Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Hann var kallaður „Maradona
Karpatafjallanna“ og lék listir
sínar á Laugardalsvellinum í
októbermánuði árið 1996.
Gheorghe Hagi er fremsti
fótboltamaðurinn í sögu Rúmena
og hann lék íslenska landsliðið
grátt í undankeppni HM fyrir
rúmum tveimur áratugum.
Hagi skoraði eitt mark og
lagði annað upp í 4:0 sigri Rúm-
ena á Laugardalsvellinum og tvö
mörk í 4:0 sigri þeirra í seinni
leiknum í Búkarest ári síðar.
Hann var óumdeilanlega einn
af bestu og litríkustu fótbolta-
mönnum heims á síðasta áratug
20. aldarinnar. Flinkur og útsjón-
arsamur, gríðarlega fjölhæfur.
Einn þessara sem „gátu allt“.
Hann er markahæstur og
næstleikjahæstur í sögu rúm-
enska landsliðsins og lék tvö ár
með Real Madrid og tvö ár með
Barcelona.
Nú er talið mögulegt að Hagi
stjórni landsliði Rúmena þegar
það mætir Íslandi í umspilinu um
EM-sæti á Laugardalsvellinum
26. mars. Eða félagi hans Dan
Petrescu, sem lengi lék með
Chelsea og skoraði líka á Laug-
ardalsvellinum.
Eins ótrúlegt og það kann að
hljóma í dag mættu aðeins rúm-
lega 3.000 áhorfendur á Laug-
ardalsvöllinn þetta októberkvöld
fyrir 23 árum þó að íslenska lið-
ið, undir stjórn Loga Ólafssonar,
væri að spila gegn einu af sterk-
ustu liðum heims á þessum tíma,
með heimsstjörnu innanborðs.
Sem betur fer á Ísland mun
meiri möguleika gegn Rúmeníu í
dag. Við þurfum að bíða í fjóra
mánuði eftir þessum stórleik og
vonast eftir mildum vetri. Og nú
eiga Rúmenar engan alvöru Hagi,
allavega ekki inni á vellinum!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Belgía
Club Brugge – Oostende......................... 2:0
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyr-
ir Oostende.
Pólland
Górnik Zabrze – Wisla Plock ................. 2:2
Adam Örn Arnarson sat allan leikinn á
varamannabekk Górnik Zabre.
Holland
Zwolle – PSV Eindhoven........................ 0:4
Anna Björk Kristjánsdóttir kom inn á
sem varamaður hjá PSV á 81. mín.
B-deild:
Excelsior – Volendam ............................. 1:2
Elías Már Ómarsson sat allan leikinn á
varamannabekk Excelsior.
Frakkland
B-deild:
Grenoble – Nancy .................................... 1:1
Kristófer Ingi Kristinsson sat allan leik-
inn á varamannabekk Grenoble.
Katar
Deildabikarinn, B-riðill:
Qatar SC – Al-Arabi ................................ 1:1
Birkir Bjarnason lék allan leikinn með
Al-Arabi en Aron Einar Gunnarsson er frá
vegna meiðsla. Heimir Hallgrímsson þjálf-
ar liðið sem er með 5 stig eftir þrjá leiki af
fimm í riðlakeppninni.
Þýskaland
Dortmund – Paderborn ........................... 3:3
Staða efstu liða:
Mönchengladb. 11 8 1 2 24:11 25
RB Leipzig 11 6 3 2 29:12 21
Bayern M. 11 6 3 2 29:16 21
Freiburg 11 6 3 2 20:12 21
Dortmund 12 5 5 2 26:18 20
Hoffenheim 11 6 2 3 16:14 20
Schalke 11 5 4 2 20:14 19
England
B-deild:
Fulham – QPR...........................................2:1
KNATTSPYRNA
EM 2020
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Ísland þarf að vinna Rúmeníu á
Laugardalsvelli 26. mars og svo ann-
aðhvort Búlgaríu í Sofiu eða Ung-
verjaland í Búdapest 31. mars, til að
komast á EM karla í fótbolta næsta
sumar. Ísland hafði sem sagt ekki
heppnina með sér þegar dregið var í
gær um það hvar úrslitaleikir EM-
umspilsins fara fram.
