Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 30

Morgunblaðið - 23.11.2019, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fiskar eruekki allt-af með kvóta í huga og skiptingu þeirra á milli landa þegar þeir svamla um höfin. Ólíklegt er að þeir velti því fyrir sér hvaða áhrif breyttar göngur þeirra hafi ofan- sjávar, nema kannski þeir láti sér detta í hug að þannig geti þeir sloppið við net veiðimanna. Þetta skeytingarleysi fiskanna getur haft sín áhrif á landi. Eftir að mak- ríllinn fór að láta sjá sig í íslenskri lögsögu hafa Ís- lendingar gert tilkall til þess að fá hlut í makríl- veiðum við litlar undir- tektir þeirra, sem áður sátu að stofninum. Hafa Evrópusambandið og Norðmenn beitt þeirri aðferð að útiloka Íslend- inga frá samningaborðinu og væna þá síðan um rán- yrkju þegar þeir hafa engu að síður haldið til veiða. Sömu trakteringar hafa Rússar og Grænlendingar fengið. Rækilega hefur verið fjallað um þessi mál á síð- um Morgunblaðsins, en ekki hafa þau náð máli í breskum fjölmiðlum – þar til nú. Í vikunni birtist á vef dagblaðsins The Guardian frétt um að Ís- lendingar væru sakaðir um að setja makrílstofna í hættu með því að bæta í veiðarnar. Er þar vitnað í skjal sem var lekið til The Guardian og segir blaðið efni þess áfellisdóm fyrir Ísland. Í skjalinu gagnrýna Evrópusambandið (fyrir hönd Breta, enda er mak- ríllinn orðinn þungamiðjan í fiskveiðum þeirra), Nor- egur og Færeyjar ákvörð- un Íslendinga um að auka makrílkvótann án samráðs. Rússar og Grænlendingar eru einnig gagnrýndir. Öll þrjú löndin eru vænd um einhliða hegðun og skort á samráði. Áhugavert er að velta fyrir sér hvers vegna þetta mál verður nú að frétt hjá hinum breska miðli. Í frétt The Guardian er Samherji og mútumálið í Namibíu dregið inn í fréttina eins og til að láta að því liggja að Íslendingar séu til alls líklegir. Ef til vill hafa þeir sem láku skjal- inu talið að nú væri lag að koma höggi á Ís- land í makríl- deilunni. Lærdómsríkt hefur verið að fylgjast með framgöngu Norðmanna í þessu máli. Ekki er langt síðan norskir ráðamenn stigu fram og hvöttu Íslendinga til sam- stöðu með sér í orkupakka- málinu. Áttu Íslendingar að taka tillit til hagsmuna Norðmanna og samþykkja þriðja orkupakkann. Gilti þar einu þótt Norðmenn létu sér fátt um hagsmuni Íslendinga finnast í mak- ríldeilunni. Sömuleiðis er kúnstugt að sjá málflutning Evrópu- sambandsins, sem leitast við að setja Ísland í skammarkrókinn ásamt Rússum. Íslensk stjórnvöld létu ekki á sér standa og slógust í hópinn þegar Evrópusambandið ákvað að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum vegna Krím- skaga. Rússar ákváðu að svara fyrir sig og refsa á móti. Þeir lokuðu á kaup á sjáv- arfangi frá Íslandi og er óhætt að segja að svar þeirra hafi hlutfallslega komið þyngst niður á Ís- lendingum. Hin löndin halda áfram viðskiptum við Rússa á ýmsum sviðum, hvort sem þau lúta að lagningu gasleiðslna eða öðru, hvað sem líður refsi- aðgerðunum. Reyndar virðast þau þessa dagana einkum leita útgöngu úr þessum aðgerðum, sem engu munu skila, án þess að tapa andlitinu. Að þær byrðar, sem Ís- land axlaði með samstöðu í aðgerðunum gegn Rússum, séu einhvers metnar, til dæmis með því að hleypa Íslendingum að borðinu í makríldeilunni, virðist tómt mál um að tala. Þetta á vitaskuld ekki að koma á óvart. Það eru eng- in ný sannindi í alþjóða- málum að hver sé sjálfum sér næstur, eða eins og maðurinn sagði, fullur vandlætingar, allir hugsa um sig nema ég, ég hugsa um mig. Það er ágætt að hafa það bak við eyrað. Það eru engin ný sannindi í alþjóða- málum að hver sé sjálfum sér næstur } Tækifærismennska Í miðjum stormi verð ég skyndilega svo