Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 39

Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 ✝ Jóhann Kára-son fæddist á bænum Víðidalsá í Steingrímsfirði 12. maí 1935. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eyri á Ísafirði 18. nóvem- ber 2019. Foreldrar Jó- hanns voru Kári Sumarliðason, f. 1902, d. 1979, og Helga Jasonardóttir, f. 1905, d. 1981. Systkini Jóhanns eru fjögur; þau Maríus Kárason, f. 1936, Guðrún Káradóttir, f. 1942, Ástríður Káradóttir, f. 1945, og fóstursystirin Jak- obína Guðmundsdóttir, f. 1950. Á aðfangadegi jóla árið 1963 giftist Jóhann eftirlifandi eigin- konu sinni Ragnheiði Ingi- björgu Guðbjartsdóttur (Haddý). Hún er fædd í Ásbyrgi á Ísafirði 11. nóvember 1937. Foreldrar Ragnheiðar voru Guðbjartur Ásgeirsson, f. 1899, d. 1975, og Jónína Þóra Guð- bjartsdóttir, f. 1902, d. 1988. Börn Jóhanns og Ragnheiðar eru: 1) Gunnar Árnason, f. 1960, giftur Kristjönu Helgu Jónasdóttur, og eru börn þeirra; Sandra Bergmann, Það var svo fyrir tilviljun að Jó- hann hitti frænda sinn sem var lögreglumaður á Ísafirði. Sagði hann þá vanta mann í afleys- ingar og úr varð að Jóhann fór vestur. Frá 1. júní 1962 starfaði hann hjá lögreglunni, fyrst um sinn aðeins í sumarafleys- ingum, og þá á veturna m.a. við beitningar, í vélsmiðjum sem og við dyravörslu í Sjallanum á Ísafirði um helgar. Eftir að Jó- hann lét af störfum í lögregl- unni 1. janúar 1974 keypti hann vörubíl og vann við keyrslu í nokkur ár. Einnig var hann með umboð fyrir Egils öl í rúm þrjú ár auk þess að eiga sölu- skálann Brúarnesti. Í marsmán- uði 1978 hóf Jóhann störf sem verkstjóri í fiskmóttöku hjá Norðurtanganum og vann hjá þeim til októbermánaðar 1996. Jóhann var einn af stofn- endum Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum og var formaður þess frá stofndegi árið 1990 til ársins 2010. Beitti hann sér fyr- ir margvíslegum hagsmunum hjartasjúklinga á svæðinu á þessum 20 árum. Jóhann og Ragnheiður hófu búskap í Ásbyrgi en reistu sér svo fljótlega myndarlegt hús á Engjavegi 8. Útför Jóhanns Kárasonar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 23. nóvember 2019, og hefst at- höfnin klukkan 11. Katrín og Daníel Ingi. 2) Jón Guð- bjartur, f. 1962, giftur Ingibjörgu Guðrúnu Heið- arsdóttur og er barn þeirra Heiðar Birnir. 3) Kári Þór Jóhannsson, f. 1964, í sambúð með Jennifer Smith. 4) Helga Björk Jó- hannsdóttir, f. 1965, gift Júlíusi Ólafssyni og eru börn þeirra; Jóhann Davíð, Sandra Rún, Helena, Lilja og Viktor. 5) Sigríður Ragna Jó- hannsdóttir, f. 1970, gift Guð- mundi Hrafnssyni og eru börn þeirra; Jóhann Örn og Dagur Atli. Jóhann bjó ásamt fjölskyldu sinni á Víðidalsá til ársins 1947 er þau fluttu til Hólmavíkur þar sem foreldrar hans höfðu keypt lítið hús er hét Litla Hella. Jó- hann gekk í Barnaskólann á Hólmavík en strax daginn eftir fermingu fór hann að vinna í frystihúsinu á staðnum og á næstu árum hvar sem vinnu var að hafa. Haustið 1959 hélt Jó- hann til Hafnarfjarðar og fór að vinna í vélsmiðjunni Kletti en hóf jafnframt nám í vélsmíði. Elsku besti pabbi minn. Það er komið að kveðjustund, eftir langvarandi veikindi sem þú tókst á við af æðruleysi. En þar til kallið kom og á meðan þú hafðir heilsu til þá nýttir þú tímann þinn vel í að undirbúa ýmsa þætti sem þú vildir koma á framfæri til afkomenda þinna. Æviminningar þínar sem þú lagðir mikla vinnu í að skrá nið- ur og gafst okkur síðan útprent- aðar þegar þú varst 75 ára eru þar á