Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 11
Skipholti 29b • S. 551 4422
GÆÐAYFIRHAFNIR
Einstök gæði og hönnun
Fylgdu okkur á facebook
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
20%afsláttur
af öllum buxum
í dag!
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Bolir
kr. 4.900.-
Str. 40/42-56/58
Fleiri munstur
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Cuero Mariposa
Hönnuðir: Bonet, Kurchan & Ferrari
Hannaður 1938
Íslenskt lambaskinn
Stóll verð 189.000,-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rjúpnaveiðar hafa gengið mjög mis-
jafnlega það sem af er veiðitímanum,
bæði eftir dögum og landsvæðum, að
sögn Áka Ármanns Jónssonar, for-
manns Skotveiðifélags Íslands (Skotv-
ís). Leyft er að ganga til rjúpna í 22
daga í nóvember.
Veiða má alla daga
mánaðarins nema
miðvikudaga og
fimmtudaga.
„Maður hefur
heyrt mjög mis-
jafnar sögur af
veiðum,“ sagði
Áki. Eftir því sem
hann hafði heyrt
höfðu sumir fengið
ágæta veiði einn daginn og farið svo
daginn eftir og ekki séð svo mikið sem
fjöður. „Þetta sveiflast mikið eftir
veðri og aðstæðum. Rjúpan er mikið á
ferðinni eftir veðri. Hún getur legið í
snjólínu einn daginn. Svo getur snjól-
ínan verið horfin daginn eftir og þá er
rjúpan dreifð út um allt.“ Áki sagði að
veðursveiflur hefðu verið algengar
víða í haust.
Samkvæmt því sem Áki hafði heyrt
hefur gengið einna best að veiða á
Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og
Norðurlandi eystra. Mikill snjór hefur
verið á Norðurlandi og rjúpan nokkuð
dreifð og snjórinn gerir erfiðara að
ganga til rjúpna. „Það er best að
ganga að rjúpunni ef það er skýr snjól-
ína í fjöllunum. Þá heldur hún sig
gjarnan þar,“ sagði Áki. Af Austur-
landi hafði hann heyrt „kroppsögur“,
það er að menn hefðu gengið til
rjúpna, séð lítið og veitt mjög hóflega.
En hvernig er rjúpnaveiðin á Suður-
landi?
„Maður hefur eiginlega ekki heyrt
neinar rjúpnaveiðisögur af Suðurlandi
enda varð þar viðkomubrestur. Þar
voru bara tveir ungar á hverja hænu í
ár en 6-7 ungar víða annars staðar.
Ungfuglinn er uppistaðan í veiðinni,“
sagði Áki.
Áki sagði að fjölgun veiðidaga ylli
því að veiðimenn væru slakari en þeg-
ar veiðidagar voru færri. „Nú velja
menn bara þá daga sem eru fallegir og
þegar þá langar að fara á rjúpu,“ sagði
Áki. „Í fyrra fórum við norður síðustu
helgina. Annan daginn var þoka og
slydda og varla hægt að vera á veiðum.
Daginn eftir var 25 m/s vindur og 15°C
hiti! Þetta voru eins glataðir rjúpna-
veiðidagar og hægt var að hugsa sér.
Samt sem áður var mjög gaman að
ganga 40 kílómetra og fá eina rjúpu!“
Ráðleggur 72 þúsund fugla
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur
metið veiðiþol rjúpnastofnsins og er
ráðlögð rjúpnaveiði í haust 72.000 fugl-
ar. Forsendur matsins byggja á þeirri
stefnu stjórnvalda að rjúpnaveiðar
skuli vera sjálfbærar.
Misjafn gangur í
rjúpnaveiðunum
Skásta veiðin fyrir vestan og norðan
Áki Ármann
Jónsson
„Afi minn og amma bjuggu hér á
Selfossi allan sinn búskap en þau
urðu gömul og dóu í Hveragerði.
Hér verður staður til þess að verða
gamall á Selfossi,“ segir Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Þau Gísli Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri í Árborg, tóku í gær
fyrstu skóflustunguna að nýju
hjúkrunarheimili fyrir aldraða á
Selfossi. Það verður reist nærri
sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands sem er austarlega í
Selfossbæ.
Bygging hjúkrunarheimilisins
nýja hefur verið í bígerð frá 2015
og nokkuð er síðan teikningar lágu
fyrir. Framkvæmd þessi er sam-
starfsverkefni Sveitarfélagsins Ár-
borgar og heilbrigðisráðuneytisins.
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur
umsjón með verkefninu sem
Hreinn Sigurðsson mun stýra.
Hjúkrunarheimilið nýja verður
hringlaga á tveimur hæðum með
skjólgóðum garði í miðjunni. Hvert
rými mun hafa einkasvalir eða
skika sem liggja ýmist inn í garð-
inn eða út á við. Á heimilinu er
ætlunin að gera íbúum kleift að
sinna sem flestum þáttum daglegs
lífs, þrátt fyrir veikindi eða annað.
Kostnaður 2,9 milljarðar kr.
Kostnaður við byggingu hússins
verður alls 2,9 milljarðar króna.
Þar af kostar bygging hússins 2,2
milljarða króna. Eykt ehf. bauð
best fimm fyrirtækja í útboði.
Áætlað er að byggingarfram-
kvæmdum ljúki í ágúst 2021.
sbs@mbl.is
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Samtaka Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Hall-
dórsson bæjarstjóri tóku fyrstu skóflustunguna að hjúkrunarheimilinu.
Heimili fyrir ömmur og afa
Lögreglumanni um þrítugt, sem
ákærður hefur verið fyrir líkams-
árás og brot í opinberu starfi, hefur
verið veitt lausn frá störfum um
stundarsakir. Þetta staðfesti Gunn-
ar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýs-
ingafulltrúi lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu, við mbl.is.
Í ákærunni er maðurinn sakaður
um að hafa farið offari og ekki gætt
lögmætra aðferða þegar hann hand-
tók karlmann á sjötugsaldri á
Klapparstíg í mars. Segir þar að
hann hafi slegið manninn í höfuðið
við að setja hann inn í lögreglu-
bifreið og slegið hann síðan tveimur
höggum í andlit, þrýst hné sínu á
háls og höfuð hans og þvingað mann-
inn í sársaukastöðu þar sem hann
var með handjárnaða handleggi fyr-
ir aftan bak liggjandi á gólfi lög-
reglubifreiðar.
Hlaut maðurinn tognun og of-
reynslu á hálshrygg vegna hand-
tökunnar. Í einkaréttarkröfu fer
maðurinn fram á 2,7 milljónir í
skaða- og miskabætur.
Gunnar Rúnar segir að lögreglan
muni að öðru leyti ekki tjá sig um
málið meðan það er til meðferðar hjá
dómstólum.
Frá störf-
um vegna
ákæru
Veitt lausn um
stundarsakir