Morgunblaðið - 23.11.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Að heimavinna sé skorin niður,
börn fái frítt í strætó, mengun sé
minnkuð, að vel sé tekið á móti
flóttafólki og að börn fái jafn mikla
notendastýrða persónulega aðstoð
(NPA) og fullorðnir var á meðal
þess sem börn kölluðu eftir á
barnaþingi sem lauk í gær og haldið
var í Hörpu.
Þingið er hið fyrsta sinnar teg-
undar hérlendis og verður fram-
vegis haldið annað hvert ár.
„Þetta tókst eins vel og maður
gat vonað að þetta tækist. Börnin
unnu á borðunum, voru frjó og
skemmtileg og skiluðu sínu. Það
komu alveg ótrúlega margar hug-
myndir fram,“ segir Salvör Nordal,
umboðsmaður barna, en hennar
embætti stendur að þinginu.
„Ég er ótrúlega þakklát, fyrst og
fremst börnunum fyrir þeirra fram-
lag og svo öllum öðrum sem komu
að þessu.“
Í framhaldinu vinnur embætti
umboðsmanns barna áfram með
hugmyndir barnanna.
„Við munum væntanlega for-
gangsraða einhverjum verkefnum
og leggja áherslu á þau við ríkis-
stjórnina og alþingismenn og svo
auðvitað aðra, margt af þessu sem
þarna kemur fram á við aðra, eins
og skólana og sveitarstjórnir.“
Ráðherrar voru viðstaddir þingið
og segir Salvör að þeir hafi verið já-
kvæðir gagnvart því sem þar kom
fram.
„Ég held að það sé samdóma álit
allra að þingið hafi heppnast vel og
þetta þing er komið til að vera og
verður mikilvægur vettvangur fyrir
samráð við börn í framtíðinni. Ég
held að við getum alveg staðið við
það sem við ætluðum okkur, að
knýja fram raunverulegar breyt-
ingar og skrifa nýjan kafla í rétt-
indasögu barna.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umræður Börnin lágu ekki á skoðunum sínum á þinginu og flaug fjöldinn allur af hugmyndum þeirra á milli.
„Skrifa nýjan kafla í
réttindasögu barna“
Fjölbreyttar hugmyndir komu fram á barnaþingi í Hörpu
Kát „Þetta tókst eins vel og maður gat vonað að þetta tækist,“ segir Salvör.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Arnarvatnsheiði og þar með Eiríks-
jökull eru í einkaeigu. Það er stað-
fest með dómi Héraðsdóms Vestur-
lands frá því gær. Með honum er
staðfestur úrskurður óbyggðanefnd-
ar sem ríkið sætti sig ekki við.
Ríkið gerði kröfu um það til
óbyggðanefndar á sínum tíma að
Arnarvatnsheiði væri þjóðlenda. Því
var hafnað og réð miklu að hægt var
að framvísa kaupbréfi frá árinu 1398
þar sem jörðinni Kalmanstungu er
lýst nákvæmlega. Sama gilti um
Eiríksjökul, þar sem hann er innan
Kalmanstungujarðanna.
Afréttur seldur undan jörðinni
Ríkið höfðaði mál gegn landeig-
endum, sem eru eigendur Kalmans-
tungu I og II og Sjálfseignarstofnun
um Arnarvatnsheiði og Geitland, til
að fá úrskurði óbyggðanefndar
hnekkt og að svæðið yrði viðurkennt
sem þjóðlenda. Umrætt svæði skipt-
ist í sameignarland Kalmanstungu I
og II, sunnan Norðlingafljóts, og
Arnarvatnsheiði norðan fljóts en það
svæði var selt undan Kalmanstungu
fyrir og um aldamótin 1900 til af-
réttarnota. Það land komst í eigu
tveggja hreppa og var síðar afhent
sjálfseignarstofnun.
Deilt var um hvort landið hefði
verið numið í öndverðu sem fullkom-
ið eignarland. Ríkið telur það ólík-
legt. Eigendur landsins telja að svo
hafi verið og eignin hafi síðan færst á
milli manna með eðlilegum hætti.