meðal. Þær ylja og halda minningu þinni lifandi í huga okkar sem þig nú syrgja. Það er margs að minnast þegar horft er til baka og það fyrsta sem kemur upp í huga mér er þakklæti. Þakklæti fyrir hversu mikið þú lagðir á þig til skapa okkur fjölskyldunni gott æskuheimili á „Áttunni“. Það hús lagðir þú mikla vinnu í og skráðir niður hverja vinnustund. Ég skil það svo vel hversu mikla þýðingu húsið hafði fyrir þig, enda sagðist þú ekki vilja fara þaðan nema láréttur. Þú dvaldir ekki nema nokkrar vik- ur á öðrum stað sökum heilsu- brests áður en þú kvaddir þenn- an heim og segir það okkur margt. Ég lofaði þér fyrir um tveimur árum að áður en þú yrðir borinn til hinstu hvílu inn í Réttarholt, að keyrt yrði með þig fram hjá „Áttunni“ og verð- ur það loforð efnt. Þú veist líka, pabbi minn, að við systkinin fimm hugsum áfram vel um mömmu. Þér var mikið umhugað um að henni liði vel. Hún var stóra ástin í lífi þínu, kletturinn þinn í gegnum árin, veikindi þín og annaðist hún þig af mikilli alúð og sá alltaf til þess að þú fengir líkt og við hin nóg að borða. Við sáum til þess, að þinni ósk, að hún fengi fallegan blóm- vönd frá þér nýlega í tilefni af- mælis hennar. Hann stendur enn í blóma og minnir okkur á þig og ást þína til hennar. Þú fylgdist líka alltaf vel með barnabörnum og barnabarna- börnum þínum og spurði oft „hvað er að frétta?“ Þér var umhugað um að þau kæmust vel áfram í lífinu. Minningin um ísrúntana okk- ar tvo núna undir það síðasta, á meðan þú gast notið, er mér dýrmæt. Þú kenndir mér svo margt og fyrir það er ég þakk- lát. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Með hjartans kveðju, þín dóttir Helga. Elsku pabbi, nú hefur þú loks fengið hvíldina góðu og lausn frá öllu því böli sem margra ára heilsubrestur lagði á þig. Ég trúi því að nú líði þér vel í Guðs örmum í ljóssins heimi. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Matthías Jochumsson) Pabbi var aðeins 52 ára gam- all þegar hann þurfti að fara í stóra hjartaaðgerð á Brompton- sjúkrahúsinu í London. Sagði hann okkur kostulegar sögur af dvölinni þar. Ein frásögnin var um það þegar hann þurfti að leita að vatni svo hann gæti þvegið sér fyrir aðgerðina. Frosið hafði í vatnsleiðslum sjúkrahússins og því ekkert vatn að fá í sturtunni. Fann pabbi loks vatn í annarri álmu og hraðsuðuketil sem hann fyllti. Arkaði hann því næst í sturtuklefann, setti vatnið dýr- mæta í lítinn plastbala sem hann hafði fundið og þreif sig með sápu sem hann hafði tekið með að heiman. Glansandi hreinn og fínn var hann þá tilbúinn fyrir hjartaaðgerðina. Óhætt er að segja að aðgerðin hafi tekist vel því stállokan sem hann fékk og átti að duga í um 15 ár dugði í rúm 32 ár! Síðustu átta ár voru pabba erfið. Heilsan gaf sig alltaf meir og meir. Það var sárt að horfa upp á pabba líða svona og í raun tærast upp en dugnaður mömmu sem annaðist veikan eiginmann sinn í öll þessi ár er ótrúlegur. Annar eins dugnaðar- forkur og kvenskörungur er vandfundinn. Ég vil fyrir hönd fjölskyld- unnar þakka öllum þeim fjöl- mörgu aðilum sem á einn eða annan hátt komu að málum pabba í gegnum tíðina. Þær voru ófáar læknisheimsóknirn- ar, blóðprufurnar og hjartalínu- ritin sem hann fór í. Alls staðar var honum vel tekið og vel sinnt. Það sama á við um að- stoðina sem hann fékk hjá starfsfólki heimahjúkrunar, legudeildar sjúkrahússins og hjúkrunarheimilisins Eyri. Allir þessir aðilar sinntu pabba af mikilli fagmennsku, hlýju og