Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði. Fyrirtækið fullvinnur ákveðnar fiskafurðir og selur innanlands sem og erlendis. Það er í leigu- húsnæði og býr við góðan tækjakost. Velta 200-300 kr. og afkoma með ágætum. • Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta 140 mkr. Góður hagnaður. • Öflug, rótgróin trésmiðja sem framleiðir glugga, hurðir og innréttingar fyrir íslenskan markað. Mjög góður tækjakostur og góð verkefnastaða. • Heildverslun í miklum vexti sem flytur inn vörur fyrir verslanir, veitingahús og matvælaiðnað. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður. • Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit með hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 120 mkr. og góð afkoma. • Ungur og hratt vaxandi veitingastaður þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is » Í dagskrá í Hann- esarholti á fimmtu- dagskvöld var sjónum beint að lögum og text- um franska söngva- skáldsins Georges Moustakis (1934-2013). Gérard Lemarquis sagði frá listamanninum og verkum hans og hljómsveitin Les Métè- ques flutti ýmis lög. Kynntu Georges Moustaki í tali og tónum Fróðlegt Gestir fylltu sal Hannesarholts og höfðu gaman af tali og tónum. Hlustað Gestir nutu flutningsins.Innlifun Hljómsveitin Les Métèques á sviðinu og Gérard lengst til vinstri. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Hvað gerir þú þegar tjaldiðfellur? Leikurinn er búinn,a.m.k. eins og þú hefur spil- að hann hingað til. Þú tókst ekki tillit til þess sem þú raunverulega þarfn- ast, þess sem þú vilt, þess sem þú ert. Í þessu lenti Lára fyrir tveimur árum er hún upp- lifði kulnun í starfi. Í kjölfarið ákvað hún að end- urhugsa líf sitt frá grunni, einblína á þá þætti sem gefa lífinu gildi og standa með sér. Um það fjallar þessi plata sem ber nafn með rentu: Rótin. „Altari“, annað lagið af þessari plötu sem var kynnt til sögunnar núna snemmvors, bar m.a. með sér þetta í kynningartextanum: „Að lifa lífinu með opið hjarta getur tekið á en það Ekkert að fela Æðruleysi Lára Rúnars mætir áskorunum lífsins með æðruleysi og rósemd að vopni. færir manni fleiri liti, bros, tengingar og samtöl, byggð á trausti og virð- ingu.“ Þessa hluti vinnur Lára m.a. með í gegnum súkkulaðisetrið Anda- gift, hvar slagorðin eru sjálfsmildi og sjálfsást. En auðvitað leita þessar hugmyndir, þessi vinna, út í tónlist- ina líka enda Lára slíkur listamaður. Rótina vann hún með þeim Sól- eyju Stefánsdóttur og Alberti Finn- bogasyni en hljómsveit Láru, sem lék m.a. á útgáfutónleikum hennar á dögunum í Bæjarbíói, Hafnarfirði, skipa ásamt Láru þau Sóley, Albert, Arnar Gíslason, Birkir Rafn Gísla- son, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Unnur Jónsdóttir. Lára hefur verið giska mikið kamelljón á ferli sínum og reynt sig við ýmis tilbrigði í gegnum plöturnar sínar. Hún hefur verið söngvaskáld, bjartur poppari, myrkur popprokk- ari og dempt ljóðrænum, nánast þjóðlagatónlistarlegum vísunum, á list sína (síðasta plata, Þel). Hún hef- ur verið missannfærandi í þessum rullum öllum, og t.a.m. gat ég aldrei keypt hörðu ísdrottninguna almenni- lega, þá sem við hittum fyrir á Mo- ment (2012). Lára, hún er hins vegar sú sem við fyrirfinnum á þessari plötu. Þetta er Lára. Fölskvalaus, einlæg og heiðarleg. Sama Láran og maður spjallar við úti á götuhorni eða á Messenger. Björt, glöð, falleg og opin. Og platan ber því eðlilega merki þessa. Flæðið hér er látlaust, þægilegt, umlykjandi. Textar