Morgunblaðið - 23.11.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2019
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Lóðirnar eru allar ætlaðar
fyrir einbýlishús samkvæmt
gildandi skipulagi. Þær
lóðir sem eru fyrir neðan götu
liggja samkvæmt deiliskipu-
lagi að sjó með óskert útsýni
yfir voginn og flóann auk þess
að vera í næsta nágrenni við
útivistarsvæði og golfvöll.
Einungis einstakl-
ingum er heimilt að
sækja um lóðirnar
og heimilt er að gera
tilboð í fleiri en eina
lóð. Hver umsækjandi
getur hins vegar
einungis fengið einni
lóð úthlutað.
Alls eru nú til úthlutunar
fjórar lóðir og eru þær númer 38,
43, 45 og 47. Hverri lóð verður
úthlutað til þess aðila sem gerir
hæst tilboð í viðkomandi lóð,
enda uppfylli viðkomandi aðili öll
fjárhagsleg skilyrði og geti sýnt
fram á getu til fjármögnunar
lóðar og byggingar einbýlishúss.
Tilboðin í
lóðirnar fjórar
skulu berast
Mosfellsbæ
eigi síðar en
20. desember
2019 og verða
móttekin með
rafrænum hætti.
Allar nánari upp-
lýsingar um úthlutun
lóða að Súluhöfða er
að finna á slóðinni
www.mos.is/suluhofdi
og hjá Heiðari Erni
Stefánssyni, lögmanni
Mosfellsbæjar í síma
525 6700.
Um er að ræða síðustu fjórar lóðirnar við götuna en fyrr í ár var úthlutað 15 lóðum við Súluhöfða
Úthlutun lóða að Súluhöfða
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Undir fyrirsögninni „Flotinn óseðj-
andi“ fjallar Heiðrún Lind Mar-
teinsdóttir, framkvæmdastjóri Sam-
taka fyrirtækja í sjávarútvegi, í
pistli í gær um
árangurslausar
viðræður um
deilistofna í NA-
Atlantshafi. Segir
hún að það séu
„því miður Norð-
menn sem hafa
staðið í vegi fyrir
farsælu samstarfi
ríkjanna um
stjórn og skipt-
ingu veiðiréttar.“
Norðmenn þurfi að hagræða í flota
sínum, leggja af útþenslustefnu og
friðmælast við nágranna sína og
frændur í vestri.
Aukinn afli til skamms tíma
Engir samningar eru í gildi um
veiðar úr stofnum makríls, norsk-
íslenskrar síldar og kolmunna á haf-
svæðinu. Heiðrún Lind segir að
Norðmenn hafi neitað að viðurkenna
kröfur ríkjanna í vestri til sann-
gjarns aflahlutar úr þessum fiski-
stofnum þrátt fyrir miklar göngur á
hafsvæðið og góð tækifæri þar til
veiða. Einnig hafi Norðmenn þrýst á
hærra veiðihlutfall en áður gilti í
hverjum fiskistofninum á fætur öðr-
um og þar með lagt aukna áherslu á
sjónarmið aukins afla til skamms
tíma og minnkaða áherslu á lang-
tímasjónarmið varkárni, stöðug-
leika og sjálfbærni.
Hún segir að ekki verði annað
ráðið en að ástæðan fyrir afstöðu
Norðmanna sé fyrst og síðast sú að
þeir þráist við að halda úti fiski-
skipaflota sem sé allt of stór miðað
við tækifærin sem þeim bjóðist til
veiða. Það geri þeir þrátt fyrir þær
skyldur sem alþjóðasamningar leggi
þeim á herðar um að draga úr stærð
flotans og forðast að beita umfram-
veiðigetu á kostnað fiskistofnanna
og réttar annarra til veiða.
Ábyrgð Norðmanna er mikil
Íslendingar hafi þurft að taka á
erfiðum vanda vegna of stórs fiski-
skipaflota. Aðlögun stærðar og
veiðigetu flotans, að þeim tækifær-
um sem séu til fiskveiða, sé nauð-
synleg forsenda árangurs við fiski-
veiðistjórnun sem miði að vernd og
sjálfbærri nýtingu á fiskistofnum.
Þetta hafi Íslendingar gert með því
að setja veiðikvóta á skip og heimila
framsal veiðiheimilda. Þannig hafi
aflahlutdeild fleiri skipa verið sam-
einuð á eitt skip og þeim fækkað.