Takist Íslandi að vinna þessa tvo
leiki fer liðið í F-riðil á EM, sem
leikinn verður í München og Búda-
pest. Liðið myndi mæta Þýskalandi í
München, en það ræðst á laugardag-
inn eftir viku hvaða önnur tvö lið
yrðu með. Annað þessara liða yrði
Frakkland, Pólland, Sviss eða Kró-
atía. Hitt yrði Bosnía, Slóvakía, Ír-
land eða N-Írland.
En áður en skynsamlegt verður
fyrir Íslendinga að panta sér flug til
München þarf ýmislegt að gerast.
Þar er fyrsta mál á dagskrá að vinna
Rúmeníu, lið sem margir tengja ef-
laust við frábæra frammistöðu þess
á heimsmeistaramótinu 1994 en
minna hefur farið fyrir síðustu ár.
Mörg ár frá síðasta frækna
sigri og sá var vafasamur
Rúmenía hafnaði í 4. sæti í sínum
riðli í undankeppni EM, á eftir
Spáni, Svíþjóð og Noregi, og eru
hæg heimatökin að fá upplýsingar
frá Svíum og Norðmönnum um and-
stæðinginn. Einu sigrar Rúmeníu í
undankeppninni komu gegn Möltu
og Færeyjum. Af 27 sigrum Rúmena
í mótsleikjum frá árinu 2008 voru 13
gegn Færeyjum, Möltu, Lúxem-
borg, Armeníu og Kasakstan. Ef
horft er fram hjá vináttuleikjum má
segja að Rúmenía hafi síðast unnið
sigur gegn einhverri af sterkari
þjóðum Evrópu fyrir meira en ára-
tug, eða í undankeppni EM 2008
þegar liðið vann Holland 1:0 (og sá
sigur var þar að auki ansi vafasam-
ur, en Rúmenar færðu leikinn á völl í
Constanta þar sem pollar á vellinum
gerðu Hollendingum erfitt fyrir, og
sigurmarkið hefði aldrei átt að
standa vegna rangstöðu).
Eins og Ísland fyrir átta árum
Svo að það verður ekkert mál að
vinna Rúmeníu. Eða þannig. Krafan
í Rúmeníu er sú að liðið geri mun
betur og þess vegna var þjálfarinn
Cosmin Contra látinn fara í vikunni.
Dan Petrescu eða Gheorghe Hagi
gætu tekið við liðinu, en einnig kem-
ur Mirel Radoi til greina. Sá hefur
stýrt U21-landsliði Rúmena en það
komst alla leið í undanúrslit EM í
sumar. Miklar vonir eru bundnar við
þessa nýju kynslóð Rúmena, með
menn á borð við Ianis Hagi (son
Gheorghe) og George Puscas innan-
borðs. Almenningur í Rúmeníu
þrýsti á Contra um að nota ungu
mennina og átta þeirra fengu tæki-
færi í undankeppninni en án þess þó
að ná að slá eitthvað í gegn.
Þessi staða Rúmena rímar ágæt-
lega við stöðuna á Íslandi fyrir átta
árum, þegar gullkynslóðin kom sér á
EM U21-liða og fékk tíma til að fóta
sig í A-landsliðinu. Framtíðin gæti
því verið björt hjá Rúmeníu, hvort
sem sú upprisa hefst á Laugardals-
velli í mars eða annars staðar, síðar.
Í undankeppninni var hinn 32 ára
gamli sóknarmaður Claudiu Keseru,
leikmaður Ludogorets í Búlgaríu,
mest áberandi í liði Rúmena en
markvörðurinn Ciprian Tatarusanu,
sem reyndar er bara varamarkvörð-
ur hjá Lyon í Frakklandi, er reynd-
astur og átti flotta leiki í undan-
keppninni. Frammistaða hans varð
til þess að liðið tapaði „aðeins“ 2:1
fyrir Spáni og gerði 1:1-jafntefli við
Noreg en hann mátti sín lítils í 5:0-
tapinu gegn Spáni á mánudag, þar
sem Rúmenar prófuðu að nota tvo
framherja með slæmum afleið-
ingum. Vanalega notar liðið 4-2-3-1-
leikkerfi.
