Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 4
Morgunblaðið/Ómar
Útvarpshúsið Á árunum 2016-2018 tekjufærði Ríkisútvarpið hagnað af sölu
byggingarréttar á lóð félagsins, samtals upp á 1.738 milljónir króna.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Margrét Magnúsdóttir, starfandi
útvarpsstjóri, segir samning RÚV
um lóðasölu ekki verða afhentan.
Viðsemjandi RÚV hafi enda ekki
verið því samþykkur „meðal annars
í ljósi þess að hér sé um að ræða
upplýsingar sem geti átt undir 9. gr.
upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e.
fjárhags- eða viðskiptahagsmuni
hans“.
Samhliða lóðasölunni og upp-
byggingu íbúða réðst RÚV í end-
urnýjun inngangs og nærumhverfis.
Magnús Geir Þórðarson, sem lét
af embætti útvarpsstjóra föstudag-
inn 15. nóvember, sagði við Morgun-
blaðið á sínum tíma að hann hefði
ekki umbeðnar upplýsingar.
Kostaði 354 millónir
Margrét upplýsti þetta hins vegar.
„Heildarkostnaður RÚV við að
endurnýja lóðina og umhverfi Út-
varpshússins var um 354 milljónir.
Megnið af þessum breytingum var
nauðsynlegt vegna sölu lóðarinnar,
t.d. uppbygging bílastæða og að-
komu, lagnir o.fl. Samhliða gafst
tækifæri til að fara í tímabært við-
hald á umhverfi og aðkomu Útvarps-
hússins. Eins og fram kemur í
skýrslu Ríkisendurskoðunar hefur
sala á byggingarrétti lóðar RÚV,
sem var liður í fjárhagslegri end-
urskipulagningu félagsins, skilað
miklum ábata fyrir RÚV og leitt til
mestu skuldalækkunar í sögu þess.“
Vísaði Margrét þar til nýrrar
skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Þar kemur fram að árin 2016-18
tekjufærði RÚV hagnað af sölu
byggingarréttar á lóð félagsins,
alls 1.738 milljónir. Niðurstaða
Ríkisendurskoðunar var að án
lóðasölunnar hefði RÚV orðið
ógjaldfært.
Heildarsöluverðmæti bygginga-
réttar hafi numið 1.966 milljónum
og kostnaður RÚV við að gera lóð-
ina söluhæfa 495 milljónum. Það er
töluvert hærri tala en áður var
nefnd.
Heildarráðstöfunarfé RÚV til
niðurgreiðslu skulda eftir söluna
hafi því numið 1.471 milljón.
Þá vakti athygli Ríkisendurskoð-
anda að borgin gerði ekki kröfu um
þátttöku í stofnkostnaði innviða og
hversu lítill hluti afraksturs samn-
ings kom í hlut borgarinnar.
Leynd yfir samningi Ríkisútvarpsins
Starfandi útvarpsstjóri vísar til upplýsingalaga og hagsmuna viðsemjanda Ríkisútvarpsins
Endurnýjun á umhverfi og lóð Útvarpshússins kostaði stofnunina samtals 354 milljónir króna
Morgunblaðið/Hari
Hitafundur Mikill hiti var í félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands þegar
Hjálmar kynnti þeim stöðuna eftir að verkfallsaðgerðum var frestað.
Blaðamannafélag Íslands frestaði
verkfallsaðgerðum í gær og skrifaði
undir kjarasamning við Samtök at-
vinnulífsins.
Hjálmar Jónsson, formaður
Blaðamannafélagsins, segist þó ekki
geta mælt með samningnum.
Félagsmenn Blaðamannafélags-
ins kjósa um samninginn næstkom-
andi þriðjudag. Verði honum hafnað
fara verkfallsaðgerðir aftur af stað
en tvær vinnustöðvanir eru þá í
kortunum.
„Þetta verður borið fyrir fé-
lagsmenn og þeir þurfa að taka af-
stöðu. Sá tímapunktur er kominn, að
mati samninganefndarinnar, að
hleypa félagsmönnum að borðinu.
Samninganefndin hefur reynt eins
og hún hefur getað en niðurstaðan
er þessi, þótt hún sé vond og ekki að
skapi samninganefndarinnar,“ sagði
Hjálmar Jónsson, formaður Blaða-
mannafélagsins, í samtali við mbl.is í
gærmorgun.
ragnhildur@mbl.is
Frestuðu verk-
fallsaðgerðum
BÍ og SA skrifuðu undir samning
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Vaxtalaus afborgun af
ÖLLUM ÚRUM OG SKARTGRIPUM
Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skiptastjóri þrotabús sútunarverk-
smiðjunnar Atlantic Leather, áður
Loðskinns, á Sauðárkróki hefur átt í
viðræðum við nokkra aðila um sölu á
eignum búsins. Þær hafa leitt til
undirritunar viljayfirlýsingar um sölu
við eitt fyrirtækjanna og vinna nú
báðir aðilar að því að ganga frá þeim
fyrirvörum sem í yfirlýsingunni fel-
ast.
