Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
✝ Árni Guð-mundsson
fæddist í Reykja-
vík 13. júní 1934.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands 18.
nóvember 2019.
Foreldrar hans
voru Karólína
Árnadóttir, f. 20.
nóvember 1897, d.
25. mars 1981, og
Guðmundur Njálsson, f. 10. júlí
1894, d. 18. nóvember 1971,
bóndi á Böðmóðsstöðum í
Laugardal, Árnessýslu. Árni
var fjórði yngstur í 15 systk-
inahópi. Systkini Árna voru í
aldursröð: Guðbrandur (látinn),
Guðbjörn (látinn), Ólafía (látin),
Aðalheiður, Kristrún (látin),
Jóna Sigríður (látin), Val-
gerður, Fjóla (látin), Lilja (lát-
in), Njáll (látinn), Ragnheiður,
Árni (látinn), Guðrún (látin),
Herdís (látin) og Hörður.
Árni kvæntist 29. ágúst 1954
Erlu Erlendsdóttur, f. 13. júní
gift Árna Guðbergi Ingimars-
syni, f. 23. júní 1987. Þau eiga
tvö börn. 3) Auðunn, f. 29. maí
1962, kvæntur Mariu C. Wang,
f. 4. janúar 1964. Börn þeirra
eru: a): Daníel Njáll, f.14.12.
1989, í sambúð með Ásdísi Lilju
Karlsdóttur, f. 5.1. 1993. Þau
eiga tvö börn. b) Silja Rós
María, f. 21. febrúar 1993, í
sambúð með Phil Hevican, f. 23.
maí 1989. c) Gabriel Olav, f. 27.
maí 1998, í sambúð með Rakel
Georgsdóttur, f. 9. nóvember
1997.
Árni og Erla bjuggu nánast
allan sinn búskap á Böðmóðs-
stöðum og stunduðu hefðbund-
inn búskap með skepnur. Upp
úr 1970 seldu þau búfénaðinn
og sneru sér að garðyrkju. Þau
ræktuðu bæði grænmeti og hin
síðari ár rósir. Þegar heilsu
Erlu fór að hraka keyptu þau
sér íbúð í Hveragerði. Þangað
flutti Árni eftir að Erla fluttist á
Dvalar- og hjúkrunarheimilið
Ás í Hveragerði. Hún lést þar
23. september 2015. Árni flutti á
Dvalarheimilið Ás haustið 2018.
Útför hans fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag, 23. nóvember
2019, klukkan 13.
1934, d. 23. septem-
ber 2015. Foreldrar
hennar voru Er-
lendur Sigurjóns-
son, f. 12.9. 1911, d.
14.4. 1988, og Guð-
rún Sigfúsdóttir, f.
2.9. 1907, d. 13.8.
1988.
Börn Erlu og
Árna eru: 1) Garðar
Rúnar Árnason,
fæddur 10. mars
1955, kvæntur Gunnvöru Kol-
beinsdóttur, f. 18. desember
1959. Börn þeirra eru: a): Stein-
ar Rafn, f. 14.8. 1982, sambýlis-
kona Sigrún Kjartansdóttir, f. 5.
febrúar 1991. Saman eiga þau
tvö börn. b) Harpa Rún, f. 23.4.
1986, gift Atla Steini Frið-
björnssyni, f. 22. nóvember
1979. Saman eiga þau þrjú börn.
c) Reynir Þór. 2) Karólína. Börn
hennar: a): Karen Erla Jóhanns-
dóttir, f. 24. maí 1977. Hún á
þrjú börn. b) Árni Jóhannsson,
f. 27. maí 1981. c)Katrín Ösp
Þorsteinsdóttir, f. 31.1. 1990,
Nú er ævi föður míns á enda
runnin, rúmlega 87 ára ævi, löng
og góð.
Hann var kletturinn minn, var
alltaf til staðar fyrir mig í blíðu
og stríðu.
Ég var svo lánsöm að alast
upp í faðmi kærleika og ham-
ingju.
