Morgunblaðið - 23.11.2019, Síða 61

Morgunblaðið - 23.11.2019, Síða 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem henta henni. Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru. Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir. UmBúÐiR eRu oKkAr fAg kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800 ICQC 2020-2022 Sýning Metropolitan-óperunnar í New York á nýrri uppfærslu á óp- erunni Akhnaten eftir bandaríska tónskáldið Philip Glass verður í beinni útsendingu í Kringlubíói í dag, laugardaginn 23. nóv., og hefst kl. 17:55. Óperan er um þrjár og hálf klukkustund að lengd. Uppfærslan á Akhnaten hefur fengið afar góða dóma og þar á meðal hefur Dísella Lárusdóttir sópran fengið mikið hrós en hún er í stóru hlutverki í sýningunni. Óperan fjallar um egypska fara- óinn Akhnaten sem er þekktastur í sögunni fyrir að hafa viljað taka upp eingyðistrú í Egyptalandi. Anthony Roth Costanzo syngur að- alhlutverkið, J’Nai Bridges fer með hlutverk Nefertiti drottningar og Dísella hlutverk Tye drottn- ingar. Óperan verður endursýnd í Kringlubíói á miðvikudaginn kem- ur kl. 18. Hún verður einnig flutt á óperukvöldi Rásar 1, laugardaginn 7. desember, í beinni útsendingu. Morgunblaðið/Eggert Sópransöngkonan Dísellu Lárusdóttur er hrósað fyrir hlutverk Tye drottningar. Dísella beint frá Met í Kringlubíói Brák er heiti samsýningar fjögurra listakvenna sem verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í dag, laug- ardag, klukkan 13. Sýnendur eru þær Elísabet Haraldsdóttir, Harpa Einarsdóttir, Ingibjörg Hulda Hall- dórsdóttir og Ósk Gunnlaugsdóttir. Allar hafa þær tengingu við Borg- arfjörð, en sýningin er nefnd eftir fóstru Egils Skallagrímssonar. Ein spurninganna sem velt er upp er hvað sagan um Brák þýði fyrir sjálfsmynd kvenna og hugmyndina um kvenleika á Íslandi. Á sýning- unni „gefur að líta breitt svið list- rænnar tjáningar; leirlist, stór akrýl- og vatnslitaverk, krosssaum, inn- setningu og skúlptúr. Brák var uppi á 10. öld. En hún horfði eins og nú- tímakonan til fjallanna á Vestur- landi sem hafa ekkert breyst,“ segir í tilkynningu. Og að þrátt fyrir að erfitt „sé að gera sér í hugarlund hvernig Brák hefur verið innan- brjósts, má vera að þræðir fortíð- arinnar myndi tengingar til nútíma- kvenna á óbeinan hátt“. Sýnendur Listakonurnar fjórar hafa allar persónulegar tengingar við Borgarfjörð. Verk út frá hug- leiðingum um Brák Bergmál er ný og tilrauna-kennd íslensk jólamynd,fyrsta jólamyndin sem erfrumsýnd hér um nokkra hríð. Myndin er eftir Rúnar Rún- arsson sem er þekktur fyrir Eld- fjall og Þresti. Ég ætla ekki að fara í felur með það að ég held einstaklega mikið upp á Rúnar Rúnarsson, ég er mikill aðdáandi og mér finnst hann framúrskarandi kvikmyndagerð- armaður. Að sjá Eldfjall í stóra salnum í Háskólabíói, eftir að hafa kjaftað mig einhvern veginn gegn- um miðasöluna því þetta var boðs- sýning sem mér var ekkert boðið á, var gríðarlega mikil og eftirminni- leg upplifun. Eldfjall er frábær mynd, sér í lagi ef tekið er tillit til þess að hún er frumraun. Hún er svo góð að sjálfur Michael Haneke tók sig til og gerði sína eigin út- gáfu, Amour (2012). Vera má að líkindin séu bara tilviljun, ég veit í raun ekkert um það, en líkindin eru vandræðalega mikil. Önnur mynd Rúnars, Þrestir, var líka góð og fékk verðlaun úti um allan heim. Þrestir byggðist á stuttmyndinni Smáfuglum, sem ég var eiginlega hrifnari af, enda ein magnaðasta stuttmynd sem gerð hefur verið á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Nú er Rúnar kominn í allt aðra sálma. Bergmál er bíómynd án fléttu og aðalpersónu. Myndin er eins konar stuttmyndasafn sem samanstendur af fimmtíu og átta sjálfstæðum senum. Senurnar eiga það sameiginlegt að vera kyrr- stæðir rammar, þarna eru engar myndavélahreyfingar, og allar eiga senurnar sér stað í kringum jól og áramót. Í ræðunni á undan myndinni tal- aði framleiðandinn um að Rúnar hefði komið til þeirra í Pegasus til að „pitcha“ myndinni og það hefði verið afar óvenjulegur kynning- arfundur, þar sem hann stóð fyrir framan þau og reyndi að sannfæra þau um að það væri sniðug hug- mynd að gera mynd með engri sögu og engum aðalhetjum. Ein- hvern veginn náði hann nú samt að sannfæra þau og eiga þau hrós skilið fyrir að taka áhættuna á svo óvenjulegu verkefni. Það kom fram að meira en 300 manns hefðu kom- ið fram í myndinni og gestir á há- tíðarfrumsýningu endurspegluðu það; þarna var alls konar fólk á öll- um aldri, af ólíku