Morgunblaðið - 23.11.2019, Síða 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Til að bregðast við
fjölgun ferðamanna
hér landi og aukinni
þörf á átaki í innviða-
uppbyggingu vegna
hennar hefur frá 1.
janúar 2012 sérstakur
skattur, gistinátta-
skattur, verið lagður á
sölu þeirrar gistingar
sem ber virðisauka-
skatt. Röksemdir fyrir sérstakri
skattheimtu á ferðamannaiðnaðinn
eru eðlilega mismunandi eftir lönd-
um en markmið með álagningu
gistináttaskattsins hérlendis er að
stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og
verndun fjölsóttra ferðamanna-
svæða, friðlýstra svæða og þjóð-
garða.
Gistináttaskatturinn er lagður á
hverja selda gistináttaeiningu en
slík eining er skilgreind sem leiga á
gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring
en þó skemur en einn mánuð. Skatt-
urinn nemur fastri fjárhæð á hverja
selda einingu og var upphaflega 100
kr. en hefur verið 300 kr. frá haust-
inu 2017. Þannig er lagður á 300 kr.
skattur á kaupanda gistingar óháð
því hvort um er að ræða fimm
stjörnu hótel á höfuðborgarsvæðinu
eða tjaldstæði á landsbyggðinni,
gjaldið er ávallt það sama. Þrátt
fyrir að slíkt skjóti skökku við er
það ekki það sem hefur vakið sér-
staka athygli undirritaðra heldur sú
staðreynd að gistináttaskatturinn
ber virðisaukaskatt (11%). Skatt-
urinn ber þannig skatt og 300 kr.
gistináttaskatturinn nemur því í
raun fyrir kaupanda gistingar alls
333 kr. Þá verður ekki séð að slíkt
sé raunin hjá þeim ríkjum sem við
berum okkur helst saman við enda
verður álagning skatts á skatt að
teljast afar óvenjuleg. Það að skatt-
ur myndi stofn til virðisaukaskatts
rímar illa við grunnreglur þeirra
fræða er liggja að baki skattarétti.
Í lögum um gistináttaskatt segir
eingöngu að gistináttaskatturinn
myndi stofn til virðisaukaskatts. Í
lögskýringargögnum þeim er fylgdu
frumvarpi því er varð að lögunum
er ekki minnst á þetta atriði einu
orði, hvorki til skýringar né árétt-
ingar. Upphaflegt frumvarp kvað þó
á um gistináttagjald en heitinu var
breytt í meðförum efnahags- og við-
skiptanefndar í gistináttaskatt með
þeirri athugasemd að „gjaldið væri
skattur en ekki þjónustugjald“.
Nefndin fjallaði hins vegar ekki um,
útskýrði eða færði rök fyrir að
skatturinn bæri virðisaukaskatt.
Í gistináttaskattslögunum segir
að að því leyti sem ekki er kveðið á í
lögunum sjálfum um álagningu og
fleiri atriði skuli ákvæði virðisauka-
skattslaga gilda, eftir því sem við
getur átt. Sé litið til virðisauka-
skattslaga, og þá sérstaklega þeirra
ákvæða sem skilgreina skattstofn til
álagningar virðisaukaskatts, sést að
þar er horft til verðs við sölu á
vörum og verðmætum, skattskyldri
vinnu og þjónustu. Skattverðið mið-
ast þannig við heildarendurgjald
eða heildarandvirði hins selda án
virðisaukaskatts. Þó er tekið fram
að til skattverðs teljist samkvæmt
virðisaukaskattslögunum m.a. skatt-
ar og gjöld samkvæmt öðrum lögum
sem á hafa verið lögð á fyrri
viðskiptastigum eða greidd hafa
verið við innflutning til landsins eða
virðisaukaskattsskyldur aðili eigi að
standa skil á vegna sölu. Í fyrstu
væri unnt að halda því fram að
gistináttaskatturinn gæti fallið
þarna undir en við frekari skoðun er
slíkt verulegum vafa undirorpið.
