Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  259. tölublað  107. árgangur  GERÐI SJÚKRA- HÚS ÚR LEGÓ- KUBBUM VILJA FÁ TILKYNNINGAR UM AUKAVERKANIR LYFJA BARKA- SÖNGUR OG RAFTÓNLIST MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR 14 NORSKT TÓNDÚÓ 28ARNAR FREYR 2 „Þessar miklu tafir á framkvæmd- um á Hverfisgötunni getur Reykja- víkurborg ekki afsakað,“ segir Þór- dís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Óánægju gætir meðal veitingamanna og annarra fyrir- tækjarekenda við neðanverða Hverfisgötu, það er milli Ingólfs- strætis og Smiðjustígs. Skipti á jarðveg, lögnum og fleiru slíku á þessum slóðum hófust í maí í vor og átti að ljúka í kringum 20. ágúst. Það stóðst ekki en nú er stefnt á 15. nóvember. Ásmundur Helgason, sem rekur kaffihúsið Gráa köttinn, segir hinar miklu tafir óþolandi og skýringar borgarinnar á þeim standist enga skoðun. Hann hefur því ákveðið að krefjast bóta af borginni vegna bú- sifja. Veltan í rekstri kaffihússins í október síðastliðnum sé 40% minni en hún var í sama mánuði í fyrra. Þórdís Lóa segir drátt á fram- kvæmdum á Hverfisgötu kalla á endurskoðun vinnubragða í verkefn- um sem þessum. Tímarammar þurfi að vera raunhæfir svo áætlanir standist. Einnig þurfi að bæta upp- lýsingagjöf. „Í þessu máli á Hverfis- götunni núna blæðir heiðarlegu fólki í atvinnurekstri fyrir mistök og tafir,“ segir Þórdís Lóa. „Mér finnst umhugsunarvert að svo virðist sem enginn einn aðili hjá borginni fylgist með svona fram- kvæmd og tryggi að allt gangi greitt fyrir sig,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Tafirnar óafsakanlegar  Seinkanir á Hverfisgötu kalla á breytt vinnubrögð  Skýr- ingar standast ekki, segir veitingamaðurinn á Gráa kettinum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hverfisgata Verkið hófst í maí og átti að ljúka í ágúst en nokkuð er eftir enn. MSeinagangurinn er óþolandi »10  Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda (FÍB), segir of snemmt að af- nema virðisaukaskattsívilnanir á tengiltvinnbíla eins og fyrirhugað er í drögum fjármála- og efnahags- ráðherra að frumvarpi til laga. Tengiltvinnbílarnir séu kjörið fyrsta skref í átt að vistvænni bíla- flota, en ívilnunin mun samkvæmt þessu falla niður 1. janúar 2021. „Það tekur sinn tíma að ná sam- bærilegu drægi á rafbíla og tengil- tvinnbíla og á meðan verða hinir kjörnu fulltrúar auðvitað að vera svolítið á tánum vegna þess að þetta er líka hluti af einhverjum mark- miðum stjórnvalda um að draga úr losun á koltvísýringi,“ segir Run- ólfur við Morgunblaðið. »4 Morgunblaðið/Hari Bíll Tengiltvinnbílar verða sífellt vinsælli. Of snemmt að falla frá skattaívilnunum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikil fylla hrundi úr Ketubjörgum á norðan- verðum Skaga nú um helgina svo þúsundir tonna af jarðvegi fóru í sjóinn. „Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum þegar ég sá þetta,“ sagði Ingólfur Sveinsson frá Lágmúla á Skaga við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ketubjörg eru um 40 kílómetra fyrir norðan Sauðárkrók. Síðustu misseri hefur verið að losna um fyllu í bjarginu þar sem heitir Innri- Bjargavík. Það var 2015 eftir að klakastífla myndaðist á þessum slóðum sem lækjarvatn fór að smjúga niður í gljúpt móbergið svo um það losnaði. Klettur, um 65 metra hár, gróf sig frá berginu og varð frístandandi. Þar á milli var geil sem breikkaði og var orðin nokkuð á þriðja metra breið uns yfir lauk. Undir berginu er nú allt að 20 metra hár bingur af grjóti og mold. „Ég fer frá Sauðárkróki reglulega út á Skaga til að fylgjast með framvindunni við Ketubjörg,“ segir Ingólfur. Ekki er vitað nákvæmlega hve- nær fyllan mikla hrundi. Kletturinn var á sínum stað síðdegis á föstudag en eftir það eru engir til frásagnar. Vísbendingu gefur þó að um hádegi á laugardag kom fram órói á jarðskjálftamælum á Hrauni á Skaga sem eru um níu kílómetra frá Ketubjörgum. „Þetta er allt mjög ótrúlegt að sjá,“ sagði Elvar Már Jóhannsson, áhuga- ljósmyndari á Sauðárkróki, sem var á staðnum í gærdag. Lögregla hefur fylgst grannt með framvindu á Skaga með tilliti til slysahættu. Ingólfur Sveinsson telur hana enn fyrir hendi því áfram séu sprungur í Ketubjörgum. Ljósmynd/Elvar Már Jóhannsson Ketubjörg Á myndinni til vinstri sést kletturinn sem rofnaði frá berginu Innri-Bjargavík. Á hinni, sem tekin var í gær, sést að hann er horfinn en jarðvegsbingur, allt að 20 metra hár, er í fjörunni. Þúsund tonna bjarg hrundi í sjó fram á Skaga Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Áform eru um að byggja tvær hæðir of- an á Seðla- banka Íslands við Kalkofns- veg. Borgar- yfirvöld skoða nú málið. Stækkun þykir þörf vegna samein- ingar Fjármálaeftirlitsins við Seðlabankann. Með því fjölgar starfsfólki bankans um 40%, sem kallar á meira pláss. »11 Seðlabanki hækki um tvær hæðir  Efnahagshrunið árið 2008 virðist ekki hafa haft nein marktæk áhrif á aukna sjálfsvígstíðni hér á landi ef marka má niðurstöður rannsóknar á áhrifum efnahagskreppa á sjálfsvíg á Íslandi. Högni Óskarsson læknir, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöður hennar hafa komið á óvart en þær benda til þess að ekki sé samband milli sjálfsvígstíðni og sveiflna í efnahagslífi Íslands. Hann segir þó að slíkar sveiflur geti haft mismunandi áhrif milli landa og að gæði félagslegrar aðstoðar hafi þar mikið að segja. »10 Sjálfsvígstíðni ekki hærri í hruninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.