Vinnist sigur á Rúmeníu þarf svo
að liggja fyrir nákvæm greining á
sigurvegaranum úr leik Búlgaríu og
Ungverjalands, og hver veit nema
Ísland endi á að spila þrjá leiki í
Búdapest árið 2020?
Strembnar hindranir
á leiðinni til München
Ísland óheppið í umspilsdrættinum Heimaleikur við Rúmena og útileikur
AFP
Væntanlegir Claudiu Keseru fagnar 2:2-jöfunarmarki Rúmena í Noregi í sumar. Ísland mætir Rúmeníu í undan-
úrslitum EM-umspils og er áætlað að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli og hefjist kl. 19.45 að íslenskum tíma.
Skallagrímur vann afar sannfær-
andi sigur á Haukum í Dominos-
deild kvenna í körfubolta í gær-
kvöld. Lokatölur 83:55 en leikurinn
fór fram í Schenker-höllinni á Ás-
völlum. Viðureignin var sú fyrsta í
áttundu umferð. Skallagrímur vann
fyrsta leikhlutann 22:5 og voru
Haukar ekki líklegir til að jafna
leikinn eftir það.
Danska landsliðkonan, Emilie
Hessedal, fór á kostum fyrir Skalla-
grím og skoraði 32 stig, tók 14 frá-
köst og gaf 4 stoðsendingar á að-
eins 29 mínútum. Keira Robinson
skilaði þrefaldri tvennu í liði
Skallagríms. Hún skoraði 14 stig,
tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsend-
ingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
skoraði 13 stig og tók 12 fráköst.
Jannetje Guijt var stigahæst hjá
Haukum með 14 stig og Rósa Björk
Pétursdóttir skoraði 12 stig og tók
10 fráköst.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ákveðin Jannetje Guijt, stigahæsti leikmaður Hauka með 14 stig, sækir að
Clara Mathilde Colding-Poulsen, liðsmanni Hauka, í Schenkerhöllinni í gær.
Einstefna frá upp-
hafi til enda leiks
Handknattleiksmaðurinn Guð-
mundur Hólmar Helgason hefur
ekkert leikið með West Wien í aust-
urrísku 1. deildinni í handknattleik
síðustu vikur. Ljóst er að hann mun
heldur ekki leika með liðinu það
sem eftir er þessa árs og sennilega
ekki fyrr en eitthvað verður komið
inn á næsta ár.
„Ég reif brjósk í öðru hnénu fyrir
nokkru. Af þeim sökum fór ég í að-
gerð í síðustu viku,“ sagði Akur-
eyringurinn við Morgunblaðið í
gærkvöld. Hann lék um skeið með
íslenska landsliðinu og var m.a. í
landsliðinu á heimsmeistaramótinu
í Frakklandi árið 2017 og á Evr-
ópumeistaramótinu árið áður.
„Reiknað er með að ég verði frá
keppni í þrjá mánuði eftir aðgerð-
ina. Þar af leiðandi leik ég líklegast
ekki með West Wien-liðinu fyrr en
einhverntímann eftir EM-hléið,“
sagði Guðmundur Hólmar sem er á
sinni annarri leiktíð með aust-
urríska liðinu. Til West Wien kom
hann frá Cesson-Rennes í Frakk-
landi.
West Wien-liðinu hefur ekki
vegnað sem best til þessa á leiktíð-
inni eftir nokkra uppstokkun á leik-
mannhópnum eftir síðasta keppn-
istímabil. Liðið situr í 7. sæti af tíu
liðum með 12 stig að loknum 14 um-
ferðum og er m.a. tveimur stigum á
undan Bregenz sem Valur sló út úr
Áskorendakeppni Evópu um síð-
ustu helgi.
West Wien tapaði á heimavelli í
gærkvöldi, 35:31, fyrir Krems sem
situr í þriðja sæti deildarinnar.
iben@mbl.is
Verður ekki með á
ný fyrr en á nýju ári
Ljósmynd/Foto Olimpik
Meiddur Guðmundur H. Helgason
er að jafna sig eftir hnéaðgerð.