Bjarga verðmætum
Atlantic Leather var tekið til gjald-
þrotaskipta í síðasta mánuði og sagði
Stefán Ólafsson skiptastjóri í kjölfar-
ið öllu starfsfólki upp störfum. Mál
hafa hins vegar þróast þannig að
nokkrir fyrrverandi starfsmenn hafa
tekið að sér að ljúka framleiðslu á
vörum sem komnar voru langt í fram-
leiðslu. Segir Stefán að með því sé
verið að bjarga verðmætum og reyna
að fá fjármuni inn í búið, upp í kröfur.
Stefán telur að fyrirtækið sem ver-
ið er að ræða við hafi hug á því að
halda áfram rekstri Loðskinns en að
starfsemin verði minni að umfangi og
í breyttri mynd. Það leiði hugsanlega
til þess að starfsmenn verði um helm-
ingur af því sem var þegar Loðskinn
fór í þrot. Þá voru starfsmenn 14 tals-
ins. Vonast Stefán til að málið skýrist
frekar á allra næstu vikum.
helgi@mbl.is
Viðræður um sölu Loðskinns
Enn unnið að framleiðslu í sútunarverksmiðjunni
Mynd af vef Atlantic Leather
Sjávarleður Atlantic Leather hefur framleitt áhugaverðar afurðir.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður
og fyrrverandi dómari við Hæstarétt,
telur að tengsl Benedikts Bogasonar
hæstaréttardómara við dómstóla hafi
orðið þess valdandi að Benedikt hafi
ekki verið gert að greiða málskostnað
í máli Benedikts gegn Jóni Steinari
sem Landsréttur sýknaði þann síðar-
nefnda af í gær.
Jón segir að niðurstaða Landsrétt-
ar sýni að Benedikt sé ekki starfi sínu
vaxinn.
„Það hefði sennilega enginn Íslend-
ingur sem hefði höfðað sambærilegt
mál sloppið við að greiða gagnaðila
sínum málskostnað nema þessi mað-
ur,“ segir Jón Steinar.
Málið á hendur Jóni Steinari er
meiðyrðamál sem Héraðsdómur
Reykjaness hafði áður sýknað Jón
Steinar af. Skal sá dómur standa
óraskaður, samkvæmt dómi Lands-
réttar.
Benedikt krafðist þess að ummæli
Jóns Steinars í bókinni Með lognið í
fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir
hrun yrðu dæmd dauð og ómerk.
Benedikt fór einnig fram á tvær millj-
ónir í miskabætur.
Hann byggði málsókn sína á því að
ummælin „dómsmorð“ væru æru-
meiðandi aðdróttanir eins og þau birt-
ust í bókinni.
Rétt eins og Héraðsdómur Reykja-
ness féllst Landsréttur ekki á það að
ummælin væru ærumeiðandi aðdrótt-
anir. Í dómi Landsréttar kemur þó
fram að í ummælum Jóns Steinars
felist „alvarlegar ásakanir í garð dóm-
aranna í málinu, séu þau virt ein og
sér“.
Jón Steinar segir þá niðurstöðu
Landsréttar fjarstæðukennda og tel-
ur hann að hún sé einungis til mála-
mynda. „Þetta nota þeir sem hald-
reipi til að dæma hann ekki til
greiðslu málskostnaðar.“
Það kemur Jóni Steinari ekki á
óvart að hann hafi verið sýknaður.
„Öllum kröfum hæstaréttardómar-
ans var synjað svo þetta hlýtur að
vera alveg gríðarlegt áfall fyrir hann.
Það blasir við að hann fer í þetta mál
með miklum flumbrugangi og tapar
því alveg algjörlega bæði í héraði og í
Landsrétti. Þá hlýtur að mega spyrja
um hæfni hans til þess að meta rétt-
arstöðu í svona málum.“
Verið að reyna að hræða
Jón Steinar telur að málssóknin
hafi verið byggð á veikum grunni og
til þess fallin að takmarka frelsi hans
til að gagnrýna dóma Hæstaréttar.
„Það er eins og það sé verið að reyna
að hræða menn frá því að fjalla um
dómana á gagnrýninn hátt.
Eina aðhaldið sem dómstólar fá er
gagnrýnin umræða um dómana. Ef
þeir hefðu ætlað að drepa það aðhald
niður með dómi gegn mér í þessu máli
þá hefði það auðvitað verið mjög al-
varlegt mál fyrir íslensku þjóðina.“
Jón Steinar telur að dómurinn hafi
verið hlutdrægur. „Hann er í aðstöðu
sem er ekki öfundsverð. Þarna er
valdamesti maður dómstólanna sem á
hlut að málinu og þeir eru bara að
reyna að friðþægja honum með óeðli-
legri gagnrýni á það sem ég lét frá
mér fara.“
Benedikt baðst undan viðtali vegna
málsins og vísaði á lögmann sinn sem
ekki náðist í við vinnslu fréttarinnar.
Jón Steinar telur að Lands-
réttur hafi verið hlutdrægur
Segir að Benedikt sé augljóslega ekki starfi sínu vaxinn
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Benedikt
Bogason