eins og opin dagbók, hreinskiptnir ástar- textar til barna og eiginmanns. Naktir og beinskeyttir, og fara beint í kjarnann eða ætti ég að segja rótina? Lára sagði frá því í viðtali að hún hefði litlu breytt í textum, leyft þeim að koma eins og þeir væru og leyfa þeim að standa þannig. Líkt hefði verið með lögin, þeim hefði ver- ið leyft að koma á eigin tíma, aldrei var sest niður með það að markmiði að semja. Ég nefni nokkur laganna sem dæmi. Titillagið er með miklum ágætum. Róleg, dramatísk stemma sem nær manni með fyrsta píanó- slaginu. Já og hér, og í fleiri lögum, má t.d. skynja hug og hendur Sól- eyjar. Næm smíð. „Allt“ er stutt lag, það næstsíðasta, og inniheldur flott- an, víraðan gítarleik sem gefur því sérstæðan blæ. „Dansi Dansi“ er þá prýðilegt dæmi um þann hljóðláta en þó áhrifaríka andblæ sem er yfir öllu hér. Fer rólega í gang og umbreytist svo í barna/vögguvísuna „Dansi Dansi dúkkan mín“. Vel útfært og glúrið. „Heimar“ er sömuleiðis vel heppnað, dulrænt og seiðandi. Rótin hljómar ólíkt öllu því sem Lára hefur gert áður, vegna þess sem á undan hefur verið rakið. Mað- ur heyrir m.ö.o. allar þessar ný- uppgötvuðu forsendur í sjálfum lög- unum. Hvort framhald verði á svona verklagi verður að koma í ljós. En við þetta verk getur Lára staðið keik. Hér er ekkert falið. » Lára hefur veriðgiska mikið kam- elljón á ferli sínum og reynt sig við ýmis til- brigði í gegnum plöt- urnar sínar. Lára Rúnars gaf á dög- unum út nýja plötu sem kallast Rótin. Á þessari sjöttu plötu sinni setur hún allt upp á borð, en einlægari hefur hún aldrei verið í textum og tónsmíðum. Hin árlega og vinsæla Bókamessa Félags íslenskra bókaútgefenda og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO verður í Hörpu nú um helgina 23.-24. nóvember. Messan er opin báða daga frá kl. 11-17 og ókeypis inn á alla dagskrárliði. Í tilkynningu segir að nóg verði um að vera fyrir bókelskt fólk á öll- um aldri. Þá sé „einstakt tækifæri til að hitta uppáhalds íslenska rit- höfundinn og næla sér í áritun á bók eða ræða við útgefendur um bókaútgáfu. Sögustundir fyrir stóra og smáa, spjall við rithöfunda, upplestur úr nýjum ljóðabókum og allar jólabækurnar á einum stað.“ Sagt er að hvergi gefist betra tækifæri til að kynnast bókaútgáfu ársins á einum stað „og tryggja sér jólabækurnar á einstöku messu- verði“. Meðal dagskrárliða í dag, laugar- dag, má nefna að Maríanna Clara Lúthersdóttir fær til sín höfundana Bergþóru Snæbjörnsdóttur, (Svíns- höfuð), Braga Ólafsson (Staða pundsins), Kristínu Ómarsdóttur (Svanafólkið) og Sjón (Korngult hár, grá augu) og ræðir við þau um nýjar bækur þeirra. Þá ræðir Björn Halldórsson við höfundana Auði Jónsdóttur (Tilfinningabyltingin), Björgu Guðrúnu Gísladóttur (Skuggasól) og Pétur Gunnarsson (HKL – ástarsaga) um lífssögur og skáldsögur. Í dag má enn fremur heyra spjall Magnúsar Guðmundssonar og Hall- dórs Einarssonar – Henson um bók- ina Stöngin út sem segir frá ævin- týralegu lífi Halldórs, og þá segja sagnaþulirnir Einar Kárason og Friðrik Þór Friðriksson frá nýrri bók um lífsferil Friðriks Þórs sem nefnist Með sigg á sálinni. Jórunn Sigurðardóttir útvarpskona ræðir líka seinnipartinn við fjölmarga höfunda nýrra bóka. Fjölbreytileg dagskráin heldur áfram á morgun, sunnudag. Fjölbreytileg dagskrá um nýjar bækur á Bókamessu í Hörpu alla helgina Morgunblaðið/Eggert Vinsæl Frá Bókamessunni í Hörpu í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.