Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 23.11.2019, Qupperneq 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 arlok. Kærum vini er þökkuð samfylgdin, Jöggu, börnum og öðrum ástvinum eru sendar ein- lægar samúðarkveðjur. Jón Eiríksson, Þórunn Þórisdóttir. Fjölskylda er hugtak sem not- að er um nánustu ættingja ein- hvers. Þó svo að Hjörtur hafi ekki verið blóðskyldur okkur mæðginunum höfum við alltaf lit- ið á hann sem hluta af okkar fjöl- skyldu, sem eins konar föður og afa. Sjálf á ég ótal góðar minn- ingar um Hjört, hvort sem er úr Skerjafirðinum, Rotterdam, Hamborg eða Gautaborg. Flest- um sumrum mínum sem barn og unglingur eyddi ég með Hirti, Jöggu og Rögnu á ferð og flugi um Evrópu og upplifði aldrei annað en að vera hluti af fjöl- skyldunni. Þvílík forréttindi að fá að vera í þeirra liði. Þegar Elías fæðist tekur Hjörtur honum strax sem sínu eigin barnabarni og vinátta þeirra var einstök. Elías fékk ísblóm og alls konar dekur þegar hann kom í heim- sókn á Mýrargötuna. Þeir fé- lagarnir lásu saman sögurnar um Ástrík og Steinrík og léku sér að því að fletta í gegnum allar sjón- varpsstöðvarnar, sem voru yfir hundrað talsins. Hvíl í friði elsku Hjörtur. Þín verður sárt saknað. Þórdís og Elías. Það er sólbjartur dagur í júní árið 1973 og við hjónakornin er- um að hefja smíði á raðhúsi í Mosfellssveitinni. Nú á að fara að reisa fyrstu spýturnar í móta- uppslætti á sökklinum. Til okkar er kominn vinur okkar með bros á vör til að hjálpa við verkið. Þetta er hann Hjörtur. Allan daginn og fram á kvöld er ham- ast við smíðina. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema af þeirri ástæðu að daginn eftir var þessi maður að flytjast búferlum til Danmerkur, ásamt fjölskyldu sinni, til að hefja nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Álaborg. Flestir gætu ímyndað sér að hann hefði kosið að gera eitthvað annað þennan síðasta dag á landinu en Hjörtur kaus að rétta okkur hjálparhönd. Svona atvik gleymast ekki. Þarna var Hirti rétt lýst. Þetta var hann bæði fyrr og síðar. Kunningsskapur okkar við Hjört hófst fyrir 50-55 árum, þegar við eyddum skemmtileg- um ungdómsárum saman í Borg- arnesi, en þangað flutti Hjörtur frá Flateyri, sennilega árið 1964. löng og erfið þrautaganga. Hann hóf baráttu við þennan óvæga sjúkdóm af yfirvegun og óskilj- anlegu æðruleysi án þess að láta hugfallast. Það er okkur með öllu fyrirmunað að skilja. Hann háði hetjulegt stríð á vettvangi þar sem örlögin verða ekki umflúin. Í þessum erfiðu veikindum sínum naut hann stuðnings margra en þó mestan frá maka sínum sem annaðist hann af mikilli ást og umhyggju. Kynni okkar hófust fyrir al- vöru á árum áður þegar við hóf- um að leika badminton í hópi góðra vina, Union-hópnum. Í þeim hópi ríkir góður andi og þar hafa félagarnir ásamt mökum átt margar góðar samverustundir í gegnum áratugina. Síðar komu fleiri hópar til þar sem við hjónin nutum samvistar við hann eins og í gönguferðum um fjöll og firnindi. Í öllum þessum vinahóp- um reyndist Hjörtur hinn tryggi og ljúfi félagi. Hann var glaður í bragði og glettinn á líðandi stundu, heilsteyptur og staðfast- ur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Ef á stuðning hans reyndi var hann eins og klettur- inn sem aldrei bifaðist. Á áttunda áratugnum tók fjöl- skyldan sig upp og flutti til Dan- merkur þar sem Hjörtur lauk námi í