Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Það er með sorg í
hjarta sem við
kveðjum vin okkar Þorstein Ólaf
sem lést langt um aldur fram.
Fréttin af andláti hans var þung-
bært högg fyrir fjölskyldu og
vini. Vinskapur okkar nær yfir
langt tímabil og minningarorð
verða býsna fátækleg í saman-
burði við minningarnar sem rifj-
ast upp í hópnum um einstakan
og traustan vin.
Þorsteinn Ólafur sem gekk
undir nafninu Steini í okkar hóp,
var hluti af vinahóp sem varð til í
Verslunarskóla Íslands. Það
mynduðust sterk vinatengsl á
þessum árum í Versló og hefur
hópurinn haldið þétt saman alla
tíð síðan. Stór hluti af þessum
vinahóp stundaði síðar nám í við-
skiptafræði við Háskóla Íslands
og útskrifaðist Steini með okkur
árið 1987. Hópurinn í Versló
gekk undir nafninu Hrútarnir,
sem hafði það að aðalmarkmiði
að skemmta sér og rækta vin-
skapinn. Þessi skemmtilegi hóp-
ur hittist oft af minnsta tilefni til
þess að hafa það skemmtilegt og
krydda lífið og tilveruna. Steini
var órjúfanlegur hluti af þeim
hóp. Hann var hrókur alls fagn-
aðar enda sérstakur á margan
hátt og skemmtilegur persónu-
leiki. Hann átti það til að vera ut-
an við sig, stundum seinheppinn
en á sama tíma ótrúlega næmur
á menn og málefni. Margar sög-
ur eru til af Steina sem gerðu líf-
ið skemmtilegra og komu okkur
félögum til að hlæja. Steini naut
þess að segja góðar sögur og átti
auðvelt með að gera grín að sjálf-
um sér. Hann fór oft ótroðnar
slóðir og fylgdi hjartanu. Hann
var ekki endilega maður sem
fylgdi fjöldanum, heldur fór sín-
ar eigin leiðir. Steini hafði ríka
réttlætiskennd og var mikill vin-
ur vina sinna. Hann var sérlega
vandvirkur og framkvæmdi ekk-
ert nema að vel athuguðu máli. Á
skólaárunum lásum við gjarnan
saman fyrir próf og það var gott
að leita í smiðju Steina við úr-
lausn verkefna og vandamála,
Þorsteinn Ólafur
Þorsteinsson
✝ Þorsteinn Ólaf-ur Þor-
steinsson fæddist 8.
nóvember 1963.
Hann varð bráð-
kvaddur 8. nóv-
ember 2019.
Útför Þorsteins
Ólafs fór fram 22.
nóvember 2019.
sérstaklega þegar
kom að bókfærslu,
reikningshaldi og
fjármálum. Steini
var sérlega talnag-
löggur og fær á því
sviði.
Eftir útskrift frá
HÍ starfaði Steini
við endurskoðun og
síðar hjá Atlanta
þar sem hæfileikar
hans nýttust vel á
sviði fjármála, bókhalds og
samningagerðar enda vandvirk-
ari mann vart að finna.
Steini hafði sterkar pólitískar
skoðanir og fór ekki leynt með
þær. Félagshyggjan var honum í
blóð borin og Framsóknarflokk-
urinn var alltaf ofarlega í huga
hans og studdi hann flokkinn í
kosningum og tók að sér ýmis
trúnaðarstörf. Hann var vel að
sér í sögu og pólitík og hafði
gaman af því að rökræða ýmis
pólitísk mál og benti gjarnan á
það sem betur mætti fara. Alltaf
mátti treysta á að Steini segði
hlutina eins og þeir væru, ærleg-
ur og hreinskilinn.
Steina verður sárt saknað af
okkur félögunum. Stórt skarð
hefur myndast í vinahópinn en
minningin mun alltaf lifa. Við
sendum eiginkonu hans og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Hrútarnir 6-X 1983,
Willum Þór Þórsson,
Tryggvi Tryggvason, Vikt-
or Guðmundsson, Sigvaldi
Einarsson, Viðar Þorkels-
son, Gísli Hjálmtýsson, Guð-
mundur Már Kristinsson,
Jónas Skúlason, Hannes
Richardsson og Guðni
Sigurðsson.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Það var þyngra en tárum tæki
að fá þær hörmulegu fréttir
föstudaginn 8. nóvember að ynd-
islegi frændi minni og eini al-
nafni afa okkar hann Þorsteinn
Ólafur Þorsteinsson skyldi á
sjálfan 56 ára afmælisdaginn
sinn hafa orðið bráðkvaddur.
