólst upp í Reykjavík en býr á Patreksfirði. Hann er vélstjóri á Patreki. Maki: Brynja Haralds- dóttir, f. 1968, kokkur á Sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði. Börn: Sveinn Benóný, f. 1988, Áskell, f. 1991, Jóhanna Margrét, f. 1994, og Árný, f. 1996. Móðir: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir, f. 1951, húsmóðir í Hafnarfirði. Stjúpfaðir: Böðvar Hermannsson, f. 1946, d. 1999, vélsmiður. Magnús Jón Áskelsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þolinmæði er dyggð sem þú þarft að æfa aðeins betur. Gamalt leyndarmál sem hefur ekki þolað dagsins ljós kemur upp úr kafinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu vonbrigði fortíðarinnar ekki setja þig út af laginu. Þú gengur með hug- mynd að fyrirtæki í maganum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Smekkur þinn fellur eins og flís við rass fólksins í kringum þig. Þinn mesti aðdáandi slær þig út af laginu í kvöld. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða til þess að láta einhverja smá misklíð eyðileggja allt. Láttu sem ekkert sé og haltu áfram með líf þitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekkert að fyrirverða þig fyrir tilfinningar þínar ef þær eru sannar. Gættu þess að ganga ekki á bak orða þinna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu opinn fyrir hugmyndum sem geta haft jákvæð áhrif á starfsframa þinn. Nýjabrumið er farið af ástarsambandinu. Hvert framhaldið verður veltur svolítið á þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt ekki að snúa upp á þig þótt þér falli ekki öll þau ráð sem vinir þínir gefa þér. Þú ert og verður alltaf potturinn og pannan í vinahópnum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt skilið að öðlast það sem þú þráir. Hældu fólki oftar og sér- staklega fjölskyldumeðlimum. Þú kemst að leyndarmáli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það eru ýmsar nýjungar að banka upp á hjá þér og þér finnst erfitt að sinna þeim öllum í einu. Reyndu að forð- ast að hlaða á þig verkefnum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Veltu vandlega fyrir þér tilboði sem þú færð. Vertu samt opin/n fyrir því að breyta til ef það tækifæri býðst. Slepptu tökum á því sem þjónar ekki til- gangi lengur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur gert allt sem þú getur og nú er komið að því að taka ákvörðun. Margar hendur vinna létt verk. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú verður sköpunarþráin að fá út- rás. Fjölskylduviðburður gengur að ósk- um. Þú ert í toppformi. ársins 2004. „Þá mat ég það þannig að tímabært væri að skipta um vettvang en hafði reyndar ekkert fast í hendi þegar ég lét af störfum hjá félaginu. Í lífinu tekur þó alltaf eitthvað gott við, ég lenti óvænt og án þess að þekkja nokkuð til í að starfa hjá Reykjavíkurborg. Eftir tæpt ár þar hóf ég störf hjá SP- Edinborg er dásamleg borg og þar leið okkur ákaflega vel.“ Guðmundur hóf störf hjá Sjóvá- tryggingafélagi Íslands, síðar Sjóvá-Almennum, í ársbyrjun 1982. Hann starfaði þar á sumrin sam- hliða háskólanámi og eftir að námi lauk vann hann í ýmsum stjórn- unarhlutverkum hjá félaginu til G uðmundur Jóhann Jónsson fæddist 4. nóvember 1959 á Sól- vangi í Hafnarfirði þar sem nú er starfrækt hjúkrunarheimili. „Það var ekki pláss á fæðingarheimilum Reykja- víkur á þessum tíma svo það er spurning hvort ég er „gaflari“.