Séu skýringar og athugasemdir
með virðisaukaskattslögunum rýnd-
ar þykir einsýnt að vilji löggjafans
hafi legið til þess að einfalda inn-
heimtukerfi virðisaukaskatts þar
sem skráður aðili á fyrri stigum við-
skipta þyrfti oft að skila inn ýmsum
gjöldum, s.s. framleiðslutollum (áð-
ur einnig vörugjöldum), af fram-
leiðslu sinni. Þessi gjöld hafi síðan
myndað hluta af söluverði hins
skráða söluaðila til skráðs kaup-
anda, t.d. smásala, sem veit ekki hve
há gjöldin voru. Þannig segir lög-
gjafinn að einfaldast væri að gjöldin
teldust hluti af söluverði skráðs
söluaðila og að virðisaukaskatturinn
reiknaðist af heildarfjárhæð söl-
unnar að meðtöldum þessum gjöld-
um. Reglan hafi það markmiði að
skráður kaupandi fái til frádráttar
innskatt af hærri fjárhæð og sölu-
aðili skili samsvarandi hærri út-
skatti í ríkissjóð en verið hefði ef
nettóaðferð hefði verið beitt. Að
endingu segir að niðurstaðan væri
sú sama fyrir ríkissjóð. Slíkt á þó
ekki við í tilviki gistináttaskatts
enda kaupandi gistingar sjaldnast
virðisaukaskattsskyldur aðili sem
fær til frádráttar innskatt af álagn-
ingu virðisaukaskatts á gistinátta-
skatt. Í þessu skyni þarf vart að
nefna að ákvæði stjórnarskrárinnar
um skýrleika skattlagningarheim-
ildar eru nokkuð afgerandi, þ.e. að
ekki megi leggja á neinn skatt nema
heimild sé fyrir því í lögum.
Með vísan til alls þessa verður að
telja að hafi vilji löggjafans ótvírætt
verið sá að leggja virðisaukaskatt á
gistináttaskatt á fyrsta viðskipta-
stigi hefði slíkt þurft að koma fram
með skýrum og ótvíræðum hætti,
annaðhvort í lögunum sjálfum, at-
hugasemdum með frumvarpi því er
varð að lögunum eða í sjálfum
virðisaukaskattslögunum.
Gistináttaskattur –
er rétt að skatt-
leggja skatt?
Eftir Margréti
Ágústu Sigurðar-
dóttur og Jón Inga
Ingibergsson
Jón Ingi
Ingibergsson
»Um er að ræða grein
skattasérfræðinga
hjá PwC (Pricewater-
houseCoopers) þar sem
vakin er athygli á óeðli-
legri skattlagningu vsk.
á gistináttaskatt.
Margrét Ágústa er lögfræðingur á
skatta- og lögfræðisviði PwC. Jón
Ingi er sviðsstjóri skatta- og lög-
fræðisviðs PwC. Bæði eru sérfræð-
ingar í skattarétti.
margret.a.sigurdardottir@pwc.com
Margrét Ágústa
Sigurðardóttir
Samtök fyrirtækja í
velferðarþjónustu,
Læknafélag Reykja-
víkur, Félag sjúkra-
þjálfara, Samtök heil-
brigðisfyrirtækja og
Tannlæknafélag Ís-
lands eiga það sameig-
inlegt að semja við
Sjúkratryggingar Ís-
lands (SÍ) um þjón-
ustu. Í sumar óskuðu þessir aðilar
sameiginlega eftir því við
endurskoðunarfyrirtækið KPMG að
það framkvæmdi formlega úttekt á
starfsumhverfi þessara þjónustu-
veitenda í íslenska heilbrigðiskerf-
inu. Ástæðan er þeir miklu ann-
markar sem þessir aðilar upplifa í
því kerfi sem ríkið viðhefur við þjón-
ustukaup sín og hefur úttekt KPMG
staðfest þá annmarka að mati und-
irritaðra.
Verulegir fjármunir í húfi
Til að varpa enn frekara ljósi á
umfang þjónustukaupa ríkisins á
heilbrigðis- og velferðarþjónustu
nema kaupin, bara af þeim aðilum
sem heyra undir Samtök fyrirtækja
í velferðarþjónustu (SFV), um 15%
af því heildarfjármagni sem ríkið ver
til heilbrigðismála á ári. Innan SFV
eru m.a. langflest hjúkrunarheimili
landsins, SÁÁ, Krabbameinsfélagið
og fleiri og mynda þessi aðildarfélög
samanlagt fjölmennasta vinnustað
sjúkraliða á öllu landinu og annan
fjölmennasta vinnustað hjúkrunar-
fræðinga á eftir Landspítalanum.