Mann langar að segja svo margt
en skortir orð þó ótal hugsanir
fljúgi í gegnum hugann. Ég
skrifaði margt niður strax þenn-
an dag og tókst þannig á við
sorgarfregnirnar, en mestu af
því held ég fyrir mig sem góðum
minningum.
Það að hann skyldi deyja á
sjálfan afmælisdaginn sinn rifj-
aði upp hjá mér fyrri dagsetn-
ingar í kringum andlát foreldra
minna sem í báðum tilfellum bar
upp á afmælisdaga fjölskyldu-
meðlima, í tilfelli mömmu þá dó
hún á 110 ára fæðingardegi afa
okkar.
Báðir foreldrar Þorsteins
Ólafs náðu háum aldri og faðir
hans náði að lifa öll systkini sín
og verða þeirra elstur nær 98
ára, en einungis tvö ár eru frá
því að hann féll frá. Ég reiknaði
aldrei með öðru en elsku frændi
minn sem var yngstur sinna
systkina, myndi eins og foreldrar
hans ná háum aldri, en enginn
veit sína ævina fyrr en öll er.
Síðastliðið vor hittumst við af
frændsystkinum sem áttu þess
kost, barnabörn Jónu og Ólafs á
Hlaðhamri. Þarna voru saman-
komin 12 af þeim 18 sem komust
á legg, sá númer 13 í aldursröð-
inni er nú farinn frá okkur.
Þeirra sem ekki gátu komist til
að hittast þarna í vor var sárt
saknað en enginn þar held ég
hafi reiknað með öðru en að við
myndum öll ná að hittast síðar.
Ég man eftir frænda frá því
hann kom í heimsóknir í sveitina
meðan hann var ennþá barn og
mér fannst alltaf svo gaman að fá
frændsystkini mín í heimsókn og
fannst þau alltaf staldra of stutt
við. Á fullorðinsárum þá lágu
leiðir okkar oftast saman af til-
viljun og þá gjarnan vegna þess
að við sóttum sömu viðburði. Hin
síðari ár hittumst við oft á kynn-
ingarfundum hjá KPMG og tók-
um alltaf smá tal saman í lok
fundar. Ég minnist þess alltaf
hvað hann var traustur, hlýr og
með ljúfa og þægilega nærveru.
Minning um yndislega ljúfan og
góðan mann lifir. Hvíl í friði,
elsku frændi.
Ég votta systkinum hans, eig-
inkonu og börnum mínum inni-
legustu samúð og vona að góður
guð veiti ykkur styrk.
Jón frá Máskeldu.
Elsku frændi, þetta var svo
allt of fljótt. Skrítið þetta líf, ein-
hvern veginn gerir maður ráð
fyrir svo miklu meiri tíma, enda-
lausum tíma.
Veit hreinlega ekki hvar ég á
að byrja, því mér er orðavant.
Minningarnar frá því í sveit-
inni í gamla daga, þú mættur að
sunnan, alltaf brosandi og kátur,
með skemmtilegan húmor, pró-
fessorlegur, metnaðargjarn og
klár. Birtist allt í einu niðri á túni
og byrjaðir að hjálpa til í hey-
skapnum að tína til bagga, eða í
fjárhúsunum að moka skít. Úti-
lega stórfjölskyldunnar niðri við
sjó á Hlaðhamri, þá var nú gam-
an. Svo liðu árin ég fór í Verzló
(skólann þinn) og þú mættur að
hjálpa til, aðstoðaðir við ensk-
unám og hagfræðina, ekkert
nema sjálfsagt að koma frænku
sinni til aðstoðar og það þyrfti nú
ekki mikið til, að þinni sögn. Svo
leið tíminn þú byrjaðir að vinna
hjá Air Atlanta. Ég líka, við hitt-
umst oftar og áttum margar
skemmtilegar samverustundir.
Ég man eftir skemmtilegum
kvöldum úti að borða í Madrid og
það verður skrítið að vera stödd í
þar þegar að þú verður jarðsung-
inn. Við áttum líka margar góðar
stundir saman í seinni tíð, auk
fjölda símtala þar sem farið var
yfir stöðuna hjá öllum í stórfjöl-
skyldunni og alltaf var stutt í
húmorinn og hláturinn.