rekstrarhagfræði. Það var upphaf af langri dvöl þeirra hjóna á erlendri grundu með stuttri viðkomu hér á landi. Lengst af veitti Hjörtur forstöðu skrifstofum Eimskips, á Norður- löndum, Hollandi og Þýskalandi. Við það öðlaðist hann mikla reynslu og þekkingu. Hann var fróður um evrópsk málefni, siði og venjur og fylgdist ávallt vel með. Við heimkomu síðar meir var gjarnan leitað eftir kröftum hans vegna þessarar þekkingar hans og reynslu. Þrátt fyrir langa búsetu í útlöndum rofnaði aldrei sambandið við vinina. Þannig fór badmintonhópurinn í ógleymanlegar ferðir til Rotter- dam og Hamborgar þar sem gestgjafarnir voru Hjörtur og Jagga. Þá voru haldnar árshátíð- ir og aðrir fagnaðir, ferðir voru farnar í gönguhópnum víða um lönd og svo mætti lengi telja. Var Hjörtur gjarnan fyrstur manna til þess að tilkynna þátttöku þrátt fyrir fjarlæga búsetu. Á þann hátt styrkti hann tengi- bandið og með því ræktaði hann vinasamböndin af miklu trygg- lyndi sem ekkert fékk haggað. Það er gæfa hvers manns að eignast góða samferðamenn. Við höfum átt því láni að fagna að eiga Hjört sem okkar samferða- mann. Efst í huga nú er þakklæti fyrir áralanga trygga vináttu sem aldrei bar skugga á. Nú skilja leiðir um sinn og tjaldið fellur á milli okkar, en fjársjóður góðra minninga varð- veitist. Allar þessar góðu minn- ingar er ljúft að rifja upp við leið- Vinskapur okkar við þau hjónin Hjört og Jakobínu (Jöggu) byrj- ar svo í kringum árið 1970 þegar við verðum nágrannar í höfuð- borginni og konurnar verða auk þess samstarfskonur hjá Lands- bankanum í Austurstræti. Hálfrar aldar óslitin vinátta kallar fram ótal minningar um þig kæri vinur. Við minnumst jeppaferða um hálendið, skemmtiferðar um Svíþjóð og Noreg þar sem við vorum tvenn hjón með tvö börn á ferðalagi á litlum „Citroën-bragga“, skoðun- arferða um Suður-Evrópu, ásamt ógleymanlegri skíðaferð um jól og áramót í Austurríki, á árunum sem þið bjugguð erlend- is vegna starfa þinna fyrir Eim- skipafélagið. Síðast en ekki síst eru það allar skemmtilegu gönguferðirnar á Íslandi og um fjöll og firnindi Evrópu með tíu hjóna gönguklúbbnum „Sig- urtá“. Við viljum þakka þér allar samverustundirnar sem við fengum að njóta með þér ýmist sem skipuleggjanda, gleðigjafa, frábærs gestgjafa og ekki síst sem einstaklings er ávallt var reiðubúinn að rétta hjálparhönd og sýna greiðvikni í stóru sem smáu. Það voru erfið tíðindi þegar í ljós kom að vinur okkar greindist með ólæknandi sjúkdóm sem smám saman dró úr allri getu hans til að lifa eðlilegu lífi. Í veik- indunum kom í ljós allur sá sál- arstyrkur og æðruleysi sem hann bjó yfir. Við minnumst þess ekki að hann hafi nokkurn tíma kvartað. Hann tók ætíð á móti okkur með hlýju og glettni í aug- um, reiðubúinn til að ræða um landsins gagn og nauðsynjar, enda var andlega heilsan og þar með talin kímnigáfan óbiluð. Ekki er unnt að skilja svo við þessi fátæklegu orð að ekki sé minnst á einstakt samband þeirra hjóna, Hjartar og Jöggu, alla tíð. Hvernig þeim í samein- ingu tókst að mynda þetta ein- staka andrúmsloft, þar sem öll- um leið vel að vera í návist þeirra. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig Jagga annaðist um Hjört í veikindum hans. Við minnumst Hjartar með þökk og virðingu. – Minningin um góðan dreng mun lifa. Sendum innilegar samúðar- kveðjur til Jöggu og fjölskyldu. Kristín og Jón (Stína og Nonni), Mosfellsbæ. Lokið er harðri baráttu gegn ofurefli. Þegar tilveran, að ósekju, verður bæði yfirþyrm- andi og ósanngjörn skilst kjarn- inn frá hisminu. Hjörtur og Jagga hafa síðustu misserin sýnt okkur öllum hvað skiptir máli í lífinu. Það er heiður og lærdóm- ur að hafa kynnst þeim hjónum meðan bæði voru í fullu fjöri og eiga með þeim dýrmætar og ógleymanlegar stundir. Sú já- kvæðni, gleði og lífsviska sem Hjörtur gaf ávallt af örlæti verð- ur sú minning sem lifir. Við biðj- um Jöggu og fjölskyldunni styrks í sorginni. Sigrún og Gísli. Félagi okkar og vinur Hjörtur Hjartar var tengdur mörgum vinahópum og einn af þeim er gögnuhópur, skipaður tuttugu manns. Gönguferðir Hjartar hófust með fjölskylduferð á Laugaveg- inn fyrir rúmum 30 árum. Þetta var ævintýraferð í foráttuveðri um mitt sumar. Ljóst var að úr því fullorðnir og börn lifðu þetta- af væru allir vegir færir. Við tóku fleiri gönguferðir um landið og fleiri bættust í hópinn en veðr- áttan var oft ekki upp á það besta og kom því upp hugmyndum að fara í gönguferðir erlendis. Hjörtur dró ekki úr þessari hug- mynd, hefur líklega átt hana. Hópurinn fór síðan í nokkrar ferðir m.a. til Tyrol, í Pýrenea- fjöllin, til Krítar, Korsíku, Chin- que Terre, við Gardavatnið og til Skotlands. Þetta voru frábærar ferðir og þarna naut Hjörtur sín með margháttaðri skemmtan að okkur fannst. Hjörtur var maður gleðinnar og samverunnar og því tók hann sig ávallt til þegar komið var á áfangastað og fann bestu krána í nágrenninu og samdi við eigend- ur um fyrsta flokks þjónustu og gott verð veitinga fyrir allan hóp- inn. Aðrir voru vart búnir að taka upp úr töskum sínum þegar þetta var klárt. Hjörtur minnti oft á mikilvægi þessara ferða og lagði upp með að borgarferðir væru ekki síður skemmtilegar. Þetta hlaut ekki hljómgrunn en lýsir vel Hirti sem heimsborgara sem vill gera velvið sína í mat, drykk og að- stöðu. Eftir að Hjörtur veiktist tók hann þátt með hópnum en fljót- lega dró úr ferðum enda vantaði mikið þegar Hjörtur var ekki með. Gönguhópurinn saknar góðs og glaðværs göngufélaga og vin- ar sem við munum lengi minnast með hlýhug. Kæra Jagga og fjölskylda, hugur okkar er með ykkur. Fyrir hönd gönguhópsins Sig- urtáar, Halldór Hróarr Sigurðsson. Það er sárt að sjá á eftir góð- um og traustum vini. Hjörtur háði mikla baráttu undanfarin ár eftir að hann greindist með al- varlegan sjúkdóm. Hægt og bít- andi hefur dregið af en eftir hverja heimsókn til Hjartar hef ég hugsað um það hvað andlegur styrkur til að takast á við áföll og vandamál yfirhöfuð er mikilvæg- ur eiginleiki og ekki öllum gefinn í svo ríkum mæli. Hjörtur hafði þennan styrk – einstakt lundar- far, jákvæðni og einlægan áhuga á svo mörgu. Ég heyrði hann aldrei halla á nokkurn mann – hafði almennt jákvæða sýn á menn og málefni. Æðruleysið – og það var jafnan svo létt yfir þótt maður skildi vel að ekki væri nú auðvelt hlutskiptið síðustu ár- in. Við Hjörtur kynntumst þegar við hófum störf hjá Eimskip um svipað leyti – fyrir nokkrum ára- tugum. Við störfuðum báðir er- lendis og þróaðist þar traust samband milli okkar og fjöl- skyldna okkar. Þau Hjörtur og Jagga voru okkur nú heldur reyndari í þessum efnum, þ.e. að búa og starfa í útlöndum, og tóku okkur upp á sína arma. Skemmtilegra fólk er vandfundið heim að sækja, sannarlega hlýir og höfðinglegir gestgjafar. Við hjónin og börnin okkar eigum