Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
EINNOTA HANSKAR
Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM
• Fjórir litir í einu boxi
• Púðurslausir
• Ofnæmisprófaðir
• Gott grip og passa vel á hendi
BLEIKIR | GULIR | GRÆNIR | APPELSÍNUGULIR
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Þetta kom þannig til að Kári Þor-
mar kórstjóri Dómkórsins hafði
samband við okkur Þorkel og pant-
aði verk frá okkur. Við fengum alger-
lega frjálsar hendur, sem var frá-
bært. Ég fór mjög frjálst með þetta
frelsi og ákvað að semja tónverk við
særingartexta úr Snjáfjallavísum
hinum síðari eftir Jón lærða Guð-
mundsson, en hann orti það árið 1611
til að kveða niður draug á Snæ-
fjallaströnd. Bróðir minn hafði ein-
hvern tíma sýnt mér þennan magn-
aða texta og sagt að þetta væri
sannarlega texti sem gaman væri að
semja tónverk við. Hugmyndin var
því til og ég ákvað að láta hana verða
að veruleika, enda einstakt tækifæri
að láta Dómkórinn syngja særingar-
kvæði í Hallgrímskirkju,“ segir
Hjalti Nordal, tvítugur nemi í tón-
smíðum við Listaháskóla Íslands, en
hann og Þorkell Nordal frændi hans,
sem einnig er ungur að árum, 27 ára,
og starfar við tónsmíðar í Finnlandi,
eru höfundar tveggja nýrra tónverka
sem frumflutt verða á morgun,
sunnudag, í Hallgrímskirkju. Þar
flytur kórinn stærsta kórverk Jóns
Nordal, Óttusöngva að vori, en Jón
er afi þeirra Hjalta og Þorkels, svo
flutt verða þrjú verk eftir jafn marga
Nordala. Þeir Hjalti og Þorkell eru
systkinasynir og verk Þorkels heitir
Orðfæri, fyrir blandaðan kór og slag-
verk en verk Hjalta heitir Umbót.
Svolítið djöfulleg tónlist
Hjalti segir að sér finnist gaman
að vinna með hinar fornu Snjá-
fjallavísur; að færa hið gamla yfir í
nútímann.
„Þar fyrir utan er þetta magnaður
texti, eitt rammasta særingarkvæði
sem til er á íslensku, maður finnur
ekkert svona í nútímatextum. Þetta
er fornt mál og hátíðlegt og þessi
særingartexti er líka virkilega gróf-
ur, kynngimagnaður og vekur sköp-
unargáfuna. Textinn býður upp á
ýmislegt í útfærslu í tónum; ég reyni
að gera tónlistina svolítið djöfullega,
reyni að búa til tengingu milli text-
ans og tónlistarinnar. Mig langar að
það skili sér í flutningnum að þetta
sé særing í kirkju, af því það eru eng-
ar nótur í þessu, aðallega hljóð og
texti sem kórmeðlimir syngja, en það
er frjálst hvaða nótur þau syngja.
Það er ákveðinn taktur og ákveðin
tónhæð, þó nokkur læti,“ segir
Hjalti, sem fer ótroðnar slóðir, líka í
sjálfum tónlistarflutningnum, m.a.
mun píanóleikarinn, Tinna Þor-
steinsdóttir, spila með klósettbursta
á píanó.
„Þetta þarf að vera gróteskt, í stíl
við textann. Hún mun líka nota
slegla og hárbursta til að spila á pí-
anóið auk þess að hamra með fingr-
unum.“ En hvernig brást hinn prúði
Dómkór við því að þurfa að flytja
djöfullegt verk drauganiðurkvaðn-
ingar?
„Þau voru mjög efins í fyrstu, af
því nóturnar eru svo óhefðbundnar í
ritun, þetta eru hreyfinótur sem birt-
ast á myndbandi og þegar rauður
þráður fer yfir nótu þá syngja þau
hana, svolítið eins og karókí. Þau eru
ekki vön þessu og voru svolítið lengi
að komast í gang með þetta, en þetta
er allt að koma til og nú þegar hljóð-
færin eru komin inn vona ég að þau
skilji þetta aðeins betur,“ segir
Hjalti og bætir við að þeir frændur,
hann og Þorkell, hafi ekki haft neitt
samráð við samningu verka sinna, en
þó hafi þeir skipst einu sinni í ferlinu
á upplýsingum um það sem þeir voru
að gera.
„Ákveðnir hlutir í þessum verkum
okkar eru sameiginlegir, svolítið lík-
ir, en það var alveg óvart og kannski
af því við vorum báðir að reyna að
gera eitthvað nýtt með kór, gera loft-
hljóð og sjá hvað er hægt að gera
annað en syngja nótur og þá er ekki
úr svo miklu að moða.“
Afi fremur en tónskáld
Hjalti segir að það sé sannarlega
heiður fyrir þá frændur að frumflutt
verði verk eftir þá báða um leið og
stórverk afa þeirra, Jóns Nordal,
verður flutt. Þegar Hjalti er spurður
hvort afi hafi verið fyrirmynd hans í
því að hann lagði fyrir sig nám í tón-
smíðum segist hann halda að svarið
hjá bæði honum og Þorkeli sé það
sama. „Afi er ekki meiri fyrirmynd
fyrir okkur sem tónskáld en önnur
tónskáld, af því hann er í huga okkar
fyrst og fremst afi en ekki tónskáld.
