Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Jafnréttismál á vinnustöðum Ráðstefna um jafnréttismál í Valaskjálf á Egilsstöðum á föstudaginn 12:45 Léttur hádegisverður 13:30 Setning ráðstefnu, fundarstjóri Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli 13:35 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans: Hvar eru þær? 13:55 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar: Jafnréttismál eru að hraða þróun vinnustaðarins 14:15 Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alcoa Fjarðaáli: Höfumkjark til að ögra vinnustaðamenningunni 14:35 Þorsteinn Víglundsson þingmaðurViðreisnar og fyrrverandi jafnréttis- og félags- málaráðherra: Hverju skilar jafnlaunavottun okkur? 14:55 Þórey Vilhjálmsdóttir ráðgjafi hjá Capacent: Lærdómur af vinnunni með Jafnréttisvísi 15:15 Kaffihlé 15:35 Pallborðmeð frummælendum dagsins, spurningar úr sal og vonandi fjörugar umræður 16:00 Ráðstefnulok og Jafnréttisvísi Capacent. Við hvetjum alla, sem hafa áhuga á að auka veg jafnréttismála í atvinnulífinu, til aðmæta. Skráningarform er að finna á Facebook-síðu Fjarðaáls undir viðburðinum „Jafnréttismál á vinnustöðum“og á alcoa.is. Hvers vegna eru jafnréttismálmikilvæg á vinnustöðum? Þrjú stórfyrirtæki sem öll hafa sett jafnréttismál á oddinn um árabil munu ræða jafnréttismál á ráðstefnu á Egilsstöðumþann 8. nóvember nk. Einnig verða innlegg um jafnlaunavottun Dagskrá DagmarÝr Stefánsdóttir Lilja Björk Einarsdóttir Hörður Arnarson Guðný Björg Hauksdóttir Þorsteinn Víglundsson Þórey Vilhjálmsdóttir Gert er ráð fyrir 350 millj. króna af- gangi af rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári, skv. fjárhagsáætlun næstu fjögurra ára, en hún er nú til umfjöllunar í bæjarstjórn. Áætlunin gerir ráð fyrir að tekjur verði 13.380 m.kr., gjöld án fjármagnsliða 12.402 m.kr., fjármagnsliðir 628 m.kr. og að rekstrarafgangur verði 350 m.kr. Fyrirhugað er að framkvæma fyrir 2.970 m.kr., mikið í skóla-, gatna- og veitumannvirkjum. Áætlunin gerir ráð fyrir hóflegri hækkun gjaldskráa til samræmis við stefnumörkun lífskjarasamninganna en að leikskólagjöld lækki um 5%. Þá verða álagningarprósentur fast- eignagjalda hækkaðar. Snjöll þjónusta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna eru leiðarljós í stefnumótun Mosfellsbæjar. Er nú unnið að mót- un stefnu í málefnum eldra fólks og lýðheilsu- og forvarnastefnu og end- urskoðun á menningar- og skóla- stefnu. Sé litið til einstakra þátta í starfsemi Mosfellsbæjar með vísan til fjárhagsáætlunar verður áfram unnið að því að gera þjónustu bæj- arins skilvirkari með notkun snjall- tækja. Leikskólaplássum fyrir 12-18 mánaða börn verður fjölgað um 25 á árinu 2020. Þá verður verulegum fjármunum varið til upplýsinga- og tæknimála og bættrar aðstöðu í grunnskólum bæjarins. Unnið er að endurskoðun aðal- skipulags bæjarins og innleiðingu umhverfisstefnu. Vinna við bygg- ingu Helgafellsskóla heldur áfram og fjölnota íþróttahús verður tekið í gagnið innan skamms.„Á næsta ári mun íbúum fjölga og tekjur aukast, og álögur á íbúa og fyrirtæki munu ekki hækka að raungildi heldur lækka í nokkrum tilfellum. Þjónusta við íbúa og viðskiptavini eflist stig af stigi,“ segir í fréttatilkynningu haft eftir Haraldi Sverrissyni bæjar- stjóra. Íbúafjögun verði 5,9% Íbúar Mosfellsbæjar eru í dag 11.463 talsins og í forsendum fjár- hagsáætlunar er miðað við að þeim fjölgi um 5,9% á næsta ári. Mosfells- bær er sjöunda fjölmennasta sveit- arfélag landsins og fjölgun íbúa í ár verður líkast til í kringum 5,2%. sbs@mbl.is Reksturinn í plús og íbúum fjölgar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mosfellsbær Horft til nýbyggðar í Helgafellslandi af Úlfarsfellinu.  Heimsmarkmiðin gilda í Mosfellsbæ Sameining prestakalla víða um land- ið er til umfjöllunar á Kirkjuþingi sem sett var á laugardaginn og stendur fram í vikuna. Fyrir liggur tillaga frá Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands um að Breiðholts- og Fella- og Hólaprestaköll í Reykjavík verði að einu Breiðholtsprestakalli sem sóknarprestur og tveir prestar muni þjóna. Einnig að Ás-, Lang- holts- og Laugarnesprestaköll í Reykjavík verði sameinuð svo úr verði Laugardalsprestakall. Þar yrði einn sóknarprestur og þrír prestar. Á báðum þessum stöðum munu vígslualdur, menntun og sjónarmið um jafnrétti kynjanna ráða því hver verði sóknarprestur, það er prest- urinn sem hefur forystu í starfinu. Einnig stendur til að sameina Digranes- og Hjallaprestaköll í Kópavogi, þar sem núverandi sókn- arprestur í Digranesi verður sókn- arprestur. Vestra er svo ráðgert að Bolungarvíkur-, Holts-, Ísafjarðar- og Þingeyrarprestaköll verði Ísa- fjarðarprestakall. Af öðru í þessum dúr þá er þar til umfjöllunar að þjónustu í Flatey á Breiðafirði verði sinnt af prestinum í Stykkishólmi en ekki Reykhólum eins og nú er. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flatey Kristnihaldi í Breiðafjarðar- eyjum sé sinnt úr Stykkishólmi. Sameining prestakalla til umræðu Tómas Már Sig- urðsson hefur verið ráðinn for- stjóri HS Orku. Mun hann taka við starfinu um áramót. Segir frá þessu í tilkynn- ingu HS Orku. Tómas Már kemur til liðs við HS Orku eftir störf sín hjá Alcoa, þar sem hann gegndi síðast stöðu aðstoðarfor- stjóra á heimsvísu. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri tækni- sviðs hjá Norðuráli. Tómas Már er menntaður um- hverfisverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í skipu- lagsverkfræði frá Cornell- háskólanum í New York í Bandaríkj- unum. Tómas Már til HS Orku Tómas Már Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.