þjóðerni og þjóð- félagsstigum. Fyrir aftan mig sátu til dæmis tveir sprækir ógæfu- menn, sem supu á einhverju glundri sem þeir höfðu smyglað inn í salinn, ekki algeng sjón á slíkum frumsýningum. Fyrsta senan í myndinni sýnir sofandi bílaþvottastöð og undir hljómar hinn undursamlegi fjórði hluti úr óperunni Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (kraftbirtingarhljómur guðdóms- ins) eftir Kjartan Sveinsson. Svo keyrir bíll inn í þvottastöðina og risastórar skúringatromlurnar hefja sinn ballett, í takt við tónlist- ina. Magnað atriði og fullkominn inngangur. Svo taka stuttmynd- irnar við ein af annarri, eins ólíkar og þær eru margar. Fólk heldur jól, með fjölskyldu eða einsamalt með 1944-örbylgjumáltíð. Kjötiðn- aðarmenn dansa við jólalög. Fólk hringir í ástvini í öðrum löndum. Barn fæðist. Fólk fer á áramóta- brennu. Barn er borið til grafar. Þrátt fyrir að sögurnar séu margar og óskyldar er þetta ekki algjörlega laust við samhengi. Það er til dæmis viss tímalína í verkinu, fyrstu sögurnar gerast um að- ventu, svo koma jól, áramót og loks nýtt ár. Þá er atriðunum raðað upp eftir þema og stemningu, á eftir harmrænu atriði kemur fyndið at- riði o.s.frv. Hér er kannski engin aðalpersóna en hins vegar er þarna aragrúi smápersóna og þegar þær koma saman verða þær í raun ein- hvers konar aðalpersóna; íslenska þjóðin. Þetta er að vissu leyti tilrauna- kennt verk og ég tel að mynd af þessu tagi hafi ekki verið gerð hér á landi. Þó er ekki þar með sagt að þetta sé algjör nýlunda í kvik- myndagerð. Til dæmis má sjá ákveðna snertifleti við höfund- arverk Roys Andersons en hann hefur gjarnan gert myndir sem eru líkt og mósaíkverk, mörg lítil atriði sem sýna ólíkt fólk í ólíkum að- stæðum. Myndir Andersons eru reyndar leikrænni og stílíseraðri, en Bergmál hefur fremur raunsæ- islegt yfirbragð. Sum atriðin í Bergmáli eru sviðsett, önnur eru raunveruleg, og þannig herjar myndin einnig inn á lendur heim- ildarmyndaformsins. Myndin gæti talist vera einhvers konar útgáfa af esseyjukvikmynd en esseyjumynd- in er það kvikmyndaform sem er skyldast ljóðinu. Í slíkum myndum er ekki hrein og bein saga en merkingin verður til úr samhengi atriða, texta og myndrænna þátta. Esseyjumyndir fjalla líka gjarnan um ljóðræn málefni, lífið, dauðann, viðbjóðinn og fegurðina, sem Berg- mál gerir svo sannarlega. Líkt og allar heiðarlegar jóla- myndir hefur Bergmál boðskap, eða einhvern vott af boðskap í það minnsta. Jólin eru tíminn til að beina sjónum að þeim sem minna mega sín og myndin beinir kast- ljósinu svo sannarlega að þeim. Þarna er sena sem sýnir fólk sem stendur í röð í mannskaðaveðri og bíður eftir matarpakka frá Fjöl- skylduhjálp. Við lítum inn í síma- ver Neyðarlínunnar, þar sem starfsmaður tekur á móti skelfi- legu símtali. Eitt áhrifamesta at- iðið í myndinni sýnir hið óeigin- gjarna og gríðarmikilvæga starf sem samtökin Frú Ragnheiður vinna fyrir langt leidda fíkla. Amstur verkalýðsins spilar líka stóra rullu, sjálfsagt hefur hin mikla og háværa verkalýðsbarátta undanfarinna missera haft ákveðin áhrif. Bergmál er mynd um mann- eskjur. Myndin er einföld að því leyti að hún er algjörlega strípuð, það eru engar myndavélahreyf- ingar, afar lítil tónlist, engir frægir leikarar, engin flétta. Hún er flókin að því leyti að hún er afar merk- ingarþrungin, áhorfandinn kynnist mörgum ólíkum sjónarhornum og þarf að raða þeim saman. Vissu- lega eru atriðin misgóð, ég átti til dæmis erfitt með að skilja hverju var verið að miðla í senu þar sem ung kona fer mikinn í beinni út- sendingu á samfélagsmiðlum, frek- ar mislukkuð greining á „unga fólkinu í dag“. Það má alveg velta sér upp úr því að þessi sena eða hin hafi verið undarleg, passað illa inn. En í heild er þetta afskaplega ánægjulegt áhorf og sum atriðin eru raunar lítil meistaraverk. Síðasta senan í myndinni sýnir skip í miklu brimróti og undir hljómar hátíðleg og gæsahúðar- myndandi tónlist Kjartans Sveins- sonar. Annar ógæfumaðurinn fyrir aftan mig rymur: „Þetta er yndis- legt!“ Og hann hefur svo sannar- lega rétt fyrir sér. Þjóð á aðventu Jólamynd „… í heild er þetta afskaplega ánægjulegt áhorf og sum atriðin eru raunar lítil meistaraverk.“ Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó, Akureyri Bergmál bbbbm Leikstjórn og handrit: Rúnar Rúnarsson. Kvikmyndataka: Sophia Olsson. Klipp- ing: Jacob Secher Schulsinger. Tónlist: Kjartan Sveinsson. 79 mín. Ísland 2019. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.