Ég tengi samt rosa mikið við tónlist-
ina hans og tónmálið, og þótt ég hafi
ekki verið að reyna það þá hef ég
skrifað tónlist sem líkist hans lit í
tónlist, enda tengi ég við hans anda.
Afi ýtti engum út í tónsmíðar, hann
reyndi frekar að draga úr okkur
frændum,“ segir Hjalti og hlær en
tónsmíðakrókurinn beygðist
snemma hjá Hjalta. Hann hóf fiðlu-
nám fjögurra ára og var aðeins sex
ára þegar hann fór að semja og spila
eigin lög.
„Ég man hvað mér fannst gaman
að spila mitt eigið lag í fyrsta sinn.
Ég bætti seinna við mig píanónámi
hjá Snorra Sigfúsi Birgissyni sem
grunni eða undirbúningi fyrir tón-
smíðar, en auk þess er gott fyrir
hljóðfæraleikara að kunna á píanó,“
segir Hjalti sem færði sig fyrir fjór-
um árum úr klassísku fiðlunámi yfir í
djass í FÍH.
„Þar fór ég í frjálsan spuna hjá
Skúla Sverrissyni og þá áttaði ég
mig á að ég vildi einbeita mér að tón-
smíðum. Ég fór í einkatíma í
Menntaskólanum í tónlist hjá Guð-
mundi Hafsteinssyni og útskrifaðist
með stúdentspróf í tónfræðum. Nú
er ég á öðru ári í tónsmíðum í
Listaháskóla Íslands og verkið mitt
Umbót verður útskriftarverkefnið
mitt næsta vor,“ segir Hjalti sem
þrátt fyrir ungan aldur hefur þegar
samið nokkur stór verk sem m.a.
hafa verið flutt af félögum Berlínar-
fílharmóníunnar, Duo Harpverk,
Sinfóníuhljómsveit Menntaskólans í
Tónlist og Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð. Síðastliðið sumar var
nýtt verk eftir Hjalta hljóðritað af
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
„Sinfónían auglýsti eftir nýjum ís-
lenskum hljómsveitarverkum sem
ekki höfðu verið flutt áður til demó-
hljóðritunar. Það er mjög gott fyrir
mig sem nemanda að fá svona tæki-
færi; að sinfóníuhljómsveit spili heilt
verk eftir mig.“
Særingarkvæði í Hallgrímskirkju
Dómkórinn flytur þrjú verk eftir þrjá Nordala, Jón Nordal og barnabörn hans Hjalta og Þorkel
„Afi ýtti engum út í tónsmíðar, hann reyndi frekar að draga úr okkur frændum,“ segir Hjalti
Frændur Þorkell t.v. og Hjalti t.h. kátir á æfingu á dögunum, klósettburstinn bíður notkunar fyrir framan Hjalta.
Hjalti Nordal Þorkell Nordal
Dómkórinn í Reykjavík býður til
tónlistarveislu í Hallgrímskirkju á
morgun, sunnudag 24. nóv., kl. 17.
Þar flytur kórinn verk Jóns Nordal,
Óttusöngva að vori, og frumflytur
tvö sérpöntuð verk eftir barnabörn
Jóns, þá Þorkel og Hjalta Nordal.
Auk Dómkórsins taka þátt í flutn-
ingnum einsöngvararnir Harpa
Ósk Björnsdóttir sópran og Jón
Svavar Jósefsson sem þreytir frum-
raun sína sem kontratenór. Inga
Rós Ingólfsdóttir leikur á selló,
Frank Aarnink á slagverk, Hávarð-
ur Tryggvason á kontrabassa,
Tinna Þorsteinsdóttir á píanó og
Björn Steinar Sólbergsson á orgel.
Stjórnandi er Kári Þormar dóm-
organisti. Verk Jóns Nordal, Óttu-
söngvar að vori, er viðamesta kór-
verk Jóns en það var samið að
beiðni aðstandenda Sumartónleika
í Skálholtskirkju árið 1993. Í verk-
inu, sem er skrifað fyrir kór, sópr-
an, kontratenór, selló, orgel og
slagverk, fléttar Jón kaþólska
messutexta saman við Sólhjartar-
ljóð Matthíasar Johannessen.
Ljósmyndari/Pétur Jóhannes Guðlaugsson
Dómkórinn Myndin var tekin í Mozarteum í Salzburg í sumar.
Kaþólskur messutexti
við Sólhjartarljóð
Tónlistarveisla í Hallgrímskirkju