natni. Hafið hjartans þakkir fyr- ir öllsömul. Hjartans mál voru pabba hugleikin. Hann var einn af stofnendum Félags hjartasjúkl- inga á Vestfjörðum og formaður þess í 20 ár. Í samvinnu við aðra kom hann t.d. að styrkveiting- um til sjúklinga, tækjagjöfum til stofnana og reglulegum komum hjartalækna vestur. Það er margs að minnast og margt sem ég gæti ritað um elsku pabba, sem ég leit svo upp til og líkist að svo mörgu leyti. En fyrst og fremst er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa átt þennan ljúfa öðling sem föður og fyrirmynd og líka hvað strákarnir mínir áttu gott samband við afa sinn. Það er okkur núna ómetanlegt að við þrjú skyldum hafa getað kvatt þig, pabbi minn, með kossum og faðmlögum stuttu áður en þú sofnaðir svefninum langa. Ég ætla að enda þessi skrif á sömu orðum og þú pabbi minn endaðir svo mörg bréf og skýrslur um þín hjartans mál á: Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins. (Orðskviðirnir 4.23) Guð veri með þér, elsku pabbi, og takk fyrir allt. Þín dóttir, Sigríður Ragna (Sigga Ragna). Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur gegnum tíðina. Þú varst okkur alltaf svo góður og kenndir okkur margt. Við bræðurnir munum ávallt minn- ast stunda eins og þegar þú kenndir okkur að lesa, reikna og á klukku, og einnig þegar við sátum saman, spjölluðum og spiluðum Olsen. Þú fylgdist allt- af vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur og studdir okkur. Það var alltaf jafn gott að kíkja inn hjá ykkur Haddý ömmu á Áttunni að láta dekra þar við sig og við munum sakna þess að sjá þig ekki lengur þar og að geta knúsað þig. Við verð- um þó ætíð þakklátir fyrir að hafa fengið að kveðja þig vel og innilega stuttu áður en þú kvaddir þennan heim. Minning um góðan afa mun lifa í hjarta okkar. Elskum þig ávallt, þínir afa- strákar: Jóhann Örn og Dagur Atli. Elsku afi. Þú vildir alltaf allt fyrir fólkið þitt gera og varst svo um- hyggjusamur. Það var gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu á Engjaveginn og fá knús og sjá einlæga brosið þitt, þú áttir nefnilega svo mikla ást og um- hyggju að gefa frá þér til fólks- ins þíns þó að hæglátur værir. Lilja átti gott samtal við þig fyrir rúmur tveimur árum þegar hún ákvað að fara í nám í hjúkr- unarfræði og þú varst svo inni- lega stoltur að fá annan hjúkr- unarfræðing í fjölskylduna. Við gleymum því aldrei hvað þú varst stoltur af okkur systk- inunum og sparaðir ekki orðin við að segja okkur það. Við vit- um að þú fylgist áfram með okkur þó að úr fjarlægð sé. Við eigum eftir að sakna þín. Takk fyrir allt. Sandra Rún, Lilja og Viktor. Kveðja frá Hjartaheillum Jóhann Kárason fæddist á bænum Víðidalsá í Steingríms- firði hinn 12. maí 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 18. nóvember 2019. Jóhann var einn af stofnend- um Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum og var formaður þess frá stofndegi árið 1990 til ársins 2010. Beitti hann sér fyr- ir margvíslegum hagsmunum hjartasjúklinga á svæðinu þessi 20 ár. Fólk fer í sjálfboðaliðastörf af ýmsum ástæðum. Mörgum finnst starfið áhugavert og gef- andi, aðrir vilja láta gott leiða af sér. Sjálfboðaliðastarf getur nefnilega verið lærdómsríkt og þroskandi. Hjartaheill hefur treyst á sjálfboðaliða í sínum röðum frá stofnun samtakanna. Við höfum í því sambandi verið heppinn að fengið í raðir okkar virka þátt- takendur sem hafa mótað um- hverfi sitt og samfélagið okkar. Það ber að þakka. Sjálfboðalið- arnir taka þátt í forvörnum með virkum hætti og stuðla þannig að auknum lífsgæðum lands- manna og betra samfélagi. Góð- ur árangur í forvörnum dregur auk þess úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið til framtíðar. Jóhann hefur verið einn af okkar máttarstólpum og unnið að heilindum og dugnaði í sjálf- boðastarfi sínu á Vestfjörðum í þágu Hjartaheilla. Að sína þakklæti er afar mik- ilvægt í mannlegum samskipt- um og felur í sér jákvæðan hug til þeirra sem þakklætið beinist að. Almennt þarf ekki mikið til. Nóg er að segja orðin „takk fyr- ir“, það er að minnsta kosti ágæt byrjun. Þakklæti er innri upplifun og ytri tjáning. Innra þakklæti lýt- ur að því sem við erum, eigum, höfum og því sem við verðum ekki fyrir t.d. áföllum og fáum að halda heilsu. Þakklæti felst í því að kunna að bera kennsl á það sem virðist sjálfsagt og læra að meta það mikils. T.d. einstaklinga sem hafa með miklu starfi rutt brautina. Hjartaheill þakkar góðum félaga fyrir mikilvægt sjálfboðastarf til áratuga. Stjórn Hjartaheilla, lands- samtaka hjartasjúklinga, sendir fjölskyldu Jóhanns innilegar samúðarkveðjur. Mannsandinn líður ekki undir lok. Minning um góðan félaga mun lifa áfram, líkt og sólin sem gengur til viðar en heldur alltaf áfram að lýsa. Sveinn Guðmundsson formaður. Jóhann Kárason Okkar ástkæri faðir, afi og langafi, ÓLAFUR TH ÓLAFSSON, kennari og myndlistarmaður, lést 16. nóvember á hjúkrunarheimilinu Ási. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudaginn 25. nóvember klukkan 14. Elín Vigdís Ólafsdóttir Hrund Ólafsdóttir Bragi Ólafsson Sigrún Sól Ólafsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær og elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, stjúpfaðir, bróðir, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS HÓLMGEIRSSON vélstjóri, Smyrlahrauni 34, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 25. nóvember klukkan 13. Sveinrún Bjarnadóttir Kristjana Björg Þorsteinsdóttir Kristjana Björg Júlíusdóttir Sigurjón Gíslason Kolbrún Júlíusdóttir Páll Kristjánsson Elma Dögg Gonzales Atli Már Erlingsson Sæunn Björk Þorkelsdóttir Heiðar Páll Atlason Mýa Ýrr Sveinrúnardóttir Simon Skikkild systkini, barnabörn, barnabarnabarn og makar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN SIGURJÓNSDÓTTIR, Sóleyjarima 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 29. nóvember klukkan 13. Sigurjón Einarsson Kristín Einarsdóttir Frosti Gunnarsson Aron Arnarson Snæfríður Birta Björgvinsd. Karen Arnardóttir Alexander Sigurðsson Elsku drengurinn okkar, SVEINN KJARTAN HJARTARSON, lést 16. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju 28. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Bergið. Snjólaug Sveinsdóttir Hjörtur Georg Gíslason og fjölskylda Okkar ástkæri sonur, stjúpsonur, bróðir, mágur og frændi, EINAR HALLDÓR HALLDÓRSSON, lést sunnudaginn 17. nóvember. Hann verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 29. nóvember klukkan 13. Edda Einarsdóttir Einar Már Magnússon Hörður Halldórsson Hólmfríður Jónsdóttir Valgerður Halldórsdóttir Daníel, Elías, Lauren Ævar, Edda og Nanna Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, JOACHIM OSTERHORN, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 26. nóvember klukkan 11. Svanhildur Björk Gilles Björn Gilles Kristjana Osterhorn Jan Meler Silvia Osterhorn Liv, Thorben og Solvey Gilles

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.