Morgunblaðið - 23.11.2019, Síða 23
ÚR BÆJARLÍFINU
Albert Eymundsson
Höfn
Hitaveita fyrir Höfn og hluta
bæja í Nesjum er nú í sjónmáli.
Leit að heitu vatni við Hoffell í
Nesjum hefur staðið lengi yfir með
hléum eða frá árinu 1992. Árið
2002 kom RARIK að verkefninu
og setti talsverða fjármuni í verk-
efnið m.a. voru boraðar yfir 50
rannsóknarholur þar af fimm djúp-
ar 1.100 m til 1.750 m djúpar, sem
nýtast sem vinnsluholur og skila
nægu vatni fyrir hitaveituna.
Vegalengd stofnæðarinnar verður
um 20 km. Það einfaldar málið að
meiri hluti húsnæðis á svæðinu er
tengt fjarvarmaveitu sem fyrir er.
Það hefur vakið nokkra athygli að
hér finnist virkjanlegt heitt vatn
því alltaf hefur verið talað um að
Hornafjörð sem kalt svæði.
Tónskóli Austur-Skaftafells-
sýslu er 50 ára í ár. Skólinn hefur
gegnum tíðina haft á að skipa öfl-
ugu starfsfólki og árangur nem-
enda eftirtektarverður. Skólastjór-
ar þennan tíma hafa aðeins verið
þrír, Sigjón Bjarnason, Egill Jóns-
son og síðan Jóhann Morávek sl.
33 ár. Skólastjórnendur, starfsfólk
og nemendur hafa gegnum tíðina
verið tilbúnir og duglegir að koma
fram við ýmis tækifæri þegar til
þeirra hefur verið leitað. Í tilefni
af þessum tímamótum verður skól-
inn með tónleika í Sindrabæ 1.
desember nk.
Fláajökull og Heinabergsjök-
ull hafa verið mældir af nemendum
Framhaldsskólans í Austur-
Skaftafellssýslu allt frá árinu 1990.
Á heimasíðu skólans fas.is segir að
mælingaferðirnar séu hluti af vinnu
í jarðfræðiáfanga annars vegar og
inngangsáfanga að náttúruvís-
indum hins vegar. Nemendur
kynnast mismunandi vinnubrögð-
um í vísindum auk þess sem tæki-
færið er notað til að virða umhverf-
ið fyrir sér og rifja upp sögu
svæðisins. Mælingarnar staðfesta
hversu ótrúlegar breytingar og hop
hafa átt sér stað við jökulsporðana
og á svæðinu.
Það er alltaf fagnaðarefni
þegar von er á nýjum fiskiskipum
til heimahafnar. Skinney-Þinganes
er með tvö skip í smíðum hjá Vard í
Noregi sem verið er að afhenda
þessa daga. Skipin eru 28,95 m löng
og 12 m br. Vinnsludekk eru unnin
af Micro og Völku og verða sett í
skipin í Hafnarfirði. Þessi skip eru
hluti af 7 raðsmíðaskipum sem
Vard smíðar fyrir Íslendinga og
þau skip sem komin eru hafa
reynst vel í alla staði.
Stórbrotin náttúra
Suðausturlands hefur mikið að-
dráttarafl fyrir kvikmynda-
framleiðendur. Tvö stórverkefni
hafa verið undanfarið, Good Morn-
ing Midnight og The Tomorrow
War. „Það hefur ekki farið framhjá
fólki að frægir leikarar og Ósk-
arsverðlaunahafar tengjast þessum
verkefnum, m.a. George Clooney,
Felicity Jones, Chris Pratt og J.K.
Simmons. Íslenska framleiðslu-
fyrirtækið True North kemur að
báðum verkefnunum, sem eru mjög
umfangsmikil. Um 200-250 manns
koma að hvoru verkefni með bein-
um hætti. Fjöldi fyrirtækja kemur
að verkefnunum s.s. 15-21 breyttir
jeppar, 10 vélsleðar, 2 snjóbílar og
2-3 þyrlur, gisting og uppihald fyrir
fólkið, auk þess að sjá um öryggis-
mál.
Morgunblaðið/FAS
Nemendur og starfsfólk á árlegum vísindadögum Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu sem haldnir voru í Skaftárhreppi að þessu sinni.
Hitaveita fyrir Höfn í sjónmáli
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Tökum á móti gestum í glæsilegri
sýningaríbúð Breiðakri 4 íbúð merkt 104
Guðbjörg Guðmundsdóttir
löggiltur fasteignasali
gudbjorg@manalind.is
sími: 899 5533
Thelma Víglundsdóttir,
löggiltur fasteignasali
thelma@manalind.is
sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020
Opið hús Breiðakur 6-8 Garðabæ
Nýtt átta íbúða fjölbýli með lyftu, á eftirsóttum stað.
Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 122-138 fm.
Öllum íbúðum fylgja stæði í lokaðri bílageymslu.
Laugardaginn 23. nóvember frá 14:00-15:00
Sunnudaginn 24. nóvember frá 14:00-15:00
Aðeins 3 íbúðir eftir.
Tilbúnar til afhendingar, fullbúnar án gólfefna.
Verð frá 63,9 millj.