Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira. Orðin hljóð er yfirskrift Tónlistar- hátíðar Rásar 1 sem haldin verður í Norðurljósum Hörpu í dag, laugardag, klukkan 16 og verður útvarpað í beinni á Rás 1. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin en listrænn stjórnandi hennar í ár er Daníel Bjarnason. Frumflutt verða fjögur verk sem sérstaklega voru pöntuð fyrir hátíðina og tengjast þema hennar, en tónskáldin völdu hvert sitt ljóð- skáld til samvinnu. Verkin á tón- leikunum eru afrakstur þessa sam- starfs þar sem tónskáldin vinna með textann á ýmsan hátt og flétta hann við tónlist sína bæði sem söng og upplestur. Tón- og textaskáldin eru María Huld Markan Sigfúsdóttir og Kristín Ei- ríksdóttir; Páll Ragnar Pálsson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir; Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Sig- urbjörg Þrastardóttir; Kjartan Holm og Jóhannes Ólafsson. Öll verkin verða flutt af Strokkvart- ettinum Sigga auk þess sem söng- konurnar Hildigunnur Einars- dóttir og Ingibjörg Fríða Helga- dóttir koma fram. Milli verkanna á tónleikunum verða leikin viðtöl við tón- og textahöfundana auk stuttra útvarpshugleiðinga um samspil tónlistar og texta. Flytjendur Strokkvartettinn Siggi tekur þátt í flutningi allra verkanna. Tónlistarhátíð Rásar 1 haldin í Hörpu í dag Anna Eyjólfsdóttir myndlistarmaður hóf árið 1979 söfn- un á leirmunum eftir íslenska listamenn. Í safninu eru nú tæplega 2.000 gripir sem spanna tímabilið frá 1932 til dagsins í dag. Þetta er stærsta einstaka keramiksafn landsins og hefur Hönnunarsafn Íslands nú eignast það með styrk frá Bláa Lóninu. Í tengslum við skráningu á þessu mikla safni undan- farna mánuði hefur Hönnunarsafnið fengið Ingu Sigríði Ragnarsdóttur til þess að halda fyrirlestur á morgun, sunnudag, klukkan 13 þar sem saga íslenskrar leirlistar á tímabilinu 1930 til 1970 er rakin. Inga Sigríður er dóttir Ragnars Kjartanssonar leir- kerasmiðs. Hún útskrifaðist úr keramikdeild MHÍ og fór síðan í framhalds- námi til München í keramik og skúlptúr. Hún hefur starfað sem leir- listamaður og kennt við Myndlistarskólann í Reykjavík. Inga Sigríður vinnur nú ásamt Kristínu G. Guðmundsdóttur listfræðingi að rannsókn á íslenskri leirlist á þessu tímabili. Fjallar um sögu íslenskrar leirlistar Inga Sigríður Ragnarsdóttir Carmina Burana eftir Carl Orff, eitt vinsælasta klassíska tónverk allra tíma, verður flutt á þrennum tónleikum í Langholtskirkju næstu daga. Flytjendur eru Háskóla- kórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Einsöngvarar eru Sólveig Sigurðardóttir sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Guð- mundur Karl Eiríksson baritón. Auk Háskólakórsins syngja félagar úr Drengjakór Reykjavíkur. Á tón- leikunum verður einnig frumflutt ný gerð klarinettukonserts eftir Tryggva M. Baldvinsson. Einleikari er Baldvin I. Tryggvason klarin- ettuleikari. Stjórnandi á tónleik- unum er Gunnsteinn Ólafsson. Carmina Burana byggist á kvæð- um frá miðöldum. Þau fjalla um fallvaltleika lífsins, lystisemdir þess og helstu hættur, svo sem losta, ofát, drykkjuskap og fjárhættuspil. Kvæðin eru gamansöm og kaldhæð- in en ekki síst erótísk og tvíræð. Þau sem koma fram í einleiks- og einsöngshlutverki á tónleikunum hafa öll stundað nám erlendis. Tónleikarnir í Langholtskirkju hefjast kl. 17 á laugardag og sunnu- dag en kl. 20 á mánudagskvöldið. Flytjendur Háskólakórinn kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, einsöngvurum og einleikara á klarínett. Carmina Burana í Langholtskirkju Hópur íslenskra listamanna á verk á sýningunni „Suggested spaces“ sem verður opnuð í sýningarrým- inu Uns in maniére noire í Berlín í dag. Sýnendurnir eru Eygló Harðardóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir & Gavin Morrison, Guðrún Benónýsdóttir, Ólöf Helga Helgadóttir, Örn Alexander Ámundason, Una Margrét Árna- dóttir og Arild Tveito. Við opnuna í kvöld flytur Íslenski kórinn í Berlín verkið Hafvísu eftir Ástu Fanney og Morrison. Sýn- ingarstjórar eru Guðrún Benónýs- dóttir og Ana Victoria Bruno. Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði segir að listamennirnir fylgi ýmist persónulegu raunsæi eða séu flöktandi í leit sem leiði þá að nýj- um og spennandi möguleikum. Sýnir Eygló Harðardóttir er einn sýnenda. Hópur íslenskra listamanna í Berlín Hjálmar & Vasks er yfirskrift tón- leika sem söngsveitin Ægisif og strengjasveitin Íslenskir strengir standa fyrir í Kristskirkju í Landa- koti á mánudagskvöldið kemur, 25. nóvember, klukkan 21. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragn- arsson fyrir kór og strengjasveit sem ber titilinn Laudem Domini. Einnig verður frumflutt á Íslandi verkið Musica Adventus eftir hinn lettneska Peteris Vasks en hann er eitt vinsælasta evrópska tónskáld samtímans. Ólöf Sigursveinsdóttir mun stjórna flutningnum á verki Vasks. Hreiðar Ingi Þorsteinsson stjórnar flutningi Ægisifjar og Íslenskra strengja á verkum Hjálmars en í upphafi tónleikanna munu hljóma tvö eldri verka hans, a cappella, Gamalt vers (1980) og Ave maria (1985). Langt er síðan nýtt kórverk eftir Hjálmar hefur heyrst opinberlega en á sínum tíma voru mörg slík hljóðrituð undir hans stjórn með sönghópnum Hljómeyki. Hjálmar segir verkið samið fyrir „kór og minni strengjasveit við biblíutexta á íslensku og forna latínutexta úr sönghefð kaþólskra. Meginþráður verksins er ákallið um réttvísi og frið til að lífið fái að endurnýjast og jörðin blómstra“. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á æfingu Félagar í Íslenskum strengjum og söngsveitinni Ægisif æfðu fyrir tónleikana í vikunni. Frumflytja verk Hjálmars  Á tónleikum Ægisifjar og Íslenskra strengja hljómar kant- ata eftir Hjálmar H. Ragnarsson og rómað verk eftir Vasks Myndlistarmað- urinn Ragnar Fjalar Lárusson opnar í dag, laugardag, kl. 16 sýningu í Gallery Porti að Lauga- vegi 23b. Sýn- inguna kallar Ragnar 33 og í tilkynningu segir að verkin séu unnin með „persónu- legri aðferðafræði Ragnars“ og byggist á „stafrænni nálgun á flaumrænum (analog) aðferðum“. Ragnar Fjalar sýnir ný verk í Porti Hluti eins mynd- verks Ragnars. Í tengslum við sýninguna Eitthvað úr engu: Myndheimur Magnúsar Pálssonar sem stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi verður í dag, laugardag, klukkan 13 til 15 haldið þar mál- þing um felil Magnúsar. Frummælendur eru Jón Proppé listfræðingur, Hanna Styrmisdóttir sjálfstæður ráðgjafi og sýningar- stjóri, Þráinn Hjálmarsson tónskáld og Aðalheiður Lilja Guðmunds- dóttir lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Fundarstjóri er Markús Þór Andrésson sem er, ásamt Sigurði Trausta Traustasyni, sýningar- stjóri sýningarinar með verkum Magnúsar í Hafnarhúsinu. Málþing um feril Magnúsar Pálssonar Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Fjallað verður um feril Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.