Í minningunni var alltaf sól,
það var sól að vori þegar pabbi
hófst handa við undirbúning úti-
ræktunarinnar, það var sól í
gróðurhúsunum þar sem hann
ræktaði tómata, agúrkur og rós-
ir, það var sól í fjósinu það sem
kýrnar jórtruðu, það var sól þeg-
ar við lékum okkur á skautum á
svellalögðum túnunum, það var
rauð sól í desember, hann sagði
að þetta væru jólin að nálgast.
Pabbi var mjög duglegur og
átti dugnaðarfork fyrir eigin-
konu, foreldrar mín voru sam-
hent í öllu, voru alltaf saman,
gerðu allt saman og það var
gaman. Þau höfðu yndi af dansi
og áttu það til ef gott lag kom í
útvarpið að taka dansspor á eld-
húsgólfinu, stofunni eða í pökk-
unarhúsinu. Þau voru alltaf að
gera eitthvað eða ráðgera eitt-
hvað, aldrei lognmolla þar sem
þau voru, þau voru gleðigjafar
og voru vinamörg. Þau elskuðu
að ferðast og fóru víða innan-
lands og utan. Þau fóru í mörg ár
til Kanarí í heitara loft yfir vetr-
artímann, komu heim endur-
nærð, tilbúin að hefjast handa
við störfin aftur.
Ég og öll fjölskyldan höfðum
unun af að ferðast með þeim,
hvort heldur hér innanlands eða
erlendis. Við erum svo heppin að
hafa haft tækifæri að hlusta á
pabba segja sögur, hann var með
fallegt málfar og með glettni í
augunum sem allir heilluðust af.
Við vorum heppin að hafa hlegið
með honum, sungið og trallað
með honum.
Pabbi var glæsilegur maður
sem bar sig vel alla tíð, alltaf
teinréttur og snyrtilegur. Hann
naut virðingar og var vinsæll
hvar sem hann kom, með þetta
rólega yfirbragð og fágaða fram-
komu. Hann kom vel fyrir sig
orði, var góður ræðumaður enda
fenginn til að vera í alls kyns
nefndum, félagsstörfum og
sveitarstjórnarmálum. Hann var
einstaklega geðprúður maður,
enda var hann gæfumaður sem
var góður við menn og málleys-
ingja.
Eftir að pabbi gat ekki búið
einn bjó hann í Ásbyrgi í Hvera-
gerði, það fór vel um hann þar
og vil ég þakka starfsfólkinu þar
fyrir alla þá góðvild og umönnun
sem honum var veitt þar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Kveðjuorðin mín er þakklæti
og virðing, hvíl í friði elsku
pabbi.
Þín dóttir,
Karólína (Kalla).
Pabbi fæddist 13. júní 1932 í
Reykjavík. Hann ólst upp í for-
eldrahúsum á Böðmóðsstöðum
ásamt stórum systkinahópi og
Ólafíu ömmu sinni. Eins og venja
var á þeim tíma tóku börnin þátt
í öllum hefðbundnum störfum
eftir því sem aldur og geta leyfði.
Pabbi fór á eina vetrarvertíð
suður með sjó árið 1951. Stuttu
seinna hóf hann nám við Garð-
yrkjuskóla ríkisins á Reykjum
og útskrifaðist þaðan sem garð-
yrkjufræðingur 1953.
Hinn 29. ágúst 1953 giftu þau
sig pabbi og mamma, Erla Er-
lendsdóttir, í litla bænhúsinu í
Gröf á Höfðaströnd. Þau hófu þá
búrekstur á Böðmóðsstöðum og
smám saman varð garðyrkjan
stærri og stærri þáttur í bú-
rekstrinum. Heymæði fór að
þjaka hann og fór svo að lokum
að ákveðið var að leggja af hefð-
bundna búreksturinn. Á sama
tíma jókst vægi ylræktarinnar
með uppbyggingu nýrra gróður-
húsa. Í þeim húsum fór fram
margvísleg ræktun, svo sem á
tómötum, gúrkum, sumarblóm-
um og síðustu árin umfangsmikil
rósaræktun. Þegar aldurinn fór
að færast yfir og vinnuþrekið að
minnka seldu þau syni sínum
reksturinn og jörðina. Þau héldu
þó áfram búsetu í íbúðarhúsi
sínu og höfðu unun af því að geta
gripið í stöku verk í garðyrkju-
stöðinni.
