Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Útskriftarnemar í grafískri miðlun og
bókbandi við Tækniskólann verða
með nemendasýningu föstudaginn
29. nóvember kl. 15-18. Sýningin
verður í húsi sjómannaskólans við
Háteigsveg í Reykjavík.
Hóparnir, með aðstoð kennara,
hafa unnið saman að skipulagi, upp-
setningu og markaðssetningu á út-
skriftarsýningunni. Tilgangur hennar
er að vekja athygli atvinnulífsins á
útskriftarefnunum því nú eru nem-
endur í þeim sporum að finna sér
námssamninga og ljúka sveinsprófi.
Nemendur hafa boðið forsvars-
mönnum og starfsmönnum fjölda
fyrirtækja í iðngreinunum ásamt og
fleirum að sjá afrakstur vetrarins og
kynnast náminu. Það er einnig til-
valið fyrir alla sem hafa áhuga á námi
í þessum greinum að koma og kynna
sér iðngreinarnar og spjalla við fólk.
Grafík í Tækniskólanum
Tækniskóli Alls eru útskriftarnemar
í grafíkinni að þessu sinni tólf talsins.
Útskriftarnemar
halda sýningu
Í dag, laugardag, verða Silfurleikar ÍR
haldnir í Laugardalshöll í 24. sinn, en
þeir eru eitt stærsta og fjölmennasta
frjálsíþróttamótið innanhúss sem
haldið er ár hvert. Þetta er eitt þriggja
innanhússmóta sem ÍR-ingar standa
fyrir á ári hverju en hin eru Bronsleikar
ÍR og Stórmót ÍR.
Silfurleikarnir voru fyrst haldnir ár-
ið 1996. Nafninu var breytt 2006 til að
minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá
því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einars-
son vann silfurverðlaun í þrístökki á
Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástr-
alíu. Þrístökk skipar því veglegan sess
á mótinu.
Á sjötta hundrað börn og unglingar
upp að 17 ára aldri, frá á fjórða tuga
félaga, hafa mætt á Silfurleika ÍR síð-
ustu árin. Fyrirkomulagið er þannig að
níu ára og yngri keppa í fjölþraut
barna, 10-11 ára í fjórþraut og 12 ára í
fimmtarþraut. 13 ára og eldri keppa í
hefðbundnum frjálsíþróttagreinum og
keppa margir í fleiri en tveimur grein-
um og jafnvel í sex til sjö.
Laugardalshöll í dag
Silfurleikar ÍR
Ætli að lykillinn að þvíað komast langt semháskólakona innanakademíunnar sé
ekki að vera lúsiðin og hætta aldrei
að læra. Tækninni fleygir fram á
ógnarhraða,“ segir Margrét Vilborg
Bjarnadóttir, aðstoðarprófessor í
aðgerðagreiningu og tölfræði við
Robert H. Smith-viðskiptaháskól-
ann í Maryland í Bandaríkjunum og
er stofnandi sprotafyrirtækisins
PayAnalytics. Félag háskólakvenna
valdi hana í vikunni sem háskóla-
konu ársins 2019, en sú viðurkenn-
ing fellur í skaut konu sem hefur
náð langt í akademísku starfi.
Brautryðjandi
og framúrskarandi
Við valið á háskólakonu ársins er
jafnan horft til þess að viðkomandi
sé framúrskarandi á einhvern hátt,
brautryðjandi á sínu fagsviði og góð
fyrirmynd annarra kvenna. Fjöldi
kvenna var á forvalslista en sam-
dóma álit stjórnar Félags háskóla-
kvenna var að Margrét Vilborg upp-
fyllti vel skilyrðin sem sett væru
fyrir valinu. Hún sýni vel í verki
hverju góð menntun geti skilað
fólki.
„Ætli að besta ráðið sem ég gefi
sé ekki að standa með sjálfum sér,
að þora að fylgja eigin sannfæringu
og vinna í því sem manni finnst
skemmtilegt,“ segir Margrét Vil-
borg. Hún lauk BS-gráðu í véla- og
iðnaðarverkfræði frá Háskóla Ís-
lands 2001 og hlaut þá hæstu ein-
kunn sem skráð hafði verið. Hún
lauk doktorsgráðu frá MIT í Cam-
bridge árið 2008. Síðan þá hefur hún
komið að fjölda rannsókna, skrifað
rýndar ritgerðir, flutt erindi og svo
framvegis. Nú starfar hún vestan-
hafs og hefur þar góðan byr.
Hjá PayAnalytics, fyrirtæki Mar-
grétar Vilborgar, hefur verið þróuð
hugbúnaðarlausn sem gerir stofn-
unum og fyrirtækjum kleift að fram-
kvæma launagreiningar, skoða áhrif
launaákvarðana og ráðast á launabil
kynjanna með aðgerðaráætlun og
kostnaðargreiningu. Hugbúnaður-
inn gerir einnig mögulegt að halda
launabilinu lokuðu með launa-
tillögum fyrir nýráðningar og þá
sem færast til í starfi. Í þessu felst
heilmikil nýsköpun en að baki lausn-
inni er stuðst við flókin tölfræði- og
stærðfræðilíkön, en lausnin sjálf er
aðgengileg og öllum skiljanleg.
