Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 36
36 MESSUR Á MORGUN Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 ✝ Hallfríður BáraJónsdóttir fæddist 14. júlí 1922 á Hóli í Sæmund- arhlíð. Hún lést 11. nóvember 2019 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Foreldrar henn- ar voru Jón Sveins- son og Margrét Sigurðardóttir, sem bæði eru látin. Systkini Báru eru: Sigurður sem er eini albróðir hennar, Sveinn, Sigríður og Mar- grét sem öll eru látin. Grétar, Óskar, Bjarni og Magnús kveðja hálfsystur sína samfeðra. Bára giftist Árna Jónssyni,f. 21.4. 1913, d. 10.10. 1972, frá Vatni á Höfða- strönd þann 25. maí 1942. Þau bjuggu alla tíð á Víðmel í Skagafirði. Börn þeirra eru: Jón, giftur Sólbrúnu Friðriksdóttur, sem er látin. Margrét, gift Jóhannesi Sigurjónssyni. Sveinn, giftur Stein- unni Ámunda- dóttur. Amalía, gift Hafsteini Harðarsyni. Steinunn, gift Atla Má Óskarssyni. Afkomendur Báru eru orðnir 49 talsins. Bára verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 23. nóvember 2019, klukkan 13. Elsku hjartans mamma mín, ég vil með nokkrum fátæklegum orðum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjöl- skyldu í gegnum öll þau ár sem við höfum notið þess að hafa þig hjá okkur. Öllum er okkur skammtaður tími hér á jörðu og nú var þinn tími kominn og var orðinn ansi langur. Og á árunum þínum níu- tíu og sjö sem þú hafðir lifað hér á jörðu tókst þú á við mörg stór áföll með svo miklu jafnaðargeði að með ólíkindum var. Alltaf sagðir þú: það er víst ekki um annað að ræða en að halda lífinu áfram. Þú lagðir svo ríka áherslu á að við öll hjálpuðumst að og það munum við gera áfram á meðan við lifum. Ég skil núna vel hvað það hlýt- ur að hafa verið erfitt fyrir þig þegar pabbi dó, þú aðeins fimm- tíu ára og pabbi aðeins 59 ára og búinn að vera veikur í mörg ár. Ég skil það mun betur nú eftir að Sólbrún mín dó fyrir rúmu ári. Þegar pabbi fór frá okkur hefði ég átt að hugsa mun betur um þig en ég gerði, en systkini mín sem voru heima sáu meira um það. Ég verð að minnast örlítið á þær breytingar sem orðið hafa hjá þér frá því að þið pabbi byrj- uðuð að búa á Víðimel með okkur systkinin fimm, sem komu í þennan heim á árunum 1942- 1956. Þá var ekki rafmagn eða heitt vatn og þú þurftir að hita allt vatn á olíueldavél og þvoðir okkur svo í þvottabala því ekkert var baðkarið. Allflest föt sem við eignuðumst saumaðir þú, því bæði var það að mjög lítið var að hafa og svo voru ekki til miklir peningar á þeim tíma til að kaupa föt, þetta fannst þér bara sjálfsagt. Eitt langar mig sérstaklega að minnast á, það var þegar þú einu sinni, fyrir jól, saumaðir á mig buxur, og ég spurði þig hvort ekki væri hægt að setja á bux- urnar rassvasa, sem þú gerðir með hjálp frá konu sem hét Guðný og eftir það kallaði ég hana alltaf Rassvasa-Guðnýju. Ég held að ýmsum þætti það ansi skrítið í dag; þegar búið var að taka upp jólagjafir á jólunum, sem við þurftum að gera varlega, til að skemma ekki pappírinn, að láta börnin brjóta saman jóla- pappírinn og geyma til næstu jóla. En þetta gerðum við lengi Hallfríður Bára Jónsdóttir „Hér vil ég ekki eiga heima, hér er bara hlað,“ er mér sagt að Addi bróðir minn hafi sagt þegar við fjölskyldan fluttum úr sveitinni í litla þorpið Þórshöfn, ég tveggja, hann fimm ára, til ömmu og afa sem bjuggu í hringiðu þorpsins þar sem allt gerðist. Þar var kaupmaðurinn, kaupfélagið, símstöðin, bryggjan og bátarnir, kol og saltskúrar, beitiskúrar, lífið og gangverk þorpsins. Í litlu þorpi má gera allt sem manni datt í hug. Bróðir minn var óhræddur og áræðinn, hvatvís og lét fátt stoppa sig. Þannig man ég hann. Ungur fór hann á sjóinn og strax á ung- lingsaldri eignaðist hann lítinn bát og fór að róa og fiska og leggja inn og ungur gifti hann sig henni Diddu sem varð stoð hans og stytta í lífinu og fæddi honum fimm börn, hvert öðru Árni Ingimar Helgason ✝ Árni IngimarHelgason fæddist 11. nóvember 1935. Hann lést 9. nóvember 2019. Útför Árna fór fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði 18. nóvember. Jarð- sett verður frá Þórshafnarkirkju í dag, 23. nóvember 2019, kl. 