Ég man þegar að þú hringdir í
mig og sagðir mér frá Svönu
Berglindi, þú varst yfir þig ást-
fanginn, síðar buðu þið til brúð-
kaupsveislu og hamingjan sveif
yfir fallegu brúðhjónunum.
Elsku Óli enn og aftur erum
við minnt á hvað lífið er hverfult
og hversu mikilvægt það er að
njóta hvers dags. Ég gæti rifjað
upp endalausar minningar en læt
hér við sitja og þakka samfylgd-
ina. Þín verður svo sannarlega
saknað.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sendi ég Svönu Berg-
lindi, Elísabetu Sóldísi, Bríeti
Mjöll, Alexöndru og öllum að-
standendum.
Sólin blessuð sígur rauð til viðar,
glóa á lofti gullin ský,
grátklökk áin niðar.
Haustið nálgast, hríð og vetrarrosinn,
senn er ekki sólar von,
senn er áin frosin.
Lóan horfin, lokið söngvafulli,
rökkvar hér, en suðræn sól
sveipar hana gulli.
Ógnar myrkrið oss á norðurströndum,
innra grætur óðfús þrá
eftir suðurlöndum.
Eigum vér þá aðeins myrkar nætur,
enga fró né innri hvíld,
engar raunabætur?
Himinn yfir. Huggast þú, sem grætur.
Stjörnur tindra, geislar guðs,
gegnum vetrarnætur.
Vetrarnóttin varla mun oss saka,
fyrst að ljósin ofan að
yfir mönnum vaka.
(Stefán frá Hvítadal)
Þessi á líka svo einstaklega vel
við um þig:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þín frænka,
Ingibjörg Ólöf Vilhjálms-
dóttir (Inga Lóa).
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Það er til mynd af Þorsteini
Ólafi sem lýsir honum mjög vel.
Við erum saman á fundi í útlönd-
um í flugvélabraski. Þetta er í
lok fundar eftir langan en árang-
ursríkan dag. Ég og Þorsteinn
Ólafur sitjum saman við fundar-
borð og við hlið okkar eru flug-
vélaeigendurnir sem við vorum
að semja við. Við erum allir í
jakkafötum með bindi, nema
Þorsteinn Ólafur. Hann er fyrir
löngu búinn að fara úr jakkan-
um, losa um bindið og bretta upp
ermarnar. Við erum allir með
autt borð fyrir framan okkur,
nema Þorsteinn Ólafur. Það er
bunki af skjölum fyrir framan
hann, sum á ská og skjön, tölva,
reiknivél og útkrotuð minnisblöð.
Við erum allir brosandi, nema
Þorsteinn Ólafur. Hann tekur
ekki eftir myndavélinni og er enn
að gjóa augunum á skjala-
bunkann, vafalaust um það bil að
hnippa í mig og benda á enn einn
möguleika til að ná betri kjörum
eða spara pening. Þannig var
hann vinur minn, Þorsteinn Ólaf-
ur. Vinnusamur, klókur og soldið
utan við sig. Hann var einstak-
lega góður vinnufélagi þau 25 ár
sem við störfuðum saman. Það
var ekki til betri maður til að
hafa með sér á fundi eða í við-
skiptum. Traustur, ósérhlífinn,
rökfastur og mátulega frekur.
Síðustu tíu árin tókum við að
okkur mjög flókin og erfið verk-
efni en Þorsteinn Ólafur lét aldr-
ei bilbug á sér finna og hann
vann sig í gegnum þrautirnar
með mér með sóma. Við vorum
ekki aðeins samferða í viðskipt-
um, heldur samhuga. Hans inn-
sýn og ráðgjöf var mér ómetan-
leg. Svo gat hann líka verið svo
ótrúlega fyndinn og skemmtileg-
ur. Það var aldrei leiðinlegt að
vera með honum á löngum ferða-
lögum og þegar kvöldaði og við
sátum saman í flugvél og röbb-
uðum saman, í myrkri og kyrrð,
þá sá ég hversu mikill fjölskyldu-
maður Þorsteinn Ólafur var og
hve mikið hann unni stelpunum
sínum.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi)
Ég er stoltur af því að hafa átt
Þorstein Ólaf sem vin. Hann var
bakhjarl í mínu lífi og hans er
sárlega saknað. Guð blessi þig og
geymi, vinur.
Við Susan vottum fjölskyldu
hans, Svönu og Bríeti, okkar
innilegustu samúð.
Magnús Gylfi.