Skortir stefnumótun, undir-
búning og þarfagreiningar
Í úttekt KPMG kemur m.a. fram
að ríkið þurfi að huga mun betur að
undirbúningi innkaupa sinna hjá
þeim aðilum sem úttekt KPMG
fjallar um, m.a. með ítarlegri þarfa-
greiningu. Þá eru vinnubrögð og
fyrirkomulag innkaupanna óskýrt,
starfsumhverfi þjónustuveitendanna
ótryggt og hlutverk og ábyrgð
þeirra sem annast innkaupin af hálfu
ríkisins óskýrt. Enda segir í úttekt-
inni að ekki sé hægt að lesa úr nú-
verandi stöðu hvert Sjúkratrygg-
ingar stefni með fyrirkomulagi
innkaupanna. Þá kemur einnig fram
að vegna skorts á mannafla sé tak-
mörkuð fagþekking hjá SÍ til að ann-
ast greiningar ásamt gerð samninga
og eftirliti með þeim. Á þessi atriði
hefur Ríkisendurskoðun áður bent
en lítið virðist hafa færst til betri
vegar.
Verulegur aðstöðumunur
kaupanda og seljenda
Að mati KPMG er nauðsynlegt að
kallað verði eftir forgangsröðun
heilbrigðisráðherra þar sem það á
við, ásamt ákvörðun um það hvaða
þjónusta skuli eingöngu veitt á
sjúkrahúsum og hvaða þjónustu aðr-
ir skuli veita. Þá mælir KPMG einn-
ig með því að metið verði hvaða
samninga- eða innkaupaleið henti
fyrir hvern og einn aðila og að mark-
aðurinn verði jafnframt upplýstur
um það hvernig SÍ hyggist standa að
innkaupum á mismunandi þjónustu.
Jafnframt bendir KPMG á að setja
þurfi raunhæfa tímaramma fyrir
samningaviðræður. Einnig að form-
legur farvegur þurfi að vera til stað-
ar fyrir ágreiningsmál milli kaup-
anda og seljenda þjónustunnar líkt
og tíðkast í ágreiningi á almennum
vinnumarkaði, t.d. með aðkomu
sáttasemjara. Enda má ekki gleyma
því að hér er um „einkeypismarkað“
að ræða, þar sem er einn kaupandi
og margir seljendur, nokkurs konar
einokunarmarkaður og aðstöðu-
munur kaupanda og seljenda er
verulegur. Fjölmargar aðrar ábend-
ingar koma fram í skýrslu KPMG
sem hægt er að hlaða niður og kynna
sér af vef SFV, samtok.is.
Ráðist verði í nauðsyn-
legar umbætur
Samtök fyrirtækja í velferðar-
þjónustu hvetja stjórnvöld og stofn-
anir til að skoða vel ofangreindar
ábendingar og beita sér fyrir því að
koma á samningaviðræðum sem
byggja á gagnkvæmu trausti og
virðingu þannig að ferlið við kaup á
heilbrigðisþjónustu verði með eins
markvissum og gegnsæjum hætti og
mögulegt er. Með því móti næst
markmiðið um að fjármagn nýtist
sem best við að hámarka gæði og
verð þjónustunnar fyrir þá ein-
staklinga sem nýta sér hana, sem er
jú megintilgangurinn.
Vanda þarf betur til kaupa
ríkisins á heilbrigðisþjónustu
Eftir Eybjörgu
Hauksdóttur og
Pétur Magnússon
» Stjórnvöld og stofn-
anir eru hvött til að
skoða vel ábendingar
KPMG og beita sér fyrir
nauðsynlegum umbót-
um sem skapað geta
traust.
Eybjörg Hauksdóttir
Höfundar eru framkvæmdastjóri
og formaður SFV.
Pétur Magnússon
Allt um sjávarútveg
Atvinna