þakklát þeim sem stendur ekki á sama. Þakklát því fólki sem stendur upp, segir, skrifar og gerir. Við búum í örsamfélagi þar sem margir þekkja marga. Vina- og fjölskyldu- tengsl eru um allt og þess vegna er það sérlega flókið að vera öflugur rannsóknarblaðamaður. Fyrr en varir birtist einhver í leiðangrinum sem þú kannt að kannast við, þekkja vel eða vera tengdur fjölskylduböndum. Já, rannsókn- arblaðamenn eiga nefnilega líka börn og þeir eru börn foreldra sinna. Í svona örsamfélagi skiptir öllu máli að blaðamenn fái rúm og tæki til að kafa ofan í mál og rannsaka þau til hlítar. Til þess þarf hvort tveggja ritstjórnarlegt frelsi en einnig ritstjórnarlega getu, því rannsókn af því tagi sem við höfum nú fengið að sjá í Kveik og Stundinni tekur mikinn tíma og krefst úthalds og fjár- muna. Þar þurfa blaðamaðurinn og ritstjóri hans að hafa seiglu og óþrjótandi vilja til að leiða hið sanna í ljós. Til að lesendur átti sig á umhverfinu þá eru slíkir blaðamenn oft- ar en ekki að fjalla um einstaklinga sem eru með ævilaun blaðamannsins í tekjur eða persónulegan hagnað á hverju ári. Stundum margföld ævilaun þeirra. Aðstöðumunurinn er þannig gríðarlegur og þá kemur smæð þjóðarinnar aft- ur við sögu. Þegar um stóran þátttakanda í íslensku sam- félagi er að ræða getur fjárhagslegt öryggi blaðamannsins og allra þeirra sem tengjast honum verið undir. Já, munið, blaðamaðurinn á líka fjölskyldu sem kom hvergi nærri umfjölluninni en kann að eiga framfærslu sína og fjölskyldu sinnar beint eða óbeint undir við- fangsefninu. Getur verið þjónustuaðili eða beinn starfsmaður. Stórir aðilar flétta iðulega völd sín víða um atvinnulífið og sitja þá í stjórnum hér og hvar með tilheyrandi völdum. Það þarf því mikið hugrekki til að halda áfram. Á sama tíma og við fylgjumst með upp- ljóstrun um Samherja eru blaðamenn á nokkr- um íslenskum fjölmiðlum í verkfalli. Þeir eru að fara fram á að geta með sóma lifað á launum sínum en laun blaðamanna eru og hafa verið skammarlega lág. Því miður virðist einn fjöl- miðill ekki viðurkenna rétt blaðamanna sinna til verkfalls og ganga þar yfirmenn í störf blaðamanna meðan á verkfalli stendur. Ég á ekki nógu stór orð til að lýsa hvað mér þykir þetta ómerkilegt af fjölmiðlinum, að virða ekki þennan grundvallarrétt hinnar vinnandi stéttar að krefj- ast kjarabóta. Hélt að við værum löngu komin á þann stað að bera virðingu fyrir störfum fólks og rétti þess til að krefjast sómasamlegra launa. Ég vil að lokum þakka þeim sem standa upp, segja skoðun sína ýmist á torgum, vinnustöðum eða í fjöl- miðlum. Sérfræðingum og almenningi sem lætur í sér heyra. Að spilling, frændhygli og græðgi séu ekki við- urkennd í okkar samfélagi. Helga Vala Helgadóttir Pistill Þakklæti Höfundur er þingmaður Samfylkingar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen andi áramót. Samanlagt fasteigna- mat íbúða verður 6% hærra á næsta ári en í ár og mat atvinnuhúsnæðis hækkar um 6,9%. Matið breytist ekki eins í öllum sveitarfélögum landsins. Hækkun fasteignamats leiðir til hærri tekna sveitarfélaganna og auk- inna útgjalda eigenda fasteigna ef álagningarhlutfallið er óbreytt. Þegar gengið var frá lífskjara- samningum 2019-2022 mæltist Sam- band íslenskra sveitarfélaga til þess að sveitarfélögin hækkuðu gjald- skrár sínar ekki meira en um 2,5% á árinu 2020. Tilgangur tilmælanna var að stuðla að verðstöðugleika. Nú er útlit fyrir að aðeins þrjú sveitarfélög af tólf stærstu verði inn- an þessarra marka við álagningu fasteignaskatts á íbúðir, eins og sést á meðfylgjandi töflu, og jafnmörg varðandi atvinnuhúsnæði. Taka ber fram að þau hækka ekki beinlínis gjaldskrár heldur nýta sér hækkun fasteignamats