Það var mikið áfall að frétta af
ótímabæru andláti Þorsteins
Ólafs Þorsteinssonar, félaga okk-
ar í Framsóknarflokknum, nú
fyrr í mánuðinum. Hann hafði
vissulega átt við veikindi að
stríða að undanförnu og upplýst
okkur um það en jafnframt taldi
hann sig vera að ná heilsu á ný.
Þorsteini Ólafi kynntumst við í
flokksstarfinu fyrir nokkrum ár-
um þegar hann flutti í Hafnar-
fjörð og varð virkur í starfi
flokksins í kjördæminu. Með
okkur Þorsteini Ólafi myndaðist
góður vinskapur. Hann hafði
margt fram að færa og vildi hafa
áhrif, hann viðraði hugmyndir
sínar og skoðanir, hrósaði því
sem honum fannst vel gert og
gagnrýndi það sem betur mætti
fara. Þetta gerði hann af ein-
lægni og hreinskiptni. Hann var
sérstaklega talnaglöggur og ná-
kvæmur en glettnin var ekki
langt undan og bar hann með sér
jákvætt viðhorf.
Það var ávallt gott að leita til
Þorsteins með ýmis málefni, ekki
síst hvað varðaði fjármál. Þor-
steinn hafði sérþekkingu á fjár-
málastjórnun og rýndi hann árs-
reikninga og fjárhagsáætlanir
Hafnarfjarðarbæjar í bak og fyr-
ir og sendi í kjölfarið minnis-
punkta sem komu að góðum not-
um.
Þorsteinn gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Fram-
sóknarflokkinn, nú síðast sem
stjórnarmaður í Framsóknar-
félagi Hafnarfjarðar og skoðun-
armaður reikninga hjá Kjör-
dæmissambandi framsóknar-
manna í Suðvesturkjördæmi.
Það er skarð fyrir skildi þegar
Þorsteins Ólafs nýtur ekki við.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Það er gott að minnast Þor-
steins Ólafs Þorsteinssonar og
þökkum við að leiðarlokum hans
góða framlag í þágu Framsókn-
arflokksins.
Við biðjum Guð að blessa
minninguna um góðan dreng og
vottum eiginkonu, börnum og
öðrum syrgjendum okkar dýpstu
samúð.
Ágúst Bjarni Garð-
arsson, formaður bæj-
arráðs í Hafnarfirði,
Hildur Helga Gísladótt-
ir, formaður
Kjördæmissambands
framsóknarmanna
í Suðvesturkjördæmi.
Minn trausti og góði vinur,
Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson,
hefur skyndilega verið kallaður á
brott langt fyrir aldur fram.
Við vorum samferða í við-
skiptafræðinámi við Háskóla Ís-
lands á níunda áratugnum. En
það var fyrst sumarið 1986 sem
kynnin urðu nánari en þá hittist
svo á að við fengum báðir sum-
arvinnu í Helsinki á vegum
skiptinemasamtaka viðskipta-
fræðinema. Skemmst er frá því
að segja að þar tókst með okkur
góð vinátta sem hefur haldist
óslitið síðan. Margar góðar
minningar á ég frá þessu við-
burðaríka sumri. Ein stendur þó
upp úr og hefur oft verið rifjuð
upp í góðra vina hópi. Hún lýsir
líka Steina vel en hann bar á
stundum lítið skynbragð á tím-
ann og átti til að vera á síðustu
stundu.
Þannig var mál með vexti að
Steini var við starfsnám hjá Nor-
ræna fjárfestingarbankanum og
bauð aðstoðarbankastjóra og
konu hans í kvöldmat enda flink-
ur og góður kokkur. Hann bað
mig að aðstoða sig en mig setti
hljóðan þegar við komum heim
til hans um klukkutíma fyrir
matarboðið en undirbúningi var
að mestu lokið að hans sögn.
Allt var á rúi og stúi í íbúðinni
og steikin gaddfreðin inni í
frysti. Steini var samt sallaróleg-
ur og einhvern veginn tókst
þetta allt saman og gestirnir fóru
ánægðir heim.
Eftir þetta sumar hittumst við
reglulega. Ég var tíður gestur í
Orrahólunum, þegar hann bjó
þar, og oft var glatt á hjalla.
Steini var liðtækur í fótbolta og
spilaði með okkur nokkrum
gömlum MK-ingum og ekki má
gleyma billiard-kvöldunum okk-
ar. Það var stutt í hans breiða
bros og smitandi hlátur og gam-
an að vera með honum.