Pabbi naut ætíð söngs, enda
alinn upp í mjög söngelsku um-
hverfi í æsku, lagviss og með fal-
lega tenórrödd. Hann söng um
langt árabil með söngkór Mið-
dalssóknar og síðar, eftir flutn-
ing í Hveragerði, með kór eldri
borgara í Hveragerði, Hvera-
fuglunum.
Pabbi og mamma nutu þess
mjög að ferðast, bæði innanlands
og utan, að kanna nýjar slóðir og
skoða staðhætti. Þó svo að hvor-
ugt þeirra talaði erlent tungumál
létu þau það ekki aftra sér og
náðu að heimsækja liðlega 30
lönd. Árlegur viðburður síðustu
ár þeirra saman var ferð til Kan-
aríeyja um háskammdegið. Á
þessum ferðum sínum kynntust
þau fjölda manns og urðu margir
ferðafélagarnir meðal þeirra
bestu vina. Sammerkt þeim báð-
um alla tíð var ræktun vinasam-
banda sinna.
Pabbi var alla tíð mjög virkur
í félagsmálum og gegndi marg-
víslegum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína og garðyrkjubændur.
Hann sat í hreppsnefnd Laug-
ardalshrepps í 32 ár, á árunum
1970 til 2002, og hreppstjóri í
sömu sveit frá árinu 1987 og þar
til embættið var lagt niður. Auk
þessa var hann formaður Bún-
aðarfélags Laugdæla og forð-
agæslumaður í áraraðir og for-
maður söngkórs Miðdalssóknar
og Lionsklúbbs Laugdæla. Enn-
fremur tók hann um árabil virk-
an þátt í félagsstarfi garðyrkju-
bænda og sat m.a. í stjórn
Sölufélags garðyrkjumanna á
miklum umbrotatímum.
Þegar heilsu mömmu tók að
hraka keyptu þau sér litla þjón-
ustuíbúð í Lækjarbrún í Hvera-
gerði. Eftir mamma fluttist á
hjúkrunarheimili var aðdáunar-
vert að fylgjast með natni og
umhyggju pabba. Á hverjum
morgni mætti hann til mömmu
og sat með henni fram á kvöld.
Pabbi og mamma voru ætíð
mjög náin og samhent. Þegar
mamma féll frá 23. september
2015 missti pabbi mikið, sökn-
uðurinn var mikill og segja má
að hann hafi aldrei orðið samur
aftur, einhvern neista vantaði.
Það hafa því orðið fagnaðarfund-
ir þegar þau hittust á ný í sum-
arlandinu.
Garðar Rúnar Árnason.
Fyrsta minning mín um afa er
alls ekki minning heldur minning
um mynd af fjölskyldunni í laut-
arferð í kjarri einhvers staðar
fyrir norðan. Myndin er af afa og
ömmu, langafa og langömmu,
mömmu og pabba, Siggu og
Sigga. Ég er smábarn. Kannski
eru fleiri börn á myndinni ég
man það ekki. Það er aftur á
móti eitthvað alveg heillandi við
myndina þar sem þau sitja
greinilega kát, afslöppuð og
sleikja sólina í rólegheitum. Ég
sit þarna rangeygð að virða fyrir
mér strá sem ég hafði náð taki á.
Langamma er skellihlæjandi á
myndinni og ég man hvað afi var
ævintýralega fallegur.
Á náttborðinu mínu er mynd
af afa. Á henni er hann smábarn.
