Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2019
Allar starfsstöðvar Ríkisskattstjóra
voru lokaðar í gær vegna starfs-
mannafundar. Lokað var hjá Sjúkra-
tryggingum frá kl. 13 á miðvikudag-
inn vegna starfsdags starfsmanna.
Upphaflega voru starfsdagar
bundnir við skóla en færst hefur í
vöxt að opinberar stofnanir séu lok-
aðar á þennan hátt hálfan eða heilan
dag einu sinni á ári. Á starfsdögum
er eingöngu unnið að ýmsum innri
málefnum stofnananna en lítil eða
engin þjónusta veitt út á við.
Margrét Hauksdóttir, forstjóri
Þjóðskrár Ís-
lands og formað-
ur Félags for-
stöðumanna
ríkisstofnana,
segist telja að
heimild til að loka
opinberum stofn-
unum á þennan
hátt sé á ákvörð-
unarvaldi for-
stöðumanna.
Slíkt sé þó ekki gert nema í samráði
við viðkomandi ráðuneyti. Leitast sé
við að skerða þjónustu sem minnst
og auglýsa lokunina með góðum fyr-
irvara á breiðan hátt. Þjóðskrá Ís-
lands hafi byrjað á þessu fyrir
nokkrum árum og þá á laugardegi
og hafi starfsfólki þá ekki verið
greitt fyrir þátttöku og það hafi vak-
ið óánægju. Fjárhagur opinberra
stofnana sé þröngur og ekki grund-
völlur til þess að greiða öllum yfir-
vinnu og því hafi þessi leið verið far-
in að halda starfsdag hálfan dag á
virkum degi og hafa þá lokað.
gudmundur@mbl.is
Stofnanir lokaðar hálfan eða heilan dag Leitast við að
skerða þjónustu sem minnst Fjárhagurinn þröngur
Morgunblaðið/RAX
Starfsdagar Lokað var hjá Ríkisskattstjóra í gær vegna starfsmannafundar og því engin afgreiðsla í boði.
Starfsdagar færast í vöxt
Margrét
Hauksdóttir
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta hefur gengið mjög vel með
einhverjum undantekningum þó,“
segir Ragnar Þór Ingólfsson, for-
maður VR.
Um nýliðin
mánaðamót rann
út frestur sem
gefinn var til út-
færslu styttingar
vinnuvikunnar
sem samið var
um í lífskjara-
samningum í
vor. Í tilfelli VR
var samið um að
vinnudagurinn styttist um níu
mínútur á dag fyrir starfsmann í
fullu starfi. Atvinnurekendur og
starfsfólk áttu svo að finna út-
færslu á hverjum vinnustað fyrir
sig áður en styttingin tekur gildi
um áramótin.
Styttra opið á föstudögum
Ragnar segir að í heild hafi
gengið vel að finna útfærslur á
styttingunni og víða hafi hún þeg-
ar tekið gildi. „Það er margar mis-
munandi útfærslur á styttingunni
sem við höfum séð og fullt af hug-
myndum sem komið hafa upp sem
okkur hafði ekki hugkvæmst. Það
er jákvætt í alla staði. Þetta hefur
tekist vonum framar,“ segir hann.
Algengasta útfærslan virðist
vera sú að fyrirtæki stytta af-
greiðslutíma sinn á föstudögum.
Það hafa til að mynda trygginga-
fyrirtækin TM og Sjóvá þegar
gert; TM er nú með opið til 15 á
föstudögum í stað 16 og Sjóvá er
með opið til 15.30 í stað 16.
Ragnar segir að almenna reglan
sé sú að stjórnendur fyrirtækja
hafi tekið vel í þessar breytingar.
Hann segir aðspurður að deilur
um útfærslu í Ölgerðinni séu eina
málið sem hafi komið inn á borð
VR. „Það er ágætis dæmi um
hvernig ætti ekki að gera hlutina,“
segir formaðurinn.
Minnkar álag á starfsfólk
Ragnar kveðst telja að stytting
vinnuvikunnar muni koma bæði
starfsfólki og atvinnurekendum til
góða.
„Tilgangurinn með styttingu
vinnuvikunnar er að minnka álag á
starfsfólk. Rannsóknir hafa sýnt
að með styttingu hefur framleiðni
aukist og veikindadögum stórlega
fækkað. Þá hefur starfsánægja
aukist til muna. Það er dapurlegt
að horfa á skilningsleysi sumra
stjórnenda gagnvart þessu,“ segir
hann.
Hefur tekist
„vonum framar“
Stytting vinnuvikunnar tekur gildi
Ragnar Þór
Ingólfsson
Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þú að skilgreining
á sótthita breytist eftir aldri?
Thermoscan eyrnahita-
mælirinn minn veit það.“
ThermoScan® 7
Braun Thermoscan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við þurfum að hlusta vel eftir þess-
um áhyggjuröddum og ég legg
áherslu á að reynt verði að ná sam-
komulagi um málið. Við gerum þessa
breytingu ekki nema í sæmilegri sátt
við þessi félög,“ segir Halla Signý
Kristjánsdóttir, annar varaformaður
atvinnuveganefndar Alþingis og
framsögumaður nefndarinnar, í um-
fjöllun um frumvarp landbúnaðar-
ráðherra um breytingar á fyrir-
komulagi tollkvóta í landbúnaði.
Ellefu ólík samtök í landbúnaði,
viðskiptum og iðnaði, auk Neytenda-
samtakanna hafa sent frá sér sam-
eiginlega ályktun þar sem lýst er
þeirri skoðun að ekki eigi að sam-
þykkja frumvarpið í núverandi
mynd. Nauðsynlegt sé að vinna mál-
ið áfram og finna því heppilegri far-
veg, meðal annars til að bregðast við
mögulegum frávikum sem alltaf
kunna að koma upp í búvörufram-
leiðslu sem háð er veðurfari og öðr-
um ytri aðstæðum.
„Þessi gagnrýni kemur að vissu
leyti á óvart, ekki síst í ljósi þess að
frumvarpið er byggt á tillögum
starfshóps sem hluti þessara félaga
átti aðild að. Síðan eru aðrir aðilar
sem hafa lagt áherslu á að frumvarp-
ið verði samþykkt óbreytt,“ segir
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðar-
ráðherra. „Þannig að þarna takast á
ólíkir hagsmunir og það er bæði
sjálfsagt og eðlilegt að bæði ég og at-
vinnuveganefnd hlustum eftir sjón-
armiðum um hvað megi betur fara.“
Hann hefur boðað hópinn til fundar.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Sambands garðyrkjubænda, segir
að samtökin eigi það sameiginlegt að
hafa sent inn athugasemdir þegar
frumvarpsdrögin voru kynnt í sam-
ráðsgátt sl. haust. Það hafi hins veg-
ar verið lagt fram á Alþingi, afskap-
lega lítið breytt.
Gunnar viðurkennir að samtökin
sem um ræðir horfi ekki með sama
hætti til breytinga á frumvarpinu.
Allir fagni því að ráðgjafarnefnd um
tollkvóta skuli lögð af og fram-
kvæmdinni komið í fastari skorður.
Hins vegar greini menn á um út-
færslur, þar ráði hvorum megin
borðs þeir sitji. „Ráðuneytið hefði
mátt hafa betra samráð við hagaðila
til þess að við lentum ekki í þessari
stöðu,“ segir Gunnar.
Vill öðruvísi stuðning
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda, tekur
í sama streng. Segir að menn séu
sammála um að frumvarpið sé ekki
til bóta en hafi mismunandi rök-
stuðning fyrir því. Sumir telji frum-
varpið opna um of fyrir innflutning
búvara en aðrir að það setji of miklar
hömlur. „Við og sumir aðilar innan
samtaka bænda erum þeirrar skoð-
unar að það eigi að skoða þann
möguleika að fella niður tolla á fleiri
vörum og á móti fái landbúnaðurinn
annars konar stuðning, stuðning
sem ekki er markaðstruflandi. Okk-
ur finnst ástæða til að ræða þetta áð-
ur en þetta mál er keyrt í gegn.“
Sammála um gagnrýni
en ekki rök fyrir henni
Varaformaður atvinnuveganefndar vill samkomulag
Kristján Þór
Júlíusson
Gunnar
Þorgeirsson
Halla Signý
Kristjánsdóttir
Ólafur
Stephensen