margar góðar minningar af sam- veru með Hirti og fjölskyldu, í Rotterdam, Hamborg, Skerja- firði og Reykjavík. Ég heimsótti Hjört á sjúkra- hús fyrir rúmri viku. Móðir hans Ragna H. Hjartar þá nýlátin. Hjörtur sagði við mig, það var gott að mamma fékk að fara, mamma lifði góðu lífi í í 92 ár. Hann Hjörtur lifði ekki svo lengi – féll frá fyrir aldur fram. En hann átti gott líf með góðri fjölskyldu. Blessuð sé minningin. Við hjónin vottum Jöggu, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. Höskuldur og Sigríður. Nú er góður vinur, Hjörtur J. Hjartar fallinn frá. Leiðir okkar Hjartar lágu fyrst saman fyrir mörgum árum þegar við báðir störfuðum sem forstöðumenn hjá Eimskip, en Hjörtur veitti þá forstöðu Norð- urlandadeild og sá sem þetta rit- ar veitti forstöðu starfsmanna- þjónustu fyrirtækisins. Ýmsum málum var okkur falið að leysa á þessum tíma og komumst við yf- irleitt fljótt að niðurstöðu, enda var alltaf auðvelt og gagnlegt að vinna með Hirti. Eins og gengur þá skildu leiðir okkar í mörg ár eftir að vistinni hjá Eimskip lauk en fylgdumst þó alltaf vel hvor með öðrum. Eftir að Hjörtur tók að sér for- mennsku í stjórn Orf Líftækni fyrir nokkrum árum tókum við aftur upp þráðinn og ég fékk tækifæri til að aðstoða Hjört í ýmsum verkefnum sem komu inn á hans borð. Mér fannst aðdáun- arvert hve vel og djúpt Hjörtur setti sig inn í málin, hvort sem þau snérust um möguleg við- skipti, markaðsmál, starfs- mannamál eða þau vísindi sem þetta merka fyrirtæki byggir á. Hjörtur á mikinn þátt í því hve framtíðin er björt hjá Orf Líf- tækni með því að hafa haldið þétt um stjórnartaumana og látið skynsemi ráða för. Mér þætti ekki ólíklegt að sú þjálfun sem Hjörtur fékk hjá Eimskip á sín- um tíma hafi verið gagnleg í þessari vegferð. Hjörtur hafði góða nærveru og tel ég víst að sá eiginleiki hafi nýst afar vel í hin- um ýmsum samskiptum sem hann þurfti að takast á við í þessu verkefni. Það leyndi sér ekki að erfitt mein herjaði á Hjört hin síðari ár og engum var það ljósara en hon- um sjálfum. Hjörtur tókst á við meinið af styrk og æðruleysi og vissi alltaf í hvað stefndi. Ég vil að lokum þakka fyrir að hafa kynnst þessum sómamanni og sendi eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórður S. Óskarsson. Hjörtur J. Hjartar HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, UNNAR G. PROPPÉ sjúkraliða, Hæðargarði 33, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks tauga- lækningadeildar B2 Landspítalans í Fossvogi fyrir einstaka hlýju og umhyggju. Sævar G. Proppé Fríða Proppé Ragna Björk Proppé Auður B. Proppé Bailey Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SVEINEY BJARNADÓTTIR frá Ísafirði, lést á Grund þriðjudaginn 5. nóvember í faðmi fjölskyldu sinnar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jarðsett var í Ísafjarðarkirkjugarði 16. nóvember. Sérstakar þakkir til séra Auðar Ingu og starfsfólks Grundar. Bjarni Albertsson Guðrún Guðbjartsdóttir Fríða Kristín Albertsdóttir Magnús Pétursson Kristín Sveiney Baldursdóttir ömmubörn og langömmubörn ✝ Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útfarir okkar ástkæru foreldra SONJU BACKMAN og BIRGIS ÍSLEIFS GUNNARSSONAR Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heru, krabbameinsdeildar 11E á Landspítalanum og líknardeildarinnar í Kópavogi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.