Þá má geta þess að Margrét Vil-
borg hlaut fyrir skömmu aðalverð-
laun alþjóðlegs þings heimssamtaka
frumkvöðla- og uppfinningakvenna
GWIIN og PayAnalytics hlaut
fyrstu verðlaun í keppni fyrir ný-
sköpunarfyrirtæki í Bandaríkjunum
sem Wharton-viðskiptaháskólinn í
Pennsylvaníu stendur fyrir.
Launabilið reiknað
Sem dæmi um hraða þróun í
tækni og vísindum nefnir Margrét
að þegar hún var í doktorsnámi sínu
þurfti hún að fara í kjallara MIT-
skólans og tengjast netþjónum til að
keyra gervigreindaralgríma á
kannski hundrað þúsund röðum með
þúsund breytum. „Nú keyri ég sömu
líkön á svipuðum gögnum á sek-
úndubroti á fartölvunni minni.
Þannig að í dag er ég að keyra miklu
flóknari líkön en þegar ég var að
læra, líkön sem geta lært miklu
hraðar,“ segir Margrét og bætir við
að sér hafi gengið vel að tvinna sam-
an störf sín við háskóla og sprota-
fyrirtæki.
„PayAnalytics hófst sem rann-
sóknarverkefni, sem svo varð að við-
skiptahugmynd og að lokum að
sprotafyrirtæki. Við höfum skrifað
tvær vísindagreinar, annars vegar
um hvernig eigi að loka launabilinu
og hins vegar um hvernig eigi ekki
að loka því. Við erum svo með tvær
aðrar ritgerðir í smíðum. Önnur um
hvernig við lokum fleiri en einu
launabili í einu, það er að segja horf-
um á laun ekki bara út frá kyni held-
ur til dæmis líka uppruna. Sú seinni
snýst um það hvenær sé búið að loka
launabilinu. Þar erum við að leika
okkur með tölfræðina og skoða
hvenær fyrirtæki og stofnanir geti
raunverulega sagst vera búin að
loka launabilinu,“ segir Margrét um
starfsemi PayAnalytics – en nafnið
gæti á íslensku þýtt Launagreining.
Lúsiðin og hætti aldrei að læra
Verkfræðingurinn
Margrét Vilborg Bjarna-
dóttir hefur náð langt í
lífinu. Háskólakona
ársins 2019 er á beinni
braut vestur í Banda-
ríkjunum þar sem hún
sinnir kennslu og
nýsköpunarstarfi.
Ljósmynd/Birgir Ísleifur
Mennt F.v. Elísabet Sveinsdóttir, Halldóra Traustadóttir, formaður Félags háskólakvenna, Margrét Vilborg
Bjarnadóttir viðurkenningarhafi, Helga Guðrún Johnson, Hanna Lára Helgadóttir og Margrét K. Sigurðardóttir.
Félag háskólakvenna var stofn-
að 1928. Í fyrsta skipti í sögu
félagsins var efnt til vals á há-
skólakonu ársins árið 2017. Þá
varð fyrir valinu dr. Unnur Anna
Valdimarsdóttir, prófessor við
læknadeild Háskóla Íslands,
sem lauk BA-gráðu í sálfræði
við Háskóla Íslands og doktors-
gráðu í klínískri faraldsfræði
við Karolinska Institutet í Sví-
þjóð. Í annað sinn varð fyrir val-
inu dr. Anna Þorvaldsdóttir tón-
skáld, en hún lauk BA-gráðu í
tónsmíðum frá Listaháskóla Ís-
lands og meistara- og doktors-
gráðu í tónsmíðum frá Uni-
versity of California í San Diego
og gegnir stöðu staðartón-
skálds við Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Til Unnar
og Önnu
VIÐURKENNINGAR
TIL HÁSKÓLAKVENNA
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Bílakjarninn Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
Nýr Passat GTE
Hugsaðu um framtíðina. Nýr Passat GTE með tengitvinntækni er bæði kraftmikill og mjög sparneytinn.
Rafdrægnin, sem er allt að 55 km skv. WLTP, er þægileg og þessi bíll er merkisberi ábyrgs ferðamáta til framtíðar.
Þú kemst flestra þinna ferða án útblásturs en í langferðum tekur sparneytin bensínvélin við.
Ve
rð
m
ið
as
t
vi
ð
ge
ng
i6
.n
óv
em
be
r,
20
19
.
Sjáðu lífið í öllum litbrigðum
Volkswagen Passat GTE
Verð frá
5.390.000,-
Tengiltvinnbíll
www.hekla.is/volkswagensalur