Á myndinni eru líka tíu systkini
hans og enn átti eftir að bætast í
hópinn eftir að myndin var tekin.
Karólína langamma fæddi 15
börn og það hefur örugglega
verið fjör á því heimili. Mér hef-
ur aldrei tekist að henda reiður á
öllu þessu skyldfólki en ég man
að það var oft gestagangur í
sveitinni. Það hafa verið haldin
ættarmót og ég man eftir að hafa
setið á heybagga á traktorspalli
á leið í leikjastund úti í skógi. Yf-
irlætislaus leikgleðin er eitthvað
sem ég man svo skýrt og hef
ekki fundið eða séð annars stað-
ar síðar.
Minningarnar í hjarta mér
eru mest úr hversdagslífinu á
Böðmóðsstöðum þar sem ég var
svo heppin að fá að vinna sem
unglingur. Það var unnið alla
daga, allar stundir án þess að
það væri nein stimpilklukka sem
skikkaði fólk til. Það var pláss
fyrir kaffi. Lífið og samskiptin
voru samofin vinnunni og það
var eðlilegt að njóta og skemmta
sér öllum stundum. Svo fram-
arlega sem einhverju var áorkað
í leiðinni. Ég man ekki eftir afa
og ömmu nema vinnandi, samt
óupptrekkt og aldrei önug yfir
puðinu. Ég man eftir mörgum
bíltúrum á Laugarvatn, í Reyk-
holt eða Úthlíð að kaupa ís. Við
afi og amma vorum mikið fyrir
að borða ís og stundum var hann
úr frystikistunni í kjallaranum
ásamt niðursoðnum jarðarberj-
um.
Í fyrsta skipti sem ég kaus
gerði ég það á skrifstofunni hans
afa. Hann lagði sig fram um að
fylgja öllum reglum um utan-
kjörfundaratkvæði til hins ýtr-
asta og ég man sérstaklega eftir
okkur fylgjast með hvernig bráð-
ið vaxið myndaði poll á papp-
írnum sem geymdi atkvæðið
mitt. Svo stimplaði hann í pollinn
svo það væri innsiglað. „Svo má
ekki rjúfa innsiglið fyrr en á
kjörfundi,“ – sagði afi íbygginn.
Mér hefur aldrei fundist jafn há-
tíðlegt að kjósa síðan.
Afi var nefnilega hreppstjóri.
Amma sagði mér þetta stolt.
Flest sem amma sagði mér um
afa sagði hún mér stolt. Afi tal-
aði um ömmu með blik í auga. Ef
það er til skilgreining á ást þá er
það samband ömmu og afa. Ég á
sterka minningu um afa í eldhús-
inu, innst á bekknum og sólbrún-
um eftir síðustu Kanaríferðina.
Það var oft margt fólk í sveitinni
og alls konar fjör en afi var yf-
irleitt rólegur og yfirvegaður.
Ég man ekki eftir að hafa heyrt
hann tala illa um eða til nokk-
urrar manneskju. Ég veit að
hann reyndist mörgum vel. Afi
var glæsilegur maður.
Hvíl í friði, elsku afi,
Karen Erla Karólínudóttir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Í dag kveðjum við elskulegan
tengdaföður minn Árna. Hann
var einstakur maður sem ég hef
alla tíð borið mikla virðingu fyr-
ir. Ég kom inn í fjölskylduna fyr-
ir fjörutíu árum og voru allar
samvistir við Erlu og Árna ein-
staklega ánægjulegar og eftir-
minnilegar. Þau voru afar sam-
hent hjón og þrátt fyrir mikið
annríki oft á tíðum hjá þeim í
garðyrkjustörfum og hjá Árna í
öllum þeim fjölmörgu ábyrgðar-
fullu störfum sem hann tók sér
fyrir hendur var alltaf tími til að
eiga gleðistundir með fjölskyld-
unni. Fjölmargar yndislegar ut-
anlandsferðir fórum við með
þeim og ylja minningarnar um
alla tíð.
