Morgunblaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 56
Jólatónleikar
Kammersveit-
ar Reykjavíkur
fara fram í
Norðurljósum í
Hörpu á morg-
un, 8. desem-
ber, kl. 16.
Ítölsk barokk-
tónlist verður
leikin og perl-
ur tónskálda á
borð við Domenico Gallo, Antonio
Vivaldi og Pergolesi. Einleikarar
verða Steiney Sigurðardóttir, sem
tekið hefur við stöðu uppfærslu-
manns í sellódeild Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, og Laufey Jensdótt-
ir fiðluleikari, sem leikið hefur með
sveitinni og Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands til margra ára.
Kammersveit heldur
jólatónleika í Hörpu
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Anton Sveinn McKee úr Sundfélagi
Hafnarfjarðar hefur farið hamför-
um á EM í 25 metra laug í Glasgow
undanfarna daga. Hefur hann sex
sinnum sett Íslandsmet í mótinu
og hefur alls stungið sér sjö sinn-
um í laugina. Ekki er allt búið enn
því í kvöld keppir hann í úrslitum í
100 metra bringusundi. Rætt er við
Anton í blaðinu í dag. »45
Anton keppir í úrslit-
um á EM í Glasgow
Hljómsveitin A Band on Stage
fagnar 70 ára afmæli bandaríska
söngvaskáldsins og leikarans Toms
Waits á Hard Rock Café í kvöld kl.
21. Hljómsveitin mun leika og
syngja nokkur af lögum þessa
mikla meistara og fá til liðs við sig
fleiri hljóðfæraleikara til að klæða
tónlistina í búning sem sæmir til-
efninu, eins og því er lýst í tilkynn-
ingu. Hljómsveitin A Band on Stage
var stofnuð árið 2007
af Söru Blandon
söngkonu og
Ármanni Guð-
mundssyni gít-
arleikara og
fljótlega
bættust
fleiri
við.
Fagna sjötugum Waits
á Hard Rock Café
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gunnar Þórðarson tónskáld verður
75 ára í janúar og af því tilefni verður
hann með afmælistónleika í Eldborg
í Hörpu laugardaginn 7. mars. Sam-
kvæmt opinberum tölum hefur hann
samið 830 lög og eina óperu og geri
aðrir betur. „Af nógu er að taka og
ég er rétt að byrja að hugsa um
hvaða lög verða fyrir valinu, en það
verður væntanlega sitt lítið af
hverju,“ segir laga- og textahöfund-
urinn um dagskrána.
Tónlistarsaga Gunnars er óvenju-
glæsileg. Hann byrjaði í skóla-
hljómsveit í Keflavík 1961 og eftir að
félagarnir stofnuðu Hljóma 1963
varð ekki aftur snúið. Fyrsta smá-
skífan með lögunum „Fyrsti koss-
inn“ og „Bláu augun þín“ eftir Gunn-
ar kveiktu síðan neista sem enn
logar skært. „Þegar ég steig fyrst á
svið langaði mig til þess að hafa tón-
listina að atvinnu en vissi ekki hvort
ég gæti það,“ rifjar hann upp. „Það
var samt afskaplega spennandi til-
hugsun að geta verið hljóðfæraleik-
ari og ég sá karla eins og Elvis, Cliff,
Jerry Lee Lewis og Little Richard í
hillingum.“
Hillingarnar eru fyrir löngu orðn-
ar að veruleika. Samning laga hefur
aldrei vafist fyrir Gunnari en hann
byrjaði ekki að skrifa nótur fyrr en
eftir þrítugt. „Þegar ég samdi lög
mundi ég þau en það hefur breyst,“
segir hann og hlær dátt.
Leikur frekar en vinna
Honum vefst tunga um tönn þegar
hann er spurður hvaða lög hann sé
ánægðastur með. „Mér þykir vænt
um þau öll, en vænna um tíu lög en
önnur.“ Hann bætir við að það hafi
verið mikið mál fyrir 19 ára strák að
fá útgefna plötu með frumsömdum
lögum. „Það var skemmtilegt,“ segir
hann um fyrrnefnda plötu. „Svavar
Gests gaf hana út og síðan hef ég
alltaf litið á hann sem guðföður
Hljóma, því ef hann hefði ekki gefið
plötuna út værum við óþekktir eins
og svo margar aðrar hljómsveitir.“
Aldrei hefur farið mikið fyrir
Gunnari á sviði og ef eitthvað er hef-
ur hann haldið sig frekar til baka og
látið aðra um að vera í sviðsljósinu.
„Ég var mjög feiminn þegar ég byrj-
aði í hljómsveit og reyndar hefur
sviðsskrekkurinn aldrei farið,“ segir
hann þó að samferðamenn hans á
sviðinu hafi sagt að hann væri fastur
fyrir og stæði á sínu. „Ég hef að
sjálfsögðu lært ýmislegt á löngum
tíma,“ segir hann ákveðinn.
Gunnar spilar reglulega með
hljómsveitum eins og Guitar Islancio
og Gullkistunni og um þessar mund-
ir leikur hann fyrir gesti Ólafs Lauf-
dals á Hótel Grímsborgum föstu-
dags- og laugardagskvöld.
„Ég hef alltaf litið á spilamennsk-
una sem leik fremur en atvinnu,“
segir hann. „Ég lifi í tónlistarheim-
inum og lagahugmyndir, einhverjar
melódíur, eru óstöðvandi í höfðinu.
Þegar þær verða að lögum er
skemmtilegt að sjá hvaða áhrif þau
hafa og mikil ánægja er fólgin í því
að sjá fólk gleyma álaginu þegar það
nýtur tónlistarinnar. Lífið er ekki
bara saltfiskur.“
Morgunblaðið/Eggert
Merkilegt tónskáld Laga- og textahöfundurinn Gunnar Þórðarson hefur samið 830 lög og eina óperu.
Lífið ekki bara saltfiskur
Gunnar Þórðarson með 75 ára afmælistónleika í Hörpu
Tónskáldinu þykir gaman að gleðja fólk með tónlistinni