Morgunblaðið - 23.11.2019, Síða 50

Morgunblaðið - 23.11.2019, Síða 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is Fallegar og bjartar íbúðir, flestar með góðu útsýni, í fjölbýlishúsi við rólega götu í Urriðaholti. Íbúðirnar eru þriggja, fjögurra og fimm herbergja. Íbúðunum verður skilað tilbúnum án gólfefna. Öllum íbúðum fylgir kæli-/frystiskápur, eldavél og uppþvottavél frá Siemens. Afhending við kaupsamning. Lyfta. Flestum íbúðum fylgir stæði í bíla- geymslu og er gert ráð fyrir rafhleðslu við hvert stæði. Sameiginleg stæði ofan á bílageymsluhúsi. Sameign og lóð skilast fullfrágengin. Hringið og leitið upplýsinga. ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA BREKKUGATA 1-3, 210 Garðabæ Verð frá 52,9 m. Stærðir frá 109 m2 Upplýsingar eru veittar á Eignaborg sími 416 0500 eða í farsíma sölumanna. Óskar Bergsson fasteignasali s. 893 2499 Hildur Harðardóttir lögfr. og lgfs. s. 897 1339 Elín G. Alfreðsdóttir nemi til lögg. s. 899 3090 Sveinbjörn Sveinbjörnsson lögmaður s. 892 2804 Rakel Árnadóttir fasteignasali s. 895 8497 Vilhjálmur Einarsson fasteignasali s. 864 1190 50 ára Sólbjört er fædd í Boston í Bandaríkjunum en ólst upp í Garðabæ. Hún býr í Teigunum í Reykjavík. Sólbjört er með BA-gráðu í klass- ískri tónlist og er eig- andi Ljósheima, sem er miðstöð þar sem fólk sækir meðferðir, námskeið og jóga. Maki: Pálmi Símonarson, f. 1969, raf- magnsverkfræðingur og sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Foreldrar: Guðmundur Bjarnason, f. 1922, d. 1983, starfsmaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, og Bryndís Víglundsdóttir, 1934, fv. skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún er bú- sett í Reykjavík. Sólbjört Guðmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Enginn stendur þér nær en ást- vinur þinn. Sameiginlegt eignarhald á ein- hverju gæti verið kostur sem þú ættir að íhuga. Vertu viðbúin/n góðum fréttum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekki nóg bara að vilja að hlut- irnir breytist heldur þarft þú líka að taka til hendinni til þess að svo verði. Hældu ein- hverjum og sjáðu viðbrögðin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert tilbúin/n að ræða ákveðið vandamál. Vertu á verði gagnvart sölu- mönnum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur lagt hart að þér til þess að tryggja þér og þínum öryggi í lífinu. Líttu á erfiðar aðstæður sem áskorun í stað hindrunar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu þolinmóð/ur og nærgætin/n við maka og nána vini í dag. Þú skýtur ein- hverjum ref fyrir rass í vinnunni og færð hrós fyrir vel unnin störf. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kannt svo sannarlega að snúa öllu þér í hag. Þú hefur ráð undir rifi hverju í erfiðum samningaviðræðum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er með ólíkindum hvernig hlut- irnir geta stundum gengið upp eins og af sjálfu sér. Þú verður vitni að því í dag. Þú ert loksins búin/n að festa rætur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur verið gaman að hafa mannaforráð en gættu þess að fara vel með vald þitt. Notaðu gráu sellurnar og teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Framvindan er oft hröð og þú nýtur þess að hafa mikið fyrir stafni. Þú dregur þig stundum inn í skel og það er í góðu lagi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leitaðu samt ekki langt yfir skammt. Hamingjan býr nefnilega innra með þér. Þú ert í sjöunda himni með nýjan fjölskyldumeðlim. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það sem áður virtist ósköp auðvelt, er nú óvinnandi verk. Hömlur, byrðar og skyldustörf hvíla þungt á þér um þessar mundir. 