Ég er full þakklætis fyrir að
hafa átt tengdaforeldra mína
Árna og Erlu að, söknuður er
mikill en minningarnar um Árna
og Erlu ylja um ókomin ár. Nú
eru þau sameinuð í landi eilífð-
arinnar.
Ég þakka Árna samfylgdina
alla tíð og bið góðan Guð að
blessa minningu hans og Erlu.
Gunnvör.
Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
(Úr Hávamálum)
Á lífsleiðinni eignumst við
marga kunningja og vini, einn af
mínum vinum var Árni Guð-
mundsson nágranni minn á
næsta bæ, báðir fæddir og upp-
aldir í Laugardalnum, þó að ald-
ursmunurinn væri 22 ár var ekki
hægt að merkja það í okkar sam-
skiptum.
Árni var einstaklega hjálp-
samur, greiðvikinn og traustur
maður, hann var ávallt tilbúinn
að leggja mér og öðrum fram
hönd til hjálpar, sagði sína skoð-
un hiklaust ef honum fannst ég
ekki vera að gera rétt, gerði það
af heilum hug og ætlaðist aðeins
til þess að fá það launað með vin-
áttu og tryggð.
Árni var ræktunarmaður og
hlaut fyrir það verðlaun í sauð-
fjár og nautgriparækt og lágu
leiðir okkar nokkuð saman í
þeim greinum, en Árni hætti
hefðbundnum búskap og sneri
sér alfarið að garðyrkju. Þó að
okkar leiðir hafi ekki legið leng-
ur saman í hefðbundnum búskap
vorum við í töluvörðu sambandi í
öðrum verkefnum, lögðum t.d.
saman vatnsveitu að Efstadal og
til Böðmóðsstaða ásamt fleirum
og spiluðum saman brids viku-
lega í nokkur ár.
Árni var hreppstjóri, sat lengi
í sveitarstjórn og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir sveitarfé-
lagið. Einnig var hann stofn-
félagi í Lionsklúbbs Laugardals
sem hann var virkur í til margra
ára.
Með þessum fáum orðum kveð
ég Árna með söknuði og virð-
ingu, en trúi því að hans bíði nú
hvíld eftir mikið og gott ævi-
starf. Börnum, tengdabörnum og
barnabörnum sendum við hjónin
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi minning hans lifa.
Snæbjörn Sigurðsson.
Árni Guðmundsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein.
Minningargreinar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, bróðir og mágur,
ÓLAFUR BÚI GUNNLAUGSSON,
fv. framkvæmdastjóri
Háskólans á Akureyri,
lést föstudaginn 15. nóvember.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
26. nóvember klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent Oddfellowregluna á
Akureyri eða Góðvini Háskólans á Akureyri.
Agnes Jónsdóttir
Gunnlaugur Búi Ólafsson Eydís Unnur Jóhannsdóttir
Ólafur Búi Ólafsson Ingibjörg Zophoníasdóttir
Arna Sigríður, Zophonías Búi, Karen Lilja,
Elvar Búi og Sólbjartur Búi
Halla Gunnlaugsdóttir Haukur Harðarson
Helga Gunnlaugsdóttir Stefán Birgisson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA SÓLVEIG JENSDÓTTIR
frá Stærri-Árskógi,
lést á Lögmannshlíð 17. nóvember. Útför
hennar fer fram frá Stærri-Árskógskirkju
fimmtudaginn 28. nóvember klukkan 14.
Jens Sigþór Sigurðsson Ingibjörg H. Kristjánsdóttir
Margrét Sigurðardóttir Hannes R. Reynisson
Stefán J. Sigurðsson Guðrún Jóna Karlsdóttir
Signý Sigurðardóttir Sigþór Harðarson
Jónas Ingi Sigurðsson Berglind Sigurpálsdóttir
Brynja Sigurðardóttir Jón M. Jónsson
Erlingur Tryggvason
ömmu- ong langömmubörn