Sama gildir um Eiríksjökul
Dómurinn telur að nægjanlega
liggi fyrir að landsvæðið hafi verið
hluti af jörðinni Kalmanstungu og
hafi að verulegu leyti verið numið á
landnámsöld. Ríkið gerði sérstaka
kröfu um að Eiríksjökull teldist
þjóðlenda. Dómurinn vekur athygli á
að jökullinn liggi allur innan merkja
Kalmanstungu og ekki sé forsenda
til að ákvarða eignarréttarlega stöðu
hans með öðrum hætti en þess eign-
arlands sem sannarlega umlyki
hann.
Landeigendur halda heiðinni
Héraðsdómur hafnar kröfu ríkisins um að Arnarvatnsheiði og Eiríksjökull
teljist þjóðlenda Ríkið sætti sig ekki við niðurstöðu óbyggðanefndar
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
Arnarvatnsheiði Leitarmenn reka fé af heiðinni til Fljótstunguréttar.
Lítill munur er á fylgi Miðflokksins
og Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt
nýjustu skoðanakönnun MMR.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur
aldrei mælst lægra í skoðana-
könnun MMR en það mældist í
18,1% í nýjustu könnun fyrir-
tækisins. Miðflokkurinn mælist aft-
ur á móti með 16,8% fylgi.
Í viðtali við mbl.is í gær sagði
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, að könnunin
hefði verið slæm. Hann hefði fengið
aðra könnun nýlega sem sýndi mun
betri niðurstöður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Miðflokksins,
sagði við mbl.is í gær að könnunin
sýndi fram á að kjósendur kynnu að
meta stefnufestu Miðflokksins. Sig-
mundur tók þó fram að hann stjórn-
aðist ekki af skoðanakönnunum þó
þessi tiltekna könnun væri
„ánægjuleg vísbending“.
Samfylkingin er í þriðja sæti með
13,2%, Píratar mælast með 10,8%,
Vinstri græn með 10,6%, Viðreisn
9,7%, Framsóknarflokkur 9,4%,
Flokkur fólksins 6,3% og Sósíal-
istaflokkur Íslands 3%.
Sjálfstæðisflokkur
aldrei mælst neðar
Landsréttur staðfesti í gær fjögurra
ára dóm yfir karlmanni fyrir nauðg-
un, líkamsárás og þrjú þjófnaðar-
brot. Maðurinn nauðgaði kunningja-
konu sinni á ofbeldisfullan hátt í
desember árið 2015 og stal síðan far-
síma hennar. Fyrr á því ári hafði
hann einnig ráðist á aðra konu, þá-
verandi unnustu sína, slegið hana og
skallað, dregið hana til á hárinu og
sparkað í hana. Maðurinn var einnig
sakfelldur fyrir tvö þjófnaðarbrot til
viðbótar.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað
upp dóm í málinu 30. nóvember í
fyrra og var maðurinn þá dæmdur í
fjögurra ára fangelsi sem Landsrétt-
ur hefur nú staðfest, en ríkissak-
sóknari áfrýjaði málinu og fór fram á
að manninum yrði gerð þyngri refs-
ing fyrir brot sín. Frá dómnum
dregst fimm daga gæsluvarðhald
sem maðurinn sætti hér á landi eftir
að hann réðst á unnustu sína sum-
arið 2015 og fangelsidvöl mannsins á
Spáni, en þar var hann frá 30. októ-
ber 2017 til 17. maí 2018 á meðan ís-
lensk yfirvöld unnu í því að fá hann
framseldan hingað vegna glæpa
sinna.
Héraðsdómur dæmdi konunum
tveimur miskabætur. Maðurinn var
dæmdur til að greiða konunni sem
hann nauðgaði tvær milljónir króna
og sú ákvörðun er óbreytt í dómi
Landsréttar, en miskabætur til fyrr-
verandi unnustu hans voru hækkað-
ar upp í eina milljón í Landsrétti, en
héraðsdómur hafði ákvarðað henni
700.000 krónur í bætur.
4 ár fyrir nauðgun,
árás og þjófnaði
Miskabæturnar 3 milljónir króna