19. feb. - 20. mars FiskarMundu að þegar þú gengur að samningaborði er ekki aftur snúið. Leyfðu þér að njóta lífsins. Farðu stundum troðn- ar slóðir. hestaferðir að sumarlagi. Við hjón höfum verið svo lánsöm að hafa átt góð reiðhross í gegnum árin og njót- um þess bæði að rækta og sinna hestunum okkar og einnig eigum við nokkrar kindur sem við höfum mikla ánægju af. Við erum stofn- endur og eigendur Eldhesta ásamt hvert ár sem bætist við í lífi mínu. Helstu áhugamálin eru fjölskyldan og búskapurinn í Fellsmúla, hesta- mennska, útreiðar og ekki síst H alldóra Jóhanna Þor- varðardóttir fæddist 23. nóvember 1959 í Reykjavík og ólst þar upp til 13 ára aldurs. Hún gekk í Hlíðaskóla og var í sveit á hverju sumri frá því hún var sex ára í Efra-Nesi í Stafholtstungum og eitt sumar á Stóru- Borg í Vestur-Húnavatnssýslu. „Æskuárin liðu áhyggjulaus og þegar sex ára aldri var náð fengum við systur að taka þátt í hesta- mennsku föður okkar, en hann var með hross á húsi hjá Fáki í Víðidal og lífið gekk töluvert út á það. Árið 1973 flutti ég með foreldrum mínum til Ísafjarðar þar sem við áttum heima næstu 10 árin.“ Halldóra gekk í Gagnfræðaskól- ann á Ísafirði og fór síðan í Mennta- skólann á Ísafirði og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Eftir stúdents- próf var hún í nokkra mánuði í Kaupmannahöfn og vann á hóteli þar í borg. Að því loknu settist hún á skólabekk í bændaskólanum á Hvanneyri og útskrifaðist sem bú- fræðingur. Þaðan lá síðan leiðin upp í Háskóla Íslands þar sem hún stundaði guðfræðinám og útskrif- aðist sem cand. theol. árið 1986. „Á námsárunum var unnið við ýmislegt á sumrin. Ég vann í mörg sumur á sýsluskrifstofunni á Ísafirði og um jól og páska. Eftir að há- skólaárin tóku við starfaði ég bæði á geðdeild Landspítalans og Búnaðar- bankanum. Eftir guðfræðinámið réðum við hjón okkur í kennslu í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð þar sem maðurinn minn var skólastjóri og ég kenndi í tvö ár.“ Árið 1988 vígðist Halldóra sóknarprestur í Fellsmúla- prestakall í Rangárvallasýslu og hefur verið það æ síðan. Árið 1999 var hún skipuð prófastur í Rangár- vallaprófastsdæmi og 2010 prófast- ur í Suðurprófastsdæmi. „Við hjón vorum svo heppin að fá námsleyfi á sama tíma og bjuggum með tveimur yngri sonunum í Lundi í Svíþjóð veturinn 2004-2005 sem var bæði gefandi og lærdómsríkt fyrir alla fjölskylduna. Ég hef verið gæfumanneskja í líf- inu og þakklát fyrir hvern dag og fleirum og það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að vera þátt- takandi í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í fyrirtækinu.“ Fjölskylda Eiginmaður Halldóru er Sigurjón Bjarnason, f. 17.9. 1959, skólastjóri Halldóra J. Þorvarðardóttir, prófastur Suðurprófastsdæmis – 60 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Sigurjón Bjarni, Halldóra, Vésteinn, Sigurjón og Þorvarður. Gæfumanneskja í lífinu Hjónin Halldóra og Sigurjón á góðum degi í hestaferð. Við Skarðskirkju Halldóra og Karl Sigurbjörnsson biskup við innsetn- inguna í prófastsembættið. 40 ára Marta er Vestmanneyringur, fædd þar og uppalin og hefur alltaf búið í Vestmannaeyjum. Hún er sérkennari að mennt og vinnur sem sérkennari barna af erlendum uppruna í Grunn- skóla Vestmanneyja. Hún spilar blak með ÍBV. Maki: Hermann Sigurgeirsson, f. 1982, eigandi fyrirtækisins HS Véla- verk. Börn: Baldvin Ingi Hermannsson, f. 2000, og Birkir Hermannsson, f. 2006. Foreldrar: Sigurjón Ingi Ingólfsson, f. 1956, innheimtustjóri HS-veitna í Eyj- um, og Sigurrós Sverrisdóttir, f. 1957, vinnur í Íslandsbanka í Eyjum. Marta Sigurjónsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.