Hin seinni ár höfum við haldið
stöðugu sambandi og það voru
uppi áætlanir um aukin sam-
skipti milli okkar hjóna og Steina
og Svönu en við áttum báðir
sumarbústaði í Kjósinni.
Steini var mikill fagmaður í
sínu starfi hvort sem það var við
endurskoðun á fyrri hluta starfs-
ferils síns eða flugreksturinn á
seinni hlutanum. Það var gott að
leita til hans og fá ráð með allt
sem sneri að rekstri fyrirtækja
og skattamála. Hann vann mikið
og var tíðum erlendis. Maður
skynjaði að á stundum var álagið
mikið þótt hann gerði ætið lítið
úr því.
Aðeins tveimur vikum fyrir
dauða sinn kom hann í heimsókn
til mín á skrifstofuna og áttum
við langt og gott spjall og kvödd-
umst með faðmlagi sem hafði
aldrei gerst áður; hann kvaddi
með þessum orðum: „Ég ætla að
knúsa þig áður en ég fer“.
Nú er hann farinn fyrir fullt
og allt og hans verður sárt sakn-
að um ókomin ár.
Við Fríða sendum Svönu og
dætrum hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jón Magnús Kristjánsson.
Elsku Jóna.
Ekki hefði ég
trúað því að
tveggja tíma spjall-
ið okkar í síma rúmri viku áður
en þú lést yrði okkar síðasta
samtal. Þú varst að segja mér
hvað þú varst búin að ákveða
varðandi ferminguna hennar
Hjördísar í ágúst á næsta ári
þetta var svo akkúrat Jóna búin
að skipuleggja allt með löngum
fyrirvara. Ég kynntist þér fljót-
lega eftir að við Stefán fórum að
vera saman og með okkur varð
mikill og góður vinskapur og
fórum við oft í heimsókn til ykk-
ar í Garðabæinn. Við vorum
alltaf velkomin til ykkar sama
Jónanna
Bjarnadóttir
✝ JónannaBjarnadóttir
fæddist 17. júlí
1973. Hún lést 30.
október 2019.
Útför Jónönnu
fór fram 20. nóv-
ember 2019.
hvort það var
gamlárskvöld eða
einhver annar dag-
ur. Þú tókst Sæ-
rúnu minni alltaf
eins og einni af
fjölskyldunni og
Magga var í miklu
uppáhaldi hjá þér
eftir að hún fædd-
ist og þú tókst
hlutverkið skírnar-
vottur mjög alvar-
lega. Alltaf varstu til í að leyfa
Möggu að vera hjá þér ef við
þurftum á að halda og það voru
alltaf tilhlökkunardagar því hún
mátti allt. Þú varst mjög hrein
og bein og lést engan vaða yfir
þig ef þér mislíkaði hvernig ein-
hver kom fram við þig, Arnar
eða stelpurnar þá var hinn sami
„Jónaður“ eins og við kölluðum
það, þú stóðst sko með þínu
fólki. Þú varst svo mikil fjöl-
skyldumanneskja og gerðir allt
fyrir stelpurnar ykkar þær
Hugrúnu og Hjördísi. Tókst
alltaf virkan þátt í því sem þær
voru að gera. Þetta er ómet-
anlegt fyrir þær í dag. Þið Arn-
ar voruð svo samrýnd og voruð
saman nánast allan sólarhring-
inn enda blómstraði fyrirtækið
ykkar JB art vel. Allt sem þið
tókuð ykkur fyrir hendur var
alltaf gert eins fullkomið og
hægt var. Það voru margar
gæðastundirnar sem þið áttuð
eftir að þið fluttuð til Spánar þú
aftur byrjuð að mála og lífið
brosti við ykkur. Eins og þú
sagðir við mig í síðasta spjallinu
að þú værir orðin svo sátt að
hafa flutt út til Spánar og
hlakkaðir til að sýna okkur allt
saman þegar við kæmum út til
ykkar. Við lofuðum hvor annarri
að láta ekki líða langt á milli
símtala og að ég ætti að vera
duglegri að senda snöpp svo þú
misstir ekki af öllu því sem
stelpurnar væru að gera.
Elsku Arnar, Hugrún, Hjör-
dís og fjölskyldan öll mínar
dýpstu samúðarkveðjur til ykk-
ar.
Minningin um yndislegu Jónu
mun alltaf lifa í hjarta okkar.
Við verðum alltaf til staðar
fyrir ykkur.
Takk fyrir allt, elsku Jóna,
Lára Margrét.