Hún bendir á að um aldamót hafi
uppsjávarveiðiskip á Íslandi verið
rúmlega 40, en nú séu þau 18.
„Svo lengi sem Norðmenn skirr-
ast við að taka á þeim vanda sem
felst í of stórum, óseðjandi og ósjálf-
bærum flota, eins og þeim ber sam-
kvæmt alþjóðlegum viðmiðum, er
þess því miður varla að vænta að
hægt verði að gera milliríkjasamn-
inga um sjálfbæra nýtingu á deili-
stofnum uppsjávarfiska í Norð-
austur-Atlantshafi. Ábyrgð Norð-
manna er því mikil,“ segir Heiðrún
Lind í pistli sínum.
Hörmuðu ákvörðun Íslendinga
Í samningalotu um uppsjávar-
stofna í London í haust náðist ekki
heildarsamkomulag. Evrópusam-
bandið, Noregur og Færeyjar
endurnýjuðu hins vegar samning
sinn um makrílveiðar. Í Morgun-
blaðinu 18. október var greint frá
bókun þessara strandríkja með
samningnum þar sem þau harma
ákvörðun Íslendinga að auka
makrílkvóta sinn einhliða síðasta
sumar.
Segir þar að sú ákvörðun standist
engar vísindalegar kröfur og grafi
undan viðleitni Evrópusambandsins,
Færeyja og Noregs til að viðhalda
sjálfbærni stofnsins til lengri tíma
og þeirri ákvörðun sem tekin var
fyrr á árinu að auka ekki heildar-
kvótann. Loks voru Íslendingar
gagnrýndir fyrir að hafa ekki ráð-
fært sig við samstarfsþjóðir sínar
áður en einhliða ákvörðun um
makrílkvótann var tilkynnt. Sömu-
leiðis eru Grænland og Rússland
gagnrýnd fyrir að gefa út einhliða
kvóta.
Of stór, óseðjandi og
ósjálfbær norskur floti
Framkvæmdastjóri SFS gagnrýnir Norðmenn harðlega
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Ekki er ólíklegt að upphafsráðgjöf
um loðnuveiðar á vertíðinni 2021
verði samkvæmt aflareglu um 180
þúsund tonn, að teknu tilliti til var-
úðarsjónarmiða. Alþjóðahafrann-
sóknaráðið fjallar nú um gögn frá
Hafrannsóknastofnun, meðal annars
úr haustmælingu á loðnu í síðasta
mánuði, og gefur út ráðgjöf um upp-
hafsaflamark í lok næstu viku. Það
verður síðan endurskoðað að loknum
leiðangri næsta haust.
Töluvert mældist af ungloðnu í
leiðangrinum í haust eða tæplega 83
milljarðar sem samsvarar 608 þús-
undum tonnum af ókynþroska loðnu.
Samkvæmt aflareglu þarf yfir 50
milljarða til að mælt verði með upp-
hafsaflamarki á vertíðinni 2021.
Útlitið er ekki eins bjart varðandi
vertíðina sem að öllu eðlilegu ætti að
hefjast nú eftir áramót. Aðeins
mældust um 186 þúsund tonn af
veiðistofni vetrarins sem er langt
undir viðmiðum í aflareglu til að
veiðar verði ráðlagðar. Útgerðar-
maður sem talað var í vikunni sagð-
ist þó enn gera sér vonir um að
nægilegt magn fyndist til að ein-
hverjar veiðar yrðu heimilaðar í vet-
ur. Yrðu ekki leyfðar loðnuveiðar
yrði það annað árið í röð sem engin
loðnuvertíð yrði með tilheyrandi
áfalli fyrir fólk, fyrirtæki, sveit-
arfélög og þjóðarbúið í heild.
Hafrannsóknastofnun mun að
venju mæla veiðistofn loðnu upp úr
áramótum og endurskoða ráðgjöf
vetrarins í ljósi þeirra mælinga.
Veiðiskip hafa undanfarin ár tekið
þátt í mælingum eftir áramót. Þá fór
eitt veiðiskipanna í yfirferð um
svæðið úti fyrir Norðurlandi um
miðjan desember í fyrra. aij@mbl.is
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Beitir NK Eitt uppsjávarskipanna á kolmunnaveiðum síðasta vetur.
Ráðgjöf um 180 þús.
tonn af loðnu 2021?
Enn vonir um loðnuveiðar í vetur