til að auka tekjur sín- ar. Greinilega sést á töflunni að sveit- arfélögin sitja meira á sér varðandi íbúðarhúsnæði en atvinnuhúsnæði. Hlaupist ekki undan ábyrgð Ýmis samtök hafa séð í hvert stefnir og krafið sveitarfélögin um að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts. Vísa þau óspart til tilmæla Sambands íslenskra sveitar- félaga í því efni. Félag atvinnu- rekenda, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara sendu frá sér sameiginlega ályktun þar sem fram kemur það álit að sveit- arfélögin geti ekki hlaupist undan ábyrgð á því að viðhalda verðstöð- ugleika í landinu og varðveita þann árangur sem náðist í kjarasamning- unum. Alþýðusamband Íslands tek- ur í sama streng. Sveitarfélögin fara ekki að tilmælum Sambands Auk Reykjanesbæjar sem lækkar álagningarhlutfall á íbúðarhúsnæði meira en nemur hækkun fasteignamats halda Akranesbær og Fjarða- byggð sig innan tilmæla Sambands íslenskra sveitarfélaga um að gjald- skrárhækkanir fari ekki yfir 2,5%. Er í þessu efni miðað við áhrif breyt- inganna á íbúa og fyrirtæki. Hafnarfjarðarkaupstaður eykur tekjur sínar um 7,3%. Varðandi atvinnuhúsnæði þá fylgja Árborg og Vestmanna- eyjabær fordæmi Akraneskaupstaðar og halda sig innan marka. Mosfells- bær eykur álögurnar mest. Akranes er innan marka HÆKKUN TEKNA AF FASTEIGNASKATTI Hækkun fasteignaskatts í 12 stærstu sveitarfélögunum Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði Álagningarhlutfall Hækkun tekna 2019-2020 Álagningarhlutfall Hækkun tekna 2019-20202019 2020* 2019 2020* Reykjavíkurborg 0,1800% 0,1800% 4,0% 1,6500% 1,6500% 4,7% Kópavogsbær 0,2200% 0,2150% 3,3% 1,5000% 1,4900% 8,6% Seltjarnarneskaupstaður 0,1750% 0,1750% 5,8% 1,1875% 1,1875% 5,5% Garðabær** 0,1900% 0,1900% 5,6% 1,6300% 1,6300% 11,7% Hafnarfjarðarkaupstaður 0,2600% 0,2600% 7,3% 1,4000% 1,4000% 5,8% Mosfellsbær 0,2090% 0,2070% 6,6% 1,6000% 1,5850% 13,8% Akraneskaupstaður 0,2865% 0,2407% 2,1% 1,5804% 1,4000% –6.3% Reykjanesbær 0,3600% 0,3200% –3.4% 1,6500% 1,6000% 3,9% Sveitarfélagið Árborg 0,2750% 0,2613% 4,9% 1,6500% 1,6000% 1,6% Vestmannaeyjabær 0,3300% 0,2910% 2,7% 1,6500% 1,5500% 2,5% Akureyrarkaupstaður 0,3300% 0,3200% 5,3% 1,6300% 1,6300% 8,1% Fjarðabyggð 0,5000% 0,5000% 2,5% 1,6500% 0,1650% 8,0% *Samkvæmt frumvörpum til fjárhagsáætlana 2020 eftir 1. umræðu í sveitarstjórn. ** Endurskoða á álagningarprósentu á milli umræðna. Heimild: Félag atvinnurekenda. Lækkun álagningar- hlutfalls 2019-20 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær er eina sveit-arfélagið í hópi tólf fjöl-mennustu sem lækkarálagningarhlutfall fast- eignaskatts af íbúðarhúsnæði meira en nemur hækkun fasteignamats. Akranesbær er sömuleiðis eina sveit- arfélagið sem lækkar hlutfallið svo mikið af atvinnuhúsnæði að tekjur þess lækka. Álögur á íbúa og fyrir- tæki lækka í þessum tilvikum. Um helmingur sveitarfélaganna heldur hlutfallinu óbreyttu, þar á meðal Reykjavíkurborg, og nokkur til við- bótar lækka smávegis. Fasteigna- skattur íbúa og fyrirtækja í flestum sveitarfélögunum hækkar því meira en nemur tilmælum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um að hækka ekki gjaldskrár um meira en 2,5%. Mynd er að komast á áform sveitarstjórna landsins um álögur á íbúa og fyrirtæki á komandi ári. Í flestum tilvikum liggur það fyrir hver niðurstaðan verður eftir fyrri umræðu í sveitarstjórn en þó er hugsanlegt að einstaka sveit- arstjórnir breyti tillögum sínum við seinni umræðu. Bæjarstjórn Garða- bæjar er til dæmis að endurskoða álagningarhlutföll. Hækki að hámarki um 2,5% Þjóðskrá tilkynnti í byrjun júní breytingar á fasteignamati um kom-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.