Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær Einungis lögaðilum er heimilt að sækja um lóðirnar og skulu umsækjendur uppfylla þau skilyrði sem tilgreind eru í 3. gr. í úthlutunarreglum Mosfellsbæjar. Tilboðin í lóðirnar þrjár skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 20. desember 2019 og verða móttekin með rafrænum hætti. ÚTHLUTUN LÓÐA Í DESJAMÝRI Um er að ræða lóðir númer 11, 12 og 13 og eru helstu stærðir í meðfylgjandi töflu: Til úthlutunar eru þrjár atvinnu- húsalóðir við Desjamýri í Mos- fellsbæ og fer úthlutun þeirra fram samkvæmt úthlutunar- skilmálum á grundvelli hæsta tilboðs í hverja lóð fyrir sig. Allar nánari upplýsingar um úthlutun lóða í Desjamýri er að finna á slóðinni www.mos.is/atvinnulodir og hjá Heiðari Erni Stefánssyni, lögmanni Mosfellsbæjar í síma 525 6700. Nýtingar Leyfilegt Lóð nr. Stærð lóðar Stærð bygg.reits Gerð hlutfall byggingarmagn 12 4.705,50 20x65=1.300 A 0,5 m2 2.352,75 m2 11 7.054,60 25x72=1.800 C 0,4 m2 2.821,84 m2 13 7.055,50 25x72=1.800 C 0,4 m2 2.822,2 m2 Lágmarksverð jafngildir gatnagerðar- gjöldum af leyfilegu byggingarmagni samkvæmt gjaldskrá Mosfellsbæjar. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Magni, hinn nýi og öflugi dráttar- bátur Faxaflóahafna, hefur verið á heimsiglingu frá því í síðasta mán- uði. Báturinn var smíðaður í Víet- nam og er sigl- ingin til Íslands rúmar 10.000 sjó- mílur. Magni lagði af stað til Íslands 19. október. Hann var í gær staddur á miðju Rauðahafi og áætlar að ná að Suez-skipaskurð- inum þriðjudag- inn 26. nóvember. Þá er áætlað að báturinn komi til Rotterdam í Hollandi um miðjan desember. Heimsiglingin hefur gengið að óskum til þessa, sam- kvæmt upplýsingum Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögumanns Faxaflóahafna. Áhöfn á vegum skipasmíðastöðvarinnar siglir bátnum. Að sögn Gísla hefur verið ákveðið að Magni verði í Rotterdam fram yf- ir áramót. Ekki var talið heppilegt að báturinn væri að koma til Reykja- víkur um jólaleytið. Magni mun svo leggja í hann til Íslands strax eftir áramótin og yrði þá í Reykjavík fyrir miðjan janúar. Gísli Jóhann og fimm aðrir skip- stjórar Faxaflóahafna hafa verið í tveggja vikna þjálfun í skipahermi í Hollandi. Þeir munu svo fá þjálfun á bátinn sjálfan þegar hann kemur til landsins í janúar. Hinn nýi dráttar- bátur er mjög fullkominn og margt fyrir skipstjórana að læra. Eins og fram hefur komið í frétt- um er hinn nýi Magni smíðaður í Hi Phong í Víetnam. Skipasmíðastöðin Damen Shipyards í Hollandi smíðar bátinn, en hún rekur skipasmíðastöð í Víetnam. Smíði bátsins var boðin út í fyrra og voru tilboð opnuð í nóvem- ber í fyrra. Alls bárust 15 tilboð frá átta skipasmíðastöðvum og var til- boði Damen Shipyards að upphæð jafnvirði 1.040 milljóna tekið. Hinn nýi dráttarbátur er 32 metra langur og 12 metra breiður. Hann er með tvær 2.025 kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Tog- kraftur er sagður verða 85 tonn fram og 80 aftur. Er það helmingi meiri togkraftur en núverandi Magni hef- ur og sá sami og samanlagður kraft- ur allra fjögurra núverandi báta Faxaflóahafna. Ákveðið hefur verið að núverandi Magni fái nafnið Haki. Heimsigling Magna gengur að óskum  Væntanlegur til Rotterdam um miðjan desember  Leggur af stað til Reykjavíkur eftir áramótin Ljósmynd/Damen Shipyards Nýr Magni Hér má sjá bátinn í reynslusiglingu í Víetnam. Hann hefur tvöfalda dráttargetu á við núverandi Magna. Um borð Nýr Magni er búinn öllum nýjasta búnaði á dekki sem völ er á. Gísli Jóhann Hallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.