Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2019 Haukur Þór Hauksson, fram-kvæmdastjóri Investis, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi við sölu og sameiningu fyrirtækja, ritar athyglisverða grein á vb.is. Þar fjallar hann um fyrirhugaða breyt- ingu á samkeppn- islögum, sem hann telur í rétta átt en bendir á að viðmið- unarmörk um veltu samrunaaðila verði enn mjög lág „sem gerir það að verk- um að fjöldi sam- runa kemur á borð Samkeppniseft- irlitsins, þar sem sameiginleg velta eftir samruna nær ekki einu sinni 1% markaðshlutdeild“.    Þetta eru vitaskuld óeðlilega lágmörk og þyrftu að hækka um- talsvert í meðferð þingsins. Hauk- ur Þór nefnir dæmi um samruna sem hann hefur komið að hjá litlum og meðalstórum fyrir- tækjum þar sem Samkeppnis- eftirlitið hefur tekið sér mánuði til að fara yfir málin með tilheyrandi kostnaði, töfum og áhættu fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þetta eigi sér stað þó að samruninn geti ekki orðið til þess að sameinað fyrirtæki nái undirtökum á viðkomandi markaði.    Haukur Þór nefnir að í engu þvísamrunamáli sem hann hafi komið að hafi verið hætta á fá- keppni eða yfirburðastöðu. Samt sem áður fara þessi mál fyrir Sam- keppniseftirlitið.    Erfitt eða ómögulegt er að finnadæmi þess að Samkeppnis- eftirlitið hafi stuðlað að aukinni samkeppni eða heilbrigðari að- stæðum á markaði. Dæmin um hið gagnstæða eru mörg. Brýnt er að við endurskoðun laganna takist að draga úr ókostum þessarar eftir- litsstarfsemi og draga fram kost- ina, ef mögulegt er. Haukur Þór Hauksson Óhóflegt eftirlit STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Meðalhiti í Reykjavík í nýliðnum októbermánuði var 5,4 stig, eða 1,0 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,1 stig, 0,1 gráðu yfir þrjátíu ára meðaltalinu sem fyrr er nefnt, en -0,9 stig séu árin 2009 til 2018 höfð sem viðmið. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 5,0 stig, sem stendur á pari við síðasta áratug. Þetta kem- ur fram í yfirliti á vef Veðurstofu Ís- lands. Í október voru allmargir hlýir dag- ar en kaldir inni á milli. Að tiltölu var hlýjast vestanlands en fremur svalt og úrkomusamt á Norður- og Aust- urlandi, þar sem fyrsti snjór vetr- arins féll. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey 6,8 stig en lægstur -2,5 stig á Gagnheiði, sem er suður af Fjarðarheiði milli Héraðs og Seyð- isfjarðar. Hæsti hiti mánaðarins mældist 8. október í Grindavík og fór þá í 15,3 gráður. Harðast fraus á Grímsstöðum á Fjöllum á 23. degi mánaðarins, þegar gaddur þar fóru í -17,1 stig. Úrkoma í Reykjavík mældist 77,4 mm, sem er um 90% af meðalúrkomu 1961 til 1990. Hvítir dagar á Akur- eyri voru 7, þrír fleiri en í meðalári. Í Reykjavík var autt allan mánuðinn og fjöldi sólskinsstunda í meðallagi. Hlýindi í október yfir meðaltalinu  Heitt var í höfuðborginni  Sólskins- stundir  Sjö alhvítir dagar á Akureyri Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vetrargleði Börnin á Húsavík fögn- uðu þegar fyrsti snjór féll nyrðra. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Flugritar farþegaþotu Icelandair sem lýsti yfir neyðarástandi vegna lágrar eldsneytisstöðu og lenti í kjöl- farið á lokaðri flugbraut á Kefla- víkurflugvelli verða sendir til Bret- lands í rannsókn. Þetta segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Atvik þetta er rannsakað sem „alvar- legt“. Farþegaþotan var á leið til lands- ins frá Seattle í Bandaríkjunum 28. október sl. Umrædd flugbraut var lokuð eftir annað alvarlegt flugatvik þar sem lítil vél fór út af braut. Allir komust heilir frá báðum atvikum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með báðar rannsóknir. Er nú m.a. unnið að því að safna gögnum og ræða við vitni, flugmenn og aðra hlutaðeigandi. Þá voru flugritar Icelandair-þotunnar, sem innihalda samskipti flugmanna og aðrar mikil- vægar flugupplýsingar, fjarlægðir snemma í rannsóknarferlinu. „Ég er búinn að kalla eftir ýmsum gögnum og er nú unnið að því að safna þeim saman,“ segir Ragnar í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekki búið að lesa flugritana. Þeir verða sendir til Bretlands á næst- unni og þá kemur í ljós hvað er á þeim,“ bætir hann við. Umrædd farþegaþota hafði Reykjavíkurflugvöll sem varavöll. Aðstæður þar voru ekki ákjósanleg- ar og ákvað flugstjórinn því að lenda á lokaðri braut í Keflavík. Sam- kvæmt upplýsingum frá Isavia var hálka á brautinni í Reykjavík þennan morgun, úrkoma og lofthiti rétt yfir frostmarki en brautarhiti rétt undir frostmarki. Flugritarnir verða sendir til Bretlands  Innihalda sam- skipti flugmanna og tækniupplýsingar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Farþegavél Flugritarnir voru fjar- lægðir vegna rannsóknarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.