“ Fyrstu þrjú árin bjó fjölskyldan í kjallaraíbúð á Reynimel 53 en þar bjuggu afi og amma Guðmundar í föðurættina lengst af ævinni. „Á þessum árum hófu foreldrar mínir að byggja heimili í austurbæ Kópa- vogs. Þangað fluttum við síðla árs 1963 og má segja að ég hafi alið manninn í Kópavogi alla ævi ef frá eru talin námsárin erlendis. Við hjónin byggðum okkur hús í vesturbæ Kópavogs og fluttum þangað í ársbyrjun 2009. Eins og maðurinn sagði: „það er gott að búa í Kópavogi“, og ekki er verra ef það er á Kársnesinu. Þó svo að pabbi sé lærður búfræðingur frá Hvanneyri fór ég aldrei í sveit því móðir mín gat ómögulega séð af einkasyninum yfir sumartímann. Æskuár mín voru góð og var Digranesskóli barnaskólinn minn. Á þessum árum var einn aðalkenn- ari fyrir hverjum bekk og var ég einstaklega heppinn með minn kennara, en Auður Brynja hélt vel um bekkinn öll þau ár sem ég var við nám í skólann. Um Auði á ég eingöngu góðar minningar.“ Eftir barnaskólann fór Guðmundur í Víghólaskóla og þaðan í Versló þar sem hann lauk stúdentsprófi árið 1981. „Ég innritaði mig í við- skiptafræði í HÍ en endaði á að taka árshlé frá námi. Á þessum tíma fluttu foreldrar mínir til Seattle og æxluðust mál þannig að við hjónin fluttumst þangað ásamt fjögurra ára dóttur okkar.“ Guðmundur lærði viðskiptafræði við Seattle University og lauk prófi þaðan árið 1985. „Árið 1999 flutt- um við hjónin síðan til Edinborgar með son okkar en þar bjuggum við í eitt ár á meðan ég lagði stund á MBA-nám í Edinborgarháskóla. Við hjónin metum það svo að þetta hafi verið eitt besta ár í lífi okkar, Fjármögnun þar sem ég var fram undir lok árs 2006. Þá bauðst mér að taka við forstjórastöðu hjá Verði. Félagið stóð höllum fæti á þessum tíma en með frábæru sam- starfsfólki hefur tekist að byggja upp fyrirtæki sem er nú meðal stærstu og öflugustu fyrirtækja landsins. Þar hef ég nú starfað í 13 ár og eru þessi ár án efa skemmti- legustu ár minnar starfsævi. Auk starfa minna í tryggingum hef ég setið í stjórnum marga góðra fyrirtækja og fengið þannig innsýn í aðra geira atvinnulífsins.“ Meðal stjórna sem Guðmundur hefur setið í eru G.Run á Grund- arfirði, Securitas, Origo, Applicon og Hreint. Á undanförnum árum hefur hann síðan verið stjórnar- maður í Viðskiptaráði Íslands. Guðmundur hefur alla tíð verið virkur í félagsstörfum, tekið þátt í foreldraráði í skóla barnanna sinna, verið þátttakandi í starfsemi íþróttafélaga, var í stjórn Edinborgarfélagsins eftir að námi lauk, sat um hríð í skólanefnd MK, tók þátt í starfi Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi um skeið og síðustu árin hefur hann verið að vinna með góðu fólki í sóknarnefnd Kópa- vogskirkju. „Þó að fremur nei- kvæðir vindar blási um þjóðkirkj- una um þessar mundir er mikil- vægt starf unnið af fagfólki kirkjunnar. Almennt hef ég gaman af því að vinna með skemmtilegu fólki að uppbyggilegum verk- efnum.“ Áhugamál Guðmundar utan vinnu snúa mikið að íþróttum en framan af ævinni æfði hann hand- bolta og fótbolta með Breiðabliki, en mestur tíminn hefur farið í bad- minton- og golfiðkun. „Það er reyndar svo að íþróttahæfileikar mínir hafa alla tíð verið takmark- aðir en það hefur litlu breytt um áhugann. Ég hef haft áhuga og þörf fyrir hreyfingu og þátttöku í því félagslega samneyti sem íþróttaástundun fylgir.“ Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Þór- hildur Hrönn Ingólfsdóttir, f. 19.8. Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga hf. – 60 ára Á Tenerife 2017 Guðmundur, Þórhildur, börn, barnabörn og tengdabörn. Glaðbeittur og félagslyndur EM í Frakklandi 2016 Hjónin ásamt Jóni syni sínum og Jónasi tengdasyni. 30 ára Lilja ólst upp í Reykjavík og á Lóma- tjörn í Grýtubakka- hreppi. Hún býr í Reykjavík og er hag- fræðingur hjá Seðla- banka Íslands. Maki: Hannes Ellert Reynisson, f. 1988, verkfræðingur hjá EFLU. Dóttir: Hekla Sól, f. 2018. Foreldrar: Arvid Kro, f. 1952, fv. bóndi á Lómatjörn, og Valgerður Sverrisdóttir, f. 1950, fv. ráðherra. Þau eru búsett á Lómatjörn og í Reykjavík. Lilja Sólveig Kro Til hamingju með daginn Reykjavík Hekla Sól Hannesdóttir fæddist 21. sept- ember 2018. Hún var 55 cm löng og og vó 3.910 g. For- eldrar hennar eru Hannes Ellert Reynisson og Lilja Sólveig Kro. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.