15. mannvænlegra. Hann var stoltur af sínu fólki, konunni sinni og börnunum sínum. Þau voru líka stolt af „gamla“ sem þau litu til með á hverjum degi eftir að hann missti Diddu. Þau kunnu að meta dags- verk hans, alla bátana sem hann lét smíða sem urðu hver öðrum glæsilegri en ég kann ekki að tíunda það ferli. Það sem mér fannst svo athyglisvert var þegar hann seldi „stóru“ skipin og keypti sér lítinn Sóma- bát og gerði út frá hinum og þessum stöðum hringinn í kring- um landið. Ég veit ekki betur en að þessi Sómabátur hafi þjónað honum bróður mínum vel langt fram eftir aldri. Hann veiddi það sem mátti veiða hverju sinni. Ég minnist bróður míns með hlýju í hjarta, hann var mér og mínum góður. Ég þakka honum fóstrið á elsta syni mínum. Það var ómetanlegt að komast á sjó með Adda frænda og ég trúi að fleiri ungir piltar hafi notið traustsins og gæskunnar sem hann sýndi þeim. Hann var þrautseigur og þrjóskur og til dæmis móaðist hann við að fara á Hrafnistu og hafði betur. Nú er hvíldin komin, kannski óþarflega snöggt og óvænt en AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Margrét Einarsdóttir syngur einsöng og Jóhann I. Stef- ánsson leikur á trompet. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Aldísar Elvu Sveinsdóttur og Hrannars Inga Arnarssonar. Kaffi, djús og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Inga Steinunn Hennings- dóttir og Jens Elí Gunnarsson ann- ast samverustund sunnudagaskól- ans. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju leiða söng. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um- sjón hafa Sigrún Ósk, Þórarinn og Guðmundur Jens. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson og Steinunn Þor- bergsdóttir djákni þjóna. Laufa- brauðsskurður Hollvinafélagsins eft- ir messu. Tómasarmessa kl. 20. Sr. Bryndís Malla Elídóttir, sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, sr. Ólafur Jón Magnússon og Steinunn Þorbergs- dóttir djákni sjá um altarisþjón- ustuna. Matthías V. Baldursson sér um tónlistarflutning ásamt Páli Magnússyni og að þessu sinni fáum við Hljómsveit KSS í heimsókn. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11. Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jónas Þórir. Hressing eftir stundina. Kvenfélagsmessa kl. 14. Kór Bú- staðakirkju undir stjórn kantors Jón- asar Þóris. Messuþjónar og Hólm- fríður djákni þjóna. Kaffi eftir messuna. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Gunnar Sigurjónsson. Organisti er Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir. Samkór Kópavogs leiðir söng. Matur í safnaðarsal að messu lokinni Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á ís- lensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigil- messa. DÓMKIRKJAN | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Barnastarf á kirkjuloftinu. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnu- dagaskólinn kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr. Þorgeir Arason. Kór Egils- staðakirkju. Organisti er Torvald Gjerde. Kaffisopi eftir messu. Guðs- þjónusta á hjúkrunarheimilinu Dyngju kl. 15.30. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónustan er tileinkuð eldri borgurum. Sr. Svavar Stefánsson prédikar, sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna. Gerðuberg- skórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Veitingar eftir stund- ina. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Mörtu og Ásgeirs. Meðhjálp- ari Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðs- þjónusta kl. 14. Fjallað um hlutverk og gildi þess að segja og heyra sög- ur og um sagnaarf Biblíunnar. Sig- urvin Lárus Jónsson flytur hugleið- ingu í samvinnu við fermingarbörn Fríkirkjunnar. Hjörtur Magni Jó- hannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tón- listina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Kaffiveitingar í safn- aðarheimili að guðsþjónustu lokinni. GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sunna Kristrún djákni þjónar. Barna- og æsku- lýðskór Glerárkirkju syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur kór- stjóra. Undirleikari: Valmar Väljaots. Gospelmessa kl. 20. Gospelraddir Akureyrar syngja. Píanó: Risto Laur. