Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 60

Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira. Orðin hljóð er yfirskrift Tónlistar- hátíðar Rásar 1 sem haldin verður í Norðurljósum Hörpu í dag, laugardag, klukkan 16 og verður útvarpað í beinni á Rás 1. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin en listrænn stjórnandi hennar í ár er Daníel Bjarnason. Frumflutt verða fjögur verk sem sérstaklega voru pöntuð fyrir hátíðina og tengjast þema hennar, en tónskáldin völdu hvert sitt ljóð- skáld til samvinnu. Verkin á tón- leikunum eru afrakstur þessa sam- starfs þar sem tónskáldin vinna með textann á ýmsan hátt og flétta hann við tónlist sína bæði sem söng og upplestur. Tón- og textaskáldin eru María Huld Markan Sigfúsdóttir og Kristín Ei- ríksdóttir; Páll Ragnar Pálsson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir; Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Sig- urbjörg Þrastardóttir; Kjartan Holm og Jóhannes Ólafsson. Öll verkin verða flutt af Strokkvart- ettinum Sigga auk þess sem söng- konurnar Hildigunnur Einars- dóttir og Ingibjörg Fríða Helga- dóttir koma fram. Milli verkanna á tónleikunum verða leikin viðtöl við tón- og textahöfundana auk stuttra útvarpshugleiðinga um samspil tónlistar og texta. Flytjendur Strokkvartettinn Siggi tekur þátt í flutningi allra verkanna. Tónlistarhátíð Rásar 1 haldin í Hörpu í dag Anna Eyjólfsdóttir myndlistarmaður hóf árið 1979 söfn- un á leirmunum eftir íslenska listamenn. Í safninu eru nú tæplega 2.000 gripir sem spanna tímabilið frá 1932 til dagsins í dag. Þetta er stærsta einstaka keramiksafn landsins og hefur Hönnunarsafn Íslands nú eignast það með styrk frá Bláa Lóninu. Í tengslum við skráningu á þessu mikla safni undan- farna mánuði hefur Hönnunarsafnið fengið Ingu Sigríði Ragnarsdóttur til þess að halda fyrirlestur á morgun, sunnudag, klukkan 13 þar sem saga íslenskrar leirlistar á tímabilinu 1930 til 1970 er rakin. Inga Sigríður er dóttir Ragnars Kjartanssonar leir- kerasmiðs. Hún útskrifaðist úr keramikdeild MHÍ og fór síðan í framhalds- námi til München í keramik og skúlptúr. Hún hefur starfað sem leir- listamaður og kennt við Myndlistarskólann í Reykjavík. Inga Sigríður vinnur nú ásamt Kristínu G. Guðmundsdóttur listfræðingi að rannsókn á íslenskri leirlist á þessu tímabili. Fjallar um sögu íslenskrar leirlistar Inga Sigríður Ragnarsdóttir Carmina Burana eftir Carl Orff, eitt vinsælasta klassíska tónverk allra tíma, verður flutt á þrennum tónleikum í Langholtskirkju næstu daga. Flytjendur eru Háskóla- kórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Einsöngvarar eru Sólveig Sigurðardóttir sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Guð- mundur Karl Eiríksson baritón. Auk Háskólakórsins syngja félagar úr Drengjakór Reykjavíkur. Á tón- leikunum verður einnig frumflutt ný gerð klarinettukonserts eftir Tryggva M. Baldvinsson. Einleikari er Baldvin I. Tryggvason klarin- ettuleikari. Stjórnandi á tónleik- unum er Gunnsteinn Ólafsson. Carmina Burana byggist á kvæð- um frá miðöldum. Þau fjalla um fallvaltleika lífsins, lystisemdir þess og helstu hættur, svo sem losta, ofát, drykkjuskap og fjárhættuspil. Kvæðin eru gamansöm og kaldhæð- in en ekki síst erótísk og tvíræð. Þau sem koma fram í einleiks- og einsöngshlutverki á tónleikunum hafa öll stundað nám erlendis. Tónleikarnir í Langholtskirkju hefjast kl. 17 á laugardag og sunnu- dag en kl. 20 á mánudagskvöldið. Flytjendur Háskólakórinn kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, einsöngvurum og einleikara á klarínett. Carmina Burana í Langholtskirkju Hópur íslenskra listamanna á verk á sýningunni „Suggested spaces“ sem verður opnuð í sýningarrým- inu Uns in maniére noire í Berlín í dag. Sýnendurnir eru Eygló Harðardóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir & Gavin Morrison, Guðrún Benónýsdóttir, Ólöf Helga Helgadóttir, Örn Alexander Ámundason, Una Margrét Árna- dóttir og Arild Tveito. Við opnuna í kvöld flytur Íslenski kórinn í Berlín verkið Hafvísu eftir Ástu Fanney og Morrison. Sýn- ingarstjórar eru Guðrún Benónýs- dóttir og Ana Victoria Bruno. Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði segir að listamennirnir fylgi ýmist persónulegu raunsæi eða séu flöktandi í leit sem leiði þá að nýj- um og spennandi möguleikum. Sýnir Eygló Harðardóttir er einn sýnenda. Hópur íslenskra listamanna í Berlín Hjálmar & Vasks er yfirskrift tón- leika sem söngsveitin Ægisif og strengjasveitin Íslenskir strengir standa fyrir í Kristskirkju í Landa- koti á mánudagskvöldið kemur, 25. nóvember, klukkan 21. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragn- arsson fyrir kór og strengjasveit sem ber titilinn Laudem Domini. Einnig verður frumflutt á Íslandi verkið Musica Adventus eftir hinn lettneska Peteris Vasks en hann er eitt vinsælasta evrópska tónskáld samtímans. Ólöf Sigursveinsdóttir mun stjórna flutningnum á verki Vasks. Hreiðar Ingi Þorsteinsson stjórnar flutningi Ægisifjar og Íslenskra strengja á verkum Hjálmars en í upphafi tónleikanna munu hljóma tvö eldri verka hans, a cappella, Gamalt vers (1980) og Ave maria (1985). Langt er síðan nýtt kórverk eftir Hjálmar hefur heyrst opinberlega en á sínum tíma voru mörg slík hljóðrituð undir hans stjórn með sönghópnum Hljómeyki. Hjálmar segir verkið samið fyrir „kór og minni strengjasveit við biblíutexta á íslensku og forna latínutexta úr sönghefð kaþólskra. Meginþráður verksins er ákallið um réttvísi og frið til að lífið fái að endurnýjast og jörðin blómstra“. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á æfingu Félagar í Íslenskum strengjum og söngsveitinni Ægisif æfðu fyrir tónleikana í vikunni. Frumflytja verk Hjálmars  Á tónleikum Ægisifjar og Íslenskra strengja hljómar kant- ata eftir Hjálmar H. Ragnarsson og rómað verk eftir Vasks Myndlistarmað- urinn Ragnar Fjalar Lárusson opnar í dag, laugardag, kl. 16 sýningu í Gallery Porti að Lauga- vegi 23b. Sýn- inguna kallar Ragnar 33 og í tilkynningu segir að verkin séu unnin með „persónu- legri aðferðafræði Ragnars“ og byggist á „stafrænni nálgun á flaumrænum (analog) aðferðum“. Ragnar Fjalar sýnir ný verk í Porti Hluti eins mynd- verks Ragnars. Í tengslum við sýninguna Eitthvað úr engu: Myndheimur Magnúsar Pálssonar sem stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsi verður í dag, laugardag, klukkan 13 til 15 haldið þar mál- þing um felil Magnúsar. Frummælendur eru Jón Proppé listfræðingur, Hanna Styrmisdóttir sjálfstæður ráðgjafi og sýningar- stjóri, Þráinn Hjálmarsson tónskáld og Aðalheiður Lilja Guðmunds- dóttir lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Fundarstjóri er Markús Þór Andrésson sem er, ásamt Sigurði Trausta Traustasyni, sýningar- stjóri sýningarinar með verkum Magnúsar í Hafnarhúsinu. Málþing um feril Magnúsar Pálssonar Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Fjallað verður um feril Magnúsar Pálssonar myndlistarmanns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.