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir leiðir stundina. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir pré- dikar og þjónar. Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng og organisti er Há- kon Leifsson. Kl. 12 verður fræðsludagskrá um Bob Dylan og trúarstef í verkum hans. Fríða Dís Guðmundsdóttir, söngkona og Finn- björn Benónýsson gítarlekari flytja valin lög eftir Dylan. Sr. Henning Emil Magnússon flytur erindi um lífsspeki Bob Dylan. Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frosta- dóttir. Undirleikari er Stefán Birki- sson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifs- son og Vox Populi leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Ásta Haraldsdóttir, Kirkjukór Grens- áskirkju og María G. Ágústsdóttir annast þjónustuna ásamt messu- hópi og fermingarfjölskyldum. Þriðju- dagur: Kyrrðarstund kl. 12. Miðviku- dagur 27.11. Síðdegissamvera kl. 17.30 með Bergþóri Pálssyni og Al- berti Eiríkssyni. Skráning í síma 528 4410. Fimmtudagur: Núvitund- aríhugun í kapellu kl. 18.15. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Karl V. Matthíasson. Organ- isti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Pétur Ragnhildarsonar og Ástu. Bangsadag, krakkar geta komið með bangsana í sunnudagaskólann. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir og meðhjálpari Guðný Aradóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Egill Friðleifsson flytur hugvekju. Prestur er Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja. Sigríður og Jasper sjá um fjölbreytta dagskrá í sunnudagaskólanum. Kl. 20 er kvöldstund við kertaljós. Sönghóp- urinn Fjarðartónar syngur undir stjórn Keiths Reed. Sigurbjörn Þor- kelsson flytur íhuganir. Sr. Jón Helgi Þórarinsson leiðir stundina. Söfn- uðurinn getur kveikt á kertum við fyrirbænir og í minningu látinna ást- vina. HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslu- erindi kl. 10 í Suðursal. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson fjallar um nýútkomið greinasafn sitt, Að ná áttum. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Mót- ettukórinn syngur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Rósa Hrönn Árna- dóttir og Bogi Benediktsson. Messa á ensku kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Tónleikar Dómkórsins í Reykjavík kl. 17. Óttusöngvar á vori. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 í umsjá Fræðslu- og þjónustudeildar Biskupsstofu. Hvað er Messy Church? Sr. Sigfús Krist- jánsson og sr. Hildur Björk Hörpu- dóttir varpa ljósi á málið. Organisti er Guðný Einarsdóttir og prestur Helga Soffía Konráðsdóttir. Veit- ingar í Safnaðarheimilinu að guðs- þjónustu lokinni. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa í Digraneskirkju á sama tíma. Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðs- þjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heim- ilisfólks velkomnir. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með fyrirbænum og barnastarfi kl. 13. Friðrik Schram prédikar. Samfélag og heitt á könn- unni eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Taize- messa kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar organista. Stefán Jónsson og Guð- rún Hákonardóttir eru messuþjónar. Sunnudagaskóli á sama tíma undir forystu Jóhönnu Maríu, Inga Þórs og Helgu. Súpuþjónar og fermingarfor- eldrar reiða fram súpu og brauð. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. KIRKJUSELIÐ í Fellabæ | Austur- landsprófastsdæmi stendur að ár- legri samveru um sorg og missi í nánd hátíðar fimmtudag 28. nóv- ember kl. 20. Sr. Hólmgrímur Braga- son talar um efnið. Drífa Sigurð- ardóttir og félagar úr Kór Áskirkju flytja lög. Kaffi og spjall í lok stund- ar. KOLAPORTIÐ | Messa í kaffistofu Kolaportsins kl. 14. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir þjóna. Una Haralds- dóttir sér um tónlistarflutning. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til prest og djákna fyrir athöfn. Í lok stund- arinnar verður fyrirbæn og smurn- ing. KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistar- messa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Krúttakór- inn, yngsti hópur, syngur í messu kl. 11. Auður, Sara og Guðbjörg leiða messuna, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Að messu lok- inni hefst laufabrauðgerð kven- félagsins. Hægt að kaupa kökur á vægu verði sem verða svo steiktar. Ekki er vitlaust að taka með sér box fyrir kökurnar. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti og Flugfreyjukórinn annast tónlistar- flutning. Sr. Davíð Þór Jónsson þjón- ar fyrir altari og prédikar. Sunnu- dagaskóli á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Betri stofan, Hátúni 12. Helgistund með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista kl. 13. 26.11. Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin íhugun. Húsið opnað kl. 19.40. 27.11. Foreldrasamvera kl. 10-12. 28.11. Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12. Málsverður og opið hús á eftir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Ein- arssonar. Dúettinn Reg og Andreas kynnir jólatónleika sem verða í Lindakirkju 26. nóvember. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Kirkjukór Lágafells- sóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar. Sr. Arndís G. Bern- hardsdóttir Linn leiðir helgihald. Sunnudagaskóli í Lágafellkirkju kl. 13. NESKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir. Söngur og sög- ur í sunnudagaskólanum, sem er í umsjá Margrétar Hebu Atladóttur, Gunnars Th. Guðnasonar og Ara Agnarssonar. Hressing og samfélag á Torginu að lokinni messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Heiðars, Dísu, Regínu Rósu og Rakelar Óskar. Leikhópurinn Lotta skemmtir krökkunum með leik og söng. Fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11 í sjálfri kirkjunni og hvetjum við alla fermingarkrakka og fullorðna til að mæta. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Reggí- messa kl. 14 Séra Pétur Þor- steinsson þjónar. Óháði kórinn syngur reggílög með hljómsveit. Barnastarf og maul eftir messu, Messugutti Petra Jónsdóttir og Ólaf- ur Kristjánsson tekur á móti kirkju- gestum. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristni- boðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Yfirskrift: Hver er tilgangur lífsins. Ræðumaður: Hermann Bjarnason. Barnastarf. Túlkað á ensku. Sandgerðiskirkja | Fjöl- skyldumessa kl. 17. Barnakórinn í Sandgerði syngur undir stjórn Sig- urbjargar Hjálmarsdóttur. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 með söng, Biblíusögu og brúðu- leikriti. Messa með altarisgöngu kl. 14. Bryndís Böðvarsdóttir guðfræð- ingur prédikar og sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari. Kór Selja- kirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, messukaffi í lokin. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Þróun sam- félags og trúarlífs: Áskoranir kirkj- unnar. Rúnar Vilhjálmsson prófess- or talar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Nýtt hljóð- kerfi kirkjunnar tekið í notkun. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Org- anisti er Kristín Jóhannesdóttir. Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar í Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju leiða al- mennan safnaðarsöng. Kaffiveit- ingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknar- prestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Henning Emil Magnússon predik- ar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar í kór Vídal- ínskirkju syngja og organisti er Jó- hann Baldvinsson. Sunnudagaskóli á sama tíma sem Matthildur Bjarna- dóttir æskulýðsfulltrúi stýrir. Messu- kaffi. gardasokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Gafl- arakórinn syngur undir stjórn Krist- jönu Þ. Ásgeirsdóttur. Sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarsal á eftir. Orð dagsins: Þegar mannssonurinn